Ferill 578. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 940  —  578. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um umhverfisáhrif búvörusamninga.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Í hverju felast umhverfisáhrif nýrra búvörusamninga?
     2.      Stuðla búvörusamningarnir að því að loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá árinu 2015 verði náð og þá með hvaða hætti?
     3.      Var beitt aðferðum vistsporsmælinga við mat á umhverfisáhrifum og umhverfismarkmiðum búvörusamninganna eða öðrum viðurkenndum aðferðum á því sviði og þá hvaða aðferðum?
     4.      Hvaða gögn liggja til grundvallar markmiðum um sjálfbæra landnýtingu í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, hvað fela þau í sér, hvernig er ætlunin að fylgja þeim eftir og hvernig verður upplýsingum um sjálfbæra framleiðslu sauðfjárafurða komið á framfæri við neytendur?
     5.      Hvaða þýðingu mun ákvörðun um sérstakan svæðisbundinn stuðning við framleiðslu sauðfjárafurða skv. 8. gr. samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hafa á loftslagssjónarmið og landnýtingarsjónarmið og hvernig verður þeim markmiðum fylgt eftir?


Skriflegt svar óskast.