Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1628, 144. löggjafarþing 814. mál: stjórn fiskveiða.
Lög nr. 56 9. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (tilfærsla á viðmiðun aflareynslu, ráðstöfun makríls, framlenging bráðabirgðaákvæða o.fl.).


1. gr.

     4. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
     Við frádrátt skv. 1. málsl. 3. mgr. skal taka mið af sérstakri tilgreiningu eigenda veiðiskipa á þeim tegundum sem hlutfall skv. 1. málsl. 3. mgr. skal dregið frá. Slíkt er þó aðeins heimilt að því leyti sem samanlögð þorskígildi aflaheimilda sérstaklega tilgreindra tegunda eru jöfn samanlögðum þorskígildum frádreginna aflaheimilda skv. 1. málsl. 3. mgr. Ráðherra getur bundið þessa heimild við tilteknar tegundir.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Fiskistofu er heimilt, fyrir úthlutun aflahlutdeilda samkvæmt lögum þessum, 5. eða 6. gr. laga nr. 151/1996 eða öðrum lögum, að heimila tilfærslu á viðmiðun aflareynslu og annarra réttinda er tengjast veiðum milli fiskiskipa, að hluta til eða öllu leyti, þegar um er að ræða breytingu á skipastól. Það er skilyrði þessa að fyrir liggi samþykki eigenda beggja skipa fyrir tilfærslunni ef ekki er um að ræða skip í eigu sömu útgerðar.


3. gr.

     Í stað orðanna „lokafrest til 1. september 2015“ í ákvæði til bráðabirgða V í lögunum, sbr. 9. gr. laga nr. 48/2014, kemur: lokafrest til 1. september 2016.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum:
  1. Í stað orðanna „2014/2015“ í 1. mgr. kemur: 2015/2016.
  2. Á eftir orðunum „800 lestir til smábáta“ í 1. mgr. kemur: 2.000 lestir af makríl til smábáta.
  3. Á eftir orðunum „20 lestum af síld“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: eða makríl.
  4. Í stað „16 kr.“ í 3. mgr. kemur: 8 kr.
  5. Í stað orðsins „síld“ í 3. mgr. kemur: síld eða makríl.


5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. júlí 2015.