Ferill 598. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1041  —  598. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um úrskurði um umgengni barna við umgengnisforeldra.



Frá Guðmundi Steingrímssyni.


     1.      Hve margir úrskurðir um umgengni barna við umgengnisforeldra hafa verið kveðnir upp á ári sl. 10 ár? Sundurliðun óskast eftir árum, umdæmum sýslumanna, aldri barna og kyni umgengnisforeldra.
     2.      Hve oft hafa sýslumenn úrskurðað að umgengni skuli vera 7 dagar af 14, sbr. 3. mgr. 47. gr. barnalaga, nr. 76/2003? Sundurliðun óskast eftir árum, umdæmum sýslumanna, aldri barna og kyni umgengnisforeldra.
     3.      Hve margir úrskurðir sýslumanns hafa verið kærðir til ráðuneytisins sl. 10 ár?
     4.      Hversu oft hefur ráðuneytið breytt úrskurði sýslumanns sl. 10 ár, annars vegar lögheimilisforeldri í vil og hins vegar umgengnisforeldri í vil?
     5.      Hvernig er samræmi í úrskurðum sýslumannsembætta tryggt?
     6.      Hvernig er leitast við að úrskurðir sýslumanna og ráðuneytis séu ávallt barni fyrir bestu og á hvaða rannsóknum og gögnum er byggt í þeim efnum?
     7.      Hvernig er aðkomu fagaðila í málefnum barna háttað þegar sýslumaður úrskurðar í umgengnismáli og þegar ráðuneyti tekur afstöðu til kæru á slíkum úrskurði? Er unnið á grunni verklagsreglna eða sambærilegra leiðbeininga og ef svo er, hvar eru þær aðgengilegar?
     8.      Hvernig er upplýsingaskyldu stjórnvalda í umgengnismálum sinnt? Hvar eru úrskurðir í umgengnismálum birtir og hvar er að finna tölfræði um slíka úrskurði?


Skriflegt svar óskast.