Ferill 516. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 819  —  516. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um styrki og
uppbætur til bifreiðakaupa hreyfihamlaðra.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


1.      Hvað líður endurskoðun á því skilyrði sem nú gildir um veitingu uppbóta og styrkja til bifreiðakaupa hreyfihamlaðra að bifreiðarkaupandi aki sjálfur bifreiðinni eða annar heimilismaður?
2.      Eru aðrar breytingar fyrirhugaðar á bifreiðamálum hreyfihamlaðs fólks, sbr. tillögur sem settar eru fram í skýrslu starfshóps um stuðningskerfi til að auðvelda för hreyfihamlaðs fólks frá því í desember 2014, og í hverju eru breytingarnar þá fólgnar?