Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 488  —  363. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um skipan dómara við Hæstarétt.

Frá Heiðu Kristínu Helgadóttur.


     1.      Hefur vinna verið sett af stað við að endurskoða reglur um skipan dómara við Hæstarétt líkt og fram kom í máli ráðherra í þingsal 5. október sl. að gera þyrfti?
     2.      Hefur ráðherra hafið athugun á því hvernig hægt sé að tryggja ákveðna breidd nefndarmanna í dómaranefnd sem sker úr um hæfi umsækjenda um stöður dómara við Hæstarétt?
     3.      Hvaða aðferðafræði beitir dómaranefndin við mat sitt á hæfi?
     4.      Sækja dómarar á Íslandi endurmenntunarnámskeið í siðferði og hvernig skuli tekist á við möguleg hagsmunatengsl sem kunna að koma upp tengd starfi þeirra?


Skriflegt svar óskast.