Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 485  —  289. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.


     Hversu miklu fé hefur verið varið til kaupa á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum fyrir ráðuneytið frá upphafi árs 2014? Hverjir hafa fengið greiðslur af þessum ástæðum og fyrir hvaða verkefni?

    Tilfallinn kostnaður vegna kaupa eða milligöngu ráðuneytisins um kaup á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum nam 109.8557.221 kr. á árinu 2014 og 128.051.929 kr. á árinu 2015, fram til loka októbermánaðar. Eftirtaldir aðilar unnu tilgreind verkefni á tímabilinu:

Nafn      Skýring
Admon ehf.      a) Ráðgjöf og vinna vegna rafrænna skilríkja
b) Ráðgjöf vegna rafrænna reikninga
ADVEL lögmenn slf. a) Ráðgjöf vegna lagaumhverfis ríkisstofnana
b) Ráðgjöf vegna dómsmáls vegna kjarasamninga
Analytica ehf. a) Ráðgjöf vegna lánaumsýslu ríkissjóðs
b) Ráðgjöf vegna lífeyrismála
Anne Cecilia Benassi Þýðingar
Attentus – Mannauður og ráðgjöf ehf. Innri starfsemi, innleiðing jafnlaunastaðals
Axel Hall Ráðgjöf vegna lagabreytinga, lög um opinber fjármál
Ágústa Þorbergsdóttir Þýðingar
Áhættustýring ehf. Ráðgjöf vegna lífeyrismála
Björn Matthíasson Þýðingar
Brian Patrick Fitzgibbon Þýðingar
Burson-Marsteller Ráðgjöf og kynningarþjónusta á alþjóðlegum vettvangi
Calco ehf.      Vegna uppgjörs föllnu bankanna
Capacent ehf.      a) Greining upplýsingakerfa og nytjaleyfa
b) Innri starfsemi, starfsmanna- og ráðningarþjónusta
c) Ráðgjöf vegna eignamála ríkissjóðs
d) Ráðgjöf vegna mannauðsmála ríkisins
e) Ráðgjöf vegna opinberra innkaupa
Dóra Guðmundsdóttir Vegna málflutnings fyrir EFTA-dómstólnum
Expectus ehf.      Ráðgjöf vegna lagabreytinga, lög um póstþjónustu
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Mat á erlendum áhrifum bankahrunsins
Fylki ráðgjöf ehf. Vinna fyrir gerðardóm BHM og Fíh
G&T ehf. a) Ráðgjöf vegna fjárhagslegra samskipta við sveitarfélög
b) Ráðgjöf vegna lagabreytinga, lög um Seðlabanka Íslands
Grafík – Hönnun og framleiðsla ehf. Vinna fyrir samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur
Grétar Guðmundsson Vinna vegna útgáfu kjarasamninga
GSP samskipti ehf. Ráðgjöf og vinna vegna rafrænna skilríkja
Háskóli Íslands Vegna eflingar nýsköpunar í opinberum rekstri
ICEPRO, nefnd um rafræn viðskipti Skýrsla um rafræn samskipti, landsumgjörð og samvirkni
Ímyndunarafl ehf. Hönnun sniðmáta
J&L ehf. Vinna vegna kynningar á fjárlagafrumvarpi
Jóhannes Bjarni Sigtryggsson Vinna vegna kynningar á fjárlagafrumvarpi
Jón Skaptason ehf. Þýðingar
JS lögmannsstofa ehf. Vegna uppgjörs föllnu bankanna
Juris slf. a) Vegna málflutnings fyrir EFTA-dómstólnum
b) Vegna þjóðlendumála
KPMG ehf. a) Álitsgerð vegna auðlindamála
b) Ráðgjöf vegna laga- og reglugerðarbreytinga, lög um virðisaukaskatt
Lagastoð lögfræðiþjónusta ehf. Ráðgjöf vegna laga- og reglugerðarbreytinga, lög um virðisaukaskatt
Landslög slf. Álitsgerð vegna auðlindamála
Ráðgjöf vegna eignamála ríkissjóðs
Ráðgjöf vegna rafrænna skilríkja
Vegna málflutnings fyrir EFTA-dómstólnum
Vegna uppgjörs föllnu bankanna
Vegna þjóðlendumála
LEX ehf.      Vegna rafrænna skilríkja
Vinna fyrir endurkröfunefnd
Lögmenn Lækjargötu ehf. Álitsgerð vegna auðlindamála
Nordebt slf. Vinna við dómsmál vegna kjarasamninga
Oddur Sigurður Jakobsson Vinna við dómsmál vegna kjarasamninga
Opis ráðgjöf ehf      Ráðgjöf vegna lagabreytinga, lög um Seðlabanka Íslands
Páll Hermannsson Þýðingar
Ráðum ehf.      Innri starfsemi, starfsmanna- og ráðningarþjónusta
Ríkiskaup      Ráðgjöf vegna útboðsmála
Scriptorium ehf. Þýðingar
Snævarr slf. a) Ráðgjöf vegna lífeyrismála
b) Vinna fyrir samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur
Staðarhóll ráðgjöf slf. Ráðgjöf vegna eignamála ríkissjóðs
Strategía ehf. Ráðgjöf vegna innri starfsemi
STRÁ, Starfsráðningar ehf. Innri starfsemi, starfsmanna- og ráðningarþjónusta
Taurus slf. a) Ráðgjöf vegna lífeyrismála
b) Ráðgjöf vegna fjárhagslegra samskipta ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands
Tectonic Invest ehf. Ráðgjöf og vinna vegna rafrænna skilríkja
Tryggingastærðfræðistofa BG ehf. Ráðgjöf vegna jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða
VERT ehf. Ráðgjöf og vinna vegna rafrænna skilríkja
VSI öryggishönnun og ráðgjöf ehf. Ráðgjöf vegna öryggismála
Vöxtur – Mannauðsráðgjöf ehf. Ráðgjöf vegna mannauðsmála ríkisins
Þráinn Eggertsson Ráðgjöf vegna lagabreytinga, lög um Seðlabanka Íslands
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytis Þýðingar

    Á tímabilinu hefur ráðuneytið einnig greitt fyrir eða haft milligöngu um kaup á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarþjónustu vegna niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og vegna framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta. Um afmörkuð verkefni er að ræða sem fé var veitt til í fjárlögum. Rekstri verkefnanna er ekki að fullu lokið og birting yfirlits nú gefur ekki tæmandi mynd af stöðu mála. Þegar verkefnunum er lokið mun ráðuneytið birta kostnaðaryfirlit á heimasíðu sinni.