Ferill 324. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 381  —  324. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um skýrslu um starfsemi og rekstur RÚV.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hver var samanlagður kostnaður við gerð skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007 sem var kynnt af hálfu ráðuneytisins 29. október sl.?
     2.      Hve mikið fékk hver nefndarmaður greitt fyrir vinnu sína og hver ber kostnaðinn?
     3.      Var fengin aðkeypt ráðgjöf og sérfræðivinna við gerð skýrslunnar? Ef svo er, hver var kostnaðurinn, hvaða aðilar fengu greitt fyrir ráðgjöf og sérfræðistörf og hver ber þann kostnað?
     4.      Hve mikið kostaði kynning skýrslunnar í Safnahúsinu og víðar og hver ber kostnaðinn?
     5.      Hvaða aðilar önnuðust fjölmiðlaráðgjöf vegna kynningar á skýrslunni, hvað kostaði ráðgjöfin og hver ber þann kostnað?


Skriflegt svar óskast.