Ferill 473. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 833  —  473. mál.




Svar


félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Steinunni Þóru Árnadóttur
um Íbúðalánasjóð og Leigufélagið Klett.


     1.      Hve margar íbúðir eru í eigu Íbúðalánasjóðs og Leigufélagsins Kletts, sundurliðað eftir landsvæðum?
     2.      Hve margar af íbúðunum eru í söluferli og hve margar í útleigu, sundurliðað eftir landsvæðum?

    Eftirfarandi upplýsingar eru teknar saman hjá Íbúðalánasjóði miðað við stöðu og nýtingu eignasafnsins þann 31.12.2014.

    A.     Fullnustueignir Íbúðalánasjóðs hjá eignasviði sjóðsins:

Íbúðir Íbúðalánasjóðs eftir landshlutum og stöðu 31.12.2014
Í sölumeðferð Í leigu Eignir í undirbúningi fyrir sölu Í vinnslu vegna leigu Samtals
Höfuðborgarsvæðið
Suðurnes
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland vestra
Norðurland eystra
Austurland
Suðurland
77
418
111
36
15
44
87
128
252
347
73
8
1
42
84
82
5
11
13
4
3
3
21
8
7
5
4
1
1
1
1
1
341
781
201
49
20
90
193
219
Samtals 916 889 68 21 1.894

    Skýringar:
                  a.      Sölumeðferð: Eignir eru í sölumeðferð hjá fasteignasölum um land allt. Allar fasteignasölur á landinu geta unnið fyrir ÍLS.
                  b.      Í leigu: Eignir í útleigu.
                  c.      Eignir í undirbúningi fyrir sölu: Unnið að þrifum, hreinsun og skráningu eigna.
                  d.      Í vinnslu vegna leigu: Eignir sem eru bundnar í leigu, unnið að því að ganga frá leigusamningi eða mál í innheimtuferli.

    B.     Eignir Leigufélagsins Kletts ehf.
    450 eignir voru færðar til dótturfélags sjóðsins og eru í rekstri hjá félaginu. Rekstrarreglur og stjórnunarlegur aðskilnaður er á milli leigufélagsins og Íbúðalánasjóðs.
    Skipting eigna eftir landsvæðum og staða er eftirfarandi:

Íbúðir Leigufélagsins Kletts ehf. eftir landshlutum
og stöðu 31.12.2014

Fjöldi íbúða
Þar af
í útleigu
Höfuðborgarsvæðið
Suðurnes
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland
Austurland
Suðurland
161
75
46
2
51
44
71
157
75
44
2
46
42
67
Samtals 450 433


     3.      Er ráðgert að fleiri íbúðir verði færðar yfir í Leigufélagið Klett?
    Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að færa frekari eignir til leigufélagsins Kletts.

     4.      Hefur verið mótuð stefna um eignarhald og fjármögnun Leigufélagsins Kletts?
    Eignarhaldið er í höndum Íbúðalánasjóðs og ákveðið hefur verið að fjármögnun félagsins verði af hálfu Íbúðalánasjóðs. Það fjármögnunarferli hefur verið tilkynnt til ESA. Svör frá ESA hafa ekki borist.