Ferill 648. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1114  —  648. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um kröfur Evrópusambandsins
um að íslensk stjórnvöld skýri stöðu aðildarviðræðna.

Frá Brynhildi Pétursdóttur.


     1.      Hverjar hafa kröfur Evrópusambandsins verið er lúta að því að íslensk stjórnvöld skýri stöðu aðildarviðræðna eftir að samninganefndin var leyst frá störfum í september 2013?
     2.      Hvenær og hvernig var þessum kröfum komið á framfæri af hálfu Evrópusambandsins og hver voru viðbrögð ráðuneytisins? Hvaða gögn liggja þessum samskiptum til grundvallar og hvert er efni þeirra?
     3.      Í hverju fólst það samráð sem átti sér stað við Evrópusambandið í aðdraganda þess að ráðherra afhenti bréf um stöðu aðildarviðræðna 12. mars sl., bæði af hálfu ráðherra og embættismanna ráðuneytisins? Hvaða gögn liggja þessum samskiptum til grundvallar og hvert er efni þeirra?


Skriflegt svar óskast.