Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1233  —  607. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Helga Hjörvar
um eignarhluti ríkisins og meðalvaxtakostnað á lántökum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvert var bókfært verðmæti eignarhluta ríkisins í eftirtöldum fyrirtækjum miðað við ársreikninga þeirra eins og þeir voru annars vegar í árslok 2009 og hins vegar í árslok 2013:
              a.      Landsbankanum,
              b.      Arion banka,
              c.      Íslandsbanka,
              d.      Landsvirkjun,
              e.      Orkusölunni,
              f.      Orkubúi Vestfjarða,
              g.      Landsneti,
              h.      Rarik,
              i.      Farice,
              j.      Isavia (miða skal við 1. janúar 2010 í stað 31. desember 2009),
              k.      ÁTVR,
              l.      Íslandspósti?
     2.      Hve miklar voru arðgreiðslur frá framantöldum fyrirtækjum til ríkisins sem eiganda á árunum 2010–2013, sundurliðað eftir fyrirtækjum og árum?
     3.      Hver var meðalvaxtakostn­aður ríkissjóðs á lántökum á árunum 2010–2013, sundurliðaður eftir árum?
    Í svari við 1. og 2. tölul. er óskað eftir upplýsingum þannig fram settum að eignarhlutir í fyrirtækjunum innbyrðis séu ekki tvítaldir.


Tafla 1. Bókfært verðmæti fyrirtækja í eigu ríkisins 2009 og 2013.

Fjárhæðir í millj. kr. Árslok 2009 Árslok 2013
Eignarhluti ríkissjóðs Bókfært virði1 Virði m.v. eignarhlut ríkissjóðs Eignarhluti ríkissjóðs Bókfært virði1 Virði m.v. eignarhlut ríkissjóðs
Landsbankinn 81,30% 157.592 128.122 98,00% 241.359 236.532
Arion banki 13,00% 90.034 11.704 13,00% 144.947 18.843
Íslandsbanki 5,00% 92.103 4.605 5,00% 147.660 7.383
Landsvirkjun 100,00% 193.147 193.147 100,00% 200.419 200.419
Orkusalan2 100,00% 3.437 3.437 100,00% 6.661 6.661
Orkubú Vestfjarða3 100,00% 4.334 4.334 100,00% 5.169 5.169
Landsnet4 93,22% 8.322 7.758 93,22% 15.446 14.399
Rarik 100,00% 10.669 10.669 100,00% 17.006 17.006
Farice 25,00% 1.817 454 30,18% 7.255 2.190
Isavia5 100,00% 8.123 8.123 100,00% 14.864 14.864
ÁTVR 100,00% 3.641 3.641 100,00% 4.595 4.595
Íslandspóstur 100,00% 2.656 2.656 100,00% 2.357 2.357
Samtals 575.874 378.650 807.739 530.418
     Stuðst er við gjaldmiðlagengi í árslok 2014 fyrir Landsvirkjun og Farice.
1)    Stuðst við bókfært eigið fé í ársreikningi viðkomandi félags.
2)    Orkusalan er hluti af samstæðureikningi Rarik sem dótturfélag og er 100% í eigu Rarik. Ríkissjóður er óbeinn eignaraðili að Orkusölunni gegnum eignarhald sitt á Rarik.
3)    Orkubú Vestfjarða bókar eignarhlut sinn í Landsneti á kostnaðarverði en ekki bókfærðu virði samkvæmt ársreikningi Landsnets.
4)    Landsnet er hluti af samstæðureikningi Landsvirkjunar. Rarik bókar eignarhlut sinn á bókfærðu verði. Orkubú Vestfjarða bókar eignarhlut sinn á kostnaðarverði . Eigendur Landsnets: Landsvirkjun 64,7%, Rarik 22,51% og Orkubú Vestfjarða 5,98%. Fyrirtækið er því 93,22% í óbeinni eigu ríkisins.
5)    Tölur fyrir Isavia miðast við 1. janúar 2010 í stað 31. desember 2009.                         

Tafla 2. Arðgreiðslur til ríkissjóðs frá fyrirtækjum í eigu ríkisins árin 2010–2013.

Fjárhæðir í millj. kr. Árslok 2010 Árslok 2011 Árslok 2012 Árslok 2013
Landsbankinn 0 0 0 9.786
Arion banki 0 0 0 0
Íslandsbanki 0 0 0 150
Landsvirkjun 0 0 1.798 1.499
Orkusalan1 0 0 0 100
Orkubú Vestfjarða 0 0 0 60
Landsnet2 0 0 0 0
Rarik 0 0 0 210
Farice 0 0 0 0
Isavia 0 0 0 0
ÁTVR 1.000 1.000 1.050 1.200
Íslandspóstur 40 80 0 15
Samtals 1.040 1.080 2.848 13.020
    Stuðst er við gjaldmiðlagengi í árslok 2014 fyrir Landsvirkjun.
1)    Arður sem var greiddur af Orkusölunni til Rarik. Samtals arðgreiðsla Rarik til ríkissjóðs nam 310 millj. kr. Orkusalan er hluti af samstæðureikningi Rarik sem dótturfélag og er 100% í eigu Rarik. Ríkissjóður er óbeinn eignaraðili að Orkusölunni gegnum eignarhald sitt á Rarik.
2)    Sjá skýringu 4 í töflu 1.

Tafla 3. Meðalvaxtakostn­aður ríkissjóðs á lántökum á árunum 2010–2013.

Fjárhæðir í millj. kr. Árslok 2010 Árslok 2011 Árslok 2012 Árslok 2013
Vaxtakostn­aður ársins* 68.102 65.588 75.625 74.406
Hlutfall vaxta af skuldum 5,30% 4,47% 5,04% 5,10%
*Samkvæmt ríkisreikningi viðkomandi árs.