Ferill 692. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1559  —  692. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld,
nr. 74/2012 (veiðigjald 2015–2018).


Frá minni hluta atvinnuveganefndar (LRM, KLM).



     1.      6. mgr. d-liðar 5. gr. orðist svo:
             Greiðsluskyldir aðilar greiða veiðigjald sem hér segir:
                  a.      Greiða skal 5,50 kr. á þorskígildiskíló af afla undir 50 tonnum.
                  b.      Af afla frá og með 50 tonnum og allt að 100 tonnum skal veita 50% afslátt.
                  c.      Af afla frá og með 100 tonnum og allt að 200 tonnum skal veita 33,33% afslátt.
                  d.      Af afla frá og með 200 tonnum og allt að 600 tonnum skal veita 25% afslátt.
     2.      11. gr. orðist svo:
             Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu veiðigjalds á fiskveiðiárinu 2015/2016 sem hefst 1. september 2015.
             Um álagningu og lokainnheimtu veiðigjalda á fiskveiðiárinu 2013/2014 fer þó samkvæmt ákvæðum laganna óbreyttum.