Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 770  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 og breytingartillögu á þingskjali 757.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur
og Brynhildi Pétursdóttur.


Breyting á sundurliðun 1:
1. Liðurinn 1.10.7.1 Gjald vegna Ríkisútvarpsins ohf. hækki um 140 m.kr.
Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Tillaga
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
2. Við 02-971 Ríkisútvarpið
a. 1.10 Ríkisútvarpið
3.663,2 356,0 4.019,2
b. Greitt úr ríkissjóði
3.663,2 356,0 4.019,2
3. Við 02-999 Ýmislegt
a. 1.90 Ýmis framlög
0,0 20,0 20,0
b. 1.98 Ýmis framlög mennta-
    og menningarmálaráðuneytis
251,1 8,0 259,1
c. Greitt úr ríkissjóði
261,3 28,0 289,3
4. Við 06-303 Ríkislögreglustjóri
a. 1.03 Úrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis
0,0 3,0 3,0
b. Greitt úr ríkissjóði
1.429,9 3,0 1.432,9
5. 23. tölul. brtt. á þskj. 757 orðist svo:
Við 06-310 Lögreglustjórinn
    á höfuðborgarsvæðinu
a. 1.01 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
3.845,1 30,0 3.875,1
b. Greitt úr ríkissjóði
3.790,6 30,0 3.820,6
6. Við 06-312 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
a. 1.03 Úrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis
0,0 10,0 10,0
b. Greitt úr ríkissjóði
1.159,3 10,0 1.169,3
7. Við 06-390 Ýmis löggæslu- og öryggismál
a. 1.23 Úrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis
0,0 3,0 3,0
b. Greitt úr ríkissjóði
1.431,0 3,0 1.434,0
8. Við 06-662 Hafnarframkvæmdir
a. 6.75 Helguvíkurhöfn
0,0 180,0 180,0
b. Greitt úr ríkissjóði
788,6 180,0 968,6

Greinargerð.

    Í 3. tölul. er annars vegar gerð tillaga um 20 m.kr. framlag til aðgerðaáætlunar um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni, sbr. þingsályktun sem samþykkt var í vor (268. mál á 143. þingi) Hins vegar er gerð tillaga um 8 m.kr. framlag til framkvæmdar þingsályktunar frá árinu 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (383. mál á 138. þingi).
    Í 4.–7. tölul. er lagt til að niðurskurður á verkefnum þar sem unnið er gegn kynferðisofbeldi verði dreginn til baka að fullu en ekki einungis að hluta eins og meiri hlutinn hefur lagt til.
    Aðrir liðir þarfnast ekki skýringa.