Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 798  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015.

Frá fjárlaganefnd.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Tillaga
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
1. Við 02-999 Ýmislegt
a. 1.98 Ýmis framlög mennta-
    og menningarmálaráðuneytis
251,1 18,0 269,1
b. Greitt úr ríkissjóði
261,3 18,0 279,3
2. Við 09-990 Ríkisstjórnarákvarðanir
a. 1.10 Til ráðstöfunar samkvæmt
    ákvörðun ríkisstjórnarinnar
159,0 -18,0 141,0
b. Greitt úr ríkissjóði
159,0 -18,0 141,0

Greinargerð.

    Lagt er til að samtals 18 millj. kr. til tveggja verkefna verði millifærðar af liðnum 09-990 Ríkisstjórnarákvarðanir á 02-999-1.98 Ýmis framlög mennta- og menningarmálaráðuneytis.
    Annars vegar er lagt til 15 millj. kr. framlag til aðgerða er miði að því að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi í samræmi við þingsályktun nr. 18/143 sem samþykkt var í vor (268. mál á 143. þingi).
    Hins vegar er gerð tillaga um 3 millj. kr. framlag til framkvæmdar þingsályktunar nr. 23/138 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (383. mál á 138. þingi).
     Gert er ráð fyrir að fjárveitingar til verkefnanna í heild verði endurmetnar fyrir gerð frumvarps til fjáraukalaga á næsta ári.