Ferill 479. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Nr. 20/144.

Þingskjal 1607  —  479. mál.


Þingsályktun

um samstarf við Færeyjar og Grænland um leiðir til að draga úr útblæstri brennisteins frá skipum.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að efna til samstarfs við stjórnvöld Færeyja og Grænlands um leiðir til að draga úr útblæstri brennisteins frá skipum í þeim tilfellum þar sem mengunina má rekja til notkunar svartolíu. Því verði beint til landanna að þróa og koma í framkvæmd áætlunum fyrir skilvirka og um­hverfisvæna orkunotkun með því að krefjast þess að notað sé eldsneyti sem mengar minna og tækjabúnaður sem fjarlægir brennisteinsagnir úr eldsneyti skipa sem stunda veiðar og fraktflutninga.

Samþykkt á Alþingi 2. júlí 2015.