Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 1382  —  356. mál.
Leiðréttur texti.

3. umræða.


Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 1040 [Tekjuskattur o.fl.].

Frá efnahags- og við­skipta­nefnd.


     1.      Inngangsmálsliður 2. tölul. orðist svo: Við bætist tveir nýir kaflar, VIII. KAFLI, Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, með einni grein, 20. gr., og IX. KAFLI, Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum, með einni grein, 21. gr., svohljóðandi.
     2.      Við 2. tölul. bætist nýr liður, b-liður (21. gr.), svohljóðandi: Í stað hlutfallstölunnar „0,260%“ í 4. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 0,325%.
     3.      1. mgr. 3. tölul. orðist svo:
                      Ákvæði 1.–3. gr., 6.–8. gr., 14.–18. gr., a-liðar 20. gr. og 21. gr. öðlast þegar gildi.
     4.      4. tölul. orðist svo: Í stað orðanna „og lögum um búnaðargjald“ í fyrirsögn frumvarpsins komi: lögum um búnaðargjald, lögum um virðisaukaskatt og lögum um tryggingagjald.

Greinargerð.

    Í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, dags. 28. maí 2015, um ráðstafanir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga er lagt til að horfið verði frá breytingum, sem voru gerðar með samþykkt laga nr. 125/2014, um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015, á ráðstöfun tekna af almennu tryggingagjaldi sem renna til jöfnunar og lækkunar á örorkubyrði lífeyrissjóða.