Ferill 404. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 753  —  404. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 41/2013, um heimild
til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða
vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi.


Frá atvinnuveganefnd.



    Við bætist ný grein sem verði 1. gr., svohljóðandi:
    1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
    Vegna fyrirhugaðrar stofnunar og reksturs atvinnustarfsemi á iðnaðarsvæði í landi Bakka í Norðurþingi, þar sem gert er ráð fyrir verulegri fjárfestingu sem hafi jákvæð þjóðhagsleg, samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Húsavík og nágrenni þess, og í þeim tilgangi að byggja upp nauðsynlega innviði vegna iðnaðarsvæðisins, er:
     a.      ráðherra, f.h. ríkissjóðs, heimilt, að fengnum heimildum í fjárlögum, að semja við Vegagerðina um gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka sem kostar allt að 1.800 millj. kr., miðað við verðlag í lok árs 2012,
     b.      ráðherra sem fer með lánsfjármál ríkissjóðs heimilt, f.h. ríkissjóðs, að fengnum heimildum í fjárlögum, að semja við hafnarsjóð Húsavíkurhafnar um víkjandi lán til hafnarframkvæmda fyrir allt að 819 millj. kr., miðað við verðlag í lok árs 2012.

Greinargerð.

    Hér er lagt til að kveðið verði á um það í lögunum að fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, semji við hafnarsjóð skv. b-lið 1. mgr. 1. gr. laganna enda er í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta mælt fyrir um að fjármála- og efnahagsráðherra fari með lántökur og lánsfjármál.