Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 863  —  356. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, lögum
um fjársýsluskatt, tollalögum, lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.
og lögum um búnaðargjald, með síðari breytingum (samræming og einföldun).

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


    Á eftir 5. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    1. mgr. 98. gr. laganna orðast svo:
    Þegar ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu á skattaðila skal hann senda hverjum skattaðila tilkynningu þar sem tilgreindir eru þeir skattar sem á hann hafa verið lagðir. Jafnframt skal skattstjóri auglýsa rækilega, m.a. í Lögbirtingablaðinu, að álagningu sé lokið. Hafi skattaðili annað reikningsár en almanaksárið skal ríkisskattstjóri í stað auglýsingar skv. 2. málsl. senda honum tilkynningu um álagninguna með ábyrgðarbréfi. Þá skal ríkisskattstjóri senda viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs skrá um þá aðila sem á hafa verið lagðir skattar, svo og samrit til ríkisendurskoðanda.

Greinargerð.

    Með breytingartillögunni er lagt til að opinber birting og framlagning álagningar- og skattskráa landsmanna verði lögð af, í þeirri mynd sem hún er nú. Tillagan er lögð fram samhliða framlagningu þingsályktunartillögu um útgáfu ópersónugreinanlegra upplýsinga um skattgreiðslur landsmanna (þskj. 755 í 468. máli).