Ferill 573. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 933  —  573. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um landgræðslu.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hver er skilgreiningin á landgræðslu?
     2.      Hversu mörg félög og samtök eru á Íslandi um málefni landgræðslu?
     3.      Hversu mörg verkefni eru í gangi er varða landgræðslu?
     4.      Hvaða stofnun fer með rannsóknir og athuganir er varða landgræðslu á Íslandi?
     5.      Hvað leggur ríkið af mörkum til landgræðslu?
     6.      Í hvaða farvegi telur ráðherrann landgræðslu vera og hvaða stefna er höfð að leiðarljósi?


Skriflegt svar óskast.