Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 449  —  351. mál.




Fyrirspurn


til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um rafrænar mælingar
á fjölmiðlanotkun og skoðanakannanir.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Á hvaða grunni byggðist undanþága frá 10. gr. samkeppnislaga, sbr. 15. gr. laganna, sem fól í sér að RÚV, 365 miðlar og Skjárinn fengju, samkvæmt samningi sem undirritaður var árið 2007, að hafa samstarf við Capacent um mælingar á fjölmiðlanotkun með rafrænum útbúnaði?
     2.      Er undanþágan enn í gildi?
     3.      Hvernig fara mælingar af þessu tagi fram? Er valinn hópur sem er forkannaður og ef svo er, hver velur hann?
     4.      Er sama háttalag, þ.e. rafrænn útbúnaður, notað við skoðanakannanir sem varða fylgi stjórnmálaflokka og önnur álitaefni, svo sem andstöðu við Evrópusambandið?


Skriflegt svar óskast.