Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 776  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Tillaga
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
1. Við 09-101 Fjármála- og efnahagsráðuneyti,
    aðalskrifstofa
a. 1.01 Fjármála- og efnahagsráðuneyti,
    aðalskrifstofa
997,1 -33,6 963,5
b. Greitt úr ríkissjóði
988,0 -33,6 954,4
2. Við bætist nýr fjárlagaliður:
09-977 Bankasýsla ríkisins
a. 1.01 Bankasýsla ríkisins
0,0 33,6 33,6
b. Greitt úr ríkissjóði
0,0 33,6 33,6

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um að 33,6 millj. kr. verði millifærðar frá aðalskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á liðinn 09-977 Bankasýsla ríkisins. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður um áramótin en nú er ljóst að hún starfar fram á næsta ár. Í frumvarpinu voru fjárheimildir aðalskrifstofu ráðuneytisins hækkaðar um 47 millj. kr. vegna verkefna Bankasýslunnar en nú er lagt til að 33,6 millj. kr. verði millifærðar yfir á lið hennar. Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst leggja fram frumvarp á vorþingi um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og er því ætlað að leysa af hólmi lög nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, og lög nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjárveitingunni er ætlað að mæta rekstrarkostnaði Bankasýslunnar í sex mánuði á næsta ári en endanlegt uppgjör í kjölfar niðurlagningar stofnunarinnar liggur ekki fyrir enn sem komið er og bíður því frumvarps til fjáraukalaga á næsta ári. Niðurlagningin var ein af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar og gert er ráð fyrir að til lengri tíma litið náist að minnka rekstrarkostnað ríkisins með þessari aðgerð.