Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1273  —  402. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga.

Frá velferðarnefnd.


     1.      Í stað „11. og 12. gr.“ í 2. málsl. 3. gr. komi: 12. og 13. gr.
     2.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað fjárhæðarinnar „1.677 kr.“ í 3. mgr. komi: 1.727 kr.
                  b.      Í stað fjárhæðarinnar „376 kr.“ í 3. mgr. komi: 387 kr.
     3.      Við 13. gr.
                  a.      Í stað fjárhæðarinnar „38.938 kr.“ í a-lið 1. mgr. komi: 40.106 kr.
                  b.      Í stað fjárhæðarinnar „312.972 kr.“ í b-lið 1. mgr. komi: 322.356 kr.
                  c.      Í stað fjárhæðarinnar „485.999 kr.“ í c-lið 1. mgr. komi: 500.579 kr.
                  d.      Í stað fjárhæðarinnar „1.458.525 kr.“ í c-lið 1. mgr. komi: 1.502.281 kr.
                  e.      Í stað fjárhæðarinnar „680.690 kr.“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. komi: 701.111 kr.
     4.      Á eftir 13. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi, ásamt fyrirsögnum:
                  a.      (14. gr.)

Samspil og skörun bóta.

                 Enginn getur samtímis notið fleiri en einnar teg­undar greiddra bóta samkvæmt lögum þessum og lögum um almannatryggingar vegna sama atviks eða fyrir sama tímabil. Saman mega þó fara:
                a.    Bætur til ekkju eða ekkils skv. a-lið 1. mgr. 13. gr. og allar aðrar bætur.
                b.     Barnalífeyrir og dagpeningar.
                c.    Slysadagpeningar og ellilífeyrir.
                d.    Aðrar bætur ef svo er fyrir mælt í lögum þessum eða lögum um almannatryggingar.
                     Nú nýtur umsækjandi um slysadagpeninga annarra lægri bóta samkvæmt lögum þessum, lögum um almannatryggingar eða lögum um sjúkratryggingar, sem veittar eru til langs tíma, og skulu þá dagpeningar nema mismuninum.
                     Njóti umsækjandi þegar elli- eða örorkulífeyris samkvæmt lögum um almannatryggingar kemur ekki til greiðslu slysalífeyris fyrir sama tímabil.
                     Eigi bótaþegi rétt á fleiri teg­undum bóta en einni samkvæmt lögum þessum eða lögum um almannatryggingar sem ekki geta farið saman skal greiða honum hærri eða hæstu bæturnar.
                     Um samspil og skörun bóta samkvæmt þessum lögum og lögum um almannatryggingar gilda að öðru leyti ákvæði 48. gr. laga um almannatryggingar.
        b. (15. gr.)

Ákvörðun bóta.

                     Allar umsóknir skulu ákvarðaðar svo ­fljótt sem kostur er á og skulu bætur reiknaðar frá þeim degi þegar umsækjandinn hefur uppfyllt skilyrði til bótanna. Mánaðarlegar bætur skv. 12. og 13. gr. reiknast þó frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að bótaréttur er fyrir hendi og falla niður í lok þess mánaðar er bótarétti lýkur.
                     Bætur vegna sjúkrahjálpar, dagpeninga og dánarbætur skal aldrei ákvarða lengra aftur í tímann en tvö ár frá því að umsókn og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að unnt sé að taka ákvörðun um bótarétt og fjárhæð bóta berast sjúkratryggingastofnuninni. Um greiðslur slysalífeyris aftur í tímann fer samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda.
                     Ákvarðaðar bætur falla niður ef þær eru ekki sóttar innan tólf mánaða, en ákvarða má bætur á ný ef rökstudd umsókn berst.
                     Grundvöll bótaréttar má skoða hvenær sem er og færa til samræmis við þær breytingar sem orðið hafa.
    5.     Við 20. gr.
         a.     Orðin „eiga að“ í 1. mgr. falli brott.
         b.    2. mgr. orðist svo:
                     Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um einstaklinga sem eru sjúkratryggðir skv. 1. mgr. 11. gr. laga um sjúkratryggingar og starfa erlendis fyrir aðila sem hefur aðsetur og starfsemi á Íslandi, enda sé tryggingagjald greitt hér á landi af launum hans, sbr. lög um tryggingagjald.
    6.     Við 23. gr.
        a.     Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2015“ í 1. mgr. komi: 1. janúar 2016.
        b.     Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Ákvæði laga um almannatryggingar gilda eftir því sem við á um réttarstöðu sambúðarfólks, greiðslur til þriðja aðila, fangelsisvist, gæsluvarðhald og aðra dvöl á stofnun samkvæmt úrskurði, dvöl á sjúkrahúsi og upplýsingaskyldu heilbrigðisstarfsmanna, svo og um framsal og veðsetningu bótakrafna, kyrrsetningu og fjárnám.