Ferill 733. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1249  —  733. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um skerðingu
framfærslulána til námsmanna erlendis.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


1.      Hvaða rök liggja fyrir 19 prósenta skerðingu framfærslulána frá LÍN á tveggja ára tímabili til íslenskra nemenda í erlendum háskólum, á sama tíma og lánin hafa verið hækkuð til nemenda í innlendum háskólum?
2.      Hver er áætlaður sparnaður ríkisins af skerðingu framfærslulánanna?
3.      Telur ráðherra að íslenskir námsmenn erlendis geti lifað af framfærslulánunum eins og þau eru nú?
4.      Hvaða viðhorf hefur ráðherra til menntunar lækna erlendis og hefur ráðherra verið í samráði við heilbrigðisráðherra um menntun og fjölgun íslenskra lækna?
5.      Kann að vera að skerðing þessi sé tilkomin fyrir mistök? Ef svo er, hvenær má vænta leiðréttingar á þeim mistökum?


Skriflegt svar óskast.