Ferill 266. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 293  —  266. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um væntanlega íbúakosningu í Reykjanesbæ.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hver er aðkoma ráðuneytisins að undirbúningi og framkvæmd væntanlegrar íbúakosningar í Reykjanesbæ?
     2.      Þarf að bera fyrirkomulag og framkvæmd íbúakosningarinnar í Reykjanesbæ undir ráðuneytið, eða stjórnvald sem undir það heyrir, til samþykktar?
     3.      Hvernig verður eftirliti ráðuneytisins með framkvæmd íbúakosningarinnar háttað?
     4.      Hvernig mun ráðuneytið tryggja að staðið verði rétt að framkvæmd íbúakosningarinnar?
     5.      Hvernig mun ráðuneytið tryggja að við kynningu á íbúakosningunni hafi íbúar Reykjanesbæjar aðgang að öllum upplýsingum sem varða spurninguna sem lögð er fram og að öll sjónarmið komist á framfæri?
     6.      Hver er afstaða ráðuneytisins til þeirra valkosta sem bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að leggja fyrir íbúa Reykjanesbæjar í kosningunni? Samræmist það meginreglum um framkvæmd íbúakosninga um tillögu að breytingu á deiliskipulagi að boðið sé upp á kostinn „Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)“ þar sem aðeins er hægt að samþykkja eða hafna slíkum tillögum við endanlega afgreiðslu sveitarfélaga?