Ferill 582. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 944  —  582. mál.




Tillaga til þingsályktunar


um að heiðra minningu þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni.


Flm.: Guðlaugur Þór Þórðarson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
Vilhjálmur Bjarnason, Vilhjálmur Árnason, Árni Páll Árnason,
Katrín Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Vigdís Hauksdóttir,
Birgir Ármannsson, Willum Þór Þórsson, Brynhildur Pétursdóttir,
Helgi Hjörvar, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Ásmundur Einar Daðason,
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Jón Gunnarsson,
Steinunn Þóra Árnadóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Björt Ólafsdóttir,
Helgi Hrafn Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson,
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson,
Valgerður Gunnarsdóttir, Sigríður Á. Andersen.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að heiðra á varanlegan hátt minningu þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni. Aðgerðaáætlun verði kynnt í formi þingsályktunartillögu fyrir árslok 2016.

Greinargerð.

    Þrátt fyrir herleysi Íslands fóru Íslendingar ekki varhluta af því mannfalli sem átök seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu í för með sér. Siglingar voru landinu lífsnauðsyn því að flytja þurfti afurðir landsins út og birgja landið að hvers kyns nauðsynjum á stríðsárunum. Þá jókst verðmæti og mikilvægi útflutnings sjávarafurða gríðarlega. Jafnframt leiddi herseta Breta og síðar Bandaríkjamanna til þess að íslensk skip voru að einhverju leyti í þjónustu þeirra og skiptu miklu máli í baráttunni fyrir frelsi Evrópu og heimsins alls. Mikilvægi íslenska skipaflotans fólst þó ekki síst í útflutningi á afurðum landsins. Siglingar á hafsvæðinu í kringum Ísland voru því tíðar og má rekja megnið af mannfalli Íslendinga á stríðsárunum til árekstra og árása á íslenska skipaflotann þótt allnokkur íslensk skip hafi farist langt frá Íslandsströndum.
    Við Íslendingar og bandamenn allir stöndum í þakkarskuld við þá sem lögðu líf sitt að veði í þessum siglingum fullkomlega meðvitaðir um áhættuna. Fórnir þeirra sem fórust voru miklar og er löngu tímabært að heiðra minningu þeirra varanlega líkt og lagt er til í þingsályktunartillögu þessari.
    Fyrir liggja heimildir um þann fjölda Íslendinga sem lést á stríðsárunum þótt heildartalan ráðist nokkuð af því hvað er álitið flokkast undir fall af völdum stríðsátaka. Í sumum tilvikum skortir upplýsingar um ástæður þess að skip fórust. Þó liggja fyrir tilgátur sérfræðinga sem hafa rannsakað þessa sögu og skráð heimildir. Má þar nefna Þór Whitehead sem gaf út verkið Ísland í hers höndum árið 2002. Gunnar M. Magnúss tók saman verkið Virkið í norðri III sem var endurútgefið með breytingum og viðbótum árið 1984 af Helga Haukssyni. Þar er yfirlit yfir alla Íslendinga sem létust af stríðs völdum. Af þessum heimildum má álykta að í það minnsta 153 Íslendingar hafi látist vegna árása á skip sem þeir voru á eða árekstra skipanna við tundurdufl. Um er að ræða íslensk skip og erlend skip sem höfðu íslenska skipverja um borð. Þetta eru 0,13% af íbúafjölda hér á landi miðað við manntal í lok árs 1940 (121.474). Þessu til viðbótar fórust 58 á tveimur skipum, Sviða og Max Pemberton, sem líkur standa til að hafi tengst árekstrum við tundurdufl. Einnig er gert ráð fyrir þeim sem féllu á Íslandi á stríðsárunum fyrir hendi bandarískra hermanna. Heildarfjöldi Íslendinga sem féll af völdum stríðsátaka var því um 211 eða 0,17% af íbúafjölda landsins í lok árs 1940. Það er áhugavert að skoða þessar tölur í samanburði við hlutfallslegt mannfall annarra þjóða. Lauslegar tölur til samanburðar sýna að sem hlutfall af heildarfjölda íbúa er þetta sambærilegt mannfalli Dana og mun meira en mannfall Svía. Bandaríkin misstu um 0,2% af heildarfólksfjölda sínum í stríðinu, Kanada missti 0,4%, Bretland missti 0,7% og Frakkland 1,5%.
    Eins og áður hefur komið fram eru nokkuð góðar heimildir til um þá Íslendinga sem féllu af völdum stríðsátaka. Þetta hefur þó ekki verið fullrannsakað og vera má að þessar tölur breytist eitthvað við frekari rannsóknir fræðimanna á skráðum orsökum dauðsfalla á þessum viðsjárverðu tímum. Í ritinu Virkið í norðri eru þeir Íslendingar sem heimildir eru til um að hafi látist af völdum stríðsins taldir upp og eru sá listi eftirfarandi:

1940
    29. janúar.
    Norska flutningaskipið Bisp fórst af hernaðarvöldum í Norðursjó, þrír létust:
    Guðmundur Eiríksson, Dvergasteini, Vestmannaeyjum, 20 ára,
    Haraldur Bjarnfreðsson, Efri-Steinsmýri í Meðallandi, Vestur-Skaftafellssýslu, 21 árs,
    Þórarinn S. Thorlacius Magnússon, Gjábakka, Vestmannaeyjum, 33 ára.
    1. febrúar.
    Danska flutningskipinu Fredensborg frá Kaupmannahöfn sökkt með tundurskeyti, einn Íslendingur fórst:
    Robert M. Bender, Reykjavík, 30 ára.
    30. október.
    Togarinn Bragi varð fyrir ásiglingu, tíu fórust:
    Ingvar Ágúst Bjarnason skipstjóri, Reykjavík, 48 ára,
    Sigurmann Eiríksson, 1. stýrimaður, Reykjavík, 41 árs,
    Guðmundur Einarsson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 37 ára,
    Ingvar Júlíus Guðmundsson, 2. vélstjóri, Reykjavík, 42 ára,
    Ingimar Sölvason loftskeytamaður, Reykjavík, 29 ára,
    Þorbjörn Björnsson matsveinn, Reykjavík, 38 ára,
    Elías Loftsson háseti, Reykjavík, 33 ára,
    Ingimar Kristinsson háseti, Hafnarfirði, 40 ára,
    Lárus Guðnason háseti, Reykjavík, 45 ára,
    Sveinbjörn Guðmundsson háseti, Reykjavík, 39 ára.
    Nóvember/desember.
    Enskt flutningaskip hæft af þremur sprengjum þýskra flugvéla, einn lést:
    Bergsteinn Sigurðsson sjómaður, Hull, Englandi, 48 ára.
1941
    7. mars.
    Vélbáturinn Olga VE 339 sökk eftir ásiglingu af ljóslausum breskum togara, einn lést:
    Sigurður Bjarnason, Djúpadal, Vestmannaeyjum, 22 ára.
    10. mars.
    Togarinn Reykjaborg RE 64 skotinn á leið til Englands, þrettán fórust:
    Ásmundur Sigurðsson skipstjóri, Reykjavík, 39 ára,
    Ásmundur Sveinsson, 1. stýrimaður, Reykjavík, 47 ára,
    Guðjón Jónsson, 2. stýrimaður, Reykjavík, 47 ára,
    Óskar Þorsteinsson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 38 ára,
    Gunnlaugur Ketilsson, 2. vélstjóri, Reykjavík 28 ára,
    Daníel Kr. Oddsson loftskeytamaður, Reykjavík, 50 ára,
    Jón Schiöth Lárusson matsveinn, Reykjavík, 25 ára,
    Arelíus Guðmundsson háseti, Reykjavík, 27 ára,
    Hávarður Jónsson háseti, Reykjavík 39 ára,
    Þorsteinn Karlsson háseti, Reykjavík, 22 ára,
    Kristófer Óskar Vigfússon kyndari, Djúpavogi, 31 árs,
    Runólfur Sigurðsson, skrifstofustjóri Fiskimálanefndar, Reykjavík, 32 ára.
    11. mars.
    Línuveiðarinn Fróði ÍS 454 varð fyrir skotárás frá kafbáti, fimm féllu:
    Gunnar Árnason skipstjóri, Reykjavík, 33 ára,
    Sigurður V. Jörundsson stýrimaður, Hrísey, 23 ára,
    Steinþór Árnason háseti, Þingeyri, 38 ára,
    Gísli Guðmundsson háseti, Þingeyri, 34 ára,
    Guðmundur Stefánsson háseti, Þingeyri, 23 ára.
    11. mars.
    Línuveiðarinn Pétursey ÍS 100 skotinn í kaf með allri áhöfn á leið til Englands, tíu fórust:
    Þorsteinn Magnússon skipstjóri, Þingeyri, 27 ára,
    Hallgrímur Pétursson stýrimaður, Flateyri, 24 ára,
    Guðjón Vigfússon, 1. vélstjóri, Reykjavík, 42 ára,
    Sigurður Jónsson, 2. vélstjóri, Hvammi, Dýrafirði, 52 ára,
    Theódór Jónsson matsveinn, Aðalvík, Norður-Ísafjarðarsýslu, 28 ára,
    Halldór Magnússon háseti, Suðureyri, Súgandafirði, 22 ára,
    Hrólfur Þorsteinsson háseti, Hvammstanga, 34 ára,
    Óli Kjartansson háseti, Ísafirði, 32 ára,
    Ólafur Gíslason kyndari, Ísafirði, 29 ára.
    30. maí.
    Vélbáturinn Hólmsteinn ÍS 155 fórst; talið að hernaðaraðgerðir hafi grandað bátnum, fjórir fórust:
    Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, Hnífsdal, 20 ára,
    Helgi Jóhannesson vélstjóri, Ásgarðsnesi, Þingeyri, 22 ára,
    Guðmundur K.F. Kristjánsson háseti, Þingeyri, 23 ára,
    Níels Guðmundsson háseti, Þingeyri, 23 ára.
    29. júní.
    Eimskipinu Heklu RE 88 sökkt með tundurskeyti, fjórtán fórust:
    Einar Kristjánsson skipstjóri, Reykjavík, 45 ára,
    Kristján Bjarnason, 1. stýrimaður, Reykjavík, 39 ára,
    Jón Hákon Kristjánsson, 2. stýrimaður, Reykjavík, 29 ára,
    Jón Erlingsson, 2. vélstjóri, Reykjavík, 33 ára,
    Ásbjörn Ásbjörnsson aðstoðarvélstjóri, Reykjavík, 25 ára,
    Sveinbjörn Ársælsson loftskeytamaður, Reykjavík, 25 ára,
    Bjarni Þorvarðarson háseti, Reykjavík, 33 ára,
    Hafliði Ólafsson háseti, Reykjavík, 47 ára,
    Haraldur Sveinsson háseti, Reykjavík, 33 ára,
    Sigurður Eiríksson Þórarinsson háseti, Reykjavík, 25 ára,
    Viggó Þorgilsson háseti, Reykjavík, 22 ára,
    Karl Þ. Guðmundsson kyndari, Eskifirði, 19 ára,
    Matthías Rögnvaldsson kyndari, Hjalteyri, Eyjafirði, 25 ára,
    Sverrir Símonarson lempari, Reykjavík, 19 ára.
    17. ágúst.
    Flutningaskipið Sessa, leiguskip Eimskipafélags Íslands, skotið í kaf með tundurskeyti, tveir Íslendingar fórust:
    Steinþór Wendel Jónsson, Reykjavík, 20 ára,
    Þorvaldur Aðils, Reykjavík, 34 ára.
    Í byrjun september.
    Línuveiðarinn Jarlinn RE 590 fórst, ellefu fórust:
    Jóhannes Jónsson skipstjóri, Reykjavík, 64 ára,
    Guðmundur Matthíasson Thordarson stýrimaður, Kaupmannahöfn, 37 ára,
    Eyjólfur Björnsson, 1. vélstjóri, Laxnesi, Mosfellssveit, 58 ára,
    Jóhann Sigurjónsson, 2. vélstjóri, Siglufirði, 45 ára,
    Halldór Björnsson matsveinn, Reykjavík, 21 árs,
    Konráð Ásgeirsson háseti, Bolungarvík, 29 ára,
    Ragnar Guðmundsson háseti, Gufá í Borgarhreppi, Mýrasýslu, 30 ára,
    Sveinbjörn Jóelsson háseti, Reykjavík, 17 ára,
    Theódór Óskarsson háseti, Reykjavík, 23 ára,
    Dúi Guðmundsson kyndari, Siglufirði, 40 ára,
    Sigurður Gíslason kyndari, Reykjavík, 26 ára.
    8. nóvember.
    Bandarískir hermenn skutu að hópi manna í Hafnarfirði, einn lést:
    Þórður Sigurðsson, Hafnarfirði, 21 árs.
    2. desember.
    Togarinn Sviði GK 7 talinn hafa farist vegna tundurdufla, tuttugu og fimm fórust:
    Guðjón Guðmundsson skipstjóri, Reykjavík, 47 ára,
    Þorbergur Friðriksson, 1. stýrimaður, Reykjavík, 41 árs,
    Gunnar Klemenzson, 2. stýrimaður, Reykjavík, 25 ára,
    Guðmundur Pálsson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 31 árs,
    Lýður Magnússon, 2. vélstjóri, Hafnarfirði, 43 ára,
    Erlendur Hallgrímsson loftskeytamaður, Reykjavík, 30 ára,
    Guðmundur Júlíusson matsveinn, Hafnarfirði, 49 ára,
    Gísli Sigurðsson bátsmaður, Hafnarfirði, 41 árs,
    Baldur Á. Jónsson háseti, Akranesi, 26 ára,
    Bjarni Einarsson háseti, Reykjavík, 26 ára,
    Bjarni Ingvarsson háseti, Reykjavík, 18 ára,
    Bjarni E. Ísleifsson háseti, Hafnarfirði, 28 ára,
    Egill Guðmundsson háseti, Reykjavík, 37 ára,
    Gísli Ásmundsson háseti, Hafnarfirði, 52 ára,
    Gottskálk Jónsson háseti, Hafnarfirði, 42 ára,
    Guðmundur Halldórsson háseti, Reykjavík, 37 ára,
    Guðmundur Þórhallsson háseti, Reykjavík, 19 ára,
    Gunnar Björnsson háseti, Reykjavík, 17 ára,
    Gunnar I. Hjörleifsson háseti, Hafnarfirði, 49 ára,
    Haraldur Þórðarson háseti, Hafnarfirði, 44 ára,
    Jón Gústafsson háseti, Hafnarfirði, 25 ára,
    Sigurgeir Sigurðsson háseti, Hafnarfirði, 45 ára,
    Örnólfur Eiríksson háseti, Felli í Mýrdal, Vestur-Skaftafellssýslu, 26 ára,
    Júlíus A. Hallgrímsson kyndari, Reykjavík, 41 árs,
    Lárus Þ. Gíslason kyndari, Reykjavík, 32 ára.
1942
    13. febrúar.
    Vélbáturinn Græðir RE 76 sigldur niður af ljóslausum amerískum tundurspilli, einn fórst:
    Lárus Marísson, Reykjavík, 65 ára.
    Í febrúar.
    Danska flutningaskipið Erna III. skotið niður, einn Íslendingur lést:
    Þórarinn Ásgeirsson loftskeytamaður, Reykjavík, 28 ára.
    14. mars.
    Bandarískur hermaður skaut að bíl, einn lést:
    Gunnar Einarsson vélfræðingur, Reykjavík, 35 ára.
    24. maí.
    Bandarískur hermaður skaut íslenskan dreng til bana við herbúðir við Hallveigarstíg í Reykjavík:
    Jón Hinrik Benediktsson, 12 ára.
    9. apríl.
    Norska flutningskipið Fanfeld fórst eftir að hafa rekist á tundurdufl, tveir Íslendingar fórust:
    Sigurður Oddsson, Reykjavík, 67 ára,
    Guðmundur S. Pétursson, Reykjavík, 22 ára.
    24. ágúst.
    Þýsk sprengjuflugvél réðst með sprengjukasti og vélbyssuskothríð á togarann Vörð BA 142, einn lést:
    Sigurjón Ingvarsson, Geitagili, Örlygshöfn við Patreksfjörð, 24 ára.
    Í ágúst.
    Einn Íslendingur fórst á bandaríska flugmóðurskipinu Galant Fox á hafinu milli Íslands og Norður-Rússlands:
    Kristján Þorgeir Jakobsson lögfræðingur, Reykjavík, 42 ára.
    8. október.
    Flutningaskipinu Borengia sökkt með tundurskeyti úti af Höfðaborg í Suður-Afríku, einn Íslendingur lést:
    Valdimar B. Finnbogason, Reykjavík, 23 ára.
    23. október.
    Togaranum Jóni Ólafssyni RE 279 grandað, þrettán fórust:
    Sigfús Ingvar Kolbeinsson skipstjóri, Reykjavík, 37 ára,
    Helgi Eiríksson Kúld, 1. stýrimaður, Reykjavík, 36 ára,
    Haraldur Guðjónsson, 2. stýrimaður, Reykjavík, 38 ára,
    Ásgeir Magnússon, 1. vélstjóri, Reykjavík, 42 ára,
    Valentínus Magnússon, 2. vélstjóri, Reykjavík, 42 ára,
    Guðmundur Jón Óskarsson loftskeytamaður, Hvallátrum í Rauðasandshreppi, Vestur- Barðastrandarsýslu, 24 ára,
    Gústaf Adolf Gíslason matsveinn, Reykjavík, 37 ára,
    Erlendur Pálsson háseti, Hjálmsstöðum í Laugardal, Árnessýslu, 32 ára,
    Jónas Hafsteinn Bjarnason háseti, Reykjavík, 24 ára,
    Sveinn Markússon háseti, Reykjavík, 31 árs,
    Vilhjálmur Torfason háseti, Reykjavík, 36 ára,
    Karel Ingvarsson kyndari, Lambastöðum, Seltjarnarnesi, 43 ára,
    Þorsteinn Hjelm kyndari, Reykjavík, 24 ára.
    31. október.
    Talið að opni vélbáturinn Vignir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð hafi farist af völdum tundurdufls, þrír létust:
    Magnús Jónsson formaður, Vattarnesi, 39 ára,
    Jón Austmann Jónsson, Vattarnesi, 32 ára,
    Lúðvík Sigurjónsson, Vattarnesi, 37 ára.
1943
    7. mars.
    Sprengjubrot féll í höfuð manns í Austurstræti í Reykjavík:
    Ásmundur Elíasson sjómaður, 37 ára.
    10. mars.
    Bandaríska flutningaskipinu Andrea F. Luckenbach var sökkt vestur af Írlandi, einn Íslendingur fórst:
    Jón Guðmundur Halldórsson, Reykjavík, 25 ára.
    18. maí.
    Ástralska spítalaskipið Centaur skotið niður við strönd Ástralíu, einn Íslendingur lést:
    Georg Richard Long, Ástralíu, 40 ára.
    21. maí.
    Togarinn Garðar GK 25 sökk við Skotlandsströnd af ásiglingu ensks skips, þrír fórust:    
    Oddur Guðmundsson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 48 ára,
    Alfred Stefánsson kyndari, Hafnarfirði, 25 ára,
    Ármann Óskar Markússon háseti, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu, 23 ára.
    4. júní.
    Þýska skipið Altenfels skotið í kaf af rússnesku herskipi, einn Íslendingur fórst:
    Kristinn Kristófersson, Sandgerði, 23 ára.
    16. júní.
    Strandferðaskipið Súðin varð fyrir árás þýskrar sprengjuflugvélar, tveir skipverjar létust og fjórir særðust alvarlega:
    Hermann Jónsson háseti, Reykjavík, 45 ára,
    Guðjón Elí Kristinsson háseti, Ísafirði, 21 árs.
    Í júní/júlí.
    Danskt flutningaskip fórst á leið milli London og New York, einn Íslendingur lést:
    Geir Árnason, Reykjavík, 17 ára.
1944
    11. janúar.
    Togarinn Max Pemberton ER 278 talinn hafa farist í óveðri vegna tundurdufla, 29 létust:
    Pétur A. Maack skipstjóri, Reykjavík, 51 árs,
    Pétur A. Maack, 1. stýrimaður, Reykjavík, 28 ára,
    Jón Sigurgeirsson, 2. stýrimaður, Reykjavík, 31 árs,
    Þorsteinn Þórðarson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 51 árs,
    Þórður Þorsteinsson, 2. vélstjóri, Reykjavík, 19 ára,
    Valdimar Guðjónsson matsveinn, Reykjavík, 46 ára,
    Gísli Eiríksson bátsmaður, Reykjavík, 49 ára,
    Guðmundur Þorvaldsson bræðslumaður, Hafnarfirði, 44 ára,
    Guðmundur Einarsson netamaður, Reykjavík, 45 ára,
    Guðni Kr. Sigurðsson netamaður, Reykjavík, 50 ára,
    Sigurður V. Pálmason netamaður, Reykjavík, 49 ára,
    Sæmundur Halldórsson netamaður, Reykjavík, 33 ára,
    Aðalsteinn Árnason háseti, Seyðisfirði, 19 ára,
    Ari Friðriksson háseti, Látrum, Aðalvík, 19 ára,
    Arnór Sigmundsson háseti, Reykjavík, 52 ára,
    Björgvin H. Björnsson háseti, Reykjavík, 28 ára,
    Guðjón Björnsson háseti, Reykjavík, 17 ára,
    Gunnlaugur Guðmundsson háseti, Reykjavík, 26 ára,
    Halldór Sigurðsson háseti, Jaðarkoti í Villingaholtshreppi, Árnessýslu, 23 ára,
    Hlöðver Ólafsson háseti, Reykjavík, 22 ára,
    Jens Konráðsson háseti, Reykjavík, 26 ára,
    Jón Þ. Hafliðason háseti, Reykjavík, 28 ára,
    Jón M. Jónsson háseti, Reykjavík 29 ára,
    Jón Ólafsson háseti, Keflavík, 39 ára,
    Kristján Halldórsson háseti, Innri-Njarðvík, 37 ára,
    Magnús Jónsson háseti, Reykjavík, 23 ára,
    Benedikt R. Sigurðsson kyndari, Reykjavík, 19 ára,
    Hilmar Jóhannesson kyndari, Reykjavík, 19 ára,
    Kristján Kristinsson aðstoðarmatsveinn, Reykjavík, 14 ára.
    10. nóvember.
    Eimskipið Goðafoss varð fyrir tundurskeyti við Garðskaga og sökk á örskammri stund:
    Þórir Ólafsson, 3. stýrimaður, Reykjavík, 39 ára,
    Hafliði Jónsson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 60 ára,
    Sigurður Haraldsson, 3. vélstjóri, Reykjavík, 27 ára,
    Guðmundur Guðlaugsson, 4. vélstjóri, Reykjavík, 55 ára,
    Eyjólfur Eðvaldsson, 1. loftskeytamaður, Reykjavík, 48 ára,
    Sigurður Jóhann Oddsson, 1. matsveinn, Reykjavík, 41 árs,
    Jakob Sigurjón Einasson þjónn, Reykjavík, 36 ára,
    Lára Ingjaldsdóttir þerna, Reykjavík, 42 ára,
    Sigurður Einar Ingimundarson bátsmaður, Reykjavík, 47 ára,
    Ragnar Kærnested háseti, Reykjavík, 27 ára,
    Sigurður Sveinsson háseti, Reykjavík, 27 ára,
    Randver Hallsson yfirkyndari, Reykjavík, 47 ára,
    Jón K. G. Kristjánsson kyndari, Reykjavík, 51 árs,
    Pétur Már Hafliðason kyndari, Reykjavík, 17 ára,
    Friðgeir Ólason læknir, 31 árs,
    Sigrún Briem Ólason læknir, 33 ára, eiginkona Friðgeirs, og börn þeirra þrjú:
    Óli Hilmar Friðgeirsson, sjö ára,
    Sverrir Friðgeirsson, tveggja ára,
    Sigrún Friðgeirsdóttir, á fyrsta ári,
    Ellen Ingibjörg Wagle Downey, Reykjavík, 24 ára,
    William Downey, Reykjavík, tveggja ára,
    Halldór Sigurðsson, Reykjavík, 21 árs,
    Sigríður Pálsdóttir Þormar, Reykjavík, 20 ára.
1945
    21. febrúar.
    Eimskipið Dettifoss varð fyrir tundurskeyti við Írlandsströnd og sökk, 15 fórust:
    Davíð Gíslason, 1. stýrimaður, Reykjavík, 53 ára,
    Jón Bogason bryti, Reykjavík, 52 ára,
    Jóhannes Sigurðsson búrmaður, Reykjavík, 38 ára,
    Jón Guðmundsson bátsmaður, Reykjavík, 38 ára,
    Gísli Andrésson háseti, Reykjavík, 24 ára,
    Guðmundur Eyjólfsson háseti, Reykjavík, 29 ára,
    Hlöðver Oliver Ásbjörnsson háseti, Reykjavík, 26 ára,
    Jón Bjarnason háseti, Reykjavík, 35 ára,
    Ragnar Georg Ágústsson háseti, Reykjavík, 21 árs,
    Helgi Laxdal kyndari, Tungu á Svalbarðsströnd, Suður-Þingeyjarsýslu, 25 ára,
    Ragnar Jakobsson kyndari, Reykjavík, 19 ára,
    Stefán Hinriksson kyndari, Reykjavík, 46 ára,
    Bertha Steinunn Zoega, Reykjavík, 33 ára,
    Guðrún Jónsdóttir skrifstofustúlka, Reykjavík, 33 ára.
    9. apríl.
    Línuveiðarinn Fjölnir ÍS 7, fimm fórust:
    Magnús G. Jóhannesson matsveinn, Ásgarðsnesi, Þingeyri, 22 ára,
    Gísli A. Gíslason háseti, Ísafirði, 30 ára,
    Pálmi Jóhannsson háseti, Miðkrika í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, 30 ára,
    Guðmundur S. Ágústsson kyndari, Sæbóli í Aðalvík, Norður-Ísafjarðarsýslu, 22 ára,
    Pétur Sigurðsson kyndari, Hvammi, Dýrafirði, 27 ára.
    2. júní.
    Íslendingur fórst með flutningaskipinu Panama við austurströnd Englands:
    Helgi Friðrik Helgason, Reykjavík, 31 árs.
    21. október.
    Ameríski togarinn Nespog frá Boston sökk eftir árekstur við amerískan tundurspilli, tveir Íslendingar fórust:
    Bjarni E. Kristjánsson sjómaður, Sellátrum, Tálknafirði, 45 ára,
    Björn Einarsson, Sellátrum, Tálknafirði, 35 ára.
    Nú þegar er að finna nokkur minnismerki um þá sem hafa látist á einstaka skipum, svo sem á Sjóminjasafninu um þá sem fórust með Dettifossi og Goðafossi. Í einhverjum tilfellum eru grafreitir erlendra manna sem fórust við Ísland sérstaklega merktir. Jafnframt er við höfnina í Reykjavík yfirlit yfir öll skip sem farist hafa við Íslandsstrendur, m.a. á stríðsárunum. Ekki er fyrir að fara neinum varanlegum minnisvarða um alla þá Íslendinga sem taldir voru upp hér að framan. Er því löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar.
    Með hvaða hætti slíkt verður best gert skal nánar útfært af ríkisstjórn í samráði við sérfræðinga. Víða í Evrópu, til að mynda í Frakklandi, hafa minnismerki um fallna verið reist í þeim bæjum sem viðkomandi einstaklingar voru frá, t.d. við kirkjur eða í kirkjugörðum. Einnig hefur verið farin sú leið að reisa styttu eða listaverk sem minnisvarða þar sem nöfn allra þeirra sem létust eru talin upp, eins og gert er á Víetnam-minnismerkinu í Washington. Loks hafa margar þjóðir farið þá leið að tileinka árlega sérstakan dag minningu þessa fólks.