Ferill 772. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1632  —  772. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um starfshóp um háskólana í Norð­vesturkjördæmi .


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur starfshópur sem skoða átti fjárhagslegan og faglegan ávinning af aukinni samvinnu eða samrekstri háskólanna í Norð­vesturkjördæmi, þ.e. Landbúnaðarháskóla Íslands, Hólaskóla og Háskólans á Bifröst, skilað niðurstöðum sínum? Ef svo er, hverjar eru þær? Ef ekki, hvenær er von á niðurstöðunum?

    Ráðherra skipaði starfshóp 27. febrúar sl. til að skoða fjárhagslegan og faglegan ávinning af sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Háskólans á Bifröst. Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum en stefnt er að því að hann skili af sér í lok sumars.