Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 727  —  154. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna,
landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.

Frá atvinnuveganefnd.


     1.      Í stað orðanna ,,ef að minnsta kosti eitt eftirtalinna skilyrða er uppfyllt“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. komi: ef öll eftirtalinna skilyrða eru uppfyllt.
     2.      C-liður 7. gr. orðist svo: þegar hætta er á að skráning villi um fyrir neytendum hvað varðar raunverulegan uppruna afurðar þegar til er fyrir merki sem telst alþekkt hér á landi á þeim tíma sem umsókn um vernd afurðarheitis er lögð inn. Við mat á því hvort eldra merki telst alþekkt skal m.a. taka tillit til orðspors og þess tíma sem það hefur verið í notkun.
     3.      1. málsl. 2. mgr. 22. gr. orðist svo: Skráningu afurðarheitis er enn fremur heimilt að fella úr gildi með ákvörðun Matvælastofnunar ef.
     4.      23. gr. orðist svo:
             Ef til er fyrir skráð afurðarheiti skal hafna umsókn um skráningu vörumerkis eða félagamerkis fyrir sömu eða svipaðar vörur og afurðarheitið stendur fyrir ef notkun slíks merkis verður talin fara í bága við vernd afurðarheitisins skv. 6. gr. og umsókn um skráningu merkisins er lögð inn síðar en umsókn um skráningu afurðarheitisins.
     5.      Við 24. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Hafi merki verið skráð eða réttur til merkis stofnast með notkun fyrir umsóknardag afurðarheitis hér á landi og líklegt er að samhliða tilvist merkis og afurðarheitis leiði til þess að villast megi á þeim er eingöngu heimilt að nota merkið áfram og endurnýja það hafi réttur til merkisins stofnast í góðri trú og ekki er grundvöllur fyrir ógildingu eða afnámi réttarins.
                  b.      2. mgr. falli brott.
     6.      2. málsl. 2. mgr. 26. gr. orðist svo: Mæla skal fyrir um ferli andmæla í milliríkjasamningi, þ.m.t. um þær málsástæður sem andmælin mega byggjast á.
     7.      Í stað orðanna ,,ef villast má á merkinu og afurðarheiti sem er verndað samkvæmt lögum um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu“ í 42. gr. komi: ef til er fyrir afurðarheiti sem er verndað samkvæmt lögum um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, fyrir sömu eða svipaðar vörur og umsókn um skráningu merkis tekur til.