Ferill 456. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 1307  —  456. mál.
Viðbót.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Menntamálastofnun.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar
(UBK, LínS, PVB, ELA, JMS, VilÁ).


     1.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Ráðgjafarnefnd.

                      Forstjóri hefur sér til ráðuneytis sjö manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Tveir nefndarmanna skulu skipaðir án tilnefningar og er annar þeirra formaður, einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra ­sveitarfélaga, einn samkvæmt tilnefningu Félags íslenskra fram­haldsskóla, einn samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu Kennarasambands Íslands og einn samkvæmt tilnefningu Heimilis og skóla. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Forstjóri situr fundi með ráðgjafarnefnd.
                      Ráðgjafarnefnd skal funda einu sinni á ári og oftar ef þurfa þykir. Formaður nefndarinnar kveður hana saman til fundar.
                      Verkefni nefndarinnar er að vera forstjóra til ráðgjafar um langtímastefnumótun um starfsemi stofnunarinnar.
     2.      Lokamálsliður 3. gr. orðist svo: Ráðherra setur reglugerð um stofnun og starf fagráða.
     3.      4. gr. orðist svo:
                      Verkefni Menntamálastofnunar er að stuðla að umbótum og framþróun í skólastarfi með því að:
                  a.      sjá nemendum í skyldunámi fyrir vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum og öðrum nemendum eftir því sem stofnuninni kann að verða falið,
                  b.      annast söfnun, greiningu og birtingu upplýsinga um menntamál,
                  c.      hafa eftirlit með og meta árangur af skólastarfi og bera saman við sett viðmið,
                  d.      veita stjórnvöldum, fagaðilum og almenningi upplýsingar og leiðbeiningar um málefni á verksviði stofnunarinnar,
                  e.      sinna framkvæmd laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla,
                  f.      veita ráðherra aðstoð og ráðgjöf við undirbúning laga, reglugerða og aðalnámskráa á sviði menntamála og
                  g.      annast önnur verkefni sem stofnuninni verða falin með lögum, reglugerðum eða samkvæmt ákvörðun ráðherra.
     4.      5. gr. falli brott.
     5.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðsins „eftirlitshlutverki“ í b-lið komi: hlutverki.
                  b.      Í stað orðanna „við; öðrum stjórnvöldum og stofnunum er“ í b-lið komi: við og er öðrum stjórnvöldum og stofnunum.
                  c.      Á eftir orðinu „stofnunin“ í e-lið komi: framleiðir og.
                  d.      F-liður orðist svo: ívilna fámennum skólum en réttur hvers grunnskóla til að fá afhent námsgögn vegna skyldunáms nemenda, sbr. a-lið 5. gr., ræðst af nemendafjölda.
     6.      Í stað orðanna „vegna sérþjónustu í“ í 1. mgr. 7. gr. komi: fyrir sérþjónustu við.
     7.      8. gr. orðist svo:
                      Ráðherra setur reglugerð þar sem kveðið er nánar á um framkvæmd laga þessara.
     8.      9. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó taka 1. gr. og 4.–7. gr. ekki gildi fyrr en 1. júlí 2015 og á sama tíma falla úr gildi lög um Námsmatsstofnun, nr. 168/2000, með síðari breytingum, og a-liður 2. gr., 3.–5. gr. og 8. gr. laga um námsgögn, nr. 71/2007, með síðari breytingum.
     9.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Ráðuneytinu“ í a-lið 1. tölul. komi: Ráðherra.
                  b.      E-liður 2. tölul. orðist svo: 2.–4. mgr. 39. gr. laganna orðast svo:
                      Samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði skulu lögð fyrir alla nemendur í 4. og 7. bekk grunnskóla. Nemendur á unglingastigi, þ.e. í 8.–10. bekk, skulu þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku. Önnur próf skal halda samkvæmt ákvörðun ráðherra.
                      Skólastjóra er heimilt ef gildar ástæður mæla með því og samþykki foreldra liggur fyrir að veita nemendum undanþágu frá því að þreyta könnunarpróf í einstökum greinum.
                      Menntamálastofnun eða annar til þess bær aðili, sem ráðherra ákveður, hefur umsjón með gerð og framkvæmd samræmds námsmats og prófa samkvæmt grein þessari. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats, prófa og rannsókna í grunnskólum og undanþágur nemenda frá samræmdu námsmati samkvæmt þessari grein.
                  c.      Í stað orðanna „18. gr.“ í g-lið 3. tölul. komi: 1. mgr. 18. gr.
                  d.      I- og j-liður 3. tölul. falli brott.
                  e.      2. málsl. 3. mgr. k-liðar 3. tölul. falli brott.
                  f.      Orðið „þá“ í 3. málsl. 3. mgr. k-liðar 3. tölul. falli brott.
                  g.      Lokamálsgrein b-liðar 4. tölul. falli brott.
                  h.      Á eftir b-lið 4. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Við 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt að fela Menntamálastofnun að annast afturköllun samkvæmt þessari grein.
                  i.      Orðin „stofnun um að“ í c-lið 5. tölul. falli brott.
                  j.      B-liður 6. tölul. falli brott.
     10.      Við ákvæði til bráðabirgða I.
                  a.      Í stað orðsins „laganna“ í 1. mgr. komi: laga þessara.
                  b.      Í stað orðanna „30. júní“ í 2. mgr. komi: 30. september.
     11.      Í stað orðanna „1. júlí“ í ákvæði til bráðabirgða II komi: 1. október.