Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 578  —  2. mál.
Breyttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar
(FSigurj, WÞÞ, SÁA, LínS, BN, VilB).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      B-liður orðist svo: 2. tölul. 1. mgr. fellur brott.
                  b.      Á eftir c-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: 4. tölul. 1. mgr. orðast svo: Sé tekju­skattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 8.400.000 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 22,5% skatthlutfalli allt að þeirri fjárhæð sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 8.400.000 kr.
     2.      Á eftir 6. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 18. gr. laganna:
                  a.      Í stað „7.800.000 kr.“ í 2. málsl. kemur: 8.400.000 kr.
                  b.      Í stað „100.000 kr.“ í 4. málsl. kemur: 300.000 kr.
     3.      Við 9. gr. bætist nýtt tollskrárnúmer, svohljóðandi: 9619.0012.
     4.      Á eftir 11. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðanna „tveggja vikna greiðslufrest og er þá hvert uppgjörstímabil tvær vikur, frá 1. til 15. hvers mánaðar og frá 16. til loka hvers mánaðar“ í 1. málsl. 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: eins mánaðar greiðslufrest og er þá hvert uppgjörstímabil einn mánuður, frá 1. hvers mánaðar til loka hans.
     5.      14. gr. orðist svo:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 14. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „þó ekki“ í 8. tölul. kemur: þ.m.t.
                  b.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Ferðaleiðsögn.
     6.      15. gr. orðist svo:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 6. tölul. 3. mgr. 16. gr. laganna:
                  a.      Orðin „og hópbifreiða“ í 1. málsl. falla brott.
                  b.      Í stað orðanna „sendi- og vörubifreiðar“ í 2. málsl. kemur: sendi-, vöru- og torfæru­bifreiðar.
     7.      Inngangsmálsliður 16. gr. orðist svo: Í stað 1. málsl. 6. mgr. 42. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi.
     8.      Á eftir 18. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Fari afhending skattskyldrar vöru eða þjónustu fram eftir 31. desember 2015 skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir án tillits til þess hvort samningur um sölu skattskyldrar vöru eða þjónustu hefur verið gerður fyrir 1. janúar 2016 eða greiðsla farið fram þá að hluta eða fullu.
     9.      Við 24. gr.
                  a.      Í stað orðanna „árið 2016“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: árin 2016 og 2017.
                  b.      2. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Lækkunin getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 500.000 kr. og er háð því skilyrði að næstu 15 mánuði eftir nýskráningu bifreiðar verði nýtingu hennar og starfsemi ökutækjaleigu hagað sem hér segir.
     10.      Í stað „0,00491%“ í 40. gr. komi: 0,01118%.
     11.      B-liður 44. gr. orðist svo: Í stað 1. málsl. 18. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Við útreikning tekjutryggingar þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum líf­eyrissjóðum skal á tímabilinu 1. janúar 2015 til og með 31. desember 2015 gera saman­burð á útreikningi tekjutryggingar annars vegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á ár­inu 2015 og hins vegar þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2013 auk 6,7% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis þessa. Þá skal við útreikning tekjutryggingar þeirra örorku- og endurhæfingar­lífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á tíma­bilinu 1. janúar 2016 til og með 31. desember 2016 gera samanburð á útreikningi tekju­tryggingar annars vegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á árinu 2016 og hins vegar þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2013 auk 17,1% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis þessa.
     12.      Á eftir 49. gr. komi tveir nýir kaflar, XXIII. kafli, Breyting á lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 53. gr., og XXIV. kafli, Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf­semi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 54. gr., svohljóðandi:
                  a.      (53. gr.)
                      Í stað 1. málsl. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum koma tveir nýir máls­liðir, svohljóðandi: Við útreikning heimilisuppbótar þeirra örorku- og endurhæf­ingarlífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum skal á tímabilinu 1. janúar 2015 til og með 31. desember 2015 gera samanburð á út­reikningi heimilisuppbótar annars vegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á árinu 2015 og hins vegar þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2013 auk 6,7% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum um almannatryggingar. Þá skal við útreikning heim­ilisuppbótar þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldu­bundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á tímabilinu 1. janúar 2016 til og með 31. desember 2016 gera samanburð á útreikningi heimilisuppbótar annars vegar sam­kvæmt þeim reglum sem gilda á árinu 2016 og hins vegar þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2013 auk 17,1% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum um al­mannatryggingar.
                  b.      (54. gr.)
                      Í stað orðanna „1. janúar 2014 til 31. desember 2014“ í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 1. janúar 2015 til 31. desember 2016.
     13.      50. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
                      Ákvæði a–d-liðar 1. gr. og 6.–7. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017 og koma til fram­kvæmda við álagningu 2018 og staðgreiðslu opinberra gjalda 2017.
                      Ákvæði e-liðar 1. gr. og 3. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016 og koma til framkvæmda við álagningu 2017.
                      Ákvæði a- og b-liðar 2. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2016.
                      Ákvæði c-liðar 2. gr., 4.–5., 8.–9., 20., 27., 33., 41., 45.–48., 50.–51. og 53.–54. gr. öðlast þegar gildi.
                      Ákvæði 10., 12.–18., 21.–26., 28.–32., 34.–35., 42.–43., 49. og 52. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016.
                      Ákvæði 11. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017.
                      Ákvæði 19. og 36.–40. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016 og frá þeim tíma tekur yfir­skattanefnd við öllum óloknum ágreiningsmálum um stimpilgjald og endurgreiðslur virðisaukaskatts sem til meðferðar eru hjá ráðherra.
                      Ákvæði 44. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2016 vegna tekna ársins 2015.