Ferill 775. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Nr. 15/144.

Þingskjal 1574  —  775. mál.


Þingsályktun

um áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla skv. 5. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.


    Alþingi ályktar með vísan til 5. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum, að á fiskveiðiárinu 2015/2016 skuli því aflamagni sem dregið er frá heildarafla í hverri teg­und skv. 3. mgr. 8. gr. laganna varið til að mæta áföllum skv. 1. tölul. 1. mgr. 10. gr., til stuðnings byggðarlögum skv. 2. tölul. 1. mgr. 10. gr., til línuívilnunar skv. 8. mgr. 11. gr., til strandveiða skv. 6. gr. a, til veiða sem eru taldar í 6. gr. og til annarra tímabundinna ráðstafana samkvæmt lögunum með þeim hætti sem hér segir:
     1.      9.000 tonnum til strandveiða.
     2.      Allt að 2.000 tonnum til rækju- og skelbóta.
     3.      Allt að 7.353 tonnum til byggðakvóta.
     4.      Allt að 5.400 tonnum til aflamarks Byggðastofnunar.
     5.      5.700 tonnum til línuívilnunar.
     6.      300 tonnum til frístundaveiða.
     7.      250 tonnum til áframeldis á þorski.

Samþykkt á Alþingi 1. júlí 2015.