Ferill 446. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 925  —  446. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um vopnaeign og vopnaburð lögreglunnar.


    Við vinnslu svars við fyrirspurninni óskaði ráðuneytið eftir umsögn embættis ríkislögreglustjóra. Í umsögninni er gerður fyrirvari um nákvæmni svara vegna þess hversu langt aftur í tímann fyrirspurnin nær. Þá er tekið fram að upplýsingar um vopnaeign lögregluembættanna byggist á svörum þeirra til ríkislögreglustjóra.
    Eftirfarandi eru svör embættis ríkislögreglustjóra við einstökum liðum fyrirspurnarinnar:

     1.      Hve mörg skotvopn eru samtals í eigu lögreglunnar og hvernig skiptast þau skotvopn eftir gerðum og stærðum (skammbyssur, rifflar, haglabyssur, sjálfvirk skotvopn o.þ.h.) og lögregluembættum? Upplýsingar óskast um fjölda hverrar gerðar um sig hjá hverju lögregluembætti og lögregludeildum, svo sem sér­sveit lögreglunnar.
    
Yfirlit um skotvopn lögreglu í töflu 1 hér á eftir tekur til allra skotvopna lögreglu. Vakin er athygli á að um fleiri vopn er að ræða en í skýrslu um stöðu lögreglunnar frá 2012 sem skýrist af því að þá voru ekki gefin upp vopn sem tekin hafa verið úr notkun. Hægt er að taka þau flest í notkun á ný og hluti þeirra er notaður við margvíslega þjálfun. Fjárbyssur eru einskota skammbyssur. Alls eru 590 skotvopn í eigu lögreglunnar og má sjá skiptingu þeirra eftir teg­undum í töflu 1.

Tafla 1. Tegund og heildarfjöldi skotvopna
í eigu lögreglunnar.

Tegund Fjöldi
Fjárbyssur 53
Gasvopn 15
Haglabyssur 52
Hríðskotabyssur 72
Hríðskotarifflar 7
Hálfsjálfvirkir rifflar 18
Rifflar 21
Skammbyssur 352
Samtals 590

Tafla 2. Skipting skotvopna niður á einstök embætti.

Lögreglustjórinn á Vesturlandi Fjöldi
Fjárbyssa 8
Skammbyssa 20
Haglabyssa 1
Samtals vopn 29
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum Fjöldi
Fjárbyssa 4
Haglabyssa 2
Riffill 1
Skammbyssa 14
Samtals vopn 21
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra Fjöldi
Fjárbyssa 2
Skammbyssa 6
Samtals vopn 8
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Fjöldi
Fjárbyssa 8
Skammbyssa 26
Haglabyssa 4
Riffill 1
Samtals vopn 39
Lögreglustjórinn á Austurlandi Fjöldi
Fjárbyssa 5
Skammbyssa 11
Samtals vopn 16
Lögreglustjórinn á Suðurlandi Fjöldi
Fjárbyssa 8
Skammbyssa 13
Haglabyssa 2
Riffill 2
Samtals vopn 25
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum Fjöldi
Fjárbyssa 1
Skammbyssa 4
Samtals vopn 5
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Fjöldi
Fjárbyssa 4
Haglabyssa 6
Riffill 1
Skammbyssa 57
Hríðskotabyssa 2
Samtals vopn 70
Lögreglustjórinn á höfuð­borgar­svæðinu Fjöldi
Fjárbyssa 13
Skammbyssa 82
Haglabyssa 5
Hríðskotabyssa 5
Hríðskotariffill 1
Hálfsjálfvirkur riffill 1
Riffill 1
Gasvopn 5
Samtals vopn 113
Lögregluskóli ríkisins Fjöldi
Haglabyssa 3
Riffill 2
Skammbyssa 19
Samtals vopn 24
Ríkislögreglustjóri Fjöldi
Skammbyssa 100
Hríðskotabyssa 65
Haglabyssa 29
Gasvopn 10
Hríðskotariffill 6
Riffill 13
Hálfsjálfvirkur riffill 17
Samtals vopn 240

     2.      Hve margra skotvopna og hvaða skotvopna hefur verið aflað á undanförnum áratug að árinu 2014 meðtöldu? Í svarinu óskast fjöldi skotvopna tilgreindur fyrir hvert og eitt ár.
    Alls hafa verið keypt 145 skotvopn frá árinu 2004. Um er að ræða skammbyssur, hríðskotabyssur, riffla, hríðskotariffla, haglabyssur og gasbyssur. Sjá einnig nánar svar við 3. og 4. tölul. fyrirspurnarinnar.

Tafla 3. Fjöldi keyptra skotvopna eftir teg­undum 2004–2014.

Ár Fjöldi Skotvopn
2004 11 Glock skammbyssur
2005 74 Glock skammbyssur
14 MP5 hríðskotabyssur
4 Blazer rifflar
2006 26 MP5 hríðskotabyssur
3 Blazer rifflar
6 G36 hríðskotarifflar
2008 2 MP5 hríðskotabyssur
2009 1 Mossberg riffill
2013 2 Remington haglabyssur
2014 2 Gasbyssur
Samtals 145

     3.      Hvert er upprunaland þeirra skotvopna sem aflað hefur verið á undanförnum áratug? Í svarinu óskast tilgreint hversu mörg skotvopn bárust frá hverju landi um sig og hverrar gerðar þau voru.

     Tafla 4. Upprunaland skotvopna, teg­und og fjöldi.

Tegund Upprunaland Fjöldi
Glock 17 Austurríki 85
MP5 hríðskotabyssur Þýskaland 42
BLAZER rifflar Austurríki 7
HK G36 hríðskotarifflar Þýskaland 6
Remington haglabyssur Bandaríkin 2
Gasvopn Austurríki 2
Mossberg riffill Bandaríkin 1
Samtals 145

     4.      Hversu mörg þeirra skotvopna sem lögregla hefur aflað sér á undanförnum áratug hafa verið keypt og hvert var verð þeirra og hversu mörg þegin að gjöf og hvert var verðmæti þeirra? Í svarinu óskast tilgreindur fjöldi, verð, gerð og upprunaland skotvopnanna?
    Engin vopn sem lögregla hefur aflað sér á undanförnum áratug hafa verið þegin að gjöf.

Tafla 5. Gerð skotvopna, upprunaland, fjöldi og verð.

2004

2005

2006

2008

Tegund
Uppruna- land Fjöldi

Verð

Fjöldi
Verð Fjöldi

Verð

Fjöldi

Verð

Glock 17
Austurríki 11 853.501 74 3.553.666
MP5 hríðskotabyssur Þýskaland 14 2.160.797 26 4.271.072 2 358.460
BLAZER rifflar Austurríki 4 2.031.531 3 1.513.896
HK G36 hríðskotarifflar Þýskaland 6 809.001
Remington haglabyssur Bandaríkin
Gasvopn Austurríki
Mossberg riffill Bandaríkin
Samtals 11 853.501 92 7.745.994 35 6.593.969 2 358.460
2009

2013

2014

Samtals

Tegund
Uppruna- land Fjöldi Verð Fjöldi Verð Fjöldi

Verð

Fjöldi

Verð

Glock 17
Austurríki 85 4.407.167
MP5 hríðskotabyssur Þýskaland 42 6.790.330
BLAZER rifflar Austurríki 7 3.545.428
HK G36 hríðskotarifflar Þýskaland 6 809.001
Remington haglabyssur Bandaríkin 2 138.234 2 138.234
Gasvopn Austurríki 2 572.280 2 572.280
Mossberg riffill Bandaríkin 1 199.200 1 199.200
Samtals 1 199.200 2 138.234 2 572.280 145 16.461.638

     5.      Hvaða aðili, innan lögreglu eða utan, leggur mat á þörf lögreglu fyrir skotvopn?
    Ríkislögreglustjóri leggur mat á þörf lögreglu fyrir skotvopn og er skýr heimild fyrir ríkislögreglustjóra að taka ákvörðun um vopnakaup samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna sem útgefnar voru af dómsmálaráðherra 22. febrúar 1999.
    Í reglunum er kveðið á um hvernig skotvopn lögreglu er heimilt að nota og að ríkislögreglustjóri ákveði hverrar gerðar vopn skuli vera. Stefnan hefur verið að fækka teg­undum vopna þannig að einungis verði fáar teg­undir viðurkenndar sem lögregluskotvopn um leið og úrelt vopn eru endurnýjuð.

     6.      Í hve mörgum lögreglubifreiðum eru geymd skotvopn? Óskað er upplýsinga um fjölda og gerð skotvopna og undir hvaða lögregluembætti viðkomandi lögreglubifreiðar heyra.
    Samkvæmt ákvörðun viðkomandi lögreglustjóra eru vopn höfð í lögreglubifreiðum hjá embættunum á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi. Um er að ræða 19 Glock skammbyssur í 11 lögreglubifreiðum. Sér­sveit ríkislögreglustjóra hefur fleiri teg­undir af skotvopnum í ökutækjum sínum en misjafnt er í hve mörgum bifreiðum.

     7.      Í hve mörgum lögreglustöðvum eru geymd skotvopn? Óskað er upplýsinga um fjölda og gerð skotvopnanna og undir hvaða lögregluembætti viðkomandi lögreglustöðvar heyra.
    Auk vopna sem eru hjá sér­sveit ríkislögreglustjóra eru skotvopn á lögreglustöðvum í öllum lögregluumdæmum og alls á 36 stöðvum. Um fjölda og gerð skotvopnanna vísast til svars við 1. tölul. fyrirspurnarinnar.

     8.      Hafa almennir lögreglumenn hlotið sérstaka þjálfun í beitingu sjálfvirkra skotvopna? Ef svo er, hver annast þessa þjálfun, hversu langan tíma tekur hún og hvernig er henni háttað í aðalatriðum?
    Til viðbótar við þá kynningu sem nemar í Lögregluskóla ríkisins fá varðandi MP5 byssur, sbr. svar við 9. tölul. fyrirspurnarinnar, þá hófst á síðasta ári aukin aðgerðar- og valdbeitingarþjálfun fyrir almenna lögreglumenn á vegum lögregluskólans í samvinnu við ríkislögreglustjóra.
    Farið var yfir reglur um valdbeitingu sem og meðferð valdbeitingartækja og vopna. Haldin voru 8 námskeið sem stóðu í tvo daga, eða 20 klukkustundir hvert, og voru þátttakendur 225 lögreglumenn. Á námskeiðunum voru m.a. handtökuæfingar, sjálfsvörn, skotvopnaþjálfun o.fl. Auk þess voru haldnar til reynslu skotæfingar með MP5 byssur. Þjálfunin á námskeiðinu veitir ekki heimild til notkunar MP5 vopna. Á námskeiðinu voru vopnin ein­göngu notuð sem hálf sjálfvirk vopn en ekki sem sjálfvirk vopn.

     9.      Hvaða hæfnisskilyrði þurfa almennir lögreglumenn að uppfylla til að hafa heimild til að beita skotvopnum við störf sín, greint eftir gerð skotvopna?
    Lögreglumenn þurfa að hafa hlotið tilskilda þjálfun og standast skotpróf árlega og í fram­haldi af því tekur lögreglustjóri ákvörðun um hvaða lögreglumenn hann samþykkir að heimilt sé að vopna.
    Í námi við Lögregluskóla ríkisins hljóta nemendur í grunnnámi sömu fræðslu og þjálfun og almennir borgarar fá á skotvopnanámskeiði fyrir A-skotvopnaréttindi, sem haldin eru á vegum Um­hverfisstofnunar. Við verklega fræðslu eru uppfyllt skilyrði 27. gr. a reglugerðar nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl.
    Markmið með þessari þjálfun er að nemendur geti meðhöndlað af öryggi algengustu teg­undir skotvopna og kunni skil á löggjöf um skotvopn og skotfæri. Þá hafa lögreglunemar fengið kennslu í öllum helstu gildandi lögum og reglum tengdum skotvopnum og veiðum.
    Lögreglumenn sem útskrifast úr lögregluskólanum fá skotvopnaleyfi til að nota haglabyssur og riffla. Hæfisskilyrði til þess að nota slík vopn felast í almennu skotvopnanámskeiði fyrir A-skotvopnaréttindi, sbr. hér að framan, sem allir lögreglumenn ljúka í lögregluskólanum, auk þeirrar menntunar sem nemendur fá um reglur um valdbeitingu lögreglumanna sem útgefnar voru af dómsmálaráðherra 22. febrúar 1999.
    Einnig fá nemendur fræðslu og þjálfun á Glock 17 skammbyssu og notast er við notkunarleiðbeiningar sem útgefnar eru af lögregluskólanum. Í verklega hluta þessarar þjálfunar eru nemendur þjálfaðir í að nota vopnið. Við þjálfunina fá nemendur reynslu í meðhöndlun á skammbyssu og öruggri meðferð vopnsins og þekkja virkni þess, auk þess sem þjálfun grundvallast á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna sem útgefnar voru af dómsmálaráðherra 22. febrúar 1999. Markmið kennslunnar er að nemendur kunni að meðhöndla og geti í neyð beitt Glock 17 skammbyssu. Ein­göngu er heimilt að vopna með skammbyssu þá lögreglumenn sem lögreglustjóri hefur samþykkt að uppfylltum skilyrðum um árlega fram­haldsþjálfun.
    Auk þessa hafa nemendur fengið kynningu á MP5 sjálfvirkri byssu og skotið úr henni svo þeir kunni á virkni byssunnar og geti tryggt hana örugglega ef nauðsyn krefur. Þessi þjálfun veitir ekki lögreglustjóra heimild til að samþykkja að viðkomandi sé vopnaður með því vopni.
    Þessu til viðbótar sóttu nemar í grunnnáminu 2014 einnig tveggja daga valdbeitingarnámskeið sem almennir lögreglumenn sóttu haustið 2014 á vegum lögregluskólans og ríkislögreglustjóra.
    Fram­haldsdeild Lögregluskóla ríkisins annast þjálfun svonefndra skotstjóra sem bera ábyrgð á árlegri skotvopnaþjálfun í umdæmunum. Því til viðbótar hefur sér­sveit verið með viðbótarþjálfun hjá lögregluliðunum. Lögreglumenn þurfa að standast skotpróf árlega til þess að lögreglustjóra sé heimilt að samþykkja að þeir beri vopn.

     10.      Hvernig hefur fjöldi sjálfvirkra skotvopna í eigu lögreglunnar þróast frá útgáfu skýrslu innanríkisráðuneytisins um stöðu lögreglunnar árið 2012? Upplýsingar óskast um fjölda sjálfvirkra skotvopna í eigu lögreglu á árunum 2012–2014 og skiptingu þeirra milli lögregluembætta á þessum árum.
    Engin sjálfvirk vopn hafa verið keypt eftir útgáfu skýrslu um stöðu lögreglunnar frá 2012. Fjöldi sjálfvirkra skotvopna í notkun er sá sami og hann var árið 2012. Auk þessara vopna eru til eldri sjálfvirk vopn sem hafa verið tekin úr notkun. Flest þeirra er hægt að taka í notkun aftur.

     11.      Hvaða stefnu er fylgt í ákvarðanatöku um vistun og varðveislu skotvopna við lögregluembætti landsins?
    Um geymslu og afhendingu skotvopna gilda ákvæði 19. gr. í reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna sem útgefnar voru af dómsmálaráðherra 22. febrúar 1999. Ákvörðun um hvar vopn eru geymd er í höndum hvers lögreglustjóra.

     12.      Er við ákvörðun um það hvar skotvopn lögreglu skuli vistuð fylgt niðurstöðum þarfagreiningar, áhættumats eða annars formlegs mats á þörf fyrir slík vopn?
    Einstakir lögreglustjórar meta þörfina á staðsetningu vopna sem tekur mið af forgangstíma við neyðarútköll, auk þess sem byggt er á hættumötum greiningardeildar, þarfagreiningu ríkislögreglustjóra, sbr. svar við 5. tölul. fyrirspurnarinnar, og áhættugreiningu á viðbúnaðargetu lögreglunnar sem unnin var af ríkislögreglustjóra í samvinnu við lögregluembættin árin 2013 og 2014.

     13.      Með hvaða hætti er skotvopnum lögreglu fargað? Er í gildi verklagsáætlun um þetta eða önnur fyrirmæli og er haldin skrá um förguð skotvopn þannig að afdrif þeirra séu ljós?
    Ekki hefur farið fram förgun á vopnum í eigu lögreglu umrædd ár.
    Samkvæmt niðurlagi 37. gr. vopnalaga, nr. 16/1998, er gert ráð fyrir að ríkislögreglustjóri ákvarði hvernig geymslu og ráðstöfun þeirra vopna er háttað sem haldlögð eru vegna afturköllunar leyfis eða gerð eru upptæk. Í ákvörðun ríkislögreglustjóra, dags. 30. nóvember 2005, sem byggist á nefndri lagagrein og lýtur einnig að skotvopnum í eigu lögreglu, er kveðið á um að eyðing vopna skuli framkvæmd í samræmi við III. kafla reglna ríkislögreglustjóra um haldlagningu og meðferð sönnunargagna, dags. 15. október 1999, þar sem m.a. er áskilið að eyðing fari fram á sannanlegan hátt hjá viðurkenndum aðila, t.d. sorpeyðingarstöð, og að gerð sé skýrsla um eyðinguna sem varðveitt verði í skjalasafni viðkomandi embættis.
    Förgun á vopnum sem framkvæmd hefur verið af lögreglu hér á landi hefur falið í sér að þau vopn hafa verið sett í þar til gerða málmpressu og þess gætt að þau hafi verið gerð með öllu ónothæf við slíka förgun.
    Auk þess seldi lögreglustjórinn í Reykjavík 119 skotvopn úr landi árið 2006. Um var að ræða 53 skammbyssur, 22 hríðskotabyssur, 18 hríðskotariffla, 11 hálfsjálfvirka riffla, 10 gasbyssur og 5 blysbyssur. Þá seldi ríkislögreglustjóri 2 boltalás riffla í gegnum Ríkiskaup 2004. Slík vopn er almenningi heimilt að kaupa.