Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 740  —  3. mál.
Viðbót.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2015.


Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      1. gr. orðist svo:
             Í stað hlutfallstölunnar „0,325%“ í 4. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 0,260%.
     2.      2. gr. falli brott.
     3.      4. gr. falli brott.
     4.      Á undan 29. gr. komi í XVIII. kafla ný grein, svohljóðandi:
             Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2014“ í 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV í lögunum kemur: 31. desember 2015.
     5.      Í stað „500.000 kr.“ í 30. gr. komi: 750.000 kr.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     6.      31. gr. orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
              a.      2.–5., 7., 9., 11.–12., 19.–20. og 26.–28. gr. öðlast þegar gildi.
              b.      6., 8., 13., 17.–18., 21.–25. og 29. gr. öðlast gildi 1. janúar 2015.
              c.      Ákvæði 1. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu tryggingagjalds frá 1. júlí 2015 og álagningu ársins 2016.
              d.      10. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015 vegna tekna ársins 2014.
              e.      Ákvæði 14.–16. gr. öðlast gildi 1. janúar 2015 og eiga við um atvinnuleitendur sem eru þegar skráðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur fyrir 1. janúar 2015, atvinnuleitendur sem skrá sig án atvinnu og sækja um atvinnuleysisbætur 1. janúar 2015 eða síðar, hvort sem það er í fyrsta skipti eða viðkomandi heldur áfram að nýta fyrra tímabil skv. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sem og um þá atvinnuleitendur sem hafa áður verið skráðir án atvinnu en hefja nýtt tímabil innan atvinnuleysistryggingakerfisins skv. 30. eða 31. gr. sömu laga 1. janúar 2015 eða síðar.