Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 161  —  161. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra um undirbúning
búvörusamninga og minnkaða tollvernd.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hvernig miðar viðræðum ríkisvaldsins og bændasamtakanna um gerð nýrra eða framlengdra búvörusamninga?
     2.      Er að vænta grundvallarbreytinga á fyrirkomulagi stuðnings við innlenda búvöruframleiðslu eða annarra mikilvægra breytinga á málaflokknum og ef svo er, í hverju felast þær breytingar?
     3.      Er ætlunin að bjóða þeim landbúnaðargreinum, sem verða fyrir mestri röskun á starfsskilyrðum vegna nýgerðra tollasamninga við Evrópusambandið, aðlögunar- eða stuðningssamninga líkt og gerðir voru við garðyrkjuna á sínum tíma?