Ferill 592. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1028  —  592. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstafanir til að mæta kostnaði
við umönnun og heilbrigðisþjónustu aldraðra.

Frá Pétri H. Blöndal.


     1.      Hver verður næstu 40 árin árlegur kostnaður, þ.e. stofnkostnaður og rekstrarkostnaður, ríkis og sveitarfélaga við umönnun og heilbrigðisþjónustu aldraðra að óbreyttri stefnu og miðað við spár um mannfjölda?
     2.      Er verið að kanna leiðir til að veita þessa umönnun og þjónustu með hagkvæmari hætti en nú og ef svo er, hvenær munu niðurstöður liggja fyrir og eru til áætlanir um hvað unnt væri að lækka kostnaðinn mikið?
     3.      Hvað verða árlegar greiðslur ríkisins til umönnunar og heilbrigðisþjónustu aldraðra á sama tíma, sbr. 1. tölul., stórt hlutfall af tekjum ríkissjóðs af sköttum á tekjur einstaklinga og hvað verða árlegar greiðslur sveitarfélaga til málaflokksins stórt hlutfall af tekjum sveitarfélaga af útsvari, að óbreyttum lögum um tekjuskatt og útsvar og miðað við spár um mannfjölda?
     4.      Hefur ráðuneytið gripið til ráðstafana til að mæta fyrrgreindum skuldbindingum, sbr. 1. tölul., og er ráðuneytinu kunnugt um að sveitarfélög hafi gert áætlanir til að mæta skuldbindingum sínum?


Skriflegt svar óskast.