Ferill 461. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 709  —  461. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um markaðshlutdeild
og samkeppni í dagvöruverslun.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hver er talin vera markaðshlutdeild helstu verslanasamstæðna, sjálfstæðra dagvöruverslana og minni verslana á dagvörumarkaði, sundurliðað eftir verslanasamstæðum og verslanakeðjum, stærri sjálfstæðum verslunum og minni verslunum, annars vegar á landinu öllu og hins vegar í einstökum landshlutum?
     2.      Hvernig hefur markaðshlutdeild framangreindra aðila þróast, annars vegar frá útkomu skýrslu Samkeppniseftirlitsins „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði“, sem kom út í janúar 2012 (rit 1/2012), og hins vegar í grófum dráttum frá 1990?
     3.      Hvernig hefur verið fylgst með þróun afslátta af verði frá birgjum til stóru verslanasamstæðnanna annars vegar og minni verslana hins vegar frá því að áðurnefnd skýrsla Samkeppniseftirlitsins kom út?
     4.      Hvernig metur ráðherra almennt samkeppnisaðstæður á dagvörumarkaði?


Skriflegt svar óskast.