Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 518  —  382. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um ættleiðingar á munaðarlausum
börnum úr flóttamannabúðum.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hvernig fyrirkomulag er á ættleiðingum ef einstaklingur vill ættleiða munaðarlaust barn úr flóttamannabúðum?
     2.      Eru önnur lönd með ákveðið fyrirkomulag á ættleiðingum á munaðarlausum börnum úr flóttamannabúðum?
     3.      Hefur ráðherra skoðað möguleika á því að Íslendingar ættleiði börn frá svæðum sem flóttamenn koma frá á næstu mánuðum? Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að auðvelda slíkar ættleiðingar?


Skriflegt svar óskast.