Ferill 215. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 223  —  215. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um úttekt
á aðgengi að opinberum byggingum.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


1.      Hve mikið fé hefur verið til úthlutunar á árinu 2015 í tengslum við framkvæmdaáætlun stjórnvalda í málefnum fatlaðs fólks vegna úttekta á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að?
2.      Hvaða sveitarfélög, þjónustusvæði og ferlinefndir hafa sótt um styrk til úttekta á árinu og hver hefur verið heildarupphæð styrkumsókna?
3.      Hverjir hafa hlotið styrk og hvaða forsendur réðu úthlutun?
4.      Hversu mikið fé verður til úthlutunar árið 2016?
5.      Hvernig ætla stjórnvöld að sjá til þess að úttektir verði gerðar í sveitarfélögum sem ekki sækja um styrk til þeirra?
6.      Hvernig er áætlað að standa að úrbótum í aðgengismálum þar sem úttektir sýna fram á að þeirra er þörf?


Skriflegt svar óskast.