Ferill 177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 233  —  177. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur
um heimild samkynhneigðra karla til að gefa blóð.


     1.      Hvað líður mati ráðgjafarnefndar um fagleg málefni í blóðgjafaþjónustu á því hvort heimila eigi samkynhneigðum körlum að gefa blóð?
    Ráðuneytinu barst 10. júní 2015 fundargerð ráðgjafanefndar um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu. Í svari nefndarinnar voru nefnd nokkur lykilatriði sem nefndin taldi þurfa að skoða og vinna að:
                  a.      að öryggi blóðþega sé alltaf haft í fyrirrúmi,
                  b.      að ekki verði gerðar breytingar á lögum og reglum um blóðgjöf nema að vel ígrunduðu máli og á grundvelli vandaðra gagna sem nauðsynlegt er að afla, vinna úr og meta með tilliti til áhrifa á öryggi blóðþega og á starfsemi Blóðbankans,
                  c.      að æskilegt sé að sóttvarnalæknir kortleggi skimun fyrir smiti auk þess að kortleggja smit,
                  d.      að æskilegt sé að gera áhættumat fyrir HIV og hepatitis C á grundvelli skimunar,
                  e.      að unnið verði að því að auka skimun fyrir smiti.
    Vegna breyttra starfa og verkefna sumra nefndarmanna hafa þeir óskað lausnar frá nefndarstörfum og er unnið að því að skipa nýja nefndarmenn í stað hinna. Nefndin mun vinna áfram að endanlegum tillögum þegar hún hefur verið skipuð að nýju.

     2.      Hver er afstaða ráðherra til þess að veita samkynhneigðum körlum heimild til að gefa blóð?
    Afstaða ráðherra er að leitað verði leiða til að breyta gildandi regluverki svo að samkynhneigðum karlmönnum verði heimilt að gefa blóð.