Ferill 536. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 852  —  536. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um kaupauka í Íslandsbanka hf.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Voru greiddir eða samþykktir kaupaukar eða réttur til kaupa á hlutabréfum eða öðrum verðmætum í Íslandsbanka hf. við flutning á eignarhaldi hans til ríkisins og ef svo er, hverjir fengu fyrrgreind réttindi og hvað fékk hver og einn háa fjárhæð?
     2.      Voru gerðir samningar um hlutdeild einstaklinga eða lögaðila í afkomu bankans á næstu árum í tengslum við flutning á eignarhaldi hans til ríkisins? Ef svo er, um hvernig samninga er að ræða?
     3.      Voru í gildi fyrir flutning á eignarhaldinu samningar um valrétti, kaup eða yfirfærslu eignarréttar á hlutabréfum eða hlutdeild í arði eða öðrum ávinningi af rekstri bankans sem tengjast yfirfærslu á eignarhaldi bankans til ríkisins?
     4.      Hvaða samningar um kaupauka, rétt til kaupa á hlutabréfum eða yfirfærslu verðmæta til stjórnenda, starfsmanna og annarra aðila voru í gildi við flutning á eignarhaldi bankans til ríkisins?


Skriflegt svar óskast.