Ferill 298. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 814  —  298. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá
Birni Val Gíslasyni um fjölda opinberra starfa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hafa fjárlög fyrir árið 2014 haft áhrif á fjölda starfa í ráðuneytinu eða stofnunum sem undir ráðuneytið heyra? Ef svo er, hverjar eru breytingarnar og um hve mörg störf er að ræða?
     2.      Hvaða áhrif er áætlað að frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015, verði það samþykkt óbreytt, hafi á fjölda starfa í ráðuneytinu eða stofnunum sem undir ráðuneytið heyra? Hverjar eru áætlaðar breytingar og um hve mörg störf er að ræða?
    Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum, landshlutum og kyni starfsmanna sem breytingarnar snerta.


    Bein áhrif fjárlaga fyrir árið 2014 á fjölda starfa á aðalskrifstofu ráðuneytisins voru sem hér segir: Á skrifstofu menntamála var einum sérfræðingi sagt upp störfum og tveir starfsmenn fluttust yfir til Námsgagnastofnunar og Námsmatsstofnunar. Á upplýsinga- og fjármálasviði var einum sérfræðingi sagt upp störfum. Einn ritari á skrifstofu menningarmála fór úr 80% starfi í 50% starf. Auk þessa voru ekki framlengdir tímabundnir ráðningarsamningar tveggja sérfræðinga í hálfu starfi eins og til stóð. Í heild nemur niðurskurðurinn samtals 5,3 stöðugildum.
    Hjá undirstofnunum ráðuneytisins fækkaði stöðugildum sem rekja má beint til áhrifa fjárlaga um samtals 45,2 á árinu 2014.
    Ekki er fyrirsjáanlegt að fjárlög fyrir árið 2015 muni hafa áhrif á fjölda starfa hjá ráðuneytinu umfram það sem þegar hefur orðið. Við vinnslu svarsins var óskað eftir því við stofnanir ráðuneytisins að þær létu ráðuneytinu í té áætlun um áhrif fjárlaga fyrir árið 2015 á starfsmannahald stofnananna miðað við að fjárlagafumvarpið yrði að lögum óbreytt en vert er að taka fram að rekstraráætlanir stofnana lágu ekki fyrir í öllum tilfellum og því getur gætt nokkurrar óvissu í svörum einstakra stofnana. Samkvæmt þeim svörum er ráðuneytinu bárust má gera ráð fyrir að störfum geti fækkað um allt að 53 ársstörf og sést skipting eftir stofnunum á eftirfarandi töflu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.