Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 517  —  224. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um happdrætti
og talnagetraunir (framlenging starfsleyfis).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Fanneyju Óskarsdóttur frá innanríkisráðuneytinu. Umsagnir bárust frá Bandalagi íslenskra skáta, Happdrætti Háskóla Íslands, Íslandsspilum sf., Íslenskri getspá og Íslenskum getraunum, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands og Ungmennafélagi Íslands.
    Í frumvarpinu er lagt til að leyfi Happdrættis Háskóla Íslands, Happdrættis SÍBS, Happdrættis DAS og Íslenskrar getspár til að starfrækja happdrætti og talnagetraunir verði framlengt til 1. janúar 2034 en leyfin hefðu að öllu óbreyttu átt að renna út 1. janúar 2019. Vegna skipulagningar og rekstraröryggis er talið nauðsynlegt að framlengja heimildir til happdrættisrekstrar tímanlega.
    Í umsögn Bandalags íslenskra skáta var vikið að því að eðlilegt væri að fleiri félagasamtök á vettvangi æskulýðsmála væru aðilar að því verkefni sem lögin fjalla um. Jafnframt var í umsögn Íslandsspila lagt til að Íslandsspilum yrði heimilað að bjóða upp á þá starfsemi á netinu sem lögin ná til. Meiri hlutinn áréttar að frumvarpið lýtur einvörðungu að framlengingu starfsleyfa en ekki að breytingum á umhverfi happdrættismála hér á landi. Meiri hlutinn bendir að á fram kom á fundum nefndarinnar að fyrirhugað væri að skoða þennan málaflokk heildstætt og fagnar meiri hlutinn því.
    Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 24. nóvember 2015.

Unnur Brá Konráðsdóttir,
form., frsm.
Guðmundur Steingrímsson. Líneik Anna Sævarsdóttir.
Karl Garðarsson. Jóhanna María Sigmundsdóttir. Vilhjálmur Árnason.