Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 496  —  148. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um opinber fjármál.

Frá minni hluta fjárlaganefndar (BjG).


     1.      Á eftir orðunum „og lengri tíma“ í 1. tölul. 2. mgr. 6. gr. komi: taki tillit til efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta.
     2.      7. gr. orðist svo:
                 Markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar um afkomu og efnahag hins opinbera, þ.e. A-hluta ríkissjóðs og A-hluta sveitarfélaga, skv. 1. tölul. 2. mgr. 4. gr. skulu sett fram opinberlega og með bindandi hætti af ríkisstjórn í upphafi hvers kjörtímabils eða í upphafi starfstíma ríkisstjórnar ef stjórnarskipti verða á öðrum tíma. Skulu markmiðin innihalda skilyrði um jákvæðan heildarjöfnuð yfir meðallangt tímabil, tilgreina hámark hallarekstrar á hverju einstöku ári og það hámark heildarskulda hins opinbera sem að er stefnt.
     3.      Í stað orðanna „efnahagsáfalla, þjóðarvár eða annarra aðstæðna“ í 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. komi: sérstakra eða krefjandi félagslegra, efnahagslegra eða hagstjórnarlegra aðstæðna.
     4.      Við 40. gr.
                  a.      Í stað orðanna „og hlutaðeigandi ráðherra“ í 3. mgr. komi: en með samþykki hlutaðeigandi ráðherra.
                  b.      Í stað hlutfallstölunnar „25%“ í 3. mgr. komi: 10%.