Ferill 601. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1044  —  601. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um búsetuland og greiðslur
almannatrygginga til örorkulífeyrisþega.

Frá Guðbjarti Hannessyni.


     1.      Hversu margir örorkulífeyrisþegar búsettir á Íslandi á árunum 2013 og 2014 fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hversu margir örorkulífeyrisþegar búsettir á Íslandi sem fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis voru búsettir í ríkjum a) utan, b) innan EES- svæðisins fyrir flutning til Íslands?
     3.      Hversu margir örorkulífeyrisþegar skv. 1. tölul. fá engar greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi?
     4.      Hversu stórt hlutfall örorkulífeyrisþega skv. 1. tölul. fær ekki greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi þrátt fyrir að milliríkjasamningur sé í gildi milli Íslands og fyrra búsetulands?
     5.      Hversu margir örorkulífeyrisþegar skv. 1. tölul. féllu í eftirtalda tekjuflokka á árunum 2013 og 2014 (skattskyldar tekjur í maí og nóvember) sem miðast við allar skattskyldar tekjur:
                   0–79.999 kr.,
                   80.000–99.999 kr.,
                   100.000–129.999 kr.,
                   130.000–149.999 kr.,
                   150.000–169.999 kr.,
                   170.000–189.999 kr.,
                   190.000–209.999 kr.,
                   210.000–229.999 kr.,
                   230.000 kr. eða hærri?


Skriflegt svar óskast.