Ferill 472. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 796  —  472. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um söfnunarkassa og happdrættisvélar.



Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hverjar voru brúttótekjur Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands af söfnunarkössum og happdrættisvélum árin 2011, 2012, 2013 og 2014?
     2.      Hver voru heildarrekstrargjöld hvors fyrirtækis á þessum árum og hve stór hluti rekstrargjalda rann a) til kaupa, b) til leigu á spilakössum?
     3.      Af hvaða aðilum hafa spilakassar, annars vegar Happdrættis Háskóla Íslands og hins vegar Íslandsspila sf., verið keyptir eða leigðir eftir atvikum fyrrgreind ár og hve stór hluti tekna af spilakössum, hlutfallslega og í krónum, rann til rekstraraðila þar sem spilavélarnar eru starfræktar?
     4.      Hverjar voru heildarvinningsfjárhæðir hvors fyrirtækis framangreind ár?
     5.      Hverjar voru tekjur hvors fyrirtækis að frádregnum vinningum og kostnaði sömu ár?


Skriflegt svar óskast.