Ferill 429. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 860  —  429. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur
um kostnað við að flytja hafnargarðinn við Austurhöfn.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er áætlaður kostnaður ríkisins af samkomulagi Minjastofnunar Íslands við lóðarhafa á Austurhafnarreitnum við Tollhúsið um að færa hafnargarðinn frá 1928, stein fyrir stein, geyma hann á meðan steypt er fyrir plötu á bílakjallara og færa á upprunalegan stað á nýjan leik?

    Samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags ehf., dags. 25. nóvember sl., er Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind eru í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafa í för með sér. Minjastofnun Íslands mun hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum.