Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1582, 144. löggjafarþing 612. mál: skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjöldi gjalddaga).
Lög nr. 55 9. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum (fjöldi gjalddaga).


1. gr.

     Á eftir 2. málsl. 8. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVI í lögunum kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Vörsluaðilum er þó heimilt að ráðstafa greiddum iðgjöldum til lánveitenda sjaldnar en á þriggja mánaða fresti enda hafi valin lán umsækjenda færri en fjóra gjalddaga á ári.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júlí 2015.