Ferill 681. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.



Þingskjal 1109  —  681. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvarðana sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn (evrópskar reglur um fjármálaeftirlit).

(Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015–2016.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaðar ákvarðanir sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 um að fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir og samning um breytingu á samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits:
     1.      Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) að því er varðar sérstök verkefni sem Seðlabanka Evrópu eru falin samkvæmt reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1024/2013.
     2.      Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB.
     3.      Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB.
     4.      Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1092/2010 frá 24. nóvember 2010 um þjóðhagsvarúðareftirlit með fjármálakerfinu á sviði Evrópusambandsins og um stofnun Evrópska kerfisáhætturáðsins.
     5.      Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, skuldsetningu, gagnsæi og eftirlit, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 694/2014 frá 17. desember 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um ákvörðun á teg­undum rekstraraðila sérhæfðra sjóða, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/514 frá 18. desember 2014 um upplýsingar sem lögbærum yfirvöldum ber að veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni skv. 3. mgr. 67. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB, og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á málsmeðferð fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem velja að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB taki til þeirra, og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á fót málsmeðferð til að ákvarða tilvísunaraðildarríki fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða utan ESB samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB.
     6.      Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 826/2012 frá 29. júní 2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um tilkynningar- og birtingarkröfur varðandi hreinar skortstöður, nánari lýsingu á upplýsingunum sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni í tengslum við hreinar skortstöður og aðferðina við að reikna út veltu til að ákvarða hvaða hlutabréf skulu undanþegin, og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 827/2012 frá 29. júní 2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar aðferðir við opinbera birtingu á hreinum skortstöðum, snið upplýsinganna sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni um hreinar skortstöður, gerðir samninga, fyrirkomulags og ráðstafana til að tryggja með fullnægjandi hætti að hlutabréf eða ríkisskuldagerningar séu tiltækir vegna uppgjörs og dagsetningar og tímabil vegna ákvörðunar á meginvettvangi hlutabréfs samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 918/2012 frá 5. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga að því er varðar skilgreiningar, útreikninga á hreinum skortstöðum, varðar skuldatryggingar á ríki, tilkynningarmörk, seljanleikamörk vegna tímabundinna niðurfellinga, marktæka lækkun á virði fjármálagerninga og óhagstæða atburði, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 919/2012 frá 5. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga með tilliti til tæknilegra eftirlitsstaðla vegna aðferðarinnar við útreikning á lækkun á virði seljanlegra hlutabréfa og annarra fjármálagerninga og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/97 frá 17. október 2014 um leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 918/2012 að því er varðar tilkynningu um mikilvægar hreinar skortstöður í ríkisskuldum.
     7.      Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár.
     8.      Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.
     9.      Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 446/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um tæknilega eftirlitsstaðla um inntak og form reglubundinna skýrslna með matsgögnum sem lánshæfismatsfyrirtækjum ber að leggja fram til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki þar sem mælt er fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla við mat á því hvort aðferð við lánshæfismat uppfylli skilyrði, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um framsetningu upplýsinganna sem lánshæfismatsfyrirtæki skulu gera aðgengilegar í miðlægu gagnasafni sem komið er á fót af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 449/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skráningarupplýsingar og vottun lánshæfismatsfyrirtækja, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 946/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar starfsreglur um sektir sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin leggur á lánshæfismatsfyrirtæki, þ.m.t. reglur um rétt til varnar og tímabundin ákvæði, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/245/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Brasilíu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/246/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Argentínu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/247/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Mexíkó jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/248/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Singapúr jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/249/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Hong Kong jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.
     10.      Samning um breytingu á samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls með því að bæta nýrri 25. gr. a og nýrri bókun 8 við samninginn um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað eftir heimild Alþingis til að samþykkja níu ákvarðanir sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 um að fella inn í samninginn þær gerðir sem tilgreindar eru í tillögugreininni. Hér er um að ræða fyrsta hlutann af gerðum er varða eftirlit með fjármálamörkuðum en upptaka þeirra í EES-samninginn er forsenda áfram­haldandi virkar þátttöku EFTA-ríkjanna innan EES á innri markaðnum með fjármálaþjónustu. Gerðir sem bíða upptöku í EES-samninginn á þessu sviði eru 178 talsins (miðað við mars 2016).
    Í kjölfar fjármálakreppunnar fór fram endurskoðun á tilhögun og umgjörð eftirlits með fjármálamörkuðum innan Evrópusambandsins (ESB). Sú endurskoðun leiddi til þess að komið var á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum á evrópskum fjármálamarkaði, sem tóku til starfa í ársbyrjun 2011 og eru hornsteinn þeirra umbóta sem komið var á í kjölfar kreppunnar. Stofnanirnar þrjár eru Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (e. European Banking Authority, einnig nefnd EBA), Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (e. European Securities and Markets Authority, einnig nefnd ESMA) og Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (e. European Insurance and Occupational Pensions Authority, einnig nefnd EIOPA). Þeim til viðbótar er starfrækt Evrópska kerfisáhætturáðið (e. European Systemic Risk Board, einnig nefnt ESRB), en það fer þó ekki með heimildir til að taka ákvarðanir er binda aðila á markaði.
    Tilgangur stofnananna er að tryggja nánara samstarf fjármálaeftirlita aðildarríkjanna, auðvelda beitingu evrópskra lausna vegna fjölþjóðlegra vandamála og styðja við einsleita beitingu og túlkun reglna. Daglegt eftirlit með fjármálafyrirtækjum og mörkuðum er eftir sem áður í höndum einstakra ríkja, að undanskildu eftirliti með lánshæfismatsfyrirtækjum og afleiðuvið­skipta­skrám.
    Á árinu 2012 hófust viðræður milli EFTA-ríkjanna og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um leiðir til þess að taka þessar gerðir og aðrar þeim tengdar upp í EES-samninginn. Ýmsar leiðir voru ræddar í því skyni en á fundi fjármála- og efnahagsráðherra EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins hinn 14. október 2014 var samþykkt sam­eigin­leg yfirlýsing um meginatriði við innleiðingu þriggja reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði í EES-samninginn. Samkomulagið byggðist á tveggja stoða kerfi EES-samningsins og felur í sér að allar bindandi ákvarðanir gagnvart EFTA-ríkjunum þremur innan EES, Íslandi, Noregi og Liechtenstein, verða teknar af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og að hægt verði að bera þær undir EFTA-dómstólinn.
    Í þingsályktunartillögu þessari er gerð grein fyrir aðkomu Alþingis að upptöku þessara gerða, fjármálaeftirliti á vettvangi Evrópusambandsins, gerðum í ákvörðunum sem óskað er eftir fyrirframsamþykki fyrir að taka upp í EES-samninginn og fyrirhuguðum lagabreytingum af því tilefni (þ.e. innleiðingu í landsrétt), stjórnskipulegum álitaefnum vegna valdheimilda eftirlitsstofnananna þriggja, samningaviðræðum um aðlögun og fyrirhugaða upptöku í EES-samninginn og áhrif hér á landi.
    Drög að hinum níu ákvörðunum sam­eigin­legu EES-nefndarinnar eru birt sem fylgiskjöl með tillögu þessari, sem og samningur um breytingu á samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls með því að bæta nýrri 25. gr. a og nýrri bókun 8 við samninginn um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits. Einnig er í fylgiskjali álitsgerð um stjórnskipulegar heimildir til innleiðingar tiltekinna nýrra EES-gerða um fjármálaeftirlit, dags. 3. mars 2016, og eldri álitsgerð frá árinu 2012 um stjórnskipulegar heimildir landsréttar og möguleika á innleiðingu reglugerða ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum í EES-samninginn, sem unnin var á fyrri stigum. Þá er í rafrænum fylgiskjölum við tillögu þessa að finna þýðingu á 19 af þeirri 31 ESB-gerð sem tilgreind er í ákvörðunum sam­eigin­legu EES-nefndarinnar og kalla á lagabreytingar á Íslandi.
    
2. Um samþykki Alþingis.
    EES-samningurinn er reglulega uppfærður með breytingum á viðaukum og bókunum við samninginn. Ákvarðanir um þessar breytingar eru teknar í sam­eigin­legu EES-nefndinni og með þær hefur ávallt verið farið sem hverja aðra þjóðréttarsamninga. Í því felst að utanríkisráðherra leitar eftir staðfestingu þeirra til að skuldbinda stjórnvöld að þjóðarétti. Ef slíkar ákvarðanir horfa til breytinga á landslögum leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að leita ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt með viðeigandi lagabreytingu, en einnig hefur tíðkast að heimila stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun. Í seinni tíð hefur það verið viðtekinn háttur við staðfestingu þeirra ákvarðana sam­eigin­legu EES-nefndarinnar, sem krefst lagabreytinga að innleiða, enda kemur hvort tveggja til, að frestur til að staðfesta þær er að jafnaði tiltölulega stuttur auk þess sem ekki er alltaf tímabært að innleiða ákvörðun um leið og hún er tekin.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sam­eigin­legu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema annað sé ákveðið eða eitthvert þeirra beiti heimild í 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi fyrr en stjórnskipuleg skilyrði hafa verið uppfyllt heima fyrir. Samkvæmt samningnum hefur þá viðkomandi EFTA-ríki sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sam­eigin­legu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum. Að því er Ísland varðar er heimild til að setja stjórnskipulegan fyrirvara almennt einungis beitt þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar.
    Að jafnaði hefur samþykkis Alþingis verið leitað með þingsályktun eftir að ákvörðun hefur verið tekin í sam­eigin­legu EES-nefndinni með stjórnskipulegum fyrirvara. Með því að samningar um aðlögun og upptöku gerða um eftirlit á fjármálamarkaði hafa þegar staðið yfir í á fjórða ár og brýnt þykir að ákvörðun um upptöku þeirra geti öðlast gildi sem fyrst eftir að hún er tekin er í þingsályktunartillögu þessari leitað eftir fyrirfarandi heimild Alþingis til að staðfesta ákvarðanir sam­eigin­legu EES-nefndarinnar áður en ákvörðun er tekin. Það mun flýta fyrir að ákvörðunin geti öðlast gildi hér á landi og hún verður ekki tekin með stjórnskipulegum fyrirvara af Íslands hálfu. Er þá einnig litið til þess að utanríkismálanefnd Alþingis hefur fylgst náið með framvindu viðræðna og undirbúnings að upptöku gerða á þessu sviði og reglulega fengið á fund til sín þá sérfræðinga sem að því hafa komið.
    
3. Fjármálaeftirlit á vettvangi Evrópusambandsins.
    Fjármálakreppan árið 2008 leiddi í ljós vankanta á fjármálaeftirliti einkum vegna viðskipta þvert yfir landamæri. Vegna þess myndaði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóp háttsettra embættismanna innan ESB, sem leiddur var af Frakkanum Jacques de Larosière, formanni kerfisáhættunefndar franska fjármálaráðuneytisins og fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem skyldi leggja fram tillögur um hvernig mætti styrkja eftirlit með fjármálamörkuðum, einkum vegna viðskipta yfir landamæri, og samstarf milli eftirlita. Tilgangurinn var að skapa skilvirkt og samhæft eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum innan Evrópu með það að markmiði að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. Framlag hópsins til að ná framangreindum markmiðum var að leggja til árið 2009 að stofnað yrði samevrópskt eftirlitskerfi, þar sem hinar þrjár eftirlitsstofnanir yrðu þungamiðjan. Eftirlitsstofnanirnar þrjár, ESMA, EBA og EIOPA, lögbær eftirlitsstjórnvöld aðildarríkjanna og evrópska kerfisáhætturáðið, ESRB, mynda þetta samræmda evrópska eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum (e. European System of Financial Supervisors). Eftirlitsstofnanirnar tóku til starfa árið 2011. Kerfisumgjörð fyrir fjármálamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins er því í höndum evrópskra stofnana en daglegt eftirlit með fjármálastofnunum og aðilum á fjármálamarkaði er í höndum fjármálaeftirlita aðildarríkjanna. Eftirlit Evrópska Seðlabankans (e. European Central Bank), sem getið er í sívalningnum á myndinni hér að aftan, á við um þau ríki sem eru með evru.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.

















    
     Mynd 1 – Tvískipt eðli eftirlits.

    Meginhlutverk hinna þriggja eftirlitsstofnana er að vera samræmingaraðili milli lögbærra eftirlitsstjórnvalda innan Evrópu, þar með talið að tryggja greið upplýsingaskipti. Eftirlitsstofnanirnar þróa samræmd viðmið, leiðbeiningar og tilmæli til handa eftirlitsstjórnvöldum aðildarríkjanna. Framkvæmd eftirlits er því samræmd innan aðildarríkjanna og skjótar úrlausnir tryggðar í eftirliti með viðskiptum á sviði fjármálaþjónustu á innri markaði, einkum yfir landamæri. Þá koma stofnanirnar að því að móta regluverk á sviði fjármálamarkaða og eru framkvæmdastjórn ESB til aðstoðar í þeim efnum. Lögbær eftirlitsyfirvöld aðildarríkjanna og umræddar stofnanir ESB eru því leidd saman til að vinna sam­eigin­lega að eftirliti með fjármálaþjónustu á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.
    Evrópsku eftirlitsstofnunum eru fengnar ákveðnar valdheimildir til að standa vörð um hið samræmda eftirlitskerfi og tryggja gæði þess, en meginreglan er eftir sem áður að eftirliti er sinnt af lögbærum eftirlitsyfirvöldum aðildarríkjanna. Allar bindandi valdheimildir sem nánar er gerð grein fyrir hér að aftan sem stofnanirnar hafa yfir að ráða eru því ætlaðar til þrautavara.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Mynd 2 – Evrópskt eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum.

3.1. Valdheimildir evrópskra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði.
    Evrópsku eftirlitsstofnanirnar þrjár hafa innan ESB ákveðnar valdheimildir til að ná markmiðum sínum, sbr. umfjöllun hér að framan, sem má í stuttu máli skipta upp með eftirfarandi hætti:
     1.      Útgáfa tæknilegra staðla, viðmiðunar- og leiðbeiningarreglna um rétta beitingu og túlkun Evrópureglna á því sviði sem stofnunin hefur eftirlit með.
     2.      Heimild til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart fyrirtækjum á fjármálamarkaði ef sambandslöggjöf er ekki fylgt, sbr. 6. mgr. 17. gr. reglugerða um evrópsku eftirlitsstofnanirnar þrjár.
                 Evrópsk eftirlitsstofnun (EBA, ESMA eða EIOPA) getur gefið út tilmæli til eftirlitsstjórnvalda í aðildarríki. Getur evrópska eftirlitsstofnunin óskað eftir gögnum og hafið sjálfstæða rannsókn vegna gruns um brot á löggjöf ESB. Ef viðkomandi eftirlitsstjórnvald bregst ekki við gagnabeiðni getur evrópska eftirlitsstofnunin óskað eftir gögnum frá ráðuneytum, seðlabanka eða fjármálafyrirtækjum. Í kjölfarið getur framkvæmdastjórn ESB gefið út formlegt álit til eftirlitsstjórnvalds viðkomandi aðildarríkis. Grípi eftirlitsstjórnvald ekki til aðgerða í samræmi við formlegt álit framkvæmdastjórnarinnar getur evrópska eftirlitsstofnunin þegar hún hefur til þess heimildir í sambandslöggjöf tekið ákvörðun sem beint er að fyrirtæki á fjármálamarkaði, þar á meðal um stöðvun ákveðinnar starfsemi þess. Það er því ljóst að sú heimild er í raun ein­göngu til þrautavara að undangengnu því ferli gagnvart eftirlitsstjórnvaldi viðkomandi aðildarríkis sem hér hefur verið lýst.
     3.      Heimild til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsstjórnvöldum í neyðarástandi, sbr. 3. mgr. 18. gr. reglugerðanna.
                 Lýsi ráð ESB yfir neyðarástandi að beiðni evrópsku eftirlitsstofnananna þriggja, framkvæmdastjórnar ESB eða kerfisáhætturáðsins getur ein hinna þriggja evrópsku eftirlitsstofnana tekið ákvörðun um að grípa skuli til ákveðinna aðgerða sem beint er að eftirlitsstjórnvaldi aðildarríkis.
     4.      Heimild til að taka bindandi ákvörðun gagnvart fyrirtækjum á fjármálamarkaði í neyðarástandi, sbr. 4. mgr. 18. gr. reglugerðanna.
                 Hafi eftirlitsstjórnvald ekki fylgt eftir kröfum evrópskrar eftirlitsstofnunar um nauðsynlegar aðgerðir getur stofnunin tekið bindandi ákvörðun sem beint er að fyrirtækjum á fjármálamarkaði til að bregðast við tilgreindu ástandi.
     5.      Heimild til að banna tímabundið eða takmarka ákveðna fjármálastarfsemi, sbr. 5. mgr. 9. gr. reglugerðanna.
                 Evrópsku eftirlitsstofnanirnar hafa með vissum skilyrðum og í þeim tilvikum sem löggjöf á ákveðnum sviðum heimilar slíkt, heimild til að banna tímabundið eða takmarka tiltekna fjármálastarfsemi ef hún ógnar venjubundinni starfsemi eða stöðugleika á fjármálamörkuðum eða vegna neyðarástands.
     6.      Bindandi ákvarðanir í ágreiningsmálum eftirlitsstjórnvalda.
                 Þegar eftirlitsstjórnvöld í aðildarríkjum ESB greinir á um málsmeðferð eða aðgerðir getur evrópska eftirlitsstofnunin aðstoðað þau við að komast að niðurstöðu með sáttaumleitunum. Takist ekki að komast að sam­eigin­legri niðurstöðu hefur stofnunin heimild til þess að taka bindandi ákvörðun sem beinist að eftirlitsstjórnvaldi og krefjast ákveðinna aðgerða. Ef eftirlitsstjórnvald framfylgir ekki ákvörðun stofnunarinnar um aðgerðir gagnvart aðila á fjármálamarkaði sem er brotlegur við sambandslöggjöf getur evrópska eftirlitsstofnunin sjálf tekið ákvörðun sem beinist að tilteknu fyrirtæki á fjármálamarkaði og krafist nauðsynlegra úrbóta til samræmis við sambandslöggjöf.
     7.      Almennur upplýsingaréttur.
                 Til að sinna skyldum sínum hafa evrópsku eftirlitsstofnanirnar víðtækan upplýsingarétt, sbr. 35. gr. reglugerðanna, fyrst og fremst gagnvart eftirlitsstjórnvöldum aðildarríkjanna en til þrautavara, ef eftirlitsstjórnvald getur ekki afhent tilteknar upplýsingar, hefur stofnunin heimild til að óska eftir upplýsingum beint frá aðilum á fjármálamarkaði. Eftirlitsstjórnvöld aðildarríkjanna þurfa eftir atvikum að aðstoða evrópsku eftirlitsstofnanirnar við að framfylgja slíkri upplýsingabeiðni.
    Í reglugerðunum er sérstaklega áréttað að ákvarðanir teknar í neyðarástandi eða við sáttameðferð draga á engan hátt úr því að hvert aðildarríki er ábyrgt fyrir eigin opinberum fjármálum. Ljóst er að heimildunum verður aðeins beitt í undantekningartilvikum þar sem fyrst hefur verið reynt að beita vægari úrræðum. Beiting þeirra er því byggð á sjónarmiðum um meðalhóf.
    Þá hefur Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) beint eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki. Sama gildir um afleiðuvið­skipta­skrár, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár. Í þessu eftirliti felst að ESMA veitir framangreindum fyrirtækjum starfsleyfi beint, hefur rannsóknarheimildir gagnvart umræddum fyrirtækjum og ber ábyrgð á öllu eftirliti með starfseminni án aðkomu eftirlitsstjórnvalda í aðildarríkjum ESB.

4. Gerðir í ákvörðunum sem óskað er eftir fyrirframsamþykki fyrir og fyrirhugaðar lagabreytingar (innleiðing í landsrétt).
    Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA), Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA), Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA), Evrópska kerfisáhætturáðið (ESRB) og lögbær eftirlitsstjórnvöld aðildarríkjanna mynda samræmt evrópskt eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum (e. European System of Financial Supervisors). Stofnanirnar tóku til starfa 1. janúar 2011.
    Eftirlitsstofnanirnar þrjár fara með eftirlit hver um sig á tilteknu sviði fjármálaþjónustu, þ.e. með bankastarfsemi, vátryggingastarfsemi og starfstengdum lífeyrissjóðum, sem og verðbréfamörkuðum. Markmið eftirlitskerfisins er að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum aðildarríkja ESB og stuðla að því að yfirsýn náist yfir fjármálastarfsemi sem fram fer í fleiri en einu landi og milli landamæra. Meginhlutverk eftirlitsstofnana ESB er að samræma eftirlit og tryggja samræmda beitingu regluverks um fjármálastarfsemi á innri markaðnum. Þeim er jafnframt ætlað að meta hættur sem steðja að fjármálamörkuðum og grípa til aðgerða af því tilefni. Eftirlitsstofnunum ESB ber að vinna í nánu samstarfi við eftirlitsstofnanir aðildarríkjanna en eftir sem áður er daglegt eftirlit með fjármálamörkuðum í höndum eftirlitsstofnana aðildarríkja.
    
4.1. Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 1. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB (EBA) og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) að því er varðar sérstök verkefni sem Seðlabanka Evrópu eru falin samkvæmt reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1024/2013).
    Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) var sett á fót með reglugerð (ESB) nr. 1093/2010. Stofnunin er sjálfstæð með stjórnunarlegt sjálfstæði og eigin fjárhag. Eitt helsta hlutverk EBA er að vernda almannahagsmuni með því að stuðla að stöðugleika og skilvirkni í fjármálakerfinu. Markmið og tilgangur stofnunarinnar kemur fram í 1. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, um Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina. Í ákvæðinu kemur m.a. fram að stofnunin skuli stuðla að skilvirkni innri markaðarins og að starfsemi fari fram með eðlilegum hætti, beita sér fyrir því að efla alþjóðlegt eftirlit, koma í veg fyrir eftirlitshögnun (e. regulatory arbitrage) og stuðla að jöfnum skilyrðum fyrir samkeppni, beita sér fyrir því að starfað sé af heilindum á fjármálamarkaði og að fjármálamarkaður sé starfræktur á skilvirkan og gagnsæjan hátt, sjá til þess að eftirlit sé með lánveitingum og önnur áhætta sé háð eftirliti, stuðla að samræmingu og túlkun réttarheimilda og auka neytendavernd.
    Reglugerðin veitir stofnuninni tilteknar valdheimildir til þess að framfylgja lögbundnu hlutverki sínu. Á meðal þessara heimilda er t.d. að finna víðtækar heimildir til þess að krefjast upplýsinga og heimild til þess að leggja fram drög að tæknilegum eftirlits- og framkvæmdarstöðlum fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Stofnuninni er einnig veitt heimild til þess að grípa til bindandi eða óbindandi aðgerða gagnvart eftirlitsstjórnvöldum sem og aðilum á markaði.
    Á meðal heimilda Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar er að geta gefið út leiðbeiningar og tilmæli til eftirlitsstjórnvalds og fyrirtækja á fjármálamarkaði hafi þau brotið gegn löggjöf ESB og óskað eftir að úrbætur verði gerðar, sbr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, um Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina. Tilmælin sem EBA gefur út geta verið undanfari bindandi ákvörðunar stofnunarinnar hafi eftirlitsstjórnvald ekki farið eftir tilmælunum.
    Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni er heimilt að taka bindandi ákvarðanir í eftirfarandi tilvikum:
     1.      gagnvart fyrirtækjum á fjármálamarkaði þegar löggjöf sem hefur bein réttaráhrif samkvæmt löggjöf ESB er ekki framfylgt, sbr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010,
     2.      gagnvart eftirlitsstjórnvaldi eða fyrirtækjum á fjármálamarkaði í neyðarástandi sem ógnar stöðugleika og starfsemi á fjármálamarkaði, sbr. 8. og 18. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010,
     3.      þegar ágreiningur er milli eftirlitsstjórnvalda um málsmeðferð eða aðgerðir sem falla undir svið stofnunarinnar, sbr. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010.
    Í 9. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, um Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina, er einnig að finna heimild sem veitir stofnuninni vald til þess að banna tímabundið eða takmarka tiltekna fjármálastarfsemi sem ógnar stöðugleika eða heilindum á fjármálamarkaði eða ef það er nauðsynlegt vegna neyðarástands. Bindandi ráðstöfun er þó aðeins heimil í undantekningartilvikum þegar ekki hefur verið gripið til nauðsynlegra aðgerða í samræmi við formlegt álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem byggist á tilmælum EBA. Ákvæðinu er beitt í samræmi við valdheimildir í tilteknum efnisgerðum á sviði fjármálamarkaðar.
    Sama leið var farin í viðræðum EFTA-ríkjanna innan EES við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um upptöku EBA-reglugerðarinnar í EES-samninginn og varðandi reglugerðirnar um hinar tvær eftirlitsstofnanirnar, þ.e. byggt er á aðlögun sem er í samræmi við tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Nánar tiltekið felur aðlögunin í sér að Evrópska bankaeftirlitsstofnunin mun ekki hafa heimild til að aðhafast beint, með bindandi hætti, gagnvart EFTA-ríkjunum innan EES eða lögaðilum þar heldur munu valdheimildir til þess að aðhafast vera í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Bindandi ákvarðanir gagnvart stjórnvöldum hér á landi, og eftir atvikum gagnvart fjármálafyrirtækjum hér á landi, verða teknar af Eftirlitsstofnun EFTA. Með þessum hætti er tryggt að ákvarðanir sem teknar eru í EFTA-stoð EES-samningsins verði háðar endurskoðunarvaldi EFTA-dómstólsins. Líkt og gildir um hinar stofnanirnar tvær mun Eftirlitsstofnun EFTA taka ákvarðanir að fenginni tillögu frá EBA.
    Fulltrúar frá eftirlitsstofnunum í EFTA-ríkjunum innan EES, auk fulltrúa frá ESA, hafa fullan aðgang, með sömu réttindum og fulltrúar ESB-ríkjanna fyrir utan atkvæðisrétt, að eftirlitsstofnununum. Fulltrúar EES-ríkjanna hafa þannig tækifæri til að hafa efnisleg áhrif á ákvörðunartöku innan stofnananna.
    EBA mun þó hafa hlutverki að gegna gagnvart eftirlitsstjórnvöldum og markaðsaðilum í EFTA-ríkjunum innan EES til þess að tryggja samræmi og einsleitni á fjármálamarkaði og getur t.a.m. gefið út tilmæli og leitt fyrstu skref í sáttamiðlun í ágreiningsmálum. Áhersla er lögð á það að EBA og Eftirlitsstofnun EFTA hafi náið samráð í tengslum við allar aðgerðir og ákvarðanir sem gripið er til í EFTA-ríkjunum innan EES.

4.2. Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 2. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB (EIOPA)).
    Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA) er sjálfstæð stofnun, með stjórnunarlegt sjálfstæði og eigin fjárhag. Hlutverk EIOPA er m.a. að stuðla að vandaðri reglusetningu og starfsvenjum á innri markaðnum, stuðla að samræmdri beitingu lagalega bindandi gerða, meta markaðsþróun á vátrygginga- og lífeyrismarkaði, hlúa að vernd neytenda og stuðla að samræmi og samfellu í starfsemi eftirlitsstjórnvalds. EIOPA skal einnig gegna forystuhlutverki við að efla gagnsæi og einfaldleika á vátryggingamarkaði og þjónustu við neytendur á öllum innri markaðinum.
    Til að framfylgja lögbundnu hlutverki veitir reglugerð (ESB) nr. 1094/2010 stofnuninni tilteknar valdheimildir, m.a. víðtækar heimildir til að krefjast upplýsinga og leggja fyrir framkvæmdastjórnina drög að tæknilegum eftirlits- og framkvæmdarstöðlum. Þá er EIOPA einnig heimilt að grípa til bindandi og óbindandi aðgerða gagnvart eftirlitsstjórnvöldum aðildarríkja sem og vátryggingafélögum.
    EIOPA getur gefið út leiðbeiningar og tilmæli til eftirlitsstjórnvalda og vátryggingafélaga hafi þau brotið gegn löggjöf ESB og óskað eftir að gerðar verði nauðsynlegar úrbætur, sbr. d-lið 2. mgr. 8. gr., sbr. 3. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1094/2010. Slík tilmæli geta verið undanfari bindandi ákvörðunar EIOPA fari eftirlitsstjórnvald ekki eftir tilmælunum.
    EIOPA er heimilt að taka bindandi ákvarðanir í eftirfarandi tilvikum:
     1.      gagnvart félögum á vátryggingamarkaði þegar löggjöf sem hefur bein réttaráhrif samkvæmt löggjöf ESB er ekki fylgt, skv. f-lið 2. mgr. 8. gr., sbr. 6. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1094/2010,
     2.      gagnvart eftirlitsstjórnvöldum eða félögum á vátryggingamarkaði í neyðarástandi sem ógnar stöðugleika og starfsemi fjármálamarkaðar, sbr. e- og f-lið 2. mgr. 8. gr., sbr. 2. og 4. mgr. 18. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1094/2010,
     3.      þegar ágreiningur er milli eftirlitsstjórnvalda um málsmeðferð eða aðgerðir sem falla undir svið EIOPA, sbr. 3. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1094/2010.
    EIOPA er einnig veitt heimild til að banna tímabundið eða takmarka tiltekna fjármálastarfsemi sem ógnar stöðugleika og starfsemi fjármálamarkaðar eða ef það er nauðsynlegt vegna neyðarástands skv. 5. mgr. 9. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1094/2010. Bindandi ráðstöfun er aðeins heimil í undantekningartilvikum þegar ekki hefur verið gripið til nauðsynlegra aðgerða í samræmi við formlegt álit framkvæmdastjórnar ESB, sem byggist á tilmælum EIOPA. Þessu ákvæði verður beitt í samræmi við valdheimildir í tilteknum efnisgerðum á sviði vátryggingamarkaðar.
    Í viðræðum EFTA-ríkjanna við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna upptöku EIOPA-reglugerðarinnar í EES-samninginn hefur verið byggt á aðlögun sem er í samræmi við tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Aðlögunin felur það í sér að EIOPA mun ekki hafa heimild til að aðhafast beint, með bindandi hætti, gagnvart EFTA-ríkjunum innan EES og lögaðilum þar. Þess í stað munu þær valdheimildir vera í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Allar bindandi ákvarðanir gagnvart stjórnvöldum, og eftir atvikum til þrautavara gagnvart félögum á vátryggingamarkaði, í EFTA-ríkjunum innan EES verða teknar af Eftirlitsstofnun EFTA. Með því er tryggt að ákvarðanir sem teknar eru í EFTA-stoðinni verða háðar endurskoðunarvaldi EFTA-dómstólsins. Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu teknar að fenginni tillögu frá EIOPA.
    Fulltrúar frá eftirlitsstjórnvöldum EFTA-ríkjanna innan EES, auk fulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA, hafa fullan aðgang, þ.e. sömu réttindi og skyldur og aðildarríkin fyrir utan atkvæðisrétt, að eftirlitsstofnununum, m.a. innan stjórna þeirra. Þátttaka fulltrúa EFTA-ríkjanna innan EES í ákvörðunartökunni fer því fram innan stofnananna sjálfra og þar er tækifæri til að hafa efnisleg áhrif á ákvarðanir.
    Til að tryggja samræmi í eftirliti og einsleitni á fjármálamarkaði Evrópska efnahagssvæðisins mun EIOPA hafa hlutverk gagnvart eftirlitsstjórnvöldum og markaðsaðilum EES-ríkjanna, t.a.m. gefa út tilmæli og leiða fyrstu skref í sáttamiðlun í ágreiningsmálum. Lögð er áhersla á að stofnununum tveimur, EIOPA og Eftirlitsstofnun EFTA, er skylt að hafa náið samráð, gæta samræmis og skiptast á upplýsingum í tengslum við allar aðgerðir og ákvarðanir sem gripið er til.

4.3. Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 3. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB (ESMA)).
    Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) er sjálfstæð stofnun, með stjórnunarlegt sjálfstæði og eigin fjárhag. Hlutverk ESMA er m.a. að stuðla að vandaðri reglusetningu og starfsvenjum á innri markaðnum, stuðla að samræmdri beitingu lagalega bindandi gerða, meta markaðsþróun á verðbréfamarkaði, hlúa að vernd fjárfesta og stuðla að samræmi og samfellu í starfsemi eftirlitsstjórnvalda. ESMA skal einnig gegna forystuhlutverki við að efla gagnsæi og einfaldleika á markaði fyrir fjármálaafurðir eða fjármálaþjónustu við neytendur á öllum innri markaðinum.
    Til að framfylgja lögbundnu hlutverki veitir reglugerð (ESB) nr. 1095/2010 ESMA tilteknar valdheimildir, m.a. víðtækar heimildir til að krefjast upplýsinga og leggja fyrir framkvæmdastjórnina drög að tæknilegum eftirlits- og framkvæmdarstöðlum. Þá er ESMA einnig heimilt að grípa til bæði bindandi og óbindandi aðgerða gagnvart lögbærum stjórnvöldum aðildarríkja sem og einstökum þátttakendum á fjármálamarkaði.
    ESMA getur gefið út leiðbeiningar og tilmæli til lögbærra yfirvalda og þátttakenda á fjármálamarkaði hafi þau brotið gegn löggjöf ESB og óskað eftir að gerðar verði nauðsynlegar úrbætur, sbr. d-lið 2. mgr. 8. gr., sbr. 3. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010. Slík tilmæli geta verið undanfari bindandi ákvörðunartöku ESMA fari eftirlitsstjórnvald viðkomandi aðildarríkis ekki eftir tilmælunum.
    ESMA er heimilt að taka bindandi ákvarðanir í eftirfarandi tilvikum:
     1.      gagnvart þátttakendum á fjármálamarkaði þegar löggjöf sem hefur bein réttaráhrif samkvæmt löggjöf ESB er ekki fylgt, skv. f-lið 2. mgr. 8. gr., sbr. 6. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010,
     2.      gagnvart lögbærum yfirvöldum eða þátttakendum á fjármálamarkaði í neyðarástandi sem ógnar stöðugleika og starfsemi fjármálamarkaðar, sbr. e- og f-lið 2. mgr. 8. gr., sbr. 2. og 4. mgr. 18. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010,
     3.      þegar ágreiningur er milli lögbærra yfirvalda um málsmeðferð eða aðgerðir sem falla undir svið ESMA, sbr. 3. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010.
    ESMA er einnig veitt heimild til að banna tímabundið eða takmarka tiltekna fjármálastarfsemi sem ógnar stöðugleika og starfsemi fjármálamarkaðar eða ef það er nauðsynlegt vegna neyðarástands skv. 5. mgr. 9. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010. Beiting bindandi ráðstafana er aðeins heimil í undantekningartilvikum þegar ekki hefur verið gripið til nauðsynlegra aðgerða í samræmi við formlegt álit framkvæmdastjórnar ESB, sem byggist á tilmælum ESMA. Þessu ákvæði er beitt í samræmi við valdheimildir í tilteknum efnisgerðum á sviði verðbréfamarkaðsréttar.
    Í viðræðum EFTA-ríkjanna innan EES við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna upptöku ESMA-reglugerðarinnar í EES-samninginn hefur verið byggt á aðlögun sem er í samræmi við tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Aðlögunin felur það í sér að ESMA mun ekki hafa heimild til að aðhafast beint, með bindandi hætti, gagnvart EFTA-ríkjunum innan EES og borgurum þeirra. Þess í stað munu þær valdheimildir vera á höndum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Allar bindandi ákvarðanir gagnvart stjórnvöldum, og eftir atvikum til þrautavara gagnvart þátttakendum á fjármálamarkaði, í EFTA-ríkjunum verða teknar af Eftirlitsstofnun EFTA. Með því er tryggt að ákvarðanir sem teknar eru í EFTA-stoðinni verði háðar endurskoðunarvaldi EFTA-dómstólsins. Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu teknar að fenginni tillögu frá ESMA.
    Fulltrúar frá landsbundnum eftirlitsstofnunum EFTA-ríkjanna innan EES, þ.e. fjármálaeftirlitum, auk fulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA, hafa fullan aðgang að eftirlitsstofnununum, m.a. til að sitja stjórnarfundi, og þar af leiðandi sömu réttindi og skyldur og aðildarríkin fyrir utan réttinn til að greiða atkvæði. Þátttaka fulltrúa EFTA-ríkjanna í ákvarðanatöku fer því fram innan stofnananna sjálfra og þar er tækifæri til að hafa efnisleg áhrif á ákvarðanir.
    Til að tryggja samræmingu í eftirliti og einsleitni á fjármálamarkaði Evrópska efnahagssvæðisins mun ESMA hafa hlutverk gagnvart lögbærum yfirvöldum og markaðsaðilum EFTA-ríkjanna innan EES, svo sem gefa út tilmæli og stýra fyrstu skrefum í sáttamiðlun í ágreiningsmálum. Lögð er áhersla á skyldu stofnananna tveggja, ESMA og Eftirlitsstofnunar EFTA, til að eiga í víðtæku samráði, til samræmingar og upplýsingaskipta í tengslum við allar aðgerðir og ákvarðanir sem gripið er til.

4.4. Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 4. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1092/2010 frá 24. nóvember 2010 um þjóðhagsvarúðareftirlit með fjármálakerfinu á sviði Evrópusambandsins og um stofnun Evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB)).
    Meginverkefni Evrópska kerfisáhætturáðsins er að meta og vakta kerfisáhættu og greina ógnir sem kunna að steðja að fjármálastöðugleika innan Evrópusambandsins. Í þessu skyni er Evrópska kerfisáhætturáðið aðili að Evrópska fjármálaeftirlitskerfinu (e. ESFS) ásamt eftirlitsstofnunum sem áður eru taldar.
    Evrópska kerfisáhætturáðið getur gefið út áhættuviðvaranir og tilmæli um aðgerðir til þess að taka á slíkum áhættum. Ráðið fylgist með því hvort brugðist sé við aðvörunum þess eða farið að tilmælum og getur gert þeim sem tilmæli beinast að að rökstyðja viðbrögð sín.
    Ólíkt hinum þremur eftirlitsstofnunum sem settar voru á laggirnar með reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010 (EBA), nr. 1094/2010 (EIOPA) og nr. 1095/2010 (ESMA) er Evrópska kerfisáhætturáðinu, sem sett var á stofn með reglugerð (ESB) nr. 1092/2010, hvorki fært beint vald gagnvart einstökum einkaréttarlegum fyrirtækjum né opinberum eftirlitsaðilum í aðildarríkjunum. Þannig er kerfisáhætturáðið ekki formlegur eftirlitsaðili gagnvart einstökum fyrirtækjum.
    Lögbær eftirlitsstjórnvöld verða skuldbundin lögum samkvæmt til að veita kerfisáhætturáðinu upplýsingar. Fyrirhugað er að lögfesta slíka skyldu í lögum um opinbert eftirlit, nr. 87/1998.

4.5. Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 5. tölul. tillögugreinarinnar (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010 (AIFMD og tengdar gerðir).
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB (hér eftir AIFMD, sem er stytting á enska heitinu Alternative Investment Fund Managers Directive) var hluti af heildarendurskoðun Evrópusambandsins á sviði verðbréfaviðskipta og verðbréfasjóða. Tilgangur tilskipunarinnar er að koma á samræmdu regluverki fyrir starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða á innri markaðnum og tekur tilskipunin bæði til rekstraraðila innan og utan Evrópusambandsins sem markaðssetja sjóði innan sambandsins. Engin heildstæð löggjöf ESB hafði áður tekið til starfsemi slíkra rekstraraðila og var löggjöfin því ekki samræmd milli einstakra ríkja.
    Samkvæmt núgildandi lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011, eru fagfjárfestasjóðir tilkynningarskyldir gagnvart Fjármálaeftirlitinu. Með tilkomu regluverksins munu rekstraraðilarnir sjálfir verða eftirlitsskyldir. Aðilar sem falla undir fjárhæðarviðmið tilskipunarinnar eru starfsleyfisskyldir. Starfsleyfið veitir heimild til markaðssetningar þeirra sjóða sem þeir stýra á öllum innri markaðnum (einnig nefnt Evrópuvegabréf). Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða sem markaðssetja sjóði hér á landi eða milli landamæra þurfa því að uppfylla ákveðnar skipulagskröfur til að fá starfsleyfi. Rekstaraðilar sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum tilskipunarinnar, þ.e. miðað við heildareignir í stýringu sjóðsins, þurfa að fylgja ákveðnum lágmarkskröfum. Regluverkið er ekki vörulöggjöf í eðli sínu, þ.e. löggjöfin takmarkar ekki fjárfestingar sérhæfðra sjóða.
    Innleiðing gerðanna í íslenskan rétt er mikilvægur þáttur í að halda í við þróun regluverks í nágrannaríkjum á þessu sviði. Ef reglur sem gilda á íslenskum fjármálamarkaði eru ekki sambærilegar þeim sem gilda á erlendum mörkuðum skapast ákveðið misræmi sem getur leitt til regluverkshögnunar (e. regulatory arbitrage). Reglusetning erlendis um þessar mundir tekur mið af því að koma í veg fyrir slíka regluverkshögnun, enda kann slíkt að leiða til skertra samkeppnisskilyrða milli markaða. Skapist ósamræmi milli þess regluverks sem gildir á íslenskum markaði og á erlendum mörkuðum kann slíkt að leiða til þess að innlend fjármálafyrirtæki geta ekki átt í viðskiptum við erlenda aðila þar sem nauðsynleg skilyrði eru ekki uppfyllt.
    Lagaum­hverfi sjóðamarkaðar hér á landi mun breytast talsvert með upptöku tilskipunar 2011/61/ESB. Til innleiðingar á efnisákvæðum tilskipunarinnar í íslenskan rétt verður lagt til að sett verði ný heildarlög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og að sjóðamarkaðnum verði skipt upp í verðbréfasjóði (e. Undertakings for Collective Investments in Transferable Securities, UCITS) og sérhæfða sjóði (e. Alternative Investment Funds, AIF). Fagfjárfestasjóðir og fjárfestingarsjóðir í skilningi laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, falla undir síðarnefnda hugtakið. Lagaleg umgjörð fjárfestingarsjóða verða þó áfram að miklu leyti í lögum nr. 128/2011, einkum hvað varðar fjárfestingaheimildir.
    Eftirtaldar framkvæmdaákvarðanir framkvæmdastjórnar ESB og framseldar reglugerðir hennar kveða nánar á um framkvæmd tilskipunar um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og tekur þingsályktunartillaga þessi einnig til þeirra:
     *      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, skuldsetningu, gagnsæi og eftirlit.
     *      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/514 frá 18. desember 2014 um upplýsingar sem lögbærum yfirvöldum ber að veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni skv. 3. mgr. 67. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB.
     *      Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á fót málsmeðferð til að ákvarða tilvísunaraðildarríki fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða utan ESB samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB.

4.6. Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 6. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga (Short selling)).
    Samþykkt reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga var hluti af heildarendurskoðun Evrópusambandsins á sviði verðbréfaviðskipta og verðbréfasjóða, en markmið hennar var að samræma reglur um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga á innri markaðnum.
    Tildrög löggjafarinnar má m.a. rekja til ótta við að skortsala geti aukið líkur á því að aðilar geti ekki gert upp viðskipti. Enn fremur hefur verið talin hætta á því að skortsala geti við vissar aðstæður magnað hlutafjárlækkun fjármálastofnana sem eru á markaði. Það getur leitt til óstöðugleika og aukinnar kerfisáhættu.
    Skortsala í skilningi gerðarinnar er þegar eign, t.d. verðbréf, er fengin að láni og eignin síðan seld. Til að endurgreiða lánið þarf að kaupa verðbréfið aftur.
    Samkvæmt reglugerðinni er aðila, sem er með nettó skortstöðu í skráðum hlutabréfaflokki, skylt að tilkynna skortstöðuna til lögbærs eftirlitsstjórnvalds ef skortstaðan nær að vera 0,2% af útgefnu hlutafé félagsins. Ef hún fer yfir 0,5% þarf að birta tilkynninguna opinberlega. Svipaðar reglur gilda um skortstöður í skráðum skuldabréfum, þar sem útgefandi er ríki. Þá eru takmarkanir á óvarinni skortsölu, þ.e. þegar aðili þarf að lágmarki að hafa gert samning sem tryggir að viðkomandi bréf verði til staðar við uppgjör.
    Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) og lögbær eftirlitsstjórnvöld í aðildarríkjum munu samkvæmt reglugerðinni hafa ýmsar heimildir, svo sem til að banna tímabundið skortsölu eða birta opinberlega skortstöðu tiltekins aðila, kalli aðstæður á slíkt.
    Samkvæmt núgildandi lögum og reglum eru engar almennar reglur um skortsölu fjármálagerninga hér á landi. Ákvæði reglugerðarinnar fela því í sér nýmæli að íslenskum rétti. Innleiðing reglugerðarinnar mun hafa áhrif á þá fjárfesta sem stunda skortsölu og fela í sér aukin eftirlitsverkefni fyrir Fjármálaeftirlitið.

4.7. Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 7. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár (EMIR)).
    Samning og samþykkt reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 (hér eftir nefnd EMIR, sem er stytting á enska heitinu European Market Infrastructure Regulation), var hluti af heildarendurskoðun Evrópusambandsins á sviði verðbréfaviðskipta og verðbréfasjóða, en markmið hennar er að draga úr áhættu sem tengist afleiðusamningum og auka gagnsæi afleiðuviðskipta.
    Í fjármálakreppunni árin 2007 2008 kom bersýnilega í ljós að viðskipti með OTC-afleiður (e. Over-the-counter derivatives) voru ekki nægilega gagnsæ, en um er að ræða samninga á milli einstakra aðila og eru upplýsingar um þá alla jafna einungis aðgengilegar aðilum samnings. OTC-afleiður skapa flókinn vef innbyrðis tengsla sem veldur því að erfitt er að greina eðli og umfang þeirrar áhættu sem þær fela í sér. Fjármálakreppan hefur sýnt fram á að slíkt eykur enn frekar óvissu á viðkvæmum tímum og getur á endanum ógnað fjármálastöðugleika.
    Til þess að hægt sé að bregðast við fyrrgreindum vandamálum felur EMIR í sér fjögur eftirfarandi meginatriði:
     1.      Krafa um greiðslujöfnun (e. clearing) allra staðlaðra OTC-afleiðusamninga í gegnum miðlægan mótaðila (e. Central Counterparty, CCP).
     2.      Tilkynna skal öll afleiðuviðskipti til afleiðuvið­skipta­skráningar (OTC og aðrar afleiður).
     3.      Víðtækar kröfur um áhættustýringu vegna afleiðna sem ekki eru greiðslujafnaðar í gegnum miðlægan mótaðila.
     4.      Umgjörð um starfsemi miðlægra mótaðila og afleiðuvið­skipta­skráningar (e. Trade repository, TR).
    Framangreind atriði munu leiða til þess að unnt verður að greina aukna áhættu í fjármálakerfinu fyrr en áður og með skilvirkari hætti, draga mun úr mótaðila- og rekstraráhættu vegna OTC-afleiðusamninga auk þess sem virkni OTC-afleiðumarkaða mun aukast með tilkomu skilvirkari ferla. Með þessu móti má draga úr alvarleika mögulegra áfalla sem fjármálakerfið kann að verða fyrir og draga úr áhrifum slíkra áfalla á raunhagkerfið. Til frekari skýringa á þeim kröfum sem EMIR gerir hafa verið gefnar út fjölmargar undirgerðir, bæði framseldar reglugerðir (e. delegated regulations) og framkvæmdarreglugerðir (e. implementing regulations).
    Innleiðing EMIR í íslenskan rétt er mikilvægur þáttur í að halda í við þá þróun sem á sér stað á regluverki sem tekið hefur gildi í nágrannaríkjum okkar. Ef þær reglur sem gilda á íslenskum fjármálamarkaði eru ekki sambærilegar þeim sem gilda á erlendum mörkuðum skapast ákveðið misræmi sem getur leitt til regluverkshögnunar (e. regulatory arbitrage). Sú reglusetning sem á sér stað erlendis um þessar mundir tekur mið af því að koma í veg fyrir slíka regluverkshögnun enda kann slíkt að leiða til skertra samkeppnisskilyrða milli markaða. Skapist ósamræmi milli þess regluverks sem gildir á íslenskum markaði og á erlendum mörkuðum kann slíkt að leiða til þess að innlend fjármálafyrirtæki geta ekki átt í viðskiptum við erlenda aðila þar sem nauðsynleg skilyrði eru ekki uppfyllt.
    EMIR gerir viðamiklar kröfur til hlutaðeigandi aðila og mun framkvæmd viðskipta með OTC-afleiður taka nokkrum breytingum frá því sem nú er. Reglugerðin mun með einum eða öðrum hætti hafa áhrif á starfsemi og rekstur allra aðila sem eiga í viðskiptum með OTC-afleiður, bæði fjármálafyrirtæki og aðra aðila. Markaðsaðilar munu þó verða fyrir áhrifum með mismunandi hætti eftir því hvaða starfsemi þeir stunda og hversu umfangsmikil viðskipti þeirra með OTC-afleiður eru.

4.8. Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 8. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (CRA II) og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (CRA III)).
    Fyrsta löggjöf ESB um lánshæfismatsfyrirtæki (einnig nefnd CRA, sem er stytting á enska heitinu Credit Rating Agencies) var reglugerð (EB) nr. 1060/2009 sem þegar hefur verið tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 20/2012 frá 10. febrúar 2012. Tilgangur þeirrar reglugerðar var að draga úr hagsmunaárekstrum, auka gæði lánshæfismats, auka gagnsæi og setja skilvirkan ramma fyrir skráningu og eftirlit með matsfyrirtækjum. Reglugerðin inniheldur aðferðir við skráningu og eftirlit með matsfyrirtækjum og setur reglur um framkvæmd lánshæfismats og vöktun á starfsemi fyrirtækjanna.
    Þegar reglugerðin öðlaðist gildi innan ESB í desember árið 2009 höfðu þegar verið lagðar fram breytingar á ákvæðum reglugerðarinnar í tengslum við eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum. Breytingarnar komu í kjölfar stofnunar eftirlitsstofnananna þriggja á sviði fjármálamarkaðar þannig að eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum yrði fært frá innlendum eftirlitsaðilum til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar, ESMA, sem sett var formlega á laggirnar 1. janúar 2011. Í kjölfarið voru gerðar breytingar á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 með reglugerð (ESB) nr. 513/2011 (CRA II), sem samþykktar voru 11. maí 2011. Hinn 21. maí 2013 var þriðja gerðin um matsfyrirtæki samþykkt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 (CRA III). Sú reglugerð hefur að geyma ný ákvæði um frekari takmarkanir á notkun lánshæfismats, nýja skilgreiningu á lánshæfismati og skilyrði um mat á tilteknum vöruflokkum. Enn fremur eru lagðar fram nýjar reglur um eignarhald og breyttar kröfur um mat á skuldum hins opinbera, þ.e. ríkjanna. Þá er að finna reglur um ábyrgð á lánshæfismatinu og birtingu á lánshæfismati á sérstökum vettvangi Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar.
    Lánsmatshæfisfyrirtæki bjóða þjónustu við að meta fjárhagsstöðu fyrirtækja og ríkja og útlánaáhættu við að fjárfesta í ýmsum teg­undum fjármálagerninga. Kjarninn í starfi lánshæfismatsfyrirtækja felst í því að veita hlutlaust mat á lánshæfi lántakenda til að aðstoða fjárfesta í vali á fjárfestingum sínum. Við framkvæmd lánshæfismats beita þau ákveðinni aðferðafræði sem er byggð á ýmsum ákvörðunarþáttum og gefa fyrirtækjum eða ríkjum svokallaðar lánshæfiseinkunnir.
    Á Íslandi eru ekki til heildarlög um starfsemi lánshæfismatsfyrirtækja eða framkvæmd lánshæfismats. Þá er starfsemin hvorki leyfisskyld né tiltekinn aðili skilgreindur sem eftirlitsaðili með starfsemi þeirra. Fyrsta reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki hefur ekki verið innleidd hér á landi.
    Með innleiðingu framangreindra reglugerða er fyrirséð að breyting verði á þessu. Lánshæfismatsfyrirtæki á Íslandi munu þurfa að sækja um starfsleyfi til Eftirlitsstofnunar EFTA, jafnframt því sem þau munu lúta eftirliti stofnunarinnar. Eftir því sem næst verður komist er eitt lánshæfismatsfyrirtæki starfandi á Íslandi, sem falla mundi undir gildissvið nýrrar íslenskrar löggjafar um lánshæfismatsfyrirtæki. Í ljósi smæðar þess kunna að verða veittar undanþágur frá tilteknum starfsleyfisskilyrðum, sem og vegna ákvæða um hagsmunaárekstra.

4.9. Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 9. tölul. tillögugreinarinnar (framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum, og tengdar gerðir).
    Eftirtaldar framseldar reglugerðir framkvæmdastjórnar ESB kveða nánar á um framkvæmd reglugerðanna um lánshæfismatsfyrirtæki og tekur þingsályktunartillaga þessi einnig til þeirra. Hér ber helst að nefna framselda reglugerð varðandi gjöld sem lögð eru á lánshæfismatsfyrirtæki og reglur varðandi innheimtu sekta:
     *      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum.
     *      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 446/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um tæknilega eftirlitsstaðla um inntak og form reglubundinna skýrslna með matsgögnum sem lánshæfismatsfyrirtækjum ber að leggja fram til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar.
     *      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki þar sem mælt er fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla við mat á því hvort aðferð við lánshæfismat uppfylli skilyrði.
     *      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um framsetningu upplýsinganna sem lánshæfismatsfyrirtæki skulu gera aðgengilegar í miðlægu gagnasafni sem komið er á fót af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni.
     *      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 449/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skráningarupplýsingar og vottun lánshæfismatsfyrirtækja.
     *      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 946/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar starfsreglur um sektir sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin leggur á lánshæfismatsfyrirtæki.

4.10. Samningur um breytingu á samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls með því að bæta nýrri 25. gr. a og nýrri bókun 8 við samninginn um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits, sbr. 10. tölul. tillögugreinarinnar.
    Fyrirhugað er að breyta samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (hér eftir nefndur samningurinn um eftirlitsstofnun og dómstól) með þeim hætti að bæta við nýrri grein, 25. gr. a, og nýrri bókun 8 við samninginn, þar sem fjallað er um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits.
    Samkvæmt nýrri grein, 25. gr. a, við samninginn um eftirlitsstofnun og dómstól skal Eftirlitsstofnun EFTA í samræmi við gerðirnar sem um getur í IX. viðauka við EES-samninginn, er kveða á um valdheimildir evrópskrar eftirlitsstofnunar innan Evrópusambandsins og sem Eftirlitsstofnun EFTA skal beita að því er varðar EFTA-ríkin og samkvæmt aðlögununum í þeim viðauka, koma viðeigandi ákvæðum EES-samningsins í framkvæmd og tryggja að ákvæðum verði beitt.
    Í nýrri bókun 8 við samninginn um eftirlitsstofnun og dómstól er fjallað um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits. Þar er skilgreint hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaþjónustu. Kemur þar fram að Eftirlitsstofnun EFTA starfi samkvæmt þeim tilteknu eftirlitsheimildum sem henni eru faldar með gerðum í IX. viðauka EES-samningsins, í samræmi við 25. gr. a samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól.
    Í 2. gr. bókunarinnar er m.a. fjallað um samstarf og þátttöku. Í verkefnum skv. 1. gr. bókunarinnar skal Eftirlitsstofnun EFTA hafa samráð og vera í samstarfi við viðeigandi evrópska eftirlitsstofnun og aðrar viðkomandi stofnanir ESB. Þegar Eftirlitsstofnun EFTA innir af hendi verkefni sín á þessu sviði skal viðeigandi evrópsk eftirlitsstofnun hafa heimild til að taka þátt í starfi Eftirlitsstofnunar EFTA og undirbúningsaðila hennar, að undanskildum réttinum til að greiða atkvæði. Þá er einnig mælt fyrir um að heimild fulltrúa viðeigandi evrópskrar eftirlitsstofnunar til að taka þátt í vettvangsskoðunum í samræmi við viðeigandi gerðir sem felldar hafa verið inn í IX. viðauka við EES-samninginn. Þá er kveðið á um að Eftirlitsstofnun EFTA sé heimilt að gera samkomulag um verklag við Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina (EBA), Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunina (EIOPA) og Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina (ESMA) þar sem nánari atriði slíks samstarfs og þátttöku koma fram.
    Samkvæmt 3. gr. skulu ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA innan gildissviðs bókunarinnar samþykktar af stjórn hennar á grundvelli draga sem viðeigandi evrópsk eftirlitsstofnun hefur undirbúið. Við þess háttar ákvarðanatöku skal Eftirlitsstofnunin aðhafast án ástæðulausrar tafar er hún fær slík drög í hendur. Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að fara fram á að viðeigandi evrópsk eftirlitsstofnun undirbúi drög. Eftirlitsstofnun EFTA skal að öllu leyti vera óháð í aðgerðum sínum. Fulltrúi frá viðeigandi evrópskri eftirlitsstofnun hefur heimild til að vera viðstaddur, án réttar til að greiða atkvæði, á fundum stjórnar Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem ákvarðanir innan gildissviðs bókunarinnar eru teknar.
    Mælt er fyrir um gagnsæi í 4. gr. Kemur þar fram að áður en Eftirlitsstofnun EFTA tekur ákvörðun innan gildissviðs bókunarinnar skuli hún óska eftir því að lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna láti í té tæknilega sérþekkingu innan tímamarka sem Eftirlitsstofnun EFTA setur. Veiti eitt yfirvald eða fleiri slíka tæknilega sérþekkingu skal Eftirlitsstofnun EFTA upplýsa hin yfirvöldin um það á viðeigandi hátt til að tryggja gagnsæi.
    Í 5. gr. er fjallað um andmælarétt. Kemur þar fram að áður en Eftirlitsstofnun EFTA tekur ákvarðanir innan gildissviðs bókunarinnar skuli stofnunin, með fyrirvara um ákvæði viðkomandi gerða, tilkynna tilgreindum viðtakendum um fyrirætlun sína um að samþykkja ákvörðunina og setja tímamörk fyrir viðtakandann til að gefa álit sitt á málinu, með fullu tilliti til þess hversu málið er brýnt, flókið og hvaða afleiðingar það kunni að hafa og að hvaða marki rétturinn til að flytja mál sitt hefur verið nýttur á fyrri stigum.
    Í 6. gr. er mælt fyrir um endurskoðunarvald dómstóla. Kemur þar fram að EFTA-ríkjunum, einstaklingum eða lögaðilum er heimilt að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum í samræmi við 36. gr. samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól, þar sem ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA er vefengd. Einnig er heimilt að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum vegna vanrækslu í samræmi við 37. gr. samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól, ef Eftirlitsstofnun EFTA er skuldbundin að grípa til aðgerða en lætur hjá líða að taka ákvörðun. Varðandi sektir og/eða févíti er tekið fram að ef gerðirnar sem um getur í 1. gr. bókunarinnar geri ráð fyrir að beita megi sektum og/eða févítum með ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA samþykkir skuli EFTA-dómstóllinn hafa ótakmarkað dómsvald til að endurskoða slíka ákvörðun. EFTA-dómstólnum er heimilt að ógilda, lækka eða hækka álagða sekt eða févíti.

5. Stjórnskipuleg álitaefni vegna valdheimilda eftirlitsstofnananna þriggja.
Álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar.
    Að framan hefur verið gefið yfirlit um valdheimildir eftirlitsstofnananna þriggja, þ.e. EBA, EIOPA og ESMA. Þar eð ljóst þótti að upptaka reglugerða um þær í EES-samninginn mundi fela í sér stjórnskipuleg álitaefni var í upphafi leitað til tveggja lagaprófessora, Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar, til að meta inntak þeirra og hvaða leiðir væru færar til að taka þær upp í samninginn með tilliti til íslenskrar stjórnskipunar. Auk áðurnefndra reglugerða tók álitsgerð þeirra til reglugerðar (ESB) nr. 1092/2010, um Evrópska kerfisáhætturáðið. Taka ber fram að þegar álitsgerð þeirra var unnin var vinna við aðlögun gerðanna á byrjunarstigi og hafði því ekki verið tekin afstaða til þess hvernig skyldi háttað aðlögun gerðanna að EES-samningnum. Í álitsgerð þeirra var hins vegar ítarlega fjallað um þær stjórnskipulegu kröfur sem gera þyrfti til aðlögunar umræddra gerða að EES-samningnum, ef unnt ætti að vera að innleiða þær í íslenskan rétt með stjórnskipulega gildum hætti. Rétt þykir að gera hér grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra.
    Í álitsgerðinni er gengið út frá því að fyrrnefndar þrjár reglugerðir geri ráð fyrir framsali framkvæmdarvalds og dómsvalds til stofnana ESB. Þótt reglugerðirnar geri einnig ráð fyrir framsali löggjafarvalds, að því marki sem framkvæmdastjórn ESB sé falið vald til þess að setja nánari reglur til framkvæmdar reglugerðunum, verði að gera ráð fyrir því að slíkar nánari reglur yrðu teknar upp í EES-samninginn samkvæmt því ferli sem þar er mælt fyrir um. Því vöknuðu ekki sérstök álitaefni um framsal löggjafarvalds vegna innleiðingar gerðanna að mati höfunda. Hvað Evrópska kerfisáhætturáðið varðaði þá er í álitsgerðinni vakin athygli á heimild ráðsins til að afla gagna frá eftirlitsstofnunum aðildarríkjanna, en fram kemur að ráðið hafi ekki beinar valdheimildir að öðru leyti.
    Orðrétt voru helstu niðurstöður álitsgerðarinnar eftirfarandi:

         „Það er niðurstaða okkar að þegar skoðuð er heildarmynd þeirra þátta sem lýst er hér að framan sé innleiðing umræddra gerða háð annmörkum með tilliti til stjórnarskrárinnar. Innleiðing reglugerðanna í óbreyttri mynd myndi fela í sér fráhvarf frá tveggja stoða kerfi EES-samningsins sökum þess að þátttökuréttur Íslands í ákvörðunum er ekki tryggður og ekki er um gagnkvæmni að ræða að því er varðar réttindi og skyldur aðildarríkjanna eða aðila innan þeirra.“

    Því næst sagði í álitsgerðinni:

         „Með innleiðingu gerðanna yrði stigið skrefi lengra að því er varðar framsal framkvæmdarvalds og dómsvalds en áður hefur verið fallist á að rúmist innan 2. gr. stjórnarskrárinnar. Slíkt framsal samrýmist ekki fyrri viðmiðum um afmarkað framsal á ríkisvaldi á takmörkuðu sviði gagnvart einkaaðilum. Jafnframt yrði framsalið íþyngjandi fyrir fjármálafyrirtæki á Íslandi. Í ljósi þessa teljum við að framsalið rúmist ekki innan venjuhelgaðrar reglu um að almenna löggjafanum sé heimilt að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli og á tilteknum forsendum til alþjóðastofnana.“

    Þá var talið að vald hinna evrópsku eftirlitsstofnana væri hvorki vel afmarkað né á þröngu sviði, enda tæki það í raun til hvers kyns starfsemi fjármálafyrirtækja.

    Í samantekt álitsgerðarinnar sagði loks eftirfarandi:
    
         „Innleiðing ákvæða reglugerða ESB nr. 1093, 1094 og 1095/2010, um heimildir evrópskra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart íslenskum eftirlitsstofnunum og bindandi ákvarðanir sem hafa bein og íþyngjandi réttaráhrif gagnvart íslenskum fjármálafyrirtækjum, er háð annmörkum með tilliti til íslensku stjórnarskrárinnar. Í þeim felst yfirþjóðlegt vald eftirlitsstofnana þar sem þátttökuréttur Íslands er ekki tryggður og ekki um gagnkvæmni að ræða varðandi réttindi og skyldur aðildarríkjanna eða aðila innan þeirra. Með innleiðingu gerðanna yrði stigið skrefi lengra í framsali framkvæmdarvalds og dómsvalds en áður hefur verið fallist á að rúmist innan 2. gr. stjórnarskrárinnar, enda samrýmist hugsanleg innleiðing reglugerðanna ekki fyrri viðmiðum um afmarkað framsal á ríkisvaldi á takmörkuðu sviði. Í ljósi þessa teljum við að framsalið rúmist ekki innan venjuhelgaðrar reglu um að almenna löggjafanum sé heimilt að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli til alþjóðastofnana.“

    Því næst sagði í álitsgerðinni:

         „Jafnvel þótt aðlögunartexta umræddra gerða yrði breytt þannig að ákvarðanir eftirlitsráðsins bindu aðeins íslenska ríkið og stofnanir þess yrði engu að síður verulegur vafi á því hvort hið nýja eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, sem er eðlisólíkt tveggja stoða kerfi EES-samningsins og felur í sér aukið yfirþjóðlegt vald alþjóðastofnana, væri samrýmanlegt ákvæðum stjórnarskrárinnar.“

    Eigi að síður kom fram í álitsgerðinni að unnt væri að vinna að lausn málsins að því tilskildu „að tveggja stoða kerfi EES-samningsins yrði notað gagnvart Íslandi“. Var í því sambandi tekið fram að höfundar teldu að íslenska ríkið hefði ákveðið svigrúm til að túlka stjórnarskrárákvæði þannig að ekki þrengi um of að möguleikum Íslands í alþjóðlegu samstarfi.

Stefnumörkun um aðlögun gerðanna.
    Þegar fyrrgreind álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar var lögð fram í apríl 2012 lá ekki fyrir með hvaða hætti umræddar gerðir yrðu lagaðar að EES-samningnum, svo sem áður greinir. Á þeim tíma kom allt eins til greina að framkvæmdastjórnin gerði þá kröfu að EFTA-ríkin innan EES samþykktu, að meira eða minna leyti, valdheimildir hinna nýju eftirlitsstofnana gegn því að EFTA-ríkin fengju að taka þátt í starfsemi þeirra að einhverju marki. Óljóst var hver afstaða annarra EFTA-ríkja innan EES, einkum Noregs, væri til slíkrar aðlögunar, en í ljósi niðurstöðu áðurnefndrar álitsgerðar var af Íslands hálfu lögð á það höfuðáhersla að ná fram aðlögun er byggðist á tveggja stoða kerfinu og gekk það á endanum eftir.
    Á fundi fjármála- og efnahagsráðherra ríkja Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna innan EES (ECOFIN) 14. október 2014 náðist loks samkomulag milli EFTA-ríkjanna innan EES og Evrópusambandsins um meginatriði við aðlögun umræddra reglugerða að EES-samningnum. Samkvæmt samkomulaginu viðurkenndu aðilar mikilvægi hinna nýju eftirlitsstofnana ESB fyrir viðhald og þróun eins samræmds markaðar fyrir fjármálaþjónustu og þar með að umræddar reglugerðir þyrfti að taka upp í EES-samninginn. Þá var vísað til þess að fundin hefði verið lausn sem tæki tillit til hagsmuna beggja aðila, uppbyggingar og markmiða bæði umræddra ESB-gerða og EES-samningsins, svo og lagalegra og stjórnmálalegra takmarkana Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna innan EES. Í hnotskurn má því segja að með þessu hafi EFTA-ríkin innan EES fyrir sitt leyti viðurkennt mikilvægi hins nýja eftirlitskerfis ESB fyrir innri markaðinn og þar með einsleitnismarkmiðs EES-samningsins. Hins vegar hafi Evrópusambandið viðurkennt að við aðlögun þessa kerfis að EES-samningnum yrði að taka tillit til grunnreglna samningsins.
    Í samræmi við þetta var í téðu samkomulagi lögð á það áhersla að aðlögun regluverksins yrði byggð á tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Fæli þetta það í sér að bindandi ákvarðanir gagnvart stjórnvöldum EFTA-ríkjanna innan EES og fyrirtækjum sem þar störfuðu og yrðu teknar af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Hins vegar yrðu eftirlitsstofnanir ESB bærar til að gefa yfirlýsingar sem ekki væru bindandi, t.d. með tilmælum og í sáttastörfum, gagnvart stjórnvöldum og fyrirtækjum í EFTA-ríkjunum innan EES. Í öllum tilvikum ætti þó að vera samráð á milli eftirlitsstofnana ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA.
    Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir því að ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA byggðust á tillögu eða „uppkasti“ (e. draft) sem hlutaðeigandi eftirlitsstofnun ESB mundi útbúa. Með þessu væri samræmi í framkvæmd eftirlitsstofnana tryggt og stuðlað að því að kostir eins samræmds eftirlits innan Evrópusambandsins nýttust. Var því svo nánar lýst í hvaða tilvikum þetta fyrirkomulag mundi gilda.
    Í samkomulaginu kom fram að ef um væri að ræða ágreining milli eftirlitsstofnana ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA mundu ákvæði EES-samningsins um málsmeðferð fyrir sam­eigin­legu EES-nefndinni gilda, eftir atvikum með afbrigðum sem tækju tillit til bráðatilvika. Þá kom fram að í þágu einsleits eftirlits og framkvæmdar væri gert ráð fyrir því að fulltrúar Eftirlitsstofnunar EFTA og stjórnvalda EFTA-ríkjanna innan EES tækju þátt í starfsemi stjórna eftirlitsstofnana ESB og undirbúningsnefnda þeirra, þó án atkvæðisréttar. Sama ætti við, að breyttu breytanda, um þátttöku eftirlitsstofnana ESB í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA.
    Í umræddu samkomulagi ráðherranna var að lokum lögð á það áhersla að þær óvenjulegu aðstæður sem hefðu skapast á þessu sviði gerðu það sérlega mikilvægt að fundin væri lausn sem tryggði stöðugleika og eðlilega starfsemi og heilindi fjármálamarkaða. Var hvatt til þess að vinnu við aðlögun regluverksins að EES-samningnum yrði hraðað.
    Með þessari niðurstöðu var leitast við að koma til móts við þá meginkröfu, sem fram kom í fyrrgreindri álitsgerð Bjargar og Stefáns Más, um að aðlögun gerðanna að EES-samningnum byggðist á tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Jafnframt verður sú ályktun dregin af samkomulaginu að á pólitískum vettvangi hafi verið hafnað þeirri hugmynd, sem áður var uppi á borðum, að EFTA-ríkin innan EES gengju með einhverjum hætti beint undir valdsvið Evrópusambandsstofnananna. Samkvæmt þessu fól samkomulagið í sér að unnið væri út frá þeirri hugmynd að tryggja bæri sjálfstæði EFTA-stoðarinnar, svo og jafnræði og gagnkvæmni EFTA-ríkjanna innan EES í samskiptum við stofnanir Evrópusambandsins, með svipuðum hætti og almennt hefur tíðkast í EES-samstarfinu. Af þessu leiðir þá einnig að EFTA-dómstóllinn, sem starfar á grundvelli samnings sem Ísland er aðili að, fer með úrskurðarvald í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma.
    Til að tryggja að sú niðurstaða sem endurspeglast í framangreindu samkomulagi og útfærsla hennar samræmist að öllu leyti þeim meginviðmiðum sem mótast hafa í fræðilegri umfjöllun og fyrri álitsgerðum hafa stjórnvöld notið ráðgjafar Skúla Magnússonar héraðsdómara og dósents við lagadeild Háskóla Íslands, en hann vann einnig álitsgerð um stjórnskipulegar heimildir til að innleiða þær gerðir sem þingsályktunartillaga þessi tekur til og er hún birt sem fylgiskjal XI með tillögunni.

Álitsgerð Skúla Magnússonar.
    Í niðurstöðu álitsgerðar Skúla Magnússonar er í upphafi áréttað að mat hans byggist á þeim viðmiðum sem skýrð hafa verið í fræðilegri umfjöllun og svara að meginstefnu til þeirrar afstöðu sem fram kom í álitsgerð nefndar utanríkisráðherra um EES-samninginn frá 1992 og byggt hefur verið á í síðari álitsgerðum viðvíkjandi EES-samningnum. Með hliðsjón af þeim er það niðurstaða hans að framsal valdheimilda samkvæmt áðurnefndum tillögum muni fullnægja því skilyrði að teljast nauðsynlegt vegna alþjóðasamvinnu sem Ísland tekur þátt í og helgast af mikilvægum hagsmunum ríkisins. Hann telur einnig alveg ljóst að skilyrðum um að framsalið sé skýrt og á afmörkuðu sviði sé fullnægt. Síðan segir í álitsgerðinni:

         „Að mínum dómi lúta stjórnskipuleg álitaefni einkum að því hvort jafnræði og gagnkvæmni sé nægilega tryggð með þeirri málsmeðferð sem ráðgert er að koma á fót með umræddri aðlögun [...]. Í þessu efni liggur fyrir að gert er ráð fyrir því að allar formlegar valdheimildir verði á hendi Eftirlitsstofnunar EFTA sem starfar á grundvelli milliríkjasamnings sem Ísland er aðili að. Ekki yrði um það að ræða í neinu tilviki að eftirlitsstofnanir ESB færu með ákvörðunarvald gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða einstaklingum eða lögaðilum á íslensku yfirráðasvæði.
         Sérstaða þess fyrirkomulags sem hér er gert ráð fyrir, samanborið við það tveggja stoða kerfi sem komið var á við gildistöku EES-samningsins, t.d. við samkeppniseftirlit, felst í því að stofnunum ESB er ætlað að hafa frumkvæði að og undirbúa einstakar ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA með því að setja fram tillögu eða „uppkast“. Með þessu tel ég að ESB-stoðinni séu veitt meiri áhrif en almennt hefur tíðkast, t.d. á sviði samkeppnismála, þótt þetta fyrirkomulag sé ekki án fordæma.
         Á móti þessum auknu áhrifum sambandsstoðarinnar kemur að fulltrúum EFTA-stoðarinnar eru fengnir möguleikar til að hafa áhrif á málsmeðferð og ákvarðanatöku hlutaðeigandi ESB-stofnunar áður en tillagan er afgreidd. Þar sem endanlegt ákvörðunarvald er einnig í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA verður að telja að Eftirlitsstofnun EFTA (auk fulltrúa stjórnvalda EES/EFTA-ríkjanna) hafi raunhæfa möguleika á því að hafa áhrif á efni ákvörðunar að ógleymdu neitunarvaldi um hvort ákvörðun er tekin, ef í harðbakkann slær. Við slíkar aðstæður færi ágreiningur milli hinna tveggja stoða í reynd í milliríkjalegan farveg samkvæmt 111. gr. EES-samningsins. Það fyrirkomulag sem hér er gert ráð fyrir á sér nokkra samsvörun við upptöku nýrra gerða í EES-samninginn auk þess sem það hefur einnig verið tekið upp við eftirlit á tilteknum þröngum sviðum. Þegar litið er til alls þessa er það álit mitt að það kerfi, sem hér er lagt til, samræmist jafnræði og gagnkvæmni í samskiptum ríkja með sambærilegum hætti og EES-samningurinn í heild sinni. Verður þar af leiðandi talið að skilyrðum íslenskra stjórnlaga sé fullnægt um upptöku umræddra gerða með svipuðum hætti og áður hefur verið talið gilda um EES-samninginn í heild sinni, svo og nánar einstakar gerðir hans sem komið hafa til sérstakrar skoðunar.“

    Um framsal dómsvalds, að því marki sem um það er að ræða, segir í álitsgerð Skúla að það verði til EFTA-dómstólsins sem Ísland á aðild að og fullnægir kröfum um aðgang og réttláta málsmeðferð. Verði því að telja að réttarvernd vegna meðferðar þeirra heimilda sem hér um ræðir muni samrýmast íslensku réttarskipulagi.
    Loks er í álitsgerðinni fjallað sérstaklega um reglugerðir um lánshæfismat og afleiðuviðskipti, en þær fela í sér nokkuð ríkara framsal valdheimilda til Eftirlitsstofnunar EFTA en EBA-, ESMA- og EIOPA-reglugerðirnar. Er þá einkum litið til þess að í fyrstnefndu reglugerðunum er í reynd gert ráð fyrir að stjórnsýsla sé að meginstefnu á hendi stofnana Evrópusambandsins eða Eftirlitsstofnunar EFTA án þess að stjórnvöld aðildarríkjanna komi við sögu. Þær heimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA yrðu faldar gagnvart íslenskri lögsögu væru þó í eðli sínu ekki meira íþyngjandi en þekkist af öðrum sviðum EES-samningsins, sbr. einkum reglur hans um samkeppnismál. Einnig verði að líta til þess að hér er um að ræða afar sérhæfða starfsemi á afmörkuðu sviði fjármálamarkaðarins. Að þessu virtu er það niðurstaða Skúla að það framsal valds sem leiða mundi af innleiðingu þessara gerða samrýmist einnig þeim kröfum til framsals valdheimilda sem leiðir af íslenskum stjórnlögum.
    Samandregið segir í niðurstöðukafla álitsgerðar Skúla Magnússonar:

         „Að frátöldum reglugerðum um lánshæfismat og afleiðuvið­skipta­skráningarstöðvar er framsal valdheimilda, samkvæmt fyrirliggjandi tillögum, í reynd ekki umfram þær skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum sem gengið hefur verið út frá að samrýmist stjórnarskránni í yfir 20 ára framkvæmd samningsins. Er það því niðurstaða mín að framsal valdheimilda samkvæmt fyrirliggjandi tillögum um aðlögun reglugerða Evrópusambandsins um fjármálaeftirlit að EES-samningnum myndi í heild sinni samræmast íslenskum stjórnlögum.“

6. Samningaviðræður um aðlögun og fyrirhuguð upptaka í EES-samninginn.
Upphaf samningaviðræðna.
    Reglugerðir Evrópusambandsins um hinar þrjár eftirlitsstofnanir, Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina (EBA), Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunina (EIOPA) og Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina (ESMA), voru samþykktar í nóvember 2010.
    Samningaviðræður milli EFTA-ríkjanna innan EES og Evrópusambandsins hófust á árinu 2012. EFTA-ríkin innan EES lögðu þá til aðra formlega tillögu til lausnar á því hvernig innleiða ætti gerðirnar um nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði.
    Í fyrstu atrennu lögðu EFTA-ríkin innan EES til að þau yrðu aðilar að evrópsku eftirlitsstofnununum án þess að hafa atkvæðisrétt eins og tíðkast víða í EES-samstarfinu, en að á móti kæmi að ákvarðanir stofnunarinnar yrðu ekki lagalega bindandi gagnvart EFTA-ríkjunum og markaðsaðilum þeirra. Sú lausn var að hluta til í samræmi við tillögur í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar frá árinu 2012.
    Þar sem ekki náðist samstaða um þessa lausn lögðu EFTA-ríkin til í annarri atrennu að EFTA-ríkin mynduðu EFTA-eftirlitsráð (e. EFTA Board of Supervisors) sem átti að spegla eftirlitsráð (e. Board of Supervisors) hjá stofnunum þremur. Þannig sætu aðilar úr eftirlitum EFTA-ríkjanna innan EES, ásamt fulltrúum stofnananna þriggja, í þeirri stjórn. Sú tillaga var ekki lögð fram með formlegum hætti enda náðist ekki samstaða um þá lausn.

Yfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra ESB og EFTA-ríkjanna frá 14. október 2014.
    Eins og áður er getið náðist á fundi fjármála- og efnahagsráðherra ESB og EFTA-ríkjanna innan EES í Lúxemborg hinn 14. október 2014 pólitískt samkomulag um meginatriði við upptöku reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld í EES-samninginn. Með samkomulaginu var tekið tillit til uppbyggingar og markmiða reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld og EES-samningsins, svo og lagalegra og pólitískra takmarkana ESB og EFTA-ríkjanna innan EES. Í yfirlýsingunni fólst meðal annars að aðlögun þessara gerða byggðist í öllum aðalatriðum á tveggja stoða kerfi EES-samningsins.
    Í samkomulaginu var lögð áhersla á að í samræmi við tveggja stoða uppbyggingu EES-samningsins mundi Eftirlitsstofnun EFTA taka ákvarðanir sem yrði beint til lögbærra eftirlitsstjórnvalda EFTA-ríkjanna innan EES eða markaðsaðila í EFTA-ríkjunum innan EES í þeirri röð. Evrópsk eftirlitsyfirvöld ESB mundu verða til þess bær að grípa til aðgerða sem ekki væru bindandi, eins og að samþykkja tilmæli og sáttaumleitanir sem eru ekki bindandi, einnig gagnvart lögbærum yfirvöldum og markaðsaðilum í EFTA-ríkjunum innan EES.
    Áður en gripið yrði til aðgerða mundi hvor aðili um sig, eftir því sem við ætti, leita eftir samráði, samræmingu eða skiptum á upplýsingum milli evrópskra eftirlitsyfirvalda ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA.
    Einnig var tekið fram að einstakar ákvarðanir og formleg álit Eftirlitsstofnunar EFTA, sem beint væri til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja eða markaðsaðila innan EES, yrðu samþykktar á grundvelli draga sem viðkomandi eftirlitsyfirvöld ESB gerðu til þess að tryggja að sérþekking eftirlitsyfirvalda ESB yrði hluti af ferlinu og að samkvæmni yrði milli hinna tveggja stoða. Þannig var talið að lykilhagræði af eftirliti af hálfu einnar stofnunar yrði varðveitt.
    Í kjölfar yfirlýsingarinnar í október 2014 hafa fulltrúar EFTA-ríkjanna innan EES unnið með ESB að aðlögunartexta fyrir níu ákvarðanir sam­eigin­legu EES-nefndarinnar, sem nefndur er fyrsti pakki og þessi þingsályktunartillaga tekur til. Fyrst var hafist handa við gerð aðlögunartexta að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina (ESMA). Niðurstaðan þar var síðar notuð sem fyrirmynd að aðlögunartexta fyrir hinar tvær eftirlitsstofnanirnar. Stuttu seinna hófst vinna við gerð aðlögunartexta fyrir ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um reglugerðir um lánshæfismatsfyrirtæki, sem hafa að geyma beinar eftirlits- og sektarheimildir til handa Eftirlitsstofnun EFTA samkvæmt því samkomulagi sem komist var að. Þá mun Eftirlitsstofnun EFTA jafnframt veita starfsleyfi fyrir lánshæfismatsfyrirtæki sem eru staðsett innan EFTA-ríkjanna innan EES.
    Við gerð ákvarðana sam­eigin­legu EES-nefndarinnar hefur þurft að semja við Evrópusambandið um öll tæknileg atriði á grundvelli hinnar pólitísku yfirlýsingar. Fyrsti samningafundur milli fulltrúa EFTA-ríkjanna og ESB um tæknilegar útfærslur á grundvelli hinnar pólitísku yfirlýsingar fór fram 12. desember 2014. Síðasti fundur um aðlögunartexta í fyrsta pakkanum fór fram 16. desember 2015. Þar náðist óformlegt samkomulag milli samningsaðila um öll meginatriði. Í byrjun mars sendi EFTA-skrifstofan drög að ákvörðunum sam­eigin­legu EES-nefndarinnar til utanríkisþjónustu Evrópusambandsins, EEAS, og verða þær síðan sendar til ráðs ESB. Áætlað er að meðferð ESB muni taka um fimm mánuði frá því að EFTA-ríkin innan EES sendu drögin til ESB með formlegum hætti. Samhliða því ferli eru EFTA-ríkin að afla samþykkis heima fyrir til að taka ákvarðanirnar upp í EES-samninginn.

Aðlögun.
    Aðlögunin byggist á tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Eftirlitsstofnun EFTA verður eftirlitsaðili á fjármálamarkaði hvað varðar EFTA-ríkin innan EES. Það þýðir að vald til að taka ákvarðanir innan ESB liggur hjá hinum evrópsku eftirlitsstofnunum, en innan EFTA-stoðarinnar færist það vald til ESA. Allar bindandi ákvarðanir gagnvart stjórnvöldum, og til þrautavara aðilum á fjármálamarkaði, í EFTA-ríkjunum innan EES verða teknar af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Ákvörðunum ESA verður svo hægt að skjóta til EFTA-dómstólsins á sambærilegan hátt og dómstóll Evrópusambandsins úrskurðar um mál sem tengjast eftirlitsstofnunum ESB. Þær bindandi ákvarðanir sem ESA mun geta tekið eru þrenns konar:
     1.      vegna brota á löggjöf sambandsins, þ.e. þegar eftirlitsaðili hefur ekki beitt löggjöf eða beitt henni á rangan hátt,
     2.      vegna hættuástands, þ.e. að krefjast aðgerða í samræmi við heimildir í tilgreindri löggjöf, og
     3.      sætta ágreining milli eftirlitsstjórnvalda varðandi beitingu tilgreindrar löggjafar.
    Taka ber fram að þessum valdheimildum er beitt til þrautavara, og hefur ekki enn verið beitt af hinum evrópsku eftirlitsstofnunum. Er talið ólíklegt að til þeirra verði gripið nema í undantekningartilvikum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     Mynd 3 – Tveggja stoða eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.


    Aðkoma fjármálaeftirlita EFTA-ríkjanna innan EES og Eftirlitsstofnunar EFTA að starfsemi evrópsku eftirlitsstofnananna þriggja er svo tryggð. Í aðlögunartexta við reglugerðirnar þrjár sem fjalla um þær segir að þessir aðilar hafi jafnan rétt og skyldur og sömu aðilar innan eftirlita ESB en án atkvæðisréttar. Þannig munu fulltrúar fjármálaeftirlita EFTA-ríkjanna innan EES og fulltrúi Eftirlitsstofnunar EFTA hafa rétt til að sitja í eftirlitsráðum (e. Board of supervisors) eftirlitsstofnana, þar sem ákvarðanir eru teknar, en rétturinn gildir jafnframt til þátttöku í öðrum undirbúningsnefndum. Að sama skapi hafa evrópsku eftirlitsstofnanirnar áheyrnaraðild að samstarfshópi eftirlitsaðila hjá ESA (e. College of Supervisors). Loks er gagnkvæm samstarfsskylda milli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og hinna þriggja eftirlitsstofnana nauðsynleg til að tryggja samræmt eftirlit og einsleitni í beitingu regluverks á sviði fjármálaþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Því er gert ráð fyrir víðtæku samstarfi milli Eftirlitsstofnunar EFTA og eftirlitsstofnananna þriggja með sérstökum samstarfsákvæðum í aðlögunartexta fyrir allar móðurgerðir í fyrsta pakka, sem og að gerður verði sérstakur samstarfssamningur milli þeirra þar sem nánari atriði slíks samstarfs og þátttöku koma fram.
    Til þess að tryggja einsleitni á innri markaðnum á sviði fjármálaþjónustu skulu ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) teknar á grundvelli uppkasts frá Evrópsku eftirlitsstofnunum, enda hafa eftirlitsstofnanir EFTA-ríkjanna innan EES og Eftirlitsstofnun EFTA fullan aðgang að starfi þeirra. Sú tilhögun breytir því þó ekki að bindandi ákvarðanir eru teknar af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þeim tilfellum þar sem ágreiningur rís milli Eftirlitsstofnunar EFTA og evrópsku eftirlitsstofnananna skal nýta þá sáttameðferð sem EES-samningurinn kveður á um með aðkomu sam­eigin­legu EES-nefndarinnar.
    Samkvæmt aðlöguninni munu evrópsku eftirlitsstofnanirnar þrjár sinna ákveðnum óbindandi hlutverkum gagnvart EFTA-ríkjunum innan EES og því hér á landi. Stofnanirnar munu sinna samræmingarhlutverki milli lögbærra eftirlitsyfirvalda innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá munu þær gefa út tilmæli og formleg álit gagnvart lögbærum eftirlitsyfirvöldum, sbr. nánari umfjöllun hér að framan. Jafnframt munu stofnanirnar hafa rétt til að óska eftir upplýsingum bæði gagnvart íslenskum eftirlitsstjórnvöldum, sem verða þá bundin samkvæmt lögum af því að veita slíkar upplýsingar á grundvelli þjóðaréttar, og gagnvart einstaka aðilum á fjármálamarkaði til þrautavara, en í þeim tilfellum hafa stofnanirnar engin þvingunarúrræði til að knýja fram upplýsingarnar. Slíkt vald liggur ein­göngu hjá Eftirlitsstofnun EFTA og Fjármálaeftirlitinu, FME. Þá mun ákveðin tæknileg sérfræðivinna verða unnin innan hinna evrópsku stofnana í tengslum við veitingu starfsleyfis lánshæfismatsfyrirtækja og afleiðuvið­skipta­skráa en starfsleyfið verður veitt af Eftirlitsstofnun EFTA.
    Í samningaviðræðum við framkvæmdastjórn ESB hafa fulltrúar Íslands lagt mikla áherslu á að halda sig innan marka sam­eigin­legu yfirlýsingarinnar frá 14. október 2014. Þá hefur sjálfstæði Eftirlitsstofnunar EFTA verið varðveitt þannig að þrátt fyrir að ákvarðanir skuli teknar að fengnum tillögum frá hinum evrópsku eftirlitsstofnunum er Eftirlitsstofnun EFTA formlega óbundin af þeim tillögum jafnvel þótt einsleitnismarkmið EES-samningsins leiði að jafnaði til þess að Eftirlitsstofnun EFTA fylgi fordæmi þeirra.
    Í þessum fyrsta pakka nú er ráðgert að taka 31 gerð upp í EES-samninginn með níu ákvörðunum sam­eigin­legu EES-nefndarinnar. Hins vegar hafa 178 gerðir safnast upp á sviði fjármálaþjónustu sem enn bíða þess að verða teknar upp í EES-samninginn, í ljósi þess að reglugerðirnar um eftirlitsstofnanirnar þrjár hafa ekki verið teknar inn í EES-samninginn (tölur miðað við mars 2016). Það bíður því mikil vinna fyrir EFTA-ríkin innan EES á sviði fjármálaþjónustu við að taka upp í EES-samninginn og innleiða þennan fjölda gerða þegar samningaviðræðum verður lokið. Samkvæmt óformlegri vinnuáætlun verður þeim fjölda gerða sem bíða upptöku í EES-samninginn skipt í 4–5 hluta.

7. Áhrif hér á landi.
Fyrirhugaðar lagabreytingar.
    Upptaka reglugerða ESB um eftirlitsstofnanirnar þrjár í EES-samninginn kalla á lagabreytingar hér á landi. Eftirlitsstofnun EFTA mun taka við öllum bindandi valdheimildum þessara stofnana, sbr. umfjöllun hér að framan. Fyrirhugað er að setja sérstök lög um framkvæmd eftirlits með fjármálastarfsemi samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þar verður fjallað um valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hér á landi, þ.e. heimild til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart fyrirtækjum á fjármálamarkaði ef löggjöf er ekki fylgt, heimild til að taka bindandi ákvarðanir í neyðarástandi gagnvart aðilum á fjármálamarkaði og bindandi ákvarðanir í ágreiningsmálum milli lögbærra yfirvalda. Hafa verður í huga að þessar valdheimildir eru ætlaðar til þrautavara. Fyrst og fremst mun Eftirlitsstofnun EFTA veita Fjármálaeftirlitinu aðhald og mun tilmælum og formlegu áliti, sem eru undanfari ákvarðana, verða beint að Fjármálaeftirlitinu og það krafið um úrbætur.
    Sýnileg áhrif Eftirlitsstofnunar EFTA sem eftirlitsstjórnvalds á íslenskum fjármálamarkaði verða því ekki mikil, enda verður áfram meginreglan að eftirlit með aðilum á fjármálamarkaði sé sinnt af Fjármálaeftirlitinu. Samskipti verða því einkum á milli FME og Eftirlitsstofnunar EFTA og, eftir atvikum, hinna evrópsku eftirlitsstofnana.
    Í fyrsta pakka eru gerðir um eftirlitsstofnanirnar þrjár, auk kerfisáhætturáðsins, og svo gerðir á sviði verðbréfamarkaða. Ástæða þess að umræddar gerðir eru í fyrsta pakka má rekja til þess að í aðlögunartexta sam­eigin­legu EES-nefndarinnar fyrir þær gerðir er að finna valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA sem byggjast á 5. mgr. 9. gr. reglugerðar um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin) (ESMA). EFTA-ríkin innan EES voru sammála um mikilvægi þess að flokka þessar gerðir saman. Í gerðunum í fyrsta pakka er að finna frekari útfærslu og skilyrði fyrir beitingu 5. mgr. 9. gr. sem er almenn valdheimild og fjallar um að undir vissum skilyrðum sé heimilt að banna tímabundið eða takmarka tiltekna fjármálastarfsemi. Frekari skilyrði og tilvikagreiningu er þá að finna í efnislöggjöfinni sjálfri, t.d. að ef banna á skortsölu er ákvæðið að finna í reglugerð um skortsölu. Almennt er það þó svo að í sumri efnislöggjöf á sviði fjármálamarkaða, þ.e. í þeim 178 gerðum sem enn bíða þess að verða teknar upp í EES-samninginn, verður að finna valdheimildir fyrir Eftirlitsstofnun EFTA sem byggjast á heimildum í stofngerðunum þremur.
    Í frumvarpi til laga um lánshæfismatsfyrirtæki og frumvarpi til laga um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár, sem innleiða munu reglugerðir ESB um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár og lánshæfismatsfyrirtæki, verður að finna beinar eftirlits- og rannsóknarheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart þeim aðilum í EFTA-ríkjunum innan EES. Helgast það af því að lánshæfismatsfyrirtækjum og afleiðuvið­skipta­skrám sem eru stofnsett innan EFTA-ríkjanna innan EES ber að sækja um starfsleyfi beint til Eftirlitsstofnunar EFTA og fá í staðinn réttindi til að starfa á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Almennar eftirlitsheimildir gagnvart þeim fyrirtækjum munu því vera í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA og Fjármálaeftirlitið mun hafa lítið sem ekkert hlutverk gagnvart slíkum fyrirtækjum hér á landi. Í því felst m.a. að viðurlagaheimildir líkt og fjármálaeftirlit hafa, t.d. álagning dagsekta og stjórnvaldssekta, verða í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA. Tiltekin óbindandi hlutverk munu hins vegar vera í höndum Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og tæknileg úrvinnsla umsókna mun fara fram þar.
    Sú aðlögun sem hér hefur verið gerð grein fyrir og upptaka hennar í EES-samninginn er forsenda fyrir áfram­haldandi virkri þátttöku EFTA-ríkjanna innan EES á innri markaðnum með fjármálaþjónustu. Með aðlöguninni fær Ísland aðgengi að hinu evrópska eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum og aðilar á fjármálamarkaði og fjármálafyrirtæki hér á landi verða hluti af hinu evrópska regluverki. Það er til þess fallið að tryggja frekari fjármálastöðugleika. Þá er mikilvægt að tryggja samkeppnisstöðu íslenskra markaðsaðila á sviði fjármálaþjónustu þannig að þeir lúti sama regluverki og aðrir aðilar á Evrópska efnahagssvæðinu. Önnur niðurstaða mundi leiða til þess að staða þeirra yrði önnur og ólík og Ísland nyti ekki góðs af því að vera hluti af hinu samevrópska eftirlitskerfi. Það gæti haft óæskileg áhrif á bæði fjármögnun og virði verðbréfa íslenskra fjármálafyrirtækja, svo dæmi séu tekin.

Áætlaður kostn­aður vegna samevrópsks eftirlitskerfis og upptöku þess í EES-samninginn.
    Fjármögnun hinna þriggja eftirlitsstofnana er þríþætt. Í fyrsta lagi greiða eftirlitsstjórnvöld hvers ríkis tiltekinn hluta, á grundvelli fjárhagsáætlana hvers árs sem samþykktar eru af eftirlitsráðum stofnananna. Sá hluti er um 60% af heildarfjármögnun þeirra. Í öðru lagi leggur framkvæmdastjórn ESB til 40% af fjármagni við rekstur stofnananna. Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin er að hluta til fjármögnuð með gjöldum sem leiðir af beinu eftirlitshlutverki hennar gagnvart lánshæfismatsfyrirtækjum og afleiðuvið­skipta­skrám, þ.e. einkum vegna gjalds sem tekið er fyrir veitingu starfsleyfa. Í drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er að finna aðlögun hvað varðar fjármögnun af hálfu eftirlitsstjórnvaldanna, sem þýðir að eftirlitsstjórnvöld EFTA-ríkjanna innan EES munu greiða framlag sem því nemur.
     Upptaka reglugerðanna um eftirlitsstofnanirnar þrjár auk kerfisáhætturáðsins mun leiða til aukins kostnaðar við daglega starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Hins vegar ber að geta þess að fulltrúar Fjármálaeftirlitsins hafa setið fundi sem áheyrnarfulltrúar í eftirlitsráðum stofnananna og ýmsum fastanefndum, m.a. með hliðsjón af því að unnið væri að lausn málsins milli EFTA-ríkjanna innan EES og ESB. Á grundvelli óformlegs samkomulags hefur Fjármálaeftirlitið jafnframt greitt aðildargjöld á sama hátt og eftirlitsstjórnvöld hinna EFTA-ríkjanna innan EES og eftirlitsstjórnvöld aðildarríkja ESB. Því er ekki talið að mikill aukinn kostn­aður muni koma til vegna þátttöku fulltrúa Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsráðum, enda hefur Fjármálaeftirlitið hingað til greitt þann hluta. Áætlað er að aukið vinnuálag FME muni einkum koma til vegna beinna samskipta við hinar evrópsku eftirlitsstofnanir og aukinna gagnaskila, en sá kostnaðarþáttur byggist aðallega á öðrum efnisgerðum á sviði fjármálamarkaða, sem og samskipti við Eftirlitsstofnun EFTA þegar þörf er á. Gert er og ráð fyrir nýrri eftirlitsskyldri starfsemi á sviði verðbréfamarkaðar sem hafa mun áhrif á starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Endanlegt kostnaðarmat liggur þó ekki fyrir.

YFIRLIT YFIR FYLGISKJÖL


Fylgiskjal I     Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 1. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB (EBA) og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) að því er varðar sérstök verkefni sem Seðlabanka Evrópu eru falin samkvæmt reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1024/2013).

Fylgiskjal II     Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 2. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB (EIOPA)).

Fylgiskjal III     Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 3. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB (ESMA)).

Fylgiskjal IV     Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 4. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1092/2010 frá 24. nóvember 2010 um þjóðhagsvarúðareftirlit með fjármálakerfinu á sviði Evrópusambandsins og um stofnun Evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB)).

Fylgiskjal V     Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 5. tölul. tillögugreinarinnar (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010 (AIFMD og tengdar gerðir)).

Fylgiskjal VI     Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 6. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga (Short selling) og tengdar gerðir).

Fylgiskjal VII     Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 7. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár (EMIR)).
Fylgiskjal VIII      Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 8. tölul. tillögugreinarinnar (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (CRA II) og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (CRA III)).

Fylgiskjal IX     Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í 9. tölul. tillögugreinarinnar (framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum, og tengdar gerðir).

Fylgiskjal X     Samningur um breytingu á samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls með því að bæta nýrri 25. gr. a og nýrri bókun 8 við samninginn um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits, sbr. 10. tölul. tillögugreinarinnar.

Fylgiskjal XI      Álitsgerð um stjórnskipulegar heimildir til innleiðingar tiltekinna nýrra EES-gerða um fjármálaeftirlit eftir Skúla Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mars 2016.


RAFRÆN FYLGISKJÖL


Fylgiskjal XII     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB.

Fylgiskjal XIII      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) að því er varðar sérstök verkefni sem Seðlabanka Evrópu eru falin samkvæmt reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1024/2013.

Fylgiskjal XIV     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB.

Fylgiskjal XV     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópsku eftirlitsyfirvaldi (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB.

Fylgiskjal XVI     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1092/2010 frá 24. nóvember 2010 um þjóðhagsvarúðareftirlit með fjármálakerfinu á sviði Evrópusambandsins og um stofnun Evrópska kerfisáhætturáðsins.

Fylgiskjal XVII     Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010.

Fylgiskjal XVIII     Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, skuldsetningu, gagnsæi og eftirlit.

Fylgiskjal XIX     Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 514/2015 frá 18. desember 2014 um upplýsingar sem lögbærum yfirvöldum ber að veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni skv. 3. mgr. 67. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB.

Fylgiskjal XX     Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á fót málsmeðferð til að ákvarða tilvísunaraðildarríki fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða utan ESB samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB.

Fylgiskjal XXI     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga.

Fylgiskjal XXII     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár.

Fylgiskjal XXIII     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.

Fylgiskjal XXIV     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.

Fylgiskjal XXV     Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum.

Fylgiskjal XXVI     Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 446/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um tæknilega eftirlitsstaðla um inntak og form reglubundinna skýrslna með matsgögnum sem lánshæfismatsfyrirtækjum ber að leggja fram til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar.

Fylgiskjal XXVII     Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki þar sem mælt er fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla við mat á því hvort aðferð við lánshæfismat uppfylli skilyrði.

Fylgiskjal XXVIII     Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um framsetningu upplýsinganna sem lánshæfismatsfyrirtæki skulu gera aðgengilegar í miðlægu gagnasafni sem komið er á fót af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni.

Fylgiskjal XXIX     Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 449/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skráningarupplýsingar og vottun lánshæfismatsfyrirtækja.

Fylgiskjal XXX     Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 946/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar starfsreglur um sektir sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin leggur á lánshæfismatsfyrirtæki, þ.m.t. reglur um rétt til varnar og tímabundin ákvæði.

Fylgiskjal XXXI     Álitsgerð um stjórnskipulegar heimildir landsréttar og möguleika á innleiðingu reglugerða ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum í EES-samninginn, eftir Björgu Thorarensen og Stefán Má Stefánsson (dags. 25. apríl 2012).


Fylgiskjal I.

    Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) að því er varðar sérstök verkefni sem Seðlabanka Evrópu eru falin samkvæmt reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1024/2013.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR


frá


um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     (1)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB ( 1 ).
     (2)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) að því er varðar sérstök verkefni sem Seðlabanka Evrópu eru falin samkvæmt reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1024/2013 ( 2 ).
     (3)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, lýstu að loknum fundi sínum 14. október 2014 ( 3 ) um upptöku reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld, yfir ánægju sinni með þá sanngjörnu lausn sem samningsaðilar komust að, þar sem tekið er tillit til uppbyggingar og markmiða reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld og EES-samningsins, svo og lagalegra og pólitískra takmarkana ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES.
     (4)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, lögðu áherslu á að í samræmi við tveggja stoða uppbyggingu EES-samningsins myndi Eftirlitsstofnun EFTA taka ákvarðanir sem yrði beint til lögbærra yfirvalda EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, eða markaðsaðila í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES, í þeirri röð. Evrópsk eftirlitsyfirvöld ESB munu verða til þess bær að grípa til aðgerða sem ekki eru bindandi, eins og að samþykkja tilmæli og sáttaumleitanir sem eru ekki bindandi, einnig gagnvart lögbærum yfirvöldum og markaðsaðilum í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES. Áður en gripið verður til aðgerða, mun hvor aðili um sig, eftir því sem við á, leita eftir samráði, samræmingu eða skiptum á upplýsingum milli evrópskra eftirlitsyfirvalda ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA.
     (5)      Einstakar ákvarðanir og formleg álit Eftirlitsstofnunar EFTA sem beint er til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, sem eiga aðild að EES, eða markaðsaðila verða samþykktar á grundvelli draga sem viðkomandi eftirlitsyfirvöld ESB gera til þess að tryggja að sérþekking eftirlitsyfirvalda ESB verði hluti af ferlinu og að samkvæmni sé milli hinna tveggja stoða. Þannig verður lykilhagræði af eftirliti af hálfu einnar stofnunar varðveitt.
     (6)      Samningsaðilar hafa sam­eigin­legan skilning á því að með þessari ákvörðun er hrint í framkvæmd samkomulagi sem kom fram í þessum niðurstöðum og því ber að túlka hana í samræmi við þær meginreglur sem þær fela í sér.
     (7)      IX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.


Eftirfarandi bætist við á eftir lið 31f (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/C 578/ESB) í IX. viðauka við EES-samninginn:

„31g.     32010 R 1093: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB (Stjtíð. ESB L 331, 15.12.2010, bls. 12), eins og henni var breytt með:

       –      32013 R 1022: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 (Stjtíð. ESB L 287, 29.10.2013, bls. 5).

    Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnun EFTA skulu hafa sömu réttindi og skyldur og lögbær yfirvöld aðildarríkja ESB, að atkvæðisrétti undanskildum, í starfi evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar), hér á eftir nefnd „stofnunin“, eftirlitsstjórnar hennar, þ.m.t. nefndum hennar og kærunefndum, með fyrirvara um ákvæði þessa samnings.

    Stofnunin skal, með fyrirvara um ákvæði 108. og 109. gr., hafa rétt til að taka þátt í starfi Eftirlitsstofnunar EFTA og nefndum hennar, þó án ákvæðisréttar, þegar Eftirlitsstofnun EFTA sinnir störfum stofnunarinnar, að því er varðar EFTA-ríkin, eins og kveðið er á um í þessum samningi.
    
    Starfsreglum stofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA skal haga þannig að þær geti tekið fullan þátt, ásamt lögbærum yfirvöldum EFTA-ríkjanna, hvor í annarrar störfum eins og kveðið er á um í þessum samningi.

     b)      Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, ber að skilja hugtökin „aðildarríki“ og „lögbær yfirvöld“ þannig að þau taki EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra, í þeirri röð, auk merkingar þeirra í reglugerðinni.

     c)      Starfsreglur stofnunarinnar skulu, nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, gilda að breyttu breytanda að því er varðar málefni sem varða lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna og fjármálastofnanir. Sér í lagi skulu drög sem eru gerð fyrir Eftirlitsstofnun EFTA lúta sömu starfsreglum og gerð samþykktra ákvarðana um sambærileg mál sem varða aðildarríki ESB, m.a. lögbær yfirvöld þeirra og fjármálastofnanir.

     d)      Stofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, starfa saman, skiptast á upplýsingum og hafa samráð að því er varðar þessa reglugerð, einkum áður en þær grípa til aðgerða.

    Komi til ágreinings milli stofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA að því er varðar framkvæmd ákvæða reglugerðarinnar skulu formaður stofnunar-innar og stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA, með tilliti til þess hversu málið er brýnt, boða til fundar án ástæðulausrar tafar til að komast að samhljóða niðurstöðu. Takist ekki að komast að samhljóða niðurstöðu, getur formaður stofnunarinnar eða stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA farið þess á leit við samningsaðila að þeir vísi málinu til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar sem skal fjalla um það í samræmi við 111. gr. þessa samnings, sem skal gilda að breyttu breytanda. Í samræmi við 2. gr. ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 1/94 frá 8. febrúar 1994 um starfsreglur sam­eigin­legu EES-nefndarinnar (Stjtíð. EB L 85, 30.3.1994, bls. 60), getur samningsaðili farið fram á að fundur verði kallaður saman án tafar þegar mikið liggur við. Þrátt fyrir ákvæði þessarar málsgreinar, getur samningsaðili hvenær sem er vísað málinu til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar að eigin frumkvæði, í samræmi við 5. og 111. gr. þessa samnings.

     e)      Vísanir í aðrar gerðir í reglugerðinni skulu gilda að svo miklu leyti og í þeirri mynd sem slíkar gerðir hafa verið felldar inn í samning þennan.

     f)      Texti 4. mgr. 1. gr., að því er varðar EFTA-ríkin, hljóði svo:

    „Ákvæði þessarar reglugerðar eru með fyrirvara um valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA, einkum skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, til að tryggja að farið sé að EES-samningnum eða fyrrnefndum samningi.“

     g)      Í 5. mgr. 9. gr.:

                  i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðsins „Stofnunin“, að því er varðar EFTA-ríkin, í fyrstu undirgrein,

                  ii)      í stað annarrar og þriðju undirgreinar komi eftirfarandi, að því er varðar EFTA-ríkin:

    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.

    Eftirlitsstofnun EFTA skal endurskoða ákvörðunina, sem um getur í fyrstu tveimur undirgreinum, með reglulegu millibili og ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Ef ákvörðunin er ekki endurnýjuð eftir þriggja mánaða tímabil skal hún falla úr gildi sjálfkrafa.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal, svo fljótt sem auðið er eftir að ákvörðunin sem um getur í fyrstu tveimur undirgreinum hefur verið samþykkt, tilkynna stofnuninni um hvenær hún fellur úr gildi. Stofnunin skal leggja niðurstöður sínar fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, ásamt drögum ef þess er þörf, tímanlega áður en þriggja mánaða tímabilið, sem um getur í þriðju undirgrein, rennur út. Eftirlitsstofnun EFTA getur tilkynnt stofnuninni um hvers kyns þróun sem hún telur skipta máli fyrir endurskoðunina.

    EFTA-ríki getur óskað eftir því að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun sína til endurskoðunar. Eftirlitsstofnun EFTA skal senda þá beiðni til stofnunarinnar. Í því tilviki skal stofnunin íhuga, í samræmi við tilhögunina sem kemur fram í annarri undirgrein 1. mgr. 44. gr., að semja ný drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA.

    Ef stofnunin breytir eða afturkallar ákvörðun sem er hliðstæð ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur samþykkt, skal stofnunin, án ástæðulausrar tafar, semja drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA.“.

     h)      Orðin „, fastanefnd EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðinu „framkvæmdastjórnina“ í 4. mgr. 16. gr.

     i)      Í 17. gr.:

                  i)      komi orðin „EES-samningurinn“ í stað orðanna „lög Sambandsins“,

                  ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „Stofnunin“ í 1. mgr.,

                  iii)      Orðin „, fastanefndar EFTA-ríkjanna, Eftirlitsstofnunar EFTA“ bætist við á eftir orðinu „framkvæmdastjórnarinnar“ í 2. mgr.

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 2. mgr.:

    „Ef stofnunin rannsakar meint brot á EES-samningnum eða vanrækslu á beitingu hans að því er varðar lögmætt yfirvald EFTA-ríkis, skal hún tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA um eðli og tilgang rannsóknarinnar og veita henni reglulega eftir það uppfærðar upplýsingar sem eru Eftirlitsstofnun EFTA nauðsynlegar til þess að hún geti sinnt verkefnum sínum skv. 4. og 6. mgr.“,

                  v)      hljóði texti annarrar undirgreinar 3. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „Lögbæra yfirvaldið skal, innan tíu virkra daga frá móttöku tilmælanna, tilkynna stofnuninni og Eftirlitsstofnun EFTA til hvaða aðgerða það hefur gripið eða ætli að grípa til, til að tryggja að farið sé að EES-samningnum.“,

                  vi)      hljóði texti 4. og 5. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „4. Eftirlitsstofnun EFTA getur gefið út formlegt álit ef lögbæra yfirvaldið hefur ekki farið að EES-samningnum innan eins mánaðar frá móttöku tilmæla stofnunarinnar, þar sem þess er krafist að lögbæra yfirvaldið grípi til nauðsynlegra aðgerða til að fara að EES-samningnum. Í formlegu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA skal tekið tillit til tilmæla stofnunarinnar.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal birta slíkt formlegt álit eigi síðar en þremur mánuðum eftir að tilmælin voru samþykkt. Eftirlitsstofnun EFTA getur framlengt þetta tímabil um einn mánuð.
    
    Formleg álit Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykkt á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.
    
    Lögbær yfirvöld skulu veita stofnuninni og Eftirlitsstofnun EFTA allar nauðsynlegar upplýsingar.
    
    5. Lögbæra yfirvaldið skal upplýsa stofnunina og Eftirlitsstofnun EFTA, innan tíu virkra daga frá móttöku formlega álitsins, sem um getur í 4. mgr., til hvaða ráðstafana það hafi gripið eða ætli að grípa til, til að tryggja að því formlega áliti verði hlítt.“,

                  vii)      komi orðin „með fyrirvara um valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „með fyrirvara um valdsvið framkvæmdastjórnarinnar skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ og orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ komi í stað orðsins „stofnunin“ í fyrstu undirgrein 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  viii)      hljóði texti annarrar undirgreinar 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  ix)      hljóði texti 8. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „8. Eftirlitsstofnun EFTA skal birta árlega upplýsingar um þau lögbæru yfirvöld og fjármálastofnanir í EFTA-ríkjunum sem ekki hafa farið að þeim formlegu álitum eða ákvörðunum sem um getur í 4. og 6. mgr.“.

     j)      Í 18. gr.:

                  i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA" í stað orðsins „stofnunin", að því er varðar EFTA-ríkin, í 3. og 4. mgr.,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 3. og 4. mgr.:

    
    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  iii)      komi orðin „með fyrirvara um valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „með fyrirvara um valdsvið framkvæmdastjórnarinnar skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ í 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     k)      Í 19. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „stofnunin" í 1. mgr.,

                  ii)      bætist orðin „í aðildarríkjum ESB“ við á eftir orðunum „með bindandi hætti fyrir hlutaðeigandi lögbær yfirvöld“ í 3. mgr.,

                  iii)      bætist eftirfarandi undirgreinar við í 3. mgr.:

    „Ef ein­göngu er um lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna að ræða og ef slíkum yfirvöldum tekst ekki að komast að samkomulagi innan tímamarka þeirrar sáttameðferðar, sem um getur í 2. mgr., getur Eftirlitsstofnun EFTA tekið ákvörðun þar sem gerð er krafa um að þau grípi til sérstakra aðgerða, eða grípi ekki til aðgerða, til að jafna ágreininginn, með bindandi hætti fyrir hlutaðeigandi lögbær yfirvöld, í því skyni að tryggja að farið sé að EES-samningnum.
    
    „Ef um lögbær yfirvöld eins eða fleiri aðildarríkja ESB og eins eða fleiri EFTA-ríkja er að ræða og ef slík yfirvöld ná ekki samkomulagi innan tímamarka þeirrar sáttameðferðar, sem um getur í 2. mgr., geta stofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA tekið ákvörðun þar sem gerð er krafa um að lögbær yfirvöld hlutaðeigandi aðildarríkja ESB annars vegar og hlutaðeigandi EFTA-ríkja hins vegar grípi til sérstakra aðgerða, eða grípi ekki til aðgerða, til að jafna ágreininginn, með bindandi hætti fyrir hlutaðeigandi lögbær yfirvöld, í því skyni að tryggja að farið sé að EES-samningnum.
    
    Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  iv)      komi orðin „með fyrirvara um valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „með fyrirvara um valdheimildir framkvæmdastjórnarinnar skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ og orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ komi í stað orðsins „stofnunin“ í 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  v)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 4. mgr.:

    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“.

     l)      Eftirfarandi undirgreinar bætist við í 20. gr.:

    „Ef ein­göngu er um lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna að ræða, getur Eftirlitsstofnun EFTA tekið ákvörðun í samræmi við 3. og 4. mgr. 19. gr.
    
    Ef um lögbær yfirvöld eins eða fleiri aðildarríkja ESB og eins eða fleiri EFTA-ríkja er að ræða, geta stofnunin annars vegar og Eftirlitsstofnun EFTA hins vegar tekið ákvörðun í samræmi við 3. og 4. mgr. 19. gr.
    
    Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvalla draga sem stofnunin, evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og/eða evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), eftir því sem við á, hafa gert, að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnunin, evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin) skulu, eftir því sem við á, komast að sam­eigin­legri afstöðu, í samræmi við 56. gr., og skulu samþykkja ákvarðanirnar og/eða drögin samhliða.“

     m)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðinu „Stofnunin“ í 4. mgr. 21. gr.

     n)      Orðin „, Eftirlitsstofnun EFTA, fastanefnd EFTA-ríkjanna,“ bætist við á eftir orðinu „ráðið“ í a-lið 1. mgr. 22. gr. og í d-lið 31. gr.

     o)      Orðin „, Eftirlitsstofnunar EFTA eða fastanefndar EFTA-ríkjanna,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópuþingsins, ráðsins eða framkvæmdastjórnarinnar“ í 4. mgr. 22. gr. og 1. mgr. 34. gr.

     p)      Í a-lið 3. mgr. 32. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

                  i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA getur óskað eftir“ í stað orðanna „Hún getur óskað eftir“,

                  ii)      bætist orðin „stofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA“ við á undan orðunum „[geta] tekið þátt“,

                  iii)      bætist eftirfarandi undirgrein við:

    „Beiðnir Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt þessari málsgrein skulu, án ástæðulausrar tafar, gerðar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“.

     q)      Orðin „,til seðlabanka aðildarríkisins“ í 5. mgr. 35. gr. taka ekki til Liechtensteins.

     r)      Orðin „og Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðinu „framkvæmdastjórnina“ í 5. mgr. 36. gr.

     s)      Í 38. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

                  i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „stofnunin“, „stofnuninni og framkvæmdastjórninni“, „stofnuninni, framkvæmdastjórninni“ og „framkvæmdastjórnina og stofnunina“,

                  ii)      komi orðin „fastanefnd EFTA-ríkjanna“ í stað orðsins „ráðið“,

                  iii)      bætist eftirfarandi undirgrein við á eftir fjórðu undirgrein 2. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda tilkynningu hlutaðeigandi EFTA-ríkis til stofnunarinnar og framkvæmdastjórnarinnar. Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um að standa við ákvörðun, breyta henni eða afturkalla skal tekin á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við á eftir þriðju undirgrein 3. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda tilkynningu EFTA-ríkisins til stofnunarinnar, framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins.“,

                  v)      bætist eftirfarandi undirgrein við á eftir fyrstu undirgrein 4. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda tilkynningu EFTA-ríkisins til stofnunarinnar, framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins.“,

                  vi)      bætist eftirfarandi málsgrein við:

    „6. Ef ákvörðun í máli sem fellur undir 3. mgr. 19. gr., með hliðsjón af 20. gr., eftir því sem við á, og varðar ágreining sem einnig tekur til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, er frestað eða felld úr gildi samkvæmt þessari grein, skal einnig fresta eða fella úr gildi allar samhliða ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA í viðkomandi máli.
    
    Ef stofnunin breytir ákvörðun sinni eða afturkallar hana, í slíkum tilvikum, skal stofnunin, án ástæðulausrar tafar, gera drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA.“

     t)      Í 39. gr.:

                  i)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Þegar stofnunin semur drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA í samræmi við þessa reglugerð skal hún tilkynna það Eftirlitsstofnun EFTA og, með fullu tilliti til þess hversu málið er brýnt og flókið og hvaða afleiðingar það kann að hafa, setja tímamörk sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur til að gera einstaklingum eða lögaðilum, þ.m.t. lögbæru yfirvaldi sem er viðtakandi ákvörðunarinnar, sem verður tekin, kleift að gefa álit sitt á málinu.“,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgreinar við í 4. mgr. 39. gr.:

    „Þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið ákvörðun skv. 3. eða 4. mgr. 18. gr. skal hún endurskoða þá ákvörðun með viðeigandi millibili. Eftirlitsstofnun EFTA skal tilkynna stofnuninni um væntanlegar endurskoðanir, svo og um alla þróun sem skiptir máli fyrir endurskoðunina.
    
    Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um að breyta eða afturkalla ákvörðun skal tekin á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert. Stofnunin skal, tímanlega fyrir áformaða endurskoðun, leggja niðurstöðurnar fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, ásamt drögum, gerist þess þörf.“,

                  iii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „stofnunin“ í 5. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     u)      Í 1. mgr. 40. gr.:

                  i)      bætist eftirfarandi við á eftir orðinu „aðildarríki“ í b-lið:

    „og forstöðumanni opinbers landsyfirvalds, sem er lögbær eftirlitsaðili með lánastofnunum í hverju EFTA-ríki, án atkvæðisréttar,“,

                  ii)      bætist orðin „og Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðinu „eftirlitsstofnununum“ í f-lið.

     v)      Í 43. gr.:

                  i)      bætist orðin „, semja drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðinu „ákvarðanir“ í 2. mgr.,

                  ii)      bætist orðin „,Eftirlitsstofnun EFTA, fastanefnd EFTA-ríkjanna,“ við á eftir orðinu „ráðinu“ í 4. og 6. mgr.

     w)      Í 44. gr.:

                  i)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Ákvæði þessarar málsgreinar skulu gilda, að breyttu breytanda, þegar um ræðir drög sem hafa verið samin fyrir Eftirlitsstofnun EFTA samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar.“,

                  ii)      bætist orðin „ásamt fulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA“ við á eftir orðinu „framkvæmdastjóranum“ í 4. mgr.,

                  iii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 4. mgr.:

    „Aðilar EFTA-ríkjanna í eftirlitsstjórninni samkvæmt b-lið 1. mgr. 40. gr. skulu eiga rétt á að sitja umræður í eftirlitsstjórninni sem varða einstakar fjármálastofnanir.“.

     x)      bætist eftirfarandi orð við á eftir orðinu „aðildarríki“ í 2. mgr. 57. gr.:

    „ásamt einum háttsettum fulltrúa hlutaðeigandi lögbærs yfirvalds frá hverju EFTA-ríki og einum fulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA.“

     y)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 4. mgr. 60. gr.:

    „Ef kæra varðar ákvörðun stofnunarinnar sem var tekin skv. 19. gr., með hliðsjón af 20. gr., eftir því sem við á, í máli þar sem ágreiningurinn tekur einnig til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, skal kærunefndin hvetja lögbært yfirvald hlutaðeigandi EFTA-ríkja til að gera athugasemdir við miðlun upplýsinga frá aðilum að kærumeðferðinni, innan tilgreindra tímamarka. Hlutaðeigandi lögbært yfirvald EFTA-ríkjanna skal hafa rétt til að gera munnlegar athugasemdir.“

     z)      Eftirfarandi undirgreinar bætist við í a-lið 1. mgr. 62. gr.:

    „Landsbundin opinber yfirvöld EFTA-ríkjanna skulu leggja fram fé til fjárhagsáætlunar stofnunarinnar í samræmi við þennan lið.

    Til þess að ákvarða skyldubundin framlög landsbundinna opinberra yfirvalda EFTA-ríkjanna, sem bera ábyrgð á eftirliti með fjármálastofnunum samkvæmt þessum lið, skal vægi hvers EFTA-ríkis vera sem hér segir:

    Ísland: 2

    Liechtenstein 1

    Noregur: 7“

    za)     Eftirfarandi bætist við í 67. gr.:

    „EFTA-ríkin skulu beita bókun 7 um sérréttindi og friðhelgi Evrópusambandsins, sem fylgir með í viðauka við sáttmálann um Evrópusambandið og sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins, gagnvart stofnuninni og starfsfólki hennar.“

zb)        Eftirfarandi málsgrein bætist við í 68. gr.:


    „5.    Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 2. mgr. 12. gr. og a-liðar 3. mgr. 82. gr. ráðningarskilmála annarra starfsmanna er framkvæmdastjóra stofnunarinnar heimilt að gera ráðningarsamning við ríkisborgara EFTA-ríkjanna sem njóta óskertra borgaralegra réttinda.“
        
        Þrátt fyrir ákvæði e-liðar 2. mgr. 12. gr., e-liðar 3. mgr. 82. gr. og 3. mgr. 85. gr. í ráðningarskilmálum annarra starfsmanna, skal stofnunin, að því er varðar starfsfólk hennar, líta á tungumálin sem vísað er til í 1. mgr. 129. gr. EES-samningsins sem tungumál Sambandsins sem vísað er til í 1. mgr. 55. gr. sáttmálans um Evrópusambandið.“

zc)          Eftirfarandi málsgrein bætist við í 72. gr.:

    „4.    Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1049/2001 frá 30. maí 2001 um almennan aðgang að skjölum Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar skulu, að því er varðar beitingu reglugerðarinnar, gilda um lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna að því er varðar skjöl sem stofnunin hefur tekið saman.““


2. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerða (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 1022/2013, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.


3. gr.


Samningsaðilar skulu endurskoða rammann sem var settur samkvæmt þessari ákvörðun og ákvörðunum nr. …/… [Evrópska kerfisáhætturáðið], nr. …/… [Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin]] og nr. …/… [Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin] eigi síðar en fyrir lok ársins [fimm árum eftir gildistöku þessarar ákvörðunar] til að tryggja að hann muni áfram tryggja árangursríka og einsleita beitingu sam­eigin­legra reglna og endurskoðunar á öllu EES-svæðinu.


4. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi [...], eða daginn eftir að síðasta tilkynning samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins berst ( * ), hvort sem ber upp síðar.


5. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel ...
    
    Fyrir hönd sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
    
    formaður.
    
    

Sameiginleg yfirlýsing samningsaðila


vegna ákvörðunar nr. xx/xx um að fella reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 inn í EES-samninginn
[til samþykktar með ákvörðuninni og til birtingar í Stjtíð. ESB]


Evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), hér á eftir nefnd nefnd „stofnunin“, mun starfa með sjálfstæðum hætti, hlutlægt og án mismununar og aðeins í þágu hagsmuna Sambandsins, skv. 5. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010, með áorðnum breytingum samkvæmt ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 1022/2013. Lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna munu, eftir að reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 hefur verið felld inn í EES-samninginn, hafa sömu réttindi og lögbær yfirvöld í aðildarríkjum ESB, án atkvæðisréttar.

Aðildarríki EES-samningsins hafa því, með fullri virðingu fyrir sjálfstæði stofnunarinnar, sam­eigin­legan skilning á því að þegar stofnunin starfar samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, muni hún starfa í þágu sam­eigin­legra hagsmuna allra aðildarríkja EES-samningsins.



Fylgiskjal II.


    Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR

frá

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     (1)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB ( 1 ).

     (2)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, lýstu að loknum fundi sínum 14. október 2014 ( 2 ) um upptöku reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld, yfir ánægju sinni með þá sanngjörnu lausn sem samningsaðilar komust að, þar sem tekið er tillit til uppbyggingar og markmiða reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld og EES-samningsins, svo og lagalegra og pólitískra takmarkana ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES.

     (3)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES lögðu áherslu á að í samræmi við tveggja stoða uppbyggingu EES-samningsins myndi Eftirlitsstofnun EFTA taka ákvarðanir sem yrði beint til lögbærra yfirvalda EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES eða markaðsaðila í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES, í þeirri röð. Evrópsk eftirlitsyfirvöld ESB munu verða til þess bær að grípa til aðgerða sem ekki eru bindandi, eins og að samþykkja tilmæli og sáttaumleitanir sem eru ekki bindandi, einnig gagnvart lögbærum yfirvöldum og markaðsaðilum í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES. Áður en gripið verður til aðgerða, mun hvor aðili um sig, eftir því sem við á, leita eftir samráði, samræmingu eða skiptum á upplýsingum milli evrópskra eftirlitsyfirvalda ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA.

     (4)      Einstakar ákvarðanir og formleg álit Eftirlitsstofnunar EFTA sem beint er til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, sem eiga aðild að EES, eða markaðsaðila verða samþykktar á grundvelli draga sem viðkomandi eftirlitsyfirvöld ESB gera til þess að tryggja að sérþekking eftirlitsyfirvalda ESB verði hluti af ferlinu og að samkvæmni sé milli hinna tveggja stoða. Þannig verður lykilhagræði af eftirliti af hálfu einnar stofnunar varðveitt.

     (5)      Samningsaðilar hafa sam­eigin­legan skilning á því að með þessari ákvörðun er hrint í framkvæmd samkomulagi sem kom fram í þessum niðurstöðum og því ber að túlka hana í samræmi við þær meginreglur sem þær fela í sér.

     (6)      IX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:


1. gr.


Eftirfarandi bætist við á eftir lið 31g (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010) í IX. viðauka við EES-samninginn:

„31h.     32010 R 1094: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB (Stjtíð. ESB L 331, 15.12.2010, bls. 48).

    Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnun EFTA skulu hafa sömu réttindi og skyldur og lögbær yfirvöld aðildarríkja ESB, að atkvæðisrétti undanskildum, í starfi evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar), hér á eftir nefnd „stofnunin“, eftirlitsstjórnar hennar, þ.m.t. nefndum hennar og kærunefndum, með fyrirvara um ákvæði þessa samnings.

    Stofnunin skal, með fyrirvara um ákvæði 108. og 109. gr., hafa rétt til að taka þátt í starfi Eftirlitsstofnunar EFTA og nefndum hennar, þó án ákvæðisréttar, þegar Eftirlitsstofnun EFTA sinnir störfum stofnunarinnar, að því er varðar EFTA-ríkin, eins og kveðið er á um í þessum samningi.

    Starfsreglum stofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA skal haga þannig að þær geti tekið fullan þátt, ásamt lögbærum yfirvöldum EFTA-ríkjanna, hvor í annarrar störfum eins og kveðið er á um í þessum samningi.
    
     b)      Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, ber að skilja hugtökin „aðildarríki“ og „lögbær yfirvöld“ þannig að þau taki EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra auk merkingar þeirra í reglugerðinni, í þeirri röð.

     c)      Starfsreglur stofnunarinnar skulu, nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, gilda að breyttu breytanda að því er varðar málefni sem varða lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna og fjármálastofnanir. Sér í lagi skulu drög sem eru gerð fyrir Eftirlitsstofnun EFTA lúta sömu starfsreglum og gerð samþykktra ákvarðana um sambærileg mál sem varða aðildarríki ESB, m.a. lögbær yfirvöld þeirra og fjármálastofnanir.

     d)      Stofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, starfa saman, skiptast á upplýsingum og hafa samráð að því er varðar þessa reglugerð, einkum áður en þær grípa til aðgerða.

    Komi til ágreinings milli stofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA að því er varðar framkvæmd ákvæða reglugerðarinnar skulu formaður stofnunarinnar og stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA, með tilliti til þess hversu málið er brýnt, boða til fundar án ástæðulausrar tafar til að komast að samhljóða niðurstöðu. Takist ekki að komast að samhljóða niðurstöðu, getur formaður stofnunarinnar eða stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA farið þess á leit við samningsaðila að þeir vísi málinu til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar sem skal fjalla um það í samræmi við 111. gr. þessa samnings, sem skal gilda að breyttu breytanda. Í samræmi við 2. gr. ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 1/94 frá 8. febrúar 1994 um starfsreglur sam­eigin­legu EES-nefndarinnar (Stjtíð. EB L 85, 30.3.1994, bls. 60), getur samningsaðili farið fram á að fundur verði kallaður saman án tafar þegar mikið liggur við. Þrátt fyrir ákvæði þessarar málsgreinar, getur samningsaðili hvenær sem er vísað málinu til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar að eigin frumkvæði, í samræmi við 5. og 111. gr. þessa samnings.

     e)      Vísanir í aðrar gerðir í reglugerðinni skulu gilda að svo miklu leyti og í þeirri mynd sem slíkar gerðir hafa verið felldar inn í samning þennan.

     f)      Í 1. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „stofnunarinnar“ í 4. mgr.,

                  ii)      ákvæði 5. mgr. hljóði svo:

    „Ákvæði þessarar reglugerðar eru með fyrirvara um valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA, einkum skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, til að tryggja að farið sé að EES-samningnum eða fyrrnefndum samningi.“.

     g)      Í 5. mgr. 9. gr.:

                  i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA" í stað orðsins „Stofnunin", að því er varðar EFTA-ríkin, í fyrstu undirgrein,

                  ii)      í stað annarrar og þriðju undirgreinar komi eftirfarandi, að því er varðar EFTA-ríkin:

    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal endurskoða ákvörðunina, sem um getur í fyrstu tveimur undirgreinum, með reglulegu millibili og ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Ef ákvörðunin er ekki endurnýjuð eftir þriggja mánaða tímabil skal hún falla úr gildi sjálfkrafa.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal, svo fljótt sem auðið er eftir að ákvörðunin sem um getur í fyrstu tveimur undirgreinum hefur verið samþykkt, tilkynna stofnuninni um hvenær hún fellur úr gildi. Stofnunin skal leggja niðurstöður sínar fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, ásamt drögum ef þess er þörf, tímanlega áður en þriggja mánaða tímabilið, sem um getur í þriðju undirgrein, rennur út. Eftirlitsstofnun EFTA getur tilkynnt stofnuninni um hvers kyns þróun sem hún telur skipta máli fyrir endurskoðunina.
    
    EFTA-ríki getur óskað eftir að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun sína til endurskoðunar. Eftirlitsstofnun EFTA skal senda þá beiðni til stofnunarinnar. Í því tilviki skal stofnunin, í samræmi við tilhögunina sem kemur fram í annarri undirgrein 1. mgr. 44. gr., íhuga að semja ný drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA.
    
    Ef stofnunin breytir eða afturkallar ákvörðun sem er hliðstæð ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur samþykkt, skal stofnunin, án ástæðulausrar tafar, semja drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA.“.

     h)      Orðin „, fastanefnd EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnun EFTA bætist við á eftir orðinu „framkvæmdastjórnina“ í 4. mgr. 16. gr.

     i)      Í 17. gr.:

                  i)      komi orðin „EES-samningurinn" í stað orðanna „lög Sambandsins“,

                  ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „Stofnunin“ í 1. mgr.,

                  iii)      Orðin „, fastanefndar EFTA-ríkjanna, Eftirlitsstofnunar EFTA“ bætist við á eftir orðinu „framkvæmdastjórnarinnar“ í 2. mgr.

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 2. mgr.:

    „Ef stofnunin rannsakar meint brot á EES-samningnum eða vanrækslu á beitingu hans að því er varðar lögmætt yfirvald EFTA-ríkis, skal hún tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA um eðli og tilgang rannsóknarinnar og veita henni reglulega eftir það uppfærðar upplýsingar sem eru Eftirlitsstofnun EFTA nauðsynlegar til þess að hún geti sinnt verkefnum sínum skv. 4. og 6. mgr.“,

                  v)      hljóði texti annarrar undirgreinar 3. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „Lögbæra yfirvaldið skal, innan tíu virkra daga frá móttöku tilmælanna, tilkynna stofnuninni og Eftirlitsstofnun EFTA til hvaða aðgerða það hefur gripið eða ætli að grípa til, til að tryggja að farið sé að EES-samningnum.“,

                  vi)      hljóði texti 4. og 5. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „4. Eftirlitsstofnun EFTA getur gefið út formlegt álit ef lögbæra yfirvaldið hefur ekki farið að EES-samningnum innan eins mánaðar frá móttöku tilmæla stofnunarinnar, þar sem þess er krafist að lögbæra yfirvaldið grípi til nauðsynlegra aðgerða til að fara að EES-samningnum. Í formlegu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA skal tekið tillit til tilmæla stofnunarinnar.

    Eftirlitsstofnun EFTA skal birta slíkt formlegt álit eigi síðar en þremur mánuðum eftir að tilmælin voru samþykkt. Eftirlitsstofnun EFTA getur framlengt þetta tímabil um einn mánuð.

    Formleg álit Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykkt á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.

    Lögbær yfirvöld skulu veita stofnuninni og Eftirlitsstofnun EFTA allar nauðsynlegar upplýsingar.

    5.     Lögbæra yfirvaldið skal upplýsa stofnunina og Eftirlitsstofnun EFTA, innan tíu virkra daga frá móttöku formlega álitsins, sem um getur í 4. mgr., til hvaða ráðstafana það hafi gripið eða ætli að grípa til, til að tryggja að því formlega áliti verði hlítt.“,

                  vii)      komi orðin „með fyrirvara um valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „með fyrirvara um valdsvið framkvæmdastjórnarinnar skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ og orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ komi í stað orðsins „stofnunin“ í fyrstu undirgrein 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  viii)      hljóði texti annarrar undirgreinar 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  ix)      hljóði texti 8. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „8. Eftirlitsstofnun EFTA skal birta árlega upplýsingar um þau lögbæru yfirvöld og fjármálastofnanir í EFTA-ríkjunum sem ekki hafa farið að þeim formlegu álitum eða ákvörðunum sem um getur í 4. og 6. mgr.“.

     j)      Í 18. gr.:

                  i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðsins „stofnunin“, að því er varðar EFTA-ríkin, í 3. og 4. mgr.,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 3. og 4. mgr.:

    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  iii)      komi orðin „með fyrirvara um valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „með fyrirvara um valdsvið framkvæmdastjórnarinnar skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ í 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     k)      Í 19. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „stofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      bætist orðin „í aðildarríkjum ESB“ við á eftir orðunum „með bindandi hætti fyrir hlutaðeigandi lögbær yfirvöld“ í 3. mgr.,

                  iii)      bætist eftirfarandi undirgreinar við í 3. mgr.:

    „Ef ein­göngu er um lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna að ræða og ef slíkum yfirvöldum tekst ekki að komast að samkomulagi innan tímamarka þeirrar sáttameðferðar, sem um getur í 2. mgr., getur Eftirlitsstofnun EFTA tekið ákvörðun þar sem gerð er krafa um að þau grípi til sérstakra aðgerða, eða grípi ekki til aðgerða, til að jafna ágreininginn, með bindandi hætti fyrir hlutaðeigandi lögbær yfirvöld, í því skyni að tryggja að farið sé að EES-samningnum.

    „Ef um lögbær yfirvöld eins eða fleiri aðildarríkja ESB og eins eða fleiri EFTA-ríkja er að ræða og ef slík yfirvöld ná ekki samkomulagi innan tímamarka þeirrar sáttameðferðar, sem um getur í 2. mgr., geta stofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA tekið ákvörðun þar sem gerð er krafa um að lögbær yfirvöld hlutaðeigandi aðildarríkja ESB annars vegar og hlutaðeigandi EFTA-ríkja hins vegar grípi til sérstakra aðgerða, eða grípi ekki til aðgerða, til að jafna ágreininginn, með bindandi hætti fyrir hlutaðeigandi lögbær yfirvöld, í því skyni að tryggja að farið sé að EES-samningnum.

    Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  iv)      komi orðin „með fyrirvara um valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „með fyrirvara um valdheimildir framkvæmdastjórnarinnar skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ og orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ komi í stað orðsins „Stofnunin“ og orðin „EES-samningnum“ komi í stað orðanna „lögum Sambandsins“ í 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  v)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 4. mgr.:

    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“.

     l)      Eftirfarandi undirgreinar bætist við í 20. gr.:

    „Ef ein­göngu er um lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna að ræða, getur Eftirlitsstofnun EFTA tekið ákvörðun í samræmi við 3. og 4. mgr. 19. gr.
    
    Ef um lögbær yfirvöld eins eða fleiri aðildarríkja ESB og eins eða fleiri EFTA-ríkja er að ræða, geta stofnunin annars vegar og Eftirlitsstofnun EFTA hins vegar tekið ákvörðun í samræmi við 3. og 4. mgr. 19. gr.
    
    Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvalla draga sem stofnunin, evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) og/eða evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), eftir því sem við á, hafa gert, að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnunin, evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) og evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) skulu, eftir því sem við á, komast að sam­eigin­legri afstöðu, í samræmi við 56. gr., og skulu samþykkja ákvarðanirnar og/eða drögin samhliða.“

     m)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „Stofnunin“ í 4. mgr. 21. gr.

     n)      Orðin „, Eftirlitsstofnunar EFTA eða fastanefndar EFTA-ríkjanna,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópuþingsins, ráðsins eða framkvæmdastjórnarinnar“ í 4. mgr. 22. gr. og 1. mgr. 34. gr.

     o)      Orðin „,til seðlabanka aðildarríkisins“ í 5. mgr. 35. gr. taka ekki til Liechtensteins.

     p)      Í 38. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

                  i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „stofnunin“, „stofnuninni og framkvæmdastjórninni“, „stofnuninni, framkvæmdastjórninni“ og „framkvæmdastjórnina og stofnunina“,

                  ii)      komi orðin „fastanefnd EFTA-ríkjanna“ í stað orðsins „ráðið“,

                  iii)      bætist eftirfarandi undirgrein við á eftir fjórðu undirgrein 2. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda tilkynningu hlutaðeigandi EFTA-ríkis til stofnunarinnar og framkvæmdastjórnarinnar. Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um að standa við ákvörðun, breyta henni eða afturkalla skal tekin á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við á eftir þriðju undirgrein 3. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda tilkynningu EFTA-ríkisins til stofnunarinnar, framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins.“,

                  v)      bætist eftirfarandi undirgrein við á eftir fyrstu undirgrein 4. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda tilkynningu EFTA-ríkisins til stofnunarinnar, framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins.“,

                  vi)      bætist eftirfarandi málsgrein við:

    „6.     Ef ákvörðun í máli sem fellur undir 3. mgr. 19. gr., með hliðsjón af 20. gr., eftir því sem við á, og varðar ágreining sem einnig tekur til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, er frestað eða felld úr gildi samkvæmt þessari grein, skal einnig fresta eða fella úr gildi allar samhliða ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA í viðkomandi máli.

    Ef stofnunin breytir ákvörðun sinni eða afturkallar hana, í slíkum tilvikum, skal stofnunin, án ástæðulausrar tafar, gera drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA.“

     q)      Í 39. gr.:

                  i)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Þegar stofnunin semur drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA í samræmi við þessa reglugerð skal hún tilkynna það Eftirlitsstofnun EFTA og, með fullu tilliti til þess hversu málið er brýnt og flókið og hvaða afleiðingar það kann að hafa, setja tímamörk sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur til að gera einstaklingum eða lögaðilum, þ.m.t. lögbæru yfirvaldi sem er viðtakandi ákvörðunarinnar sem verður tekin, kleift að gefa álit sitt á málinu.“,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgreinar við í 4. mgr. 39. gr.:

    „Þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið ákvörðun skv. 3. eða 4. mgr. 18. gr. skal hún endurskoða þá ákvörðun með viðeigandi millibili. Eftirlitsstofnun EFTA skal tilkynna stofnuninni um væntanlegar endurskoðanir, svo og um alla þróun sem skiptir máli fyrir endurskoðunina.
    
    Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um að breyta eða afturkalla ákvörðun skal tekin á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert. Stofnunin skal, tímanlega fyrir áformaða endurskoðun, leggja niðurstöðurnar fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, ásamt drögum, gerist þess þörf.“,

                  iii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „stofnunin“ í 5. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     r)      Í 1. mgr. 40. gr.:

                  i)      bætist eftirfarandi við á eftir orðinu „aðildarríki“ í b-lið:

    „og forstöðumanni opinbers landsyfirvalds, sem er lögbær eftirlitsaðili með fjármálastofnunum í hverju EFTA-ríki, án atkvæðisréttar,“,

                  ii)      bætist orðin „og Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðinu „eftirlitsstofnununum“ í e-lið.

     s)      Í 43. gr.:

                  i)      bætist orðin „, semja drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðinu „ákvarðanir“ í 2. mgr.,

                  ii)      Orðin „, Eftirlitsstofnun EFTA, fastanefnd EFTA-ríkjanna,“ bætist við á eftir orðinu „ráðinu“ í 4. og 6. mgr.

     t)      Í 44. gr.:
                  i)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Ákvæði þessarar málsgreinar skulu gilda, að breyttu breytanda, þegar um ræðir drög sem hafa verið samin fyrir Eftirlitsstofnun EFTA samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar.“,

                  ii)      bætist orðin „ásamt fulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA“ við á eftir orðinu „framkvæmdastjóranum“ í 4. mgr.,

                  iii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 4. mgr.:

    „Aðilar EFTA-ríkjanna í eftirlitsstjórninni samkvæmt b-lið í 1. mgr. 40. gr. skulu eiga rétt á að sitja umræður í eftirlitsstjórninni sem varða einstakar fjármálastofnanir.“.

     u)      bætist eftirfarandi orð við á eftir orðinu „aðildarríki“ í 2. mgr. 57. gr.:

    „ásamt einum háttsettum fulltrúa viðkomandi lögbærs yfirvalds frá hverju EFTA-ríki og einum fulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA.“

     v)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 4. mgr. 60. gr.:

    „Ef kæra varðar ákvörðun stofnunarinnar sem var tekin skv. 19. gr., með hliðsjón af 20. gr., eftir því sem við á, í máli þar sem ágreiningurinn tekur einnig til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, skal kærunefndin hvetja hlutaðeigandi lögbært yfirvald EFTA-ríkjanna til að gera athugasemdir við miðlun upplýsinga frá aðilum að kærumeðferðinni, innan tilgreindra tímamarka. Hlutaðeigandi lögbært yfirvald EFTA-ríkjanna skal hafa rétt til að gera munnlegar athugasemdir.“

     w)      Eftirfarandi undirgreinar bætist við í 1-lið í 1. mgr. 62. gr.:

    „Landsbundin opinber yfirvöld EFTA-ríkjanna skulu leggja fram fé til fjárhagsáætlunar stofnunarinnar í samræmi við þennan lið.

    Til þess að ákvarða skyldubundin framlög landsbundinna opinberra yfirvalda EFTA-ríkjanna, sem bera ábyrgð á eftirliti með fjármálastofnunum samkvæmt þessum lið, skal vægi hvers EFTA-ríkis vera sem hér segir:

    Ísland: 2

    Liechtenstein 1

    Noregur: 7“

     x)      Eftirfarandi bætist við í 67. gr.:

    „EFTA-ríkin skulu beita bókun 7 um sérréttindi og friðhelgi Evrópusambandsins, sem fylgir með í viðauka við sáttmálann um Evrópusambandið og sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins, gagnvart stofnuninni og starfsfólki hennar.“

     y)      Eftirfarandi málsgrein bætist við í 68. gr.:

    „5.     Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 2. mgr. 12. gr. og a-liðar 3. mgr. 82. gr. ráðningarskilmála annarra starfsmanna er framkvæmdastjóra stofnunarinnar heimilt að gera ráðningarsamning við ríkisborgara EFTA-ríkjanna sem njóta óskertra borgaralegra réttinda.“
        
        Þrátt fyrir ákvæði e-liðar 2. mgr. 12. gr., e-liðar 3. mgr. 82. gr. og 3. mgr. 85. gr. í ráðningarskilmálum annarra starfsmanna, skal stofnunin, að því er varðar starfsfólk hennar, líta á tungumálin sem vísað er til í 1. mgr. 129. gr. EES-samningsins sem tungumál Sambandsins sem vísað er til í 1. mgr. 55. gr. sáttmálans um Evrópusambandið.“

     z)      Eftirfarandi málsgrein bætist við í 72. gr.:

    „4.    Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1049/2001 frá 30. maí 2001 um almennan aðgang að skjölum Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar skulu, að því er varðar beitingu reglugerðarinnar, gilda um lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna að því er varðar skjöl sem stofnunin hefur tekið saman.““


2. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerðar (ESB) nr. 1094/2010, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.


3. gr.


Samningsaðilar skulu endurskoða rammann sem var settur samkvæmt þessari ákvörðun og ákvörðunum nr. …/… [Evrópska kerfisáhætturáðið], nr. …/… [Evrópska bankaeftirlitsstofnunin] og nr. …/… [Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin] eigi síðar en fyrir lok ársins [fimm árum eftir gildistöku þessarar ákvörðunar] til að tryggja að hann muni áfram tryggja árangursríka og einsleita beitingu sam­eigin­legra reglna og endurskoðunar á öllu EES-svæðinu.



4. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi [...], eða daginn eftir að síðasta tilkynning samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins berst, hvort sem ber upp síðar ( * ).


5. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel ...

    Fyrir hönd sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
    
    formaður.
         

Sameiginleg yfirlýsing samningsaðila

vegna ákvörðunar nr. xx/xx um að fella reglugerð (ESB) nr. 1094/2010 inn í EES-samninginn
[til samþykktar með ákvörðuninni og til birtingar í Stjtíð. ESB]


Evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), hér á eftir nefnd „stofnunin“, mun starfa með sjálfstæðum hætti, hlutlægt og aðeins í þágu hagsmuna Sambandsins, skv. 6. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1094/2010. Lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna munu, eftir að þessi reglugerð hefur verið felld inn í EES-samninginn, hafa sömu réttindi og lögbær yfirvöld í aðildarríkjum ESB, án atkvæðisréttar.

Aðildarríki EES-samningsins hafa því, með fullri virðingu fyrir sjálfstæði stofnunarinnar, sam­eigin­legan skilning á því að þegar stofnunin starfar samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, muni hún starfa í þágu sam­eigin­legra hagsmuna allra aðildarríkja EES-samningsins.


Fylgiskjal III.


    Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB.
    

ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR

frá

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     (1)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB ( 1 ).

     (2)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, lýstu í niðurstöðum fundar síns 14. október 2014 ( 2 ) um upptöku reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld, yfir ánægju sinni með þá sanngjörnu lausn sem samningsaðilar komust að, þar sem tekið er tillit til uppbyggingar og markmiða reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld og EES-samningsins, svo og lagalegra og pólitískra takmarkana ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES.

     (3)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, lögðu áherslu á að í samræmi við tveggja stoða uppbyggingu EES-samningsins myndi Eftirlitsstofnun EFTA taka ákvarðanir sem beint yrði til lögbærra yfirvalda EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, eða markaðsaðila í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES, í þeirri röð. Evrópsk eftirlitsyfirvöld ESB munu verða til þess bær að grípa til aðgerða sem ekki eru bindandi, eins og að samþykkja tilmæli og sáttaumleitanir sem eru ekki bindandi, einnig gagnvart lögbærum yfirvöldum og markaðsaðilum í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES. Áður en gripið verður til aðgerða, mun hvor aðili um sig, eftir því sem við á, leita eftir samráði, samræmingu eða skiptum á upplýsingum milli evrópskra eftirlitsyfirvalda ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA.

     (4)      Einstakar ákvarðanir og formleg álit Eftirlitsstofnunar EFTA sem beint er til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, sem eiga aðild að EES, eða markaðsaðila verða teknar á grundvelli draga sem viðkomandi eftirlitsyfirvöld ESB gera til þess að tryggja að sérþekking eftirlitsyfirvalda ESB verði hluti af ferlinu og að samkvæmni sé milli hinna tveggja stoða. Þannig verður lykilhagræði af eftirliti af hálfu einnar stofnunar varðveitt.

     (5)      Samningsaðilar hafa sam­eigin­legan skilning á því að með þessari ákvörðun er hrint í framkvæmd samkomulagi, sem kom fram í fyrrgreindum niðurstöðum, og því ber að túlka hana í samræmi við þær meginreglur sem þær fela í sér.

     (6)      IX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:


1. gr.


Eftirfarandi bætist við á eftir lið 31h (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010) í IX. viðauka við samninginn:

„31h.     32010 R 1095: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB (Stjtíð. ESB L 331, 15.12.2010, bls. 84).

    Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnun EFTA skulu hafa sömu réttindi og skyldur og lögbær yfirvöld aðildarríkja ESB, að atkvæðisrétti undanskildum, í starfi evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar), hér á eftir nefnd „stofnunin“, eftirlitsstjórnar hennar, þ.m.t. nefndum hennar og kærunefndum, með fyrirvara um ákvæði þessa samnings.

    Stofnunin skal, með fyrirvara um ákvæði 108. og 109. gr. þessa samnings, hafa rétt til að taka þátt í starfi Eftirlitsstofnunar EFTA og nefndum hennar, þó án ákvæðisréttar, þegar Eftirlitsstofnun EFTA sinnir störfum stofnunarinnar, að því er varðar EFTA-ríkin, eins og kveðið er á um í þessum samningi.
    
    Starfsreglum stofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA skal haga þannig að þær geti tekið fullan þátt, ásamt lögbærum yfirvöldum EFTA-ríkjanna, hvor í annarrar störfum, eins og kveðið er á um í þessum samningi.

     b)      Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, ber að skilja hugtökin „aðildarríki“ og „lögbær yfirvöld“ þannig að þau taki EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra auk merkingar þeirra í reglugerðinni, í þeirri röð.

     c)      Starfsreglur stofnunarinnar skulu, nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, gilda að breyttu breytanda að því er varðar málefni sem varða lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna og þátttakendur á fjármálamarkaði. Sér í lagi skulu drög sem eru samin fyrir Eftirlitsstofnun EFTA lúta sömu starfsreglum og gerð samþykktra ákvarðana um sambærileg mál sem varða aðildarríki ESB, m.a. lögbær yfirvöld þeirra og þátttakendur á fjármálamarkaði.

     d)      Stofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, starfa saman, skiptast á upplýsingum og hafa samráð að því er varðar þessa reglugerð, einkum áður en þær grípa til aðgerða.

    Komi til ágreinings milli stofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA að því er varðar framkvæmd ákvæða reglugerðarinnar skulu formaður stofnunarinnar og stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA, með tilliti til þess hversu málið er brýnt, boða til fundar án ástæðulausrar tafar til að komast að samhljóða niðurstöðu. Takist ekki að komast að samhljóða niðurstöðu, getur formaður stofnunarinnar eða stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA farið þess á leit við samningsaðila að þeir vísi málinu til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar sem skal fjalla um það í samræmi við 111. gr. þessa samnings, sem skal gilda að breyttu breytanda. Í samræmi við 2. gr. ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 1/94 frá 8. febrúar 1994 um starfsreglur sam­eigin­legu EES-nefndarinnar (Stjtíð. EB L 85, 30.3.1994, bls. 60), getur samningsaðili farið fram á að fundur verði kallaður saman án tafar þegar mikið liggur við. Þrátt fyrir ákvæði þessarar málsgreinar, getur samningsaðili hvenær sem er vísað málinu til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar að eigin frumkvæði, í samræmi við 5. og 111. gr. þessa samnings.

     e)      Vísanir í aðrar gerðir í reglugerðinni skulu gilda að svo miklu leyti og í þeirri mynd sem slíkar gerðir hafa verið felldar inn í samning þennan.

     f)      Texti 4. mgr. 1. gr., að því er varðar EFTA-ríkin, hljóði svo:

    „Ákvæði reglugerðar þessarar eru með fyrirvara um valdsvið Eftirlits-stofnunar EFTA, einkum skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, til að tryggja að farið sé að EES-samningnum eða fyrrnefndum samningi.“

     g)      Í 5. mgr. 9. gr.:

                  i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðsins „Stofnunin“, að því er varðar EFTA-ríkin, í fyrstu undirgrein,

                  ii)      komi eftirfarandi í stað annarrar og þriðju undirgreinar, að því er varðar EFTA-ríkin:

    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, teknar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal endurskoða ákvörðunina, sem um getur í fyrstu tveimur undirgreinum, með reglulegu millibili og ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Ef ákvörðunin er ekki endurnýjuð eftir þriggja mánaða tímabil skal hún falla úr gildi sjálfkrafa.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal, svo fljótt sem auðið er eftir að ákvörðunin, sem um getur í fyrstu og þriðju undirgrein, hefur verið samþykkt, tilkynna stofnuninni um hvenær hún fellur úr gildi. Stofnunin skal leggja niðurstöður sínar fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, ásamt drögum ef þess er þörf, tímanlega áður en þriggja mánaða tímabilið, sem um getur í annarri undirgrein, rennur út. Eftirlitsstofnun EFTA getur tilkynnt stofnuninni um hvers kyns þróun sem hún telur skipta máli fyrir endurskoðunina.
    
    EFTA-ríki getur óskað eftir að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun sína til endurskoðunar. Eftirlitsstofnun EFTA skal senda þá beiðni til stofnunarinnar. Í því tilviki skal stofnunin íhuga, í samræmi við tilhögunina, sem er sett fram í annarri undirgrein 1. mgr. 44. gr., að semja ný drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA.
    
    Ef stofnunin breytir eða afturkallar ákvörðun sem er hliðstæð ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur samþykkt, skal stofnunin, án ástæðulausrar tafar, semja drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA.“.

     h)      Orðin „, fastanefnd EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðinu „framkvæmdastjórnina“ í 4. mgr. 16. gr.

     i)      Í 17. gr.:

                  i)      komi orðin „EES-samningurinn“ í stað orðanna „lög Sambandsins“,

                  ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „Stofnunin" í 1. mgr.,

                  iii)      bætist orðin „, fastanefndar EFTA-ríkjanna, Eftirlitsstofnunar EFTA“ við á eftir orðinu „framkvæmdastjórnarinnar“ í 2. mgr.

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 2. mgr.:

    „Ef stofnunin rannsakar meint brot á EES-samningnum eða vanrækslu á beitingu hans, að því er varðar lögbært yfirvald EFTA-ríkis, skal hún tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA um eðli og tilgang rannsóknarinnar og veita henni reglulega eftir það uppfærðar upplýsingar sem eru Eftirlitsstofnun EFTA nauðsynlegar til þess að hún geti sinnt verkefnum sínum skv. 4. og 6. mgr.“,

                  v)      hljóði texti annarrar undirgreinar 3. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „Lögbæra yfirvaldið skal, innan tíu virkra daga frá móttöku tilmælanna, tilkynna stofnuninni og Eftirlitsstofnun EFTA til hvaða aðgerða það hefur gripið, eða ætli að grípa til, til að tryggja að farið sé að EES-samningnum.“,

                  vi)      hljóði texti 4. og 5. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „4. Eftirlitsstofnun EFTA getur gefið út formlegt álit ef lögbæra yfirvaldið hefur ekki farið að EES-samningnum innan eins mánaðar frá móttöku tilmæla stofnunarinnar, þar sem þess er krafist að lögbæra yfirvaldið grípi til nauðsynlegra aðgerða til að fara að EES-samningnum. Í formlegu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA skal tekið tillit til tilmæla stofnunarinnar.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal birta slíkt formlegt álit eigi síðar en þremur mánuðum eftir að tilmælin voru samþykkt. Eftirlitsstofnun EFTA getur framlengt þetta tímabil um einn mánuð.
    
    Formleg álit Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykkt á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.
    
    Lögbær yfirvöld skulu veita stofnuninni og Eftirlitsstofnun EFTA allar nauðsynlegar upplýsingar.
    
    5.     Lögbæra yfirvaldið skal upplýsa stofnunina og Eftirlitsstofnun EFTA, innan tíu virkra daga frá móttöku formlega álitsins, sem um getur í 4. mgr., til hvaða aðgerða það hafi gripið eða ætli að grípa til, til að tryggja að því formlega áliti verði hlítt.“,

                  vii)      komi orðin „með fyrirvara um valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „með fyrirvara um valdsvið framkvæmdastjórnarinnar skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ og orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ komi í stað orðsins „stofnunin“ í fyrstu undirgrein 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  viii)      hljóði texti annarrar undirgreinar 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    
    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, teknar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  ix)      hljóði texti 8. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „8. Eftirlitsstofnun EFTA skal birta árlega upplýsingar um þau lögbæru yfirvöld og þátttakendur á fjármálamarkaði í EFTA-ríkjunum sem hafa ekki farið að þeim formlegu álitum eða ákvörðunum sem um getur í 4. og 6. mgr.“.

     j)      Í 18. gr.:

                  i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðsins „stofnunin“, að því er varðar EFTA-ríkin, í 3. og 4. mgr.,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 3. og 4. mgr.:

    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, teknar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  iii)      komi orðin „með fyrirvara um valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „með fyrirvara um valdsvið framkvæmdastjórnarinnar skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ í 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     k)      Í 19. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „stofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      bætist orðin „í aðildarríkjum ESB“ við á eftir orðunum „með bindandi hætti fyrir hlutaðeigandi lögbær yfirvöld“ í 3. mgr.,

                  iii)      bætist eftirfarandi undirgreinar við í 3. mgr.:

    „Ef einungis er um lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna að ræða og ef slík yfirvöld ná ekki samkomulagi innan tímamarka þeirrar sáttameðferðar, sem um getur í 2. mgr., getur Eftirlitsstofnun EFTA tekið ákvörðun þar sem gerð er krafa um að þau grípi til sérstakra aðgerða, eða grípi ekki til aðgerða, til að jafna ágreininginn með bindandi hætti fyrir hlutaðeigandi lögbær yfirvöld, í því skyni að tryggja að farið sé að EES-samningnum.
    
    „Ef um lögbær yfirvöld eins eða fleiri aðildarríkja ESB og eins eða fleiri EFTA-ríkja er að ræða og ef slík yfirvöld ná ekki samkomulagi innan tímamarka þeirrar sáttameðferðar, sem um getur í 2. mgr., geta stofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA tekið ákvörðun þar sem gerð er krafa um að lögbær yfirvöld í hlutaðeigandi aðildarríkjum ESB annars vegar og í hlutaðeigandi EFTA-ríkjum hins vegar grípi til sérstakra aðgerða, eða grípi ekki til aðgerða, til að jafna ágreininginn með bindandi hætti fyrir hlutaðeigandi lögbær yfirvöld, í því skyni að tryggja að farið sé að EES-samningnum.
    
    Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, teknar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  iv)      komi orðin „með fyrirvara um valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „með fyrirvara um valdheimildir framkvæmdastjórnarinnar skv. 258. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins“ og orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ komi í stað orðsins „stofnunin“ og orðin „EES-samningnum“ komi í stað orðanna „lögum Sambandsins“ í 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  v)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 4. mgr.:

    „Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, teknar á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“.

     l)      Eftirfarandi undirgreinar bætist við í 20. gr.:

    „Ef einungis er um lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna að ræða, getur Eftirlitsstofnun EFTA tekið ákvörðun í samræmi við 3. og 4. mgr. 19. gr.
    
    Ef um lögbær yfirvöld eins eða fleiri aðildarríkja ESB og eins eða fleiri EFTA-ríkja er að ræða, geta stofnunin annars vegar og Eftirlitsstofnun EFTA hins vegar tekið ákvörðun í samræmi við 3. og 4. mgr. 19. gr.
    
    Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA skulu, án ástæðulausrar tafar, teknar á grundvalla draga sem stofnunin, evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) og/eða evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), eftir því sem við á, hafa gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnunin, evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) og evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) skulu, eftir því sem við á, komast að sam­eigin­legri afstöðu, í samræmi við 56. gr., og skulu samþykkja ákvarðanirnar og/eða drögin samhliða.“

     m)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðinu „Stofnunin“ í 4. mgr. 21. gr.

     n)      Orðin „, Eftirlitsstofnunar EFTA eða fastanefndar EFTA-ríkjanna,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópuþingsins, ráðsins eða framkvæmdastjórnarinnar“ í 4. mgr. 22. gr. og 1. mgr. 34. gr.

     o)      Orðin „,til seðlabanka aðildarríkisins“ í 5. mgr. 35. gr. taka ekki til Liechtensteins.

     p)      Í 38. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

                  i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „stofnunin“, „stofnunin og framkvæmdastjórnin“, „stofnunin, framkvæmdastjórnin“ og „framkvæmdastjórnin og stofnunin“,

                  ii)      komi orðin „fastanefnd EFTA-ríkjanna“ í stað orðsins „ráðið“,

                  iii)      bætist eftirfarandi undirgrein við á eftir fjórðu undirgrein 2. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda tilkynningu hlutaðeigandi EFTA-ríkis til stofnunarinnar og framkvæmdastjórnarinnar. Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um að standa við ákvörðun, breyta henni eða afturkalla skal tekin á grund-velli draga sem stofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við á eftir þriðju undirgrein 3. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda tilkynningu EFTA-ríkisins til stofnunarinnar, framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins.“,

                  v)      bætist eftirfarandi undirgrein við á eftir fyrstu undirgrein 4. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda tilkynningu EFTA-ríkisins til stofnunarinnar, framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins.“,

                  vi)      bætist eftirfarandi málsgrein við:

    „6. Ef ákvörðun í máli sem fellur undir 3. mgr. 19. gr., með hliðsjón af 20. gr., eftir því sem við á, og varðar ágreining sem einnig tekur til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, er frestað eða felld úr gildi samkvæmt þessari grein, skal einnig fresta eða fella úr gildi allar samhliða ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA í viðkomandi máli.
    
    Ef stofnunin breytir ákvörðun sinni eða afturkallar hana, í slíkum tilvikum, skal stofnunin, án ástæðulausrar tafar, semja drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA.“

     q)      Í 39. gr.:

                  i)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Þegar stofnunin semur drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA í samræmi við þessa reglugerð skal hún tilkynna það Eftirlitsstofnun EFTA og, með fullu tilliti til þess hversu málið er brýnt, flókið og hvaða afleiðingar það kann að hafa, setja tímamörk sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur til að gera einstaklingum eða lögaðilum, þ.m.t. lögbæru yfirvaldi sem er viðtakandi ákvörðunarinnar sem verður tekin, kleift að gefa álit sitt á málinu.“,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgreinar við í 4. mgr.:

    „Þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið ákvörðun skv. 3. eða 4. mgr. 18. gr. skal hún endurskoða þá ákvörðun með viðeigandi millibili. Eftirlitsstofnun EFTA skal tilkynna stofnuninni um væntanlegar endurskoðanir, svo og um öll málsatvik sem skipta máli fyrir endurskoðunina.
    
    Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um að breyta eða afturkalla ákvörðun skal tekin á grundvelli draga sem stofnunin hefur gert. Stofnunin skal, tímanlega fyrir áformaða endurskoðun, senda Eftirlitsstofnun EFTA niðurstöðurnar, ásamt drögum, gerist þess þörf.“,

                  iii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðinu „stofnunin“ í 5. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     r)      Í 1. mgr. 40. gr.:

                  i)      bætist eftirfarandi við á eftir orðinu „aðildarríki“ í lið b):

    „og forstöðumanni opinbers landsyfirvalds, sem er lögbær eftirlitsaðili með þátttakendum á fjármálamarkaði í hverju EFTA-ríki, án atkvæðisréttar“,

                  ii)      bætist orðin „og Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðinu „eftirlitsstofnununum“ í lið e) í 1. mgr.,

     s)      Í 43. gr.:

                  i)      bætist orðin „,semja drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðinu „ákvarðanir“ í 2. mgr.,

                  ii)      bætist orðin „,Eftirlitsstofnun EFTA, fastanefnd EFTA-ríkjanna,“ við á eftir orðinu „ráðinu“ í 4. og 6. mgr.


     t)      Í 44. gr.:

                  i)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Ákvæði þessarar málsgreinar skulu gilda, að breyttu breytanda, þegar um ræðir drög sem hafa verið samin fyrir Eftirlitsstofnun EFTA samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar.“,

                  ii)      bætist orðin „ásamt fulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA“ við á eftir orðinu „framkvæmdastjóranum“ í 4. mgr.,

                  iii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 4. mgr.:

    „Aðilar EFTA-ríkjanna í eftirlitsstjórninni samkvæmt lið b) í 1. mgr. 40. gr. skulu hafa rétt til að sitja umræður í eftirlitsstjórninni sem varða einstaka þátttakendur á fjármálamörkuðum.“.

     u)      Eftirfarandi orð bætist við á eftir orðinu „aðildarríki“ í 2. mgr. 57. gr.:

    „ásamt einum háttsettum fulltrúa viðkomandi lögbærs yfirvalds frá hverju EFTA-ríki og einum fulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA.“

     v)      Eftirfarandi undirgrein bætist við í 4. mgr. 60. gr.:

    „Ef kæra varðar ákvörðun stofnunarinnar sem var tekin skv. 19. gr., með hliðsjón af 20. gr., eftir því sem við á, í máli þar ágreiningurinn tekur einnig til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, skal kærunefndin hvetja hlutaðeigandi lögbært yfirvald EFTA-ríkjanna til að gera athugasemdir við miðlun upplýsinga frá aðilum að sáttameðferðinni, innan tilgreindra tímamarka. Hlutaðeigandi lögbært yfirvald EFTA-ríkjanna skal hafa rétt til að gera munnlegar athugasemdir.“

     w)      Eftirfarandi undirgreinar bætist við í lið a) í 1. mgr. 62. gr.:

    „Landsbundin opinber yfirvöld EFTA-ríkjanna skulu leggja fram fjármuni til fjárhagsáætlunar stofnunarinnar í samræmi við þennan lið.
    
    Til þess að ákvarða skyldubundin framlög landsbundinna opinberra yfirvalda EFTA-ríkjanna, sem bera ábyrgð á eftirliti með þátttakendum á fjármálamarkaði samkvæmt þessum lið, skal vægi hvers EFTA-ríkis vera sem hér segir:
    
    Ísland: 2
    
    Liechtenstein: 1
    
    Noregur: 7“

     x)      Eftirfarandi bætist við í 67. gr.:

    „EFTA-ríkin skulu beita gagnvart stofnuninni og starfsfólki hennar bókun 7 um sérréttindi og friðhelgi Evrópusambandsins, sem fylgir með í viðauka við sáttmálann um Evrópusambandið og sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins.“

     y)      Eftirfarandi málsgrein bætist við í 68. gr.:

    „5.    Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 2. mgr. 12. gr. og a-liðar 3. mgr. 82. gr. í ráðningarskilmálum annarra starfsmanna er framkvæmdastjóra stofnunarinnar heimilt að gera ráðningarsamning við ríkisborgara EFTA-ríkjanna sem njóta óskertra borgaralegra réttinda.“
    
    Þrátt fyrir ákvæði e-liðar 2. mgr. 12. gr., e-liðar 3. mgr. 82. gr. og 3. mgr. 85. gr. í ráðningarskilmálum annarra starfsmanna, skal stofnunin, að því er varðar starfsfólk hennar, líta á tungumálin sem vísað er til í 1. mgr. 129. gr. EES-samningsins sem tungumál Sambandsins sem vísað er til í 1. mgr. 55. gr. sáttmálans um Evrópusambandið.“

     z)      Eftirfarandi málsgrein bætist við í 72. gr.:

    „4.         Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1049/2001 frá 30. maí 2001 um almennan aðgang að skjölum Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar skulu, að því er varðar beitingu reglugerðarinnar, gilda um lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna að því er varðar skjöl sem stofnunin hefur tekið saman.““


2. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.


3. gr.


Samningsaðilar skulu endurskoða rammann sem var settur samkvæmt þessari ákvörðun og ákvörðunum nr. […/…] [Evrópska kerfisáhætturáðið], nr. […/…] [Evrópska bankaeftirlitsstofnunin] og nr. […/…] [Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin] eigi síðar en fyrir lok ársins [fimm árum eftir gildistöku þessarar ákvörðunar] til að tryggja að hann muni áfram tryggja árangursríka og einsleita beitingu sam­eigin­legra reglna og endurskoðunar á öllu EES-svæðinu.


4. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi [...], eða daginn eftir að síðasta tilkynning samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins berst, hvort sem ber upp síðar ( * ).


5. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.


Gjört í Brussel ...
    
    Fyrir hönd sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
    
    formaður.


Sameiginleg yfirlýsing samningsaðila

vegna ákvörðunar nr. xx/xx um að fella reglugerð (ESB) nr. 1095/2010 inn í EES-samninginn
[til samþykktar með ákvörðuninni og til birtingar í Stjtíð. ESB]


Evrópska eftirlitsstofnunin (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), hér á eftir nefnd „stofnunin“, mun starfa með sjálfstæðum hætti, hlutlægt og aðeins í þágu hagsmuna Sambandsins, skv. 5. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010.

Lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna munu, eftir að þessi reglugerð hefur verið felld inn í EES-samninginn, hafa sömu réttindi og lögbær yfirvöld í aðildarríkjum ESB, þó án atkvæðisréttar.

Aðildarríki EES-samningsins hafa því, með fullri virðingu fyrir sjálfstæði stofnunarinnar, sam­eigin­legan skilning á því að þegar stofnunin starfar samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, muni hún starfa í þágu sam­eigin­legra hagsmuna allra aðildarríkja EES-samningsins.


Fylgiskjal IV.


    Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1092/2010 frá 24. nóvember 2010 um þjóðhagsvarúðareftirlit með fjármálakerfinu á sviði Evrópusambandsins og um stofnun Evrópska kerfisáhætturáðsins.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR

frá

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn



SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     (1)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1092/2010 frá 24. nóvember 2010 um þjóðhagsvarúðareftirlit með fjármála-kerfinu á sviði Evrópusambandsins og um stofnun Evrópska kerfisáhætturáðsins ( 1 ).

     (2)      IX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:


1. gr.


Eftirfarandi bætist við á eftir lið 31ed (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/C 326/07) í IX. viðauka við EES-samninginn:
„31f.     32010 R 1092: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1092/2010 frá 24. nóvember 2010 um þjóðhagsvarúðareftirlit með fjármálakerfinu á sviði Evrópusambandsins og um stofnun Evrópska kerfisáhætturáðsins (Stjtíð. ESB L 331, 15.12.2010, bls. 1).

    Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Viðkomandi yfirvöld EFTA-ríkjanna skulu taka þátt í starfi Evrópska kerfisáhætturáðsins (ESBR).

     b)      Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, ber að skilja hugtökin „aðildarríki“, „lögbær yfirvöld“ og „eftirlitsyfirvöld“ þannig að þau taki EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra og eftirlitsyfirvalda, í þeirri röð, auk merkingar þeirra í reglugerðinni. Þetta gildir ekki að því er varðar 2. mgr. 5. gr., 5. mgr. 9. gr. og c-lið 1. mgr. 11. gr.

     c)      Eftirfarandi bætist við í 2. mgr. 6. gr.:

    „c)     seðlabankastjórar EFTA-ríkjanna eða, að því er varðar Liechtenstein, háttsettur fulltrúi fjármálaráðuneytisins,

    d)     stjórnarmaður Eftirlitsstofnunar EFTA, þegar það varðar verkefni hennar.

    Meðlimir almenna ráðsins án atkvæðisréttar sem um getur í liðum c) og d) skulu ekki taka þátt í starfi almenna ráðsins þar sem staða einstakra fjármálastofnana ESB eða aðildarríkja ESB kann að vera rædd.“

     d)      Eftirfarandi liður bætist við í 1. mgr. 13. gr.:

    „i)     einn fulltrúi frá hverjum seðlabanka EFTA-ríkjanna eða, að því er varðar Liechtenstein, fulltrúi fjármálaráðuneytisins. Þessir fulltrúar skulu ekki taka þátt í starfi ráðgefandi tækninefndarinnar þar sem staða einstakra fjármálastofnana ESB eða aðildarríkja ESB kann að vera rædd.“

     e)      Eftirfarandi undirgrein bætist við í 2. mgr. 15. gr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA, seðlabankar, innlend eftirlitsyfirvöld og hagskýrsluyfirvöld EFTA-ríkjanna skulu starfa náið með Evrópska kerfisáhætturáðinu og skulu veita því allar nauðsynlegar upplýsingar til að það geti sinnt verkefnum sínum í samræmi við EES-samninginn.“

     f)      Orðin „, og, sé EFTA-ríki eða eitt eða fleiri eftirlitsyfirvöld þess viðtakandi, fastanefndar EFTA-ríkjanna“ bætist við á eftir orðinu „framkvæmdastjórnarinnar“ og orðin „og Eftirlitsstofnunar EFTA“ bætist við á eftir orðinu „eftirlitsstofnananna“ í 3. mgr. 16. gr.

     g)      Orðin „og, sé EFTA-ríki eða eitt eða fleiri eftirlitsyfirvöld þess viðtakandi, fastanefnd EFTA-ríkjanna“ bætist við á eftir orðinu „ráðið“ í 1. og 2. mgr. 17. gr. og 1. mgr. 18. gr.

     h)      Ákvæði 3. mgr. 17. gr. gilda ekki að því er varðar ákvarðanir vegna tilmæla sem beint er til eins eða fleiri EFTA-ríkja.

     i)      Orðin „, Eftirlitsstofnun EFTA og fastanefnd EFTA-ríkjanna“ bætist við á eftir orðinu „eftirlitsstofnanirnar“ í 4. mgr. 18. gr.


2. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerðar (ESB) nr. 1092/2010, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.


3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi ..., eða daginn eftir að síðasta tilkynning samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins berst ( * ), hvort sem ber upp síðar.


4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau

Gjört í Brussel.

    Fyrir hönd sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
    
    formaður.

    

Sameiginleg yfirlýsing samningsaðila

vegna ákvörðunar nr. .../... um að fella reglugerð (ESB) nr. 1092/2010 inn í EES-samninginn


Samningsaðilar benda á að reglugerð (ESB) nr. 1092/2010 heimilar aðeins að ríki sem eru ekki aðildarríki ESB taki að takmörkuðu leyti þátt í starfsemi Evrópska kerfisáhætturáðsins. ESB mun, í tengslum við hugsanlega endurskoðun reglugerðar (ESB) nr. 1092/2010 í framtíðinni, meta hvort unnt væri að veita EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES, þátttökurétt sem svarar til þátttöku EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, í þeim þremur evrópsku eftirlitsstofnunum sem kveðið er á um í ákvörðunum sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../..., nr. .../... og nr. .../...

Fylgiskjal V.


    Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, skuldsetningu, gagnsæi og eftirlit og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 694/2014 frá 17. desember 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um ákvörðun á teg­undum rekstraraðila sérhæfðra sjóða, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/514 frá 18. desember 2014 um upplýsingar sem lögbærum yfirvöldum ber að veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni skv. 3. mgr. 67. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB, og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á málsmeðferð fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem velja að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB taki til þeirra, og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á fót málsmeðferð til að ákvarða tilvísunaraðildarríki fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða utan ESB samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr.

frá

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn



SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     (1)      Fella ber inn í EES-samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010 ( 1 ).

     (2)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrar-skilyrði, vörsluaðila, skuldsetningu, gagnsæi og eftirlit ( 2 ).

     (3)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 694/2014 frá 17. desember 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um ákvörðun á teg­undum rekstraraðila sérhæfðra sjóða ( 3 ).

     (4)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/514 frá 18. desember 2014 um upplýsingar sem lögbærum yfirvöldum ber að veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni skv. 3. mgr. 67. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB ( 4 ).

     (5)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á málsmeðferð fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem velja að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB taki til þeirra ( 5 ).

     (6)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á fót málsmeðferð til að ákvarða tilvísunaraðildarríki fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða utan ESB samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB ( 6 ).

     (7)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, lögðu áherslu á það í niðurstöðum fundar síns 14. október 2014 ( 7 ) um upptöku reglugerða ESB um evrópskar eftirlitsstofnanir í EES-samninginn, að í samræmi við tveggja stoða uppbyggingu EES-samningsins myndi Eftirlitsstofnun EFTA taka ákvarðanir sem yrði beint til lögbærra yfirvalda EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, eða markaðsaðila í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES, í þeirri röð. Evrópsk eftirlitsyfirvöld ESB munu verða til þess bær að grípa til aðgerða sem ekki eru bindandi, eins og að samþykkja tilmæli og sáttaumleitanir sem eru ekki bindandi, einnig gagnvart lögbærum yfirvöldum og markaðsaðilum í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES. Áður en gripið verður til aðgerða, mun hvor aðili um sig, eftir því sem við á, leita eftir samráði, samræmingu eða skiptum á upplýsingum milli evrópskra eftirlitsyfirvalda ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA.

     (8)      Í tilskipun 2011/61/ESB eru tilgreind tilvik þar sem Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni (ESMA) er heimilt að banna eða takmarka tiltekna fjármálastarfsemi og þar er mælt fyrir um skilyrðin fyrir því, í samræmi við 5. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 ( 8 ). Eftirlitsstofnun EFTA mun fara með þær valdheimildir, með tilliti til EES-samningsins, að því er varðar EFTA-ríkin, í samræmi við lið 31i í IX. viðauka við EES-samninginn og samkvæmt þeim skilyrðum sem þar er kveðið á um. Slíkar ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA verða byggðar á drögum frá Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni til þess að tryggja að sérþekking Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar verði hluti af ferlinu og að samræmi sé milli hinna tveggja stoða EES. Þannig verður lykilhagræði af eftirliti af hálfu einnar stofnunar varðveitt. Samningsaðilar hafa sam­eigin­legan skilning á því að með þessari ákvörðun er hrint í framkvæmd samkomulagi sem kom fram í niðurstöðum fundarins frá 14. október 2014.

     (9)      IX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

HAS ADOPTED THIS DECISION:


1. gr.


Eftirfarandi bætist við á eftir lið 31bac (reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1287/2006) í IX. viðauka við EES-samninginn:

„31bb.     32011 L 0061: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010 (Stjtíð. ESB L 174, 1.7.2011, bls. 1).

    Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, ber að skilja hugtökin „aðildarríki“ og „lögbær yfirvöld“ þannig að þau taki EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra, auk merkingar þeirra í tilskipuninni, í þeirri röð.

     b)      Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, starfa saman, skiptast á upplýsingum og hafa samráð að því er varðar þessa tilskipun, einkum áður en þær grípa til aðgerða.

     c)      Tilvísanir í aðrar gerðir í tilskipuninni skulu gilda að svo miklu leyti og í þeirri mynd sem slíkar gerðir hafa verið felldar inn í samning þennan.

     d)      Tilvísanir í valdheimildir Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar skv. 19. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010, ber að skilja sem tilvísanir í valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA, að því er varðar EFTA-ríkin, í málum sem kveðið er á um í, og eru í samræmi við, lið 31i í þessum viðauka.

     e)      Texti liðar an) í 1. mgr. 4. gr., hljóði svo, að því er varðar EFTA-ríkin:

    „, sérstakir verðbréfunaraðilar“: aðilar sem hafa það eina markmið að framkvæma verðbréfun eða verðbréfanir í þeim skilningi sem skilgreindur er hér að neðan, og önnur starfsemi sem er viðeigandi til að ná því markmiði.
    
    Að því er tilskipun þessa varðar þýðir „verðbréfun“ viðskipti eða kerfi þar sem eining, sem er aðskilin frá útgefanda eða vátryggingafélagi eða endurtryggingafélagi og sem er stofnuð vegna eða þjónar tilgangi við­skipta­nna eða kerfisins, gefur út fjármögnunargerninga til fjárfesta og þar sem eitt eða fleira eftirfarandi gerist:

     a)      eign eða eignasafn, eða hluti þess, er flutt til einingar sem er aðskilin frá útgefanda og er stofnuð vegna eða þjónar tilgangi við­skipta­nna eða kerfisins, annaðhvort með flutningi löglegs eignarhalds eða raunverulegra hagsmuna þessara eigna frá útgefanda eða með undirþátttöku,

     b)      lánsáhætta eignar eða eignasafns, eða hluta þess, er flutt með beitingu lánaafleiða, ábyrgða eða sambærilegra aðferða til fjárfesta í fjármálagerningum sem eining, sem er aðskilin frá útgefanda og er stofnuð vegna eða þjónar tilgangi við­skipta­nna eða kerfisins, gefur út,

     c)      tryggingaáhætta er flutt frá vátrygginga- eða endurtryggingafélagi til aðskilinnar einingar sem er stofnuð vegna eða þjónar tilgangi við­skipta­nna eða kerfisins, þar sem einingin fjármagnar áhættuskuldbindingu sína að fullu gagnvart slíkri áhættu með útgáfu fjármögnunargerninga, og endurgreiðsluréttur fjárfesta í þeim fjármögnunargerningum er víkjandi gagnvart endurtryggingaskuldbindingu einingarinnar,

    Þegar slíkir fjármögnunargerningar eru gefnir út, teljast þeir ekki greiðsluskuldbinding útgefanda eða vátrygginga- eða endurtryggingafélags,“

     f)      Eftirfarandi undirgrein bætist við í 5. mgr. 7. gr.:

    „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skal taka með í opinberu skrána sem um getur í annarri undirgrein, með sömu skilyrðum, upplýsingar um rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem lögbær yfirvöld EFTA-ríkis veita starfsleyfi samkvæmt þessari tilskipun, fagfjárfestasjóði sem er stjórnað og/eða eru markaðssettir á EES-svæðinu af þessum stjórnendum fagfjárfestasjóða og lögbær yfirvöld fyrir hvern slíkan stjórnanda fagfjárfestasjóðs.“

     g)      Orðin „EES-samningurinn“ komi í stað orðanna „löggjöf Sambandsins“ í 6. mgr. 9. gr. og í b-lið 6. mgr., 7. mgr. og b-lið 17. mgr. 21. gr.

     h)      Orðin „gildistökudag ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... [þessi ákvörðun]“ komi í stað orðanna „21. júlí 2011“ í c-lið 3. mgr. 21. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     i)      Í 43. gr.:

                  i)      komi orðin „sem gilda samkvæmt EES-samningnum“ í stað orðsins „Sambandsins“ í 1. mgr.,

                  ii)      komi orðin „gildistökudag ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... [þessi ákvörðun]“ í stað orðanna „fyrir 22. júlí 2014“ í 2. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     j)      Í 47. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í annarri undirgrein 1. mgr. og í 2., 8. og 10 mgr.

                  ii)      bætist orðin „, Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 3. mgr.

                  iii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 4., 5. og 9. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 7. mgr.:

    „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skal, í tilvikum sem varða EFTA-ríkin, ráðfæra sig við Evrópska kerfisáhætturáðið og önnur viðkomandi yfirvöld áður en hún gerir drög í samræmi við 5. mgr. 9. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010 með tilliti til ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 4. mgr. Hún skal senda mótteknar athugasemdir til Eftirlitsstofnunar EFTA.“.

     k)      Í 50. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

                  i)      bætist orðin „, Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni“ í 1. mgr.

                  ii)      bætist orðin „, Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „hvert öðru“ í fyrstu undirgrein 4. mgr.,

     l)      Orðin „átján mánuðir frá gildistökudegi ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... [þessi ákvörðun]“ komi í stað orðanna „22. júlí 2013“ og „22. júlí 2017“ í 61. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

31bba.     32013 R 0231: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, skuldsetningu, gagnsæi og eftirlit (Stjtíð. ESB L 83, 22.3.2013, bls. 1).

    Ákvæði framseldu reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, ber að skilja hugtökin aðildarríki og lögbær yfirvöld „ESB“ eða „Sambandsins“ þannig að þau taki EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra, auk merkingar þeirra í reglugerðinni, í þeirri röð.

     b)      Orðin „EES-samningurinn“ komi í stað orðanna „lög Sambandsins“ í 15., 84., 86. og 99. gr.

     c)      Í stað orðanna „1. janúar 2011“ komi orðin „gildistökudag ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... [þessi ákvörðun]“ og í stað orðanna „31. desember 2014“ komi orðin „tólf mánuði frá gildistökudegi ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... [þessi ákvörðun]“ í 55. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     d)      Orðin „löggjöf sem gildir samkvæmt EES-samningnum“ komi í stað orðanna „löggjöf Sambandsins“ í 3. mgr. 114. gr.

31bbb.     32013 R 0447: Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á málsmeðferð fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem velja að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB taki til þeirra (Stjtíð. ESB L 132, 16.5.2013, bls. 1).

31bbc.     32013 R 0448: Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á fót málsmeðferð til að ákvarða tilvísunaraðildarríki fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða utan ESB samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB (Stjtíð. ESB L 132, 16.5.2013, bls. 3).

    Ákvæði framkvæmdarreglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:
    
    Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, ber að skilja hugtökin „aðildarríki“ og „lögbær yfirvöld“ þannig að þau taki EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra, auk merkingar þeirra í framseldu reglugerðinni, í þeirri röð.

31bbd.     32014 R 0694: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 694/2014 frá 17. desember 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um ákvörðun á teg­undum rekstraraðila sérhæfðra sjóða (Stjtíð. ESB L 183, 24.6.2014, bls. 18).

31bbe.     32015 R 0514: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/514 frá 18. desember 2014 um upplýsingar sem lögbærum yfirvöldum ber að veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni skv. 3. mgr. 67. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB (Stjtíð. ESB L 82, 27.3.2015, bls. 5).

    Ákvæði framseldu reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:
    
    Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, ber að skilja hugtökin „aðildarríki“ og „lögbær yfirvöld“ þannig að þau taki EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra, auk merkingar þeirra í framseldu reglugerðinni, í þeirri röð.


2. gr.


Ákvæði IX. viðauka við EES-samninginn breytist sem hér segir:

     1.      Eftirfarandi bætist við í 30. lið (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB), lið 31eb (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009) og lið 31i (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010):

    „eins og henni var breytt með:
    
    –          32011 L 0061: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 (Stjtíð. ESB L 174, 1.7.2011, bls. 1).“

     2.      Eftirfarandi undirliður bætist við í lið 31d (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/41/EB):

    „–     32011 L 0061: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 (Stjtíð. ESB L 174, 1.7.2011, bls. 1).“


3. gr.


Íslenskur og norskur texti tilskipunar 2011/61/ESB og framseldra reglugerða (ESB) nr. 231/2013, (ESB) nr. 694/2014 og (ESB) 2015/514 og framkvæmdarreglugerða, (ESB) nr. 447/2013 og (ESB) nr. 448/2013, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.


4. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi […], að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins hafi borist ( * ), eða gildistökudag ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... ( 9 ) [sem fellir ESMA-reglugerð (ESB) nr. 1095/2010 inn í EES-samninginn], hvort sem ber upp síðar.


5. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel.

    Fyrir hönd sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
    
    formaður.
    
         
Fylgiskjal VI.


    Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 826/2012 frá 29. júní 2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um tilkynningar- og birtingarkröfur varðandi hreinar skortstöður, nánari lýsingu á upplýsingunum sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni í tengslum við hreinar skortstöður og aðferðina við að reikna út veltu til að ákvarða hvaða hlutabréf skulu undanþegin, og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 827/2012 frá 29. júní 2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar aðferðir við opinbera birtingu á hreinum skortstöðum, snið upplýsinganna sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni um hreinar skortstöður, gerðir samninga, fyrirkomulags og ráðstafana til að tryggja með fullnægjandi hætti að hlutabréf eða ríkisskuldagerningar séu tiltækir vegna uppgjörs og dagsetningar og tímabil vegna ákvörðunar á meginvettvangi hlutabréfs samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 918/2012 frá 5. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga að því er varðar skilgreiningar, útreikninga á hreinum skortstöðum, varðar skuldatryggingar á ríki, tilkynningarmörk, seljanleikamörk vegna tímabundinna niðurfellinga, marktæka lækkun á virði fjármálagerninga og óhagstæða atburði, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 919/2012 frá 5. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga með tilliti til tæknilegra eftirlitsstaðla vegna aðferðarinnar við útreikning á lækkun á virði seljanlegra hlutabréfa og annarra fjármálagerninga og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/97 frá 17. október 2014 um leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 918/2012 að því er varðar tilkynningu um mikilvægar hreinar skortstöður í ríkisskuldum.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr.

frá

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn



SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN
með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     (1)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga ( 1 ).

     (2)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 826/2012 frá 29. júní 2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um tilkynningar- og birtingarkröfur varðandi hreinar skortstöður, nánari lýsingu á upplýsingunum sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni í tengslum við hreinar skortstöður og aðferðina við að reikna út veltu til að ákvarða hvaða hlutabréf skulu undanþegin ( 2 ).

     (3)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 827/2012 frá 29. júní 2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar aðferðir við opinbera birtingu á hreinum skortstöðum, snið upplýsinganna sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni um hreinar skortstöður, gerðir samninga, fyrirkomulags og ráðstafana til að tryggja með fullnægjandi hætti að hlutabréf eða ríkisskuldagerningar séu tiltækir vegna uppgjörs og dagsetningar og tímabil vegna ákvörðunar á meginvettvangi hlutabréfs samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga ( 3 ).

     (4)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 918/2012 frá 5. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga að því er varðar skilgreiningar, útreikninga á hreinum skortstöðum, varðar skuldatryggingar á ríki, tilkynningarmörk, seljanleikamörk vegna tímabundinna niðurfellinga, marktæka lækkun á virði fjármálagerninga og óhagstæða atburði ( 4 ).

     (5)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 919/2012 frá 5. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga með tilliti til tæknilegra eftirlitsstaðla vegna aðferðarinnar við útreikning á lækkun á virði seljanlegra hlutabréfa og annarra fjármálagerninga ( 5 ).

     (6)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/97 frá 17. október 2014 um leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 918/2012 að því er varðar tilkynningu um mikilvægar hreinar skortstöður í ríkisskuldum ( 6 ).

     (7)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES lögðu áherslu á, í niðurstöðum fundar síns 14. október 2014 ( 7 ), að í samræmi við tveggja stoða uppbyggingu EES-samningsins myndi Eftirlitsstofnun EFTA taka ákvarðanir sem yrði beint til lögbærra yfirvalda EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, eða markaðsaðila í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES, í þeirri röð. Evrópsk eftirlitsyfirvöld ESB munu verða til þess bær að grípa til aðgerða, sem ekki eru bindandi, einnig gagnvart lögbærum yfirvöldum og markaðsaðilum í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES. Áður en gripið verður til aðgerða, mun hvor aðili um sig, eftir því sem við á, leita eftir samráði, samræmingu eða skiptum á upplýsingum milli evrópskra eftirlitsyfirvalda ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA.

     (8)      Í reglugerð (ESB) nr. 236/2012 eru tilgreind tilvik þar sem Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni (ESMA) er heimilt að banna eða takmarka tímabundið tiltekna fjármálastarfsemi og þar er mælt fyrir um skilyrðin fyrir því, í samræmi við 5. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 ( 8 ). Eftirlitsstofnun EFTA mun fara með þær valdheimildir, með tilliti til EES-samningsins, að því er varðar EFTA-ríkin, í samræmi við lið 31i í IX. viðauka við EES-samninginn og samkvæmt þeim skilyrðum sem þar er kveðið á um. Slíkar ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA verða byggðar á drögum frá Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni til þess að tryggja að sérþekking Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar verði hluti af ferlinu og að samræmi sé milli hinna tveggja stoða EES. Þannig verður lykilhagræði af eftirliti af hálfu einnar stofnunar varðveitt. Samningsaðilar hafa sam­eigin­legan skilning á því að með þessari ákvörðun er hrint í framkvæmd samkomulagi sem kom fram í niðurstöðum fundarins frá 14. október 2014.

     (9)      IX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:


1. gr.


Eftirfarandi bætist við á eftir lið 29e (reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1569/2007) í IX. viðauka við EES-samninginn:

„29f.     32012 R 0236: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga (Stjtíð. ESB L 86, 24.3.2012, bls. 1).

    Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

             a)      Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, ber að skilja hugtökin „aðildarríki“ og „lögbær yfirvöld“ þannig að þau taki EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra, auk merkingar þeirra í reglugerðinni, í þeirri röð.

             b)      Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, starfa saman, skiptast á upplýsingum og hafa samráð að því er varðar þessa reglugerð, einkum áður en þær grípa til aðgerða.

             c)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í þriðju undirgrein 4. mgr. 23. gr.

             d)      Í 28. gr.:

                     i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, að því er varðar EFTA-ríkin“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin" í fyrstu undirgrein 1. mgr.,

                     ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í annarri undirgrein 1. mgr., í 2., 3., 5., 6., 8., 10. og 11. mgr. og í b-lið 7. mgr.,

                     iii)      komi orðin „án þess að Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin gefi út álitið“ í stað orðanna „án þess að gefa út álitið“ í 3. mgr.,

                     iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 4. mgr.:

    „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skal, í tilvikum sem varða EFTA-ríkin, ráðfæra sig við Evrópska kerfisáhætturáðið og önnur viðkomandi yfirvöld, ef við á, áður en hún gerir drög í samræmi við 5. mgr. 9. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010 með tilliti til ákvörðunar af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA skv. 1. mgr. Hún skal senda mótteknar athugasemdir til Eftirlitsstofnunar EFTA.“,

                     v)      komi orðin „sérhverja ákvörðun sína“ í stað orðanna „allar ákvarðanir“ í 7. mgr.,

                     vi)      komi orðin „. Eftirlitsstofnun EFTA skal birta á vefsetri sínu tilkynningu um sérhverja ákvörðun sína um að gera eða endurnýja ráðstöfun sem um getur í 1. mgr. Tilvísun í birtingu Eftirlitsstofnunar EFTA á tilkynningunni skal sett fram á vefsetri Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar" á eftir orðunum „1. mgr.“ í 7. mgr.,

                     vii)      komi orðin „eða, að því er varðar ráðstafanir sem Eftirlitsstofnun EFTA gerir, þegar tilkynningin er birt á vefsetri Eftirlitsstofnunar EFTA“ bætist við á eftir orðunum „vefsetri Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 9. mgr.

             e)      Orðin „, fastanefndar EFTA-ríkjanna“ bætist við á eftir orðinu „yfirvaldanna“ í 31. gr.

             f)      Orðin „, Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 32. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

             g)      Orðin „og Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni“ í 36. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

             h)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðunum „ef Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 3. mgr. 37. gr.

             i)      Í 46. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

                     i)      gildir 1. mgr. ekki,

                     ii)      komi orðin „gildistökudag ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... [þessi ákvörðun]“ í stað orðanna „25. mars 2012“ í 2. mgr.“.

29fa.     32012 R 0826: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 826/2012 frá 29. júní 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um tilkynningar- og birtingarkröfur varðandi hreinar skortstöður, nánari lýsingu á upplýsingunum sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni í tengslum við hreinar skortstöður og aðferðina við að reikna út veltu til að ákvarða hvaða hlutabréf skulu undanþegin (Stjtíð. ESB L 251, 18.9.2012, bls. 1).

29fb.     32012 R 0827: Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 827/2012 frá 29. júní 2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar aðferðir við opinbera birtingu á hreinum skortstöðum, snið upplýsinganna sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni um hreinar skortstöður, gerðir samninga, fyrirkomulags og ráðstafana til að tryggja með fullnægjandi hætti að hlutabréf eða ríkisskuldagerningar séu tiltækir vegna uppgjörs og dagsetningar og tímabil vegna ákvörðunar á meginvettvangi hlutabréfs samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga (Stjtíð. ESB L 251, 18.9.2012, bls. 11).

29fc.     32012 R 0918: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 918/2012 frá 5. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga að því er varðar skilgreiningar, útreikninga á hreinum skortstöðum, varðar skuldatryggingar á ríki, tilkynningarmörk, seljanleikamörk vegna tímabundinna niðurfellinga, marktæka lækkun á virði fjármálagerninga og óhagstæða atburði (Stjtíð. ESB L 274, 9.10.2012, bls. 1), eins og henni var breytt með:

    –          32015 R 0097: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/97 frá 17. október 2014 (Stjtíð. ESB L 16, 23.1.2015, bls. 22).

29fd.     32012 R 0919: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 919/2012 frá 5. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga með tilliti til tæknilegra eftirlitsstaðla vegna aðferðarinnar við útreikning á lækkun á virði seljanlegra hlutabréfa og annarra fjármálagerninga (Stjtíð. ESB L 274, 9.10.2012, bls. 16).“


2. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerðar (ESB) nr. 236/2012 og framseldra reglugerða (ESB) nr. 826/2012, (ESB) nr. 918/2012, (ESB) nr. 919/2012 og (ESB) 2015/97 og framkvæmdarreglugerðar (ESB) nr. 827/2012, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.


3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi […], að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins hafi borist ( * ), eða gildistökudag ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... ( 9 ) [sem fellir ESMA-reglugerð (ESB) nr. 1095/2010 inn í EES-samninginn, hvort sem ber upp síðar.


4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel.

    Fyrir hönd sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
    
    formaður.
    
    
Fylgiskjal VII.


    Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr.

frá

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn



SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     (1)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár ( 1 ).

     (2)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, lýstu að loknum fundi sínum 14. október 2014 ( 2 ) um upptöku reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld, yfir ánægju sinni með þá sanngjörnu lausn sem samningsaðilar komust að, þar sem tekið er tillit til uppbyggingar og markmiða reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld og EES-samningsins, svo og lagalegra og pólitískra takmarkana ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES.

     (3)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, lögðu áherslu á að í samræmi við tveggja stoða uppbyggingu EES-samningsins myndi Eftirlitsstofnun EFTA taka ákvarðanir sem yrði beint til lögbærra yfirvalda EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, eða markaðsaðila í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES. Evrópsk eftirlitsyfirvöld ESB munu verða til þess bær að grípa til aðgerða, sem ekki eru bindandi, einnig gagnvart lögbærum yfirvöldum og markaðsaðilum í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES. Áður en gripið verður til aðgerða, mun hvor aðili um sig, eftir því sem við á, leita eftir samráði, samræmingu eða skiptum á upplýsingum milli evrópskra eftirlitsyfirvalda ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA.

     (4)      Einstakar ákvarðanir og formleg álit Eftirlitsstofnunar EFTA sem beint er til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, sem eiga aðild að EES, eða markaðsaðila, verða samþykktar á grundvelli draga sem viðkomandi eftirlitsyfirvöld ESB gera til þess að tryggja að sérþekking eftirlitsyfirvalda ESB verði hluti af ferlinu og að samræmi sé milli hinna tveggja stoða. Þannig verður lykilhagræði af eftirliti af hálfu einnar stofnunar varðveitt. Þessar meginreglur munu einkum gilda um beint eftirlit Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar með afleiðuvið­skipta­skrám.

     (5)      Samningsaðilar hafa sam­eigin­legan skilning á því að með þessari ákvörðun er hrint í framkvæmd samkomulagi, sem kom fram í fyrrgreindum niðurstöðum, og því ber að túlka hana í samræmi við þær meginreglur sem þær fela í sér.

     (6)      IX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:


1. gr.


Ákvæði IX. viðauka við EES-samninginn breytist sem hér segir:

     1.      Eftirfarandi undirliður bætist við í lið 16b (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/26/EB):

    „–     32012 R 0648: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 (Stjtíð. ESB L 201, 27.7.2012, bls. 1).“

     2.      Eftirfarandi liður bætist við á eftir lið 31bb (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012):

    „31bc.     32012 R 0648: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár (Stjtíð. ESB L 201, 27.7.2012, bls. 1).

    Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, ber að skilja hugtökin „aðildarríki“ og „lögbær yfirvöld“ þannig, að auk merkingar þeirra í reglugerðinni, taki þau til EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra, í þeirri röð.

     b)      Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, starfa saman, skiptast á upplýsingum og hafa samráð að því er varðar þessa reglugerð, einkum áður en þær grípa til aðgerða. Þetta felur einkum í sér þá skyldu stofnananna að afhenda hvor annarri, án ástæðulausrar tafar, upplýsingar sem þær þarfnast til að sinna skyldum sínum samkvæmt þessari reglugerð, svo sem skyldu Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar til að semja drög, eins og fram kemur í d-lið. Þetta nær m.a. til upplýsinga sem önnur stofnunin hefur fengið vegna umsókna um skráningu eða í svörum við beiðni um upplýsingar sem hafa verið send til markaðsaðila eða sem önnur stofnunin hefur fengið við rannsóknir eða vettvangsskoðanir.

    Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu, með fyrirvara um gildissvið 109. gr. þessa samnings, afhenda hvor annarri allar umsóknir, upplýsingar, kvartanir eða beiðnir sem falla undir valdheimildir þeirrar stofnunar.
    
    Komi til ágreinings milli Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA að því er varðar framkvæmd ákvæða reglugerðarinnar skulu formaður Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA, með tilliti til hversu málið er brýnt, boða til fundar, án ástæðulausrar tafar, til að komast að samhljóða niðurstöðu. Takist ekki að komast að samhljóða niðurstöðu, getur formaður Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar eða stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA farið fram á að samningsaðilar vísi málinu til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar sem skal fjalla um það í samræmi við 111. gr. þessa samnings, sem gildir að breyttu breytanda. Í samræmi við 2. gr. ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 1/94 frá 8. febrúar 1994 um starfsreglur sam­eigin­legu EES-nefndarinnar (Stjtíð. EB L 85, 30.3.1994, bls. 60), getur samningsaðili farið fram á að fundur verði kallaður saman án tafar þegar mikið liggur við. Þrátt fyrir ákvæði þessarar málsgreinar, getur samningsaðili hvenær sem er vísað málinu til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar að eigin frumkvæði, í samræmi við 5. og 111. gr. þessa samnings.

     c)      Tilvísanir í „aðila að seðlabankakerfi Evrópu“ eða í „seðlabanka“ ber að skilja þannig, að auk merkingar þeirra í reglugerðinni, taki þær til seðlabanka EFTA-ríkjanna, nema að því er varðar Liechtenstein, þar sem slíkar tilvísanir gilda ekki.

     d)      Ákvarðanir, bráðabirgðaákvarðanir, tilkynningar, einfaldar beiðnir, afturkallanir ákvarðana og aðrar ráðstafanir sem Eftirlitsstofnun EFTA grípur til skv. 2. mgr. 56. gr., 1. mgr. 58. gr., 1. mgr. 61. gr., 3. mgr. 62. gr., 4. mgr. 63. gr., 5. mgr. 64. gr., 1. mgr. 65. gr., 1. mgr. 66. gr., 71. gr. og 1. mgr. 73. gr. skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.

     e)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í a-lið 2. mgr. 4. gr. og 5. mgr. 7. gr. og 6. og 10. mgr. 11. gr., eftir því sem við á.

     f)      Orðin „í Sambandinu og, þar sem hún er frábrugðin, í EFTA-ríkjunum“ bætist við á eftir orðunum „tekur gildi“ í c-lið 2. mgr. 6. gr.

     g)      Orðin „gildistökudag ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... [þessi ákvörðun]“ komi í stað orðanna „16. ágúst 2012“ í 1. mgr. 9. gr. og 3. mgr. 11. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     h)      Orðin „áður en sex mánuðir eru liðnir frá gildistökudegi ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... [þessi ákvörðun]“ komi í stað orðanna „eigi síðar en 17. febrúar 2013“ í 2. mgr. 12. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     i)      Í 17. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 4. mgr. og fyrstu undirgrein 5. mgr.,

                  ii)      komi orðin „EES-samningurinn“ í stað orðanna „löggjöf Sambandsins“ í 5. mgr.

     j)      Orðin „opinberu gjaldmiðla aðildarríkja EES-samningsins“ komi í stað orðanna „gjaldmiðla Sambandsins“ í 18. og 25. gr.

     k)      Orðin „eða hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða afleiðuvið­skipta­skrá, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ bætist við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni“ í 1. mgr. 55. gr.

     l)      Í 56. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnunar EFTA, ef um er að ræða afleiðuvið­skipta­skrá, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 1. mgr.,

                  ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. mgr.

     m)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 57. gr.

     n)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 58. gr.

     o)      Í 59. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlits-stofnunin“ í 1. mgr.,
                  ii)      hljóði 2. mgr. svo:

    „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu senda hvor annarri og framkvæmdastjórninni allar ákvarðanir sínar sem teknar eru í samræmi við 1. mgr.“.

     p)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 60. gr.

     q)      Í 61. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða afleiðuvið­skipta­skrár og tengda þriðju aðila sem afleiðuvið­skipta­skrárnar hafa útvistað tilteknum rekstrarþáttum eða starfsemi, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki, til“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2., 3. og 5. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  iii)      hljóði texti g-liðar 3. mgr. svo, að því er varðar EFTA-ríkin:

    „tilgreina rétt til að fá EFTA-dómstólinn til að endurskoða ákvörðunina, í samræmi við 36. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“,

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 5. mgr.:
    
    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni upplýsingar sem tekið var við samkvæmt þessari grein.“.

     r)      Í 62. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða aðila sem fellur undir rannsókn og hefur staðfestu í EFTA-ríki,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Embættismenn og aðrir aðilar sem hafa til þess umboð Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar skulu hafa rétt til að vera Eftirlitsstofnun EFTA til aðstoðar við að sinna skyldum sínum samkvæmt þessari grein og hafa rétt til að taka þátt í rannsóknum að beiðni Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar.“,

                  iii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin" í 2., 3. og 4. mgr. og í fyrsta og öðrum málslið 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  iv)      hljóði texti annars málsliðar 3. mgr. svo, að því er varðar EFTA-ríkin:

    „Ákvörðunin skal tilgreina viðfangsefni og tilgang rann-sóknarinnar, févíti sem kveðið er á um í 66. gr. og rétt til að fá EFTA-dómstólinn til að endurskoða ákvörðunina, í samræmi við 36. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“,

                  v)      komi orðin „málsskjali Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA" í stað orðanna „málsskjali Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar" í þriðja málslið 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  vi)      hljóði texti fjórða málsliðar 6. mgr. svo, að því er varðar EFTA-ríkin:

    „Lögmæti ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA er aðeins háð endurskoðun EFTA-dómstólsins í samræmi við samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“.

     s)      Í 63. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða lögaðila, sem hafa staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni upplýsingar sem fengust samkvæmt þessari grein.“,

                  iii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. til 7. mgr. og í fyrsta, öðrum og þriðja málslið 9. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 2. mgr.:

    „Embættismenn og aðrir aðilar sem hafa umboð Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar skulu eiga rétt á að vera Eftirlitsstofnun EFTA til aðstoðar við að sinna skyldum sínum samkvæmt þessari grein og eiga rétt á að taka þátt í vettvangsskoðunum.“,

                  v)      hljóði texti annars málsliðar 4. mgr. svo, að því er varðar EFTA-ríkin:

    „Ákvörðunin skal tilgreina viðfangsefni og tilgang skoðunarinnar, dagsetninguna sem áætlað er að hún hefjist og dagsektir sem kveðið er á um í 66. gr., svo og rétt til að fá EFTA-dómstólinn til að endurskoða ákvörðunina, í samræmi við 36. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“,

                  vi)      komi orðin „málsskjali Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA" í stað orðanna „málsskjali Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í fjórða málslið 9. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  vii)      hljóði texti fimmta málsliðar 9. mgr. svo, að því er varðar EFTA-ríkin:

    „Lögmæti ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA er aðeins háð endurskoðun EFTA-dómstólsins í samræmi við samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“.

     t)      Í 64. gr.:

                  i)      komi orðin „skal Eftirlitsstofnun EFTA tilnefna óháðan rannsakanda innan Eftirlitsstofnunar EFTA til að rannsaka málið að höfðu samráði við Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina“ í stað orðanna „skal stofnunin tilnefna óháðan rannsakanda innan Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar til að rannsaka málið“, í fyrsta málslið 1. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Rannsakandinn sem Eftirlitsstofnun EFTA tilnefnir skal hvorki taka þátt í né hafa tekið beint eða óbeint þátt í eftirlits- eða skráningarferli hlutaðeigandi afleiðuvið­skipta­skrár og skal sinna skyldum sínum óháð stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA og eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar.“,

                  iii)      bætist orðin „og Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2., 3. og 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  iv)      hljóði það sem eftir er málsliðarins á eftir orðunum „67. gr.“, í 5. mgr. svo, að því er varðar EFTA-ríkin:

    „skal Eftirlitsstofnun EFTA ákveða hvort aðilarnir sem falla undir ­rannsóknirnar hafi framið eitt eða fleiri þeirra brota sem skráð eru í I. viðauka og, ef svo er, grípa til eftirlitsráðstafana í samræmi við 73. gr. og beita sektum í samræmi við 65. gr.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal láta Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni í té allar upplýsingar og málsskjöl sem eru nauðsynleg til að hún geti sinnt skyldum sínum samkvæmt þessari málsgrein.“,

                  v)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnunar EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 6. mgr.,

                  vi)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 8. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     u)      Í 65. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða afleiðuvið­skipta­skrá, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     v)      Í 66. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða afleiðuvið­skipta­skrá eða aðila, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     w)          Í 67. gr.:

                  i)      bætist eftirfarandi undirgreinar við í 1. mgr.:

    „Áður en Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin semur drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA skv. 66. mgr. 65. gr. skal hún gefa aðilunum sem falla undir málsmeðferðina tækifæri til að tjá sig um niðurstöður hennar. Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skal einungis byggja drög sín á niðurstöðum sem þeir aðilar sem falla undir málsmeðferð hafa fengið tækifæri til að tjá sig um.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal einungis byggja ákvarðanir sínar skv. 65. og 66. gr. á niðurstöðum sem þeir aðilar sem falla undir málsmeðferð hafa fengið tækifæri til að tjá sig um.“,

                  ii)      komi orðin „málsskjölum Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA“ í stað orðanna „málsskjölum Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 2. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  iii)      komi orðin „innanhússskjala Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA“ í stað orðanna „innanhússskjala Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 2. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     x)      Í 68. gr.:

                  i)      bætist eftirfarandi við í 1. málsgrein:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal einnig birta opinberlega allar sektir og dagsektir sem hún hefur lagt á skv. 65. og 66. gr., með fyrirvara um skilyrðin sem mælt er fyrir um í þessari málsgrein að því er varðar upplýsingagjöf Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar um sektir og dagsektir“,

                  ii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“, í 3. og 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  iii)      komi orðin „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina og fastanefnd EFTA-ríkjanna“ í stað orðanna „Evrópuþingið, ráðið“ í 3. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

                  iv)      komi orðin „EFTA-dómstóllinn“ í stað orðsins „Dómstóllinn“ í 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  v)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 5. mgr.:

    „Fastanefnd EFTA-ríkjanna skal ákvarða hvernig úthluta skal fjárhæðum sekta og dagsekta sem Eftirlitsstofnun EFTA innheimtir.“.

     y)      Í 71. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða afleiðuvið­skipta­skrá, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  iii)      bætist orðin „eða að semja ekki drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA í þá veru, ef um er að ræða afleiðuvið­skipta­skrá, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki,“ við á eftir orðinu „afleiðuvið­skipta­skrár“ í öðrum málslið 3. mgr.

     z)      Eftirfarandi undirgreinar bætist við í 1. mgr. 72. gr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, að því er varðar afleiðuvið­skipta­skrár, sem hafa staðfestu í EFTA-ríki, innheimta gjöld á sama grundvelli og gjöld sem eru innheimt af öðrum afleiðuvið­skipta­skrám í samræmi við þessa reglugerð og framseldu gerðirnar sem um getur í 3. mgr.
    
    Fjárhæðir þær sem Eftirlitsstofnun EFTA innheimtir í samræmi við þessa málsgrein skulu afhentar Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni án ástæðulausrar tafar.“

    za)     Í 73. gr.:

        i)    bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða afleiðuvið­skipta­skrá, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

        ii)    komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

    iii)    bætist eftirfarandi undirgreinar við í 3. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, tilkynna hlutaðeigandi afleiðuvið­skipta­skrá um allar ákvarðanir sem samþykktar eru skv. 1. mgr. og upplýsa lögbær yfirvöld og framkvæmdastjórnina um þær. Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skal birta opinberlega á vefsetri sínu allar slíkar ákvarðanir innan tíu virkra daga frá þeim degi sem þær eru samþykktar. Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skal einnig birta opinberlega á vefsetri sínu allar eigin ákvarðanir innan tíu virkra daga frá þeim degi sem þær eru samþykktar.

    Þegar Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin birtir ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA eins og um getur í þriðja undirlið skal hún einnig birta upplýsingar um rétt hlutaðeigandi afleiðuvið­skipta­skrár til að fá EFTA-dómstólinn til að endurskoða ákvörðunina, upplýsingar um, ef við á, að höfðað hafi verið til slíks dómsmáls, þar sem sérstaklega skal tilgreint að slík kæra fyrir EFTA-dómstólnum hafi ekki áhrif til frestunar, og þá staðreynd að mögulegt sé fyrir EFTA-dómstólinn að fresta beitingu á umdeildri ákvörðun í samræmi við 40. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“.

    zb)     Í 74. gr.:

    i)     bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á undan orðunum „úthlutað tilteknum eftirlitsverkefnum“ í 1. mgr.,

    ii)     bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. til 5. mgr.,

    iii)     bætist eftirfarandi málsgrein við:

    „6. Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skulu hafa samráð áður en verkefni er úthlutað.“.

    zc)     Ákvæði 2. og 3. mgr. 75. gr. og 76. gr. gilda ekki.

    zd)     Í 3. mgr. 81. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

    i)     komi orðin „EFTA-ríkið þar sem hún hefur staðfestu um sam­eigin­legan aðgang að, og upplýsingaskipti um, afleiðusamninga hjá afleiðuvið­skipta­skrám“ í stað orðanna „Sambandið eins og um getur í 75. gr.“ í f-lið,

    ii)     komi orðin „EFTA-ríkið þar sem hún hefur staðfestu um aðgang að upplýsingum um afleiðusamninga hjá afleiðuvið­skipta­skrám í því EFTA-ríki“ í stað orðanna „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina eins og um getur í 76. gr.“ í i-lið,

    iii)     hljóði texti j-liðar svo:

    „Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, með fyrirvara um efni og gildistöku ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar sem fellir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 frá 13. júlí 2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði inn í EES-samninginn.“.

    zf)     Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 83. gr.

    zg)     Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 84. gr.

    zh)     Orðin „Innan eins árs frá gildistökudegi ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... [þessi ákvörðun]“ komi í stað orðanna „eigi síðar en 17. ágúst 2014" í 2. mgr. 87. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

    zi)     Í 89. gr.:

    i)    bætist eftirfarandi undirgrein við á eftir fyrstu undirgrein 1. mgr.:

    „Í þrjú ár eftir gildistöku ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. .../... frá ... [þessi ákvörðun] gildir stöðustofnunarskyldan, sem sett er fram í 4. gr., ekki um OTC-afleiðusamninga, sem unnt er að mæla hlutlægt að dragi úr fjárfestingaráhættu sem tengist beint fjárhagslegri gjaldfærni lífeyriskerfa, eins og þau eru skilgreind í 10. mgr. 2. gr., sem hafa staðfestu í EFTA-ríki. Umbreytingartímabilið gildir einnig um einingar sem komið er á fót í þeim tilgangi að leggja fram bætur til aðila lífeyriskerfa ef um er að ræða vanskil.“.

    ii)    bætist orðin „sem eiga við innan EES“ á undan skammstöfuninni „skv.“ í 3., 5. og 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

    iii)     bætist orðin „ákvarðana sam­eigin­legu EES-nefndarinnar sem taka til“ við á eftir orðinu „gildistökudegi“ í 3., 5. og 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

    zj)     bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í a- og c-lið IV. hluta I. viðauka og í g-lið I. hluta og í c-lið II. hluta II. viðauka.“


2. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerðar (ESB) nr. 648/2012, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.


3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi […], að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins hafi borist ( * ), eða gildistökudag ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. …/… frá … ( 3 ), [sem fellir ESMA-reglugerð (ESB) nr. 1095/2010 inn í EES-samninginn], hvort sem ber upp síðar.


4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel.

    Fyrir hönd sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
    
    formaður.


Fylgiskjal VIII.


    Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR

frá

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn



SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     (1)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki ( 1 ).

     (2)      Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki ( 2 ).

     (3)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, lýstu að loknum fundi sínum 14. október 2014 ( 3 ) um upptöku reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld, yfir ánægju sinni með þá sanngjörnu lausn sem samningsaðilar komust að, þar sem tekið er tillit til uppbyggingar og markmiða reglugerða ESB um evrópsk eftirlitsyfirvöld og EES-samningsins, svo og lagalegra og pólitískra takmarkana ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES.

     (4)      Fjármála- og efnahagsráðherrar ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, lögðu áherslu á að í samræmi við tveggja stoða uppbyggingu EES-samningsins myndi Eftirlitsstofnun EFTA taka ákvarðanir sem yrði beint til markaðsaðila í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES. Evrópsk eftirlitsyfirvöld ESB munu einnig verða til þess bær að grípa til aðgerða, sem ekki eru bindandi, gagnvart lögbærum yfirvöldum og markaðsaðilum í EFTA-ríkjunum, sem eiga aðild að EES. Áður en gripið verður til aðgerða, mun hvor aðili um sig, eftir því sem við á, leita eftir samráði, samræmingu eða skiptum á upplýsingum milli evrópskra eftirlitsyfirvalda ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA.

     (5)      Einstakar ákvarðanir og formleg álit Eftirlitsstofnunar EFTA sem beint er til lögbærra yfirvalda eins eða fleiri EFTA-ríkja, sem eiga aðild að EES, eða markaðsaðila verða samþykktar á grundvelli draga sem viðkomandi eftirlitsyfirvöld ESB gera til þess að tryggja að sérþekking eftirlitsyfirvalda ESB verði hluti af ferlinu og að samkvæmni sé milli hinna tveggja stoða. Þannig verður lykilhagræði af eftirliti af hálfu einnar stofnunar varðveitt. Þessar meginreglur munu einkum gilda um beint eftirlit Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar með lánshæfismatsfyrirtækjum.

     (6)      Samningsaðilar hafa sam­eigin­legan skilning á því að með þessari ákvörðun er hrint í framkvæmd samkomulagi sem kom fram í þessum niðurstöðum og því ber að túlka hana í samræmi við þær meginreglur sem þær fela í sér.

     (7)      IX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:


1. gr.


Eftirfarandi bætist við í lið 31eb (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009) í IX. viðauka við EES-samninginn:

„eins og henni var breytt með:

          32011 R 0513: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 (Stjtíð. ESB L 145, 31.5.2011, bls. 30),

          32013 R 0462: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 (Stjtíð. ESB L 146, 31.5.2013, bls. 1).

    Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samning þennan, og nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, ber að skilja hugtökin „aðildarríki“, „lögbær yfirvöld“ og „lögbær yfirvöld tiltekins geira“ þannig að þau taki til EFTA-ríkjanna og lögbærra yfirvalda þeirra og lögbærra yfirvalda tiltekins geira, í þeirri röð, auk merkingar þeirra í reglugerðinni.

     b)      Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, starfa saman, skiptast á upplýsingum og hafa samráð að því er varðar þessa reglugerð, einkum áður en þær grípa til aðgerða. Þetta felur einkum í sér þá skyldu stofnananna að afhenda hvor annarri, án ástæðulausrar tafar, upplýsingar sem þær þarfnast til sinna skyldum sínum samkvæmt þessari reglugerð, svo sem skyldu Evrópsku verðbréfa-markaðseftirlitsstofnunarinnar til að semja drög, eins og fram kemur í d-lið. Þetta nær m.a. til upplýsinga sem önnur stofnunin hefur fengið vegna umsókna um skráningu eða í svörum við beiðni um upplýsingar sem hafa verið send til markaðsaðila eða sem önnur stofnunin hefur fengið við rannsóknir eða vettvangsskoðanir.

    Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu, með fyrirvara um gildissvið 109. gr. þessa samnings, afhenda hvor annarri allar umsóknir, upplýsingar, kvartanir eða beiðnir sem falla undir valdheimildir þeirrar stofnunar.
    
    Komi til ágreinings milli Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA að því er varðar framkvæmd ákvæða reglugerðarinnar skulu formaður Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA, með tilliti til hversu málið er brýnt, boða til fundar án ástæðulausrar tafar til að komast að samhljóða niðurstöðu. Takist ekki að komast að samhljóða niðurstöðu, getur formaður Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar eða stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA farið fram á að samningsaðilar vísi málinu til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar sem skal fjalla um það í samræmi við 111. gr. þessa samnings, sem gildir að breyttu breytanda. Í samræmi við 2. gr. ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 1/94 frá 8. febrúar 1994 um starfsreglur sam­eigin­legu EES-nefndarinnar (Stjtíð. EB L 85, 30.3.1994, bls. 60), getur samningsaðili farið fram á að fundur verði kallaður saman án tafar þegar mikið liggur við. Þrátt fyrir ákvæði þessarar málsgreinar, getur samningsaðili hvenær sem er vísað málinu til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar að eigin frumkvæði, í samræmi við 5. og 111. gr. þessa samnings.

     c)      Allar tilvísanir í seðlabanka aðildarríkis samkvæmt þessari reglugerð taka ekki til Liechtensteins.

     d)      Ákvarðanir, bráðabirgðaákvarðanir, tilkynningar, einfaldar beiðnir, afturkallanir ákvarðana og aðrar ráðstafanir sem Eftirlitsstofnun EFTA grípur til skv. 3. mgr. 6. gr., 4. mgr. 15. gr., 2. mgr. 16. gr., 3. mgr. 16. gr., 2. mgr. 17. gr., 3. mgr. 17. gr., 20. gr. 1. mgr. 23. gr. b, 3. mgr. 23. gr. c, 4. mgr. 23. gr. d, 5. mgr. 23. gr. e, 1. mgr. 24. gr., 4. mgr. 24. gr., 1. mgr. 25. gr., 1. mgr. 36. gr. a og 1. mgr. 36. gr. b, skulu, án ástæðulausrar tafar, samþykktar á grundvelli draga sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin hefur gert að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA.

     e)      Orðið „EES-samninginn“ komi í stað orðanna „lög Sambandsins“ í g-lið í 1. mgr. 3. gr.

     f)      Í 3. mgr. 6. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við:

    „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu, ef um er að ræða samsteypu lánshæfismatsfyrirtækja sem í er að minnsta kosti eitt lánshæfismatsfyrirtæki með staðfestu í EFTA-ríki og að minnsta kosti eitt lánshæfismatsfyrirtæki með skráð aðsetur í aðildarríki ESB, tryggja í sameiningu að eitt lánshæfismatsfyrirtækjanna í samsteypunni hið minnsta sé ekki undanþegið kröfunum sem koma fram í 2., 5. og 6. lið þáttar A í I. viðauka og í 4. mgr. 7. gr.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skulu tilkynna hvor annarri um alla þróun sem skiptir máli vegna samþykktar gerða samkvæmt þessari málsgrein.“

     g)      Orðið „EES-samninginn“ komi í stað orðanna „lög Sambandsins“ í 2. mgr. 8. gr. b.

     h)      Eftirfarandi bætist við í 2. mgr. 8. gr. d og 3. mgr. 18. gr.:

    „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skal færa skráð lánshæfismatsfyrirtæki, sem hafa staðfestu í EFTA-ríki, í þá skrá.“

     i)      Orðin „eða Eftirlitsstofnunar EFTA, að því er varðar EFTA-ríkin“ bætist við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 9. gr.

     j)      Orðin „, Eftirlitsstofnunar EFTA“ bætist við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 6. mgr. 10. gr. og í 52. lið I. hluta III. viðauka.

     k)      Eftirfarandi undirgrein bætist við í 2. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 11. gr. a:

    „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skal birta upplýsingar sem lánshæfismatsfyrirtæki, sem hafa staðfestu í EFTA-ríki, senda samkvæmt þessari grein.“

     l)      Í 14. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. og 5. mgr.,

                  ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða láns-hæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 4. mgr.

     m)      Í 15. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða til Eftirlitsstofnunar EFTA, ef um er að ræða lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 1. mgr.,

                  ii)      bætist orðin „eða til Eftirlitsstofnunar EFTA, ef lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki, er veitt umboð“ við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 2. mgr.,

                  iii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 4. mgr.

     n)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 16. gr.

     o)      Í 17. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1., 2. og 4. mgr.,

                  ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, að því er varðar hvert og eitt lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 3. mgr.

     p)      Í 18. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      hljóði texti 2. mgr. svo:

    „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Eftirlitsstofnun EFTA skulu tilkynna hvor annarri, framkvæmdastjórninni, Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni, Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni, lögbærum yfirvöldum og lögbærum yfirvöldum tiltekins geira um allar ákvarðanir sem eru teknar skv. 16., 17. eða 20. gr.“.

     q)      Eftirfarandi undirgreinar bætist við í 1. mgr. 19. gr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, að því er varðar lánshæfismatsfyrirtæki, sem hafa staðfestu í EFTA-ríki, innheimta gjöld á sama grundvelli og gjöld sem eru innheimt af öðrum lánshæfismatsfyrirtækjum í samræmi við þessa reglugerð og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar sem um getur í 2. mgr.
    
    Fjárhæðir þær sem Eftirlitsstofnun EFTA innheimtir í samræmi við þessa málsgrein skulu afhentar Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni án ástæðulausrar tafar.“

     r)      Í 20. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      bætist orðin „eða að semja ekki drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA í þá veru, ef um er að ræða lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki,“ við á eftir orðinu „lánshæfismatsfyrirtækis“ í öðrum málslið 2. mgr.

     s)      Í 21. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.
                  ii)      bætist eftirfarandi við í 5. málsgrein:

    „Sú skýrsla skal einnig taka til þeirra lánshæfismatsfyrirtækja í EFTA-ríkjunum sem skráð eru samkvæmt þessari reglugerð, í samræmi við ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni allar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að hún geti sinnt skyldum sínum samkvæmt þessari málsgrein.“,

                  iii)      hljóði texti 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal skal skila árlegri skýrslu til fastanefndar EFTA-ríkjanna um eftirlitsráðstafanir sem gerðar eru og viðurlög sem sem Eftirlitsstofnun EFTA beitir samkvæmt þessari reglugerð, þ.m.t. sektir og févíti.“.

     t)      Orðin „,Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 23. gr.

     u)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðinu „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 23. gr. a.

     v)      Í 23. gr. b:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða lánshæfismatsfyrirtæki eða aðila sem taka þátt í lánshæfismatsstarfsemi, metnar einingar og tengda þriðju aðila, þriðju aðila sem lánshæfismatsfyrirtæki hafa útvistað tilteknum rekstrarþáttum eða starfsemi til, og aðra aðila sem á annan hátt eru verulega skyldir eða tengdir lánshæfismatsfyrirtækjum eða lánshæfismatsstarfsemi, sem hafa staðfestu í EFTA-ríki,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“, að því er varðar EFTA-ríkin, í 2., 3. og 5. mgr.

                  iii)      hljóði texti g-liðar í 3. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „tilgreina rétt til að fá EFTA-dómstólinn til að endurskoða ákvörðunina, í samræmi við 36. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“.

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 5. mgr.:

    Eftirlitsstofnun EFTA skal án ástæðulausrar tafar framsenda Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni upplýsingar sem tekið var við samkvæmt þessari grein.“.

     w)      Í 23. gr. c:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða aðila sem fellur undir rannsókn og hefur staðfestu í EFTA-ríki,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Embættismenn og aðrir aðilar sem hafa til þess umboð Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar skulu hafa rétt til að vera Eftirlitsstofnun EFTA til aðstoðar við að sinna skyldum sínum samkvæmt þessari grein og hafa rétt til að taka þátt í rannsóknum að beiðni Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar.“,

                  iii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðsins „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“, að því er varðar EFTA-ríkin, í 2., 3. og 4. mgr. og í fyrsta og öðrum málslið 6. mgr.,

                  iv)      hljóði texti annars málsliðar 3. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „Ákvörðunin skal tilgreina viðfangsefni og tilgang rannsóknarinnar, févíti sem kveðið er á um í 36. gr. b og rétt til að fá EFTA-dómstólinn til að endurskoða ákvörðunina, í samræmi við 36. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“,

                  v)      komi orðin „málsskjali Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA“ í stað orðanna „málsskjali Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ að því er varðar EFTA-ríkin, í þriðja málslið 6. mgr.,

                  vi)      hljóði texti fjórða málsliðar 6. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „Lögmæti ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA er aðeins háð endurskoðun EFTA-dómstólsins, í samræmi við samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“.

     x)      Í 23. gr. d:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða lögaðila, sem hafa staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, framsenda Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni upplýsingar sem tekið var við samkvæmt þessari grein.“.

                  iii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“, að því er varðar EFTA-ríkin, í 2. til 7. mgr. og í fyrsta og öðrum málslið 9. mgr.,

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 2. mgr.:

    „Embættismenn og aðrir aðilar sem hafa umboð Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar skulu eiga rétt á að vera Eftirlitsstofnun EFTA til aðstoðar við að sinna skyldum sínum samkvæmt þessari grein og eiga rétt á að taka þátt í vettvangsskoðunum að beiðni Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar.“,

                  v)      hljóði texti annars málsliðar 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „Ákvörðunin skal tilgreina viðfangsefni og tilgang skoðunarinnar, dagsetninguna sem áætlað er að hún hefjist og févíti sem kveðið er á um í 36. gr. b, svo og rétt til að fá EFTA-dómstólinn til að endurskoða ákvörðunina, í samræmi við 36. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“,

                  vi)      komi orðin „málsskjali Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA“ í stað orðanna „málsskjali Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ að því er varðar EFTA-ríkin, í þriðja málslið 9. mgr.,

                  vii)      hljóði texti fjórða málsliðar 9. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „Lögmæti ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA er aðeins háð endurskoðun EFTA-dómstólsins í samræmi við samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“.

     y)      Í 23. gr. e:

                  i)      komi orðin „skal Eftirlitsstofnun EFTA tilnefna óháðan rannsakanda innan Eftirlitsstofnunar EFTA til að rannsaka málið að höfðu samráði við Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina“ í stað orðanna „skal stofnunin tilnefna óháðan rannsakanda innan Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar til að rannsaka málið“, að því er varðar EFTA-ríkin, í fyrsta málslið 1. mgr.

                  ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 1. mgr.:

    „Rannsakandinn sem Eftirlitsstofnun EFTA tilnefnir skal hvorki taka þátt í né hafa tekið þátt í beinu eða óbeinu eftirlits- eða skráningarferli hlutaðeigandi lánshæfismatsfyrirtækis og skal sinna skyldum sínum óháð stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA og eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar.“,

                  iii)      Orðin „og Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstjórnarinnar“ í 2., 3. og 4. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,

                  iv)      bætist orðin „og Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í þriðju undirgrein 2. mgr.,

                  v)      hljóði það sem eftir er málsliðarins á eftir orðunum „og 36 c [...],“ í 5. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin, svo:

    „skal Eftirlitsstofnun EFTA ákveða hvort aðilarnir sem falla undir rannsóknina hafið framið eitt eða fleiri þeirra brota sem skráð eru í III. viðauka og, ef svo er, grípa til eftirlitsráðstafana í samræmi við 24. gr. og beita sektum í samræmi við 36. gr. a.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal láta Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni í té allar upplýsingar og málsskjöl sem eru nauðsynleg til að hún geti sinnt skyldum sínum samkvæmt þessari málsgrein.“.

                  vi)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnunar EFTA“ við á eftir orðunum „eftirlits-stjórnar Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 6. mgr.,

                  vii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“, að því er varðar EFTA-ríkin, í 8. mgr.

     z)      Í 24. gr.:

                  i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 1. mgr.,

                  ii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“, að því er varðar EFTA-ríkin, í 2. og 4. mgr.,

                  iii)      orðin „ákvörðunar Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á,“ komi í stað orðanna „ákvörðunar Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 4. mgr.,

                  iv)      bætist eftirfarandi undirgreinar við í 5. mgr.:

    „Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar, tilkynna hlutaðeigandi lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki um allar ákvarðanir sem samþykktar eru skv. 1. mgr. og upplýsa lögbær yfirvöld og lögbær yfirvöld tiltekins geira, framkvæmdastjórnina, Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina, Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina og Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunina um allar slíkar ákvarðanir. Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skal birta opinberlega á vefsetri sínu allar slíkar ákvarðanir innan tíu virkra daga frá þeim degi sem þær eru samþykktar.

    Þegar Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin birtir ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA eins og um getur í þriðja undirlið skal stofnunin einnig birta rétt hlutaðeigandi lánshæfismatsfyrirtækis til að fá EFTA-dómstólinn til að endurskoða ákvörðunina, þá staðreynd, ef við á, að höfðað hafi verið til slíks dómsmáls, sem tilgreina að slík kæra fyrir EFTA-dómstólnum hafi ekki áhrif til frestunar, og þá staðreynd að mögulegt sé fyrir EFTA-dómstólinn að fresta beitingu á umdeildri ákvörðun í samræmi við 40. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.“,

    za)     Í 25. gr.:

     i)      bætist eftirfarandi undirgreinar við í 1. mgr.:

    „Áður en eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar semur drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA skv. 1. mgr. 24. gr. skal hún gefa aðilunum sem falla undir málsmeðferðina tækifæri til að tjá sig um niðurstöðurnar. Eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar skal einungis byggja drög sín á niðurstöðum sem þeir aðilar sem falla undir málsmeðferð hafa fengið tækifæri til að tjá sig um.
    
    Eftirlitsstofnun EFTA skal einungis byggja ákvarðanir sínar skv. 1. mgr. 24. gr. á niðurstöðum sem þeir aðilar sem falla undir málsmeðferð hafa fengið tækifæri til að tjá sig um.
    
    Þriðji og fjórði undirliður gilda ekki ef grípa þarf til tafarlausra aðgerða til að koma í veg fyrir umtalsverðan og yfirvofandi skaða að því er varðar fjármálakerfið. Í slíku tilviki getur Eftirlitsstofnun EFTA samþykkt tímabundna ákvörðun og gefið hlutaðeigandi aðilum tækifæri til að tjá sig fyrir eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar eins fljótt og auðið er eftir að ákvörðunin hefur verið tekin“,

     ii)      komi orðin „málsskjölum Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA“ í stað orðanna „málsskjölum Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 2. mgr.,

zb)        Orðin „,Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 26. gr. og 1. mgr. 27. gr.

zc)        Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. mgr. 27. gr.

    zd)     Í 30. gr.:

       i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á undan orðunum „úthlutað tilteknum eftirlitsverkefnum“ í 1. mgr.,

       ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2., 3. og 4. mgr.,

       iii)      bætist eftirfarandi málsgrein við:

    „5. Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin skulu hafa samráð áður en verkefni er úthlutað.“.

    ze)     Í 31. gr.:

     i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í annarri undirgrein 1. mgr.

     ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðunum „getur lögbæra yfirvaldið, sem sendir tilkynninguna, farið fram á að Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. mgr.,

     iii)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 2. mgr.:

     „Varði beiðni frá lögbæru landsyfirvaldi lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki, skal Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin hafa samráð við Eftirlitsstofnun EFTA án ástæðulausrar tafar.“.

    zf)     Í 32. gr.:

            i)      bætist orðin „, Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina“ þar sem það kemur fyrir í fyrsta sinn í 1. mgr.,
    
            ii)      bætist orðin „, fyrir Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina“ þar sem það kemur fyrir í annað sinn í 1. mgr.,
    
            iii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ þar sem það kemur fyrir í þriðja sinn í 1. mgr.,
    
            iv)      bætist orðin „, Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. mgr.
    
    zg)     Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 6. mgr. 35. gr. a.

    zh)     Í 36. gr. a:

     i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef um er að ræða lánshæfismatsfyrirtæki, sem hefur staðfestu í EFTA-ríki“ við á eftir orðunum „eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ og „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

     ii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðsins „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

zi)             Í 36. gr. b:

       i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, ef viðkomandi lánshæfismatsfyrirtæki eða aðili hefur staðfestu í EFTA-ríki,“ við á eftir orðunum „Eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 1. mgr.,

       ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnunar EFTA, eftir því sem við á“ við á eftir orðunum „ákvörðun Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 4. mgr.,
    
    zj)     Í 36. gr. c:

          i)      bætist eftirfarandi undirgreinar við í 1. mgr.:
    
    „Áður en eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar semur drög fyrir Eftirlitsstofnun EFTA skv. 36. gr. a eða a- til d-lið í 1. mgr. 36. gr. b, skal hún gefa aðilunum sem falla undir málsmeðferðina tækifæri til að tjá sig um niðurstöðurnar. Eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar skal einungis byggja drög sín á niðurstöðum sem þeir aðilar sem falla undir málsmeðferð hafa fengið tækifæri til að tjá sig um.

    Eftirlitsstofnun EFTA skal einungis byggja ákvarðanir sínar skv. 36. gr. a eða a- til d-lið í 1. mgr. 36. gr. b á niðurstöðum sem þeir aðilar sem falla undir málsmeðferð hafa fengið tækifæri til að tjá sig um.“,

          ii)      komi orðin „málsskjölum Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar og Eftirlitsstofnunar EFTA“ í stað orðanna „málsskjölum Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 2. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin.

    zk)     Í 36. gr. d:

          i)      bætist orðin „og Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,
    
          ii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni“ í 3. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,
    
          iii)      komi orðin „EFTA-dómstólnum“ í stað orðanna „Dómstóli Evrópusambandsins“ í 3. mgr., að því er varðar EFTA-ríkin,
    
          iv)      bætist eftirfarandi undirgrein við í 4. mgr.:

    „Fastanefnd EFTA-ríkjanna skal ákvarða hvernig úthluta skal fjárhæðum sekta og dagsekta sem Eftirlitsstofnun EFTA innheimtir.“.

    zl)     Ákvæði 40. gr. a gilda ekki að því er varðar EFTA-ríkin.

zm)    Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 7. lið I. hluta og 3. lið II. hluta IV. viðauka.“


2. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerða (ESB) nr. 513/2011 og (ESB) nr. 462/2013, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.


3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi [...], að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins hafi borist ( * ), eða gildistökudag ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. [...] ( 4 ), [sem fellir reglugerð (ESB) nr. 1095/2010] inn í EES-samninginn, hvort sem ber upp síðar.


4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel ...

         Fyrir hönd sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
    
         formaður.
    

Yfirlýsing EFTA-ríkjanna


vegna ákvörðunar nr. xx/xx um að fella reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 513/2011 og (ESB) nr. 462/2013 inn í samninginn


Í reglugerð (EB) nr. 1060/2009, með áorðnum breytingum samkvæmt reglugerðum (ESB) nr. 513/2011 og (ESB) nr. 462/2013, eru einkum settar reglur um notkun, í eftirlitsskyni, á lánshæfismati sem lánshæfismatsfyrirtæki frá þriðja landi gefa út, mælt fyrir um þau skilyrði sem þarf að fullnægja til að framkvæmdastjórnin geti viðurkennt laga- og eftirlitsramma þriðja lands sem jafngildan kröfum reglugerðarinnar, og enn fremur mælt fyrir um að fyrirtæki frá þriðja landi geti fengið vottun frá Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni til þess að greiða fyrir notkun á lánshæfismati þeirra. Reglugerð þessi er felld inn í EES-samninginn með fyrirvara um gildissvið EES-samningsins að því er varðar samskipti við ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins.


Fylgiskjal IX.


    Ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 446/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um tæknilega eftirlitsstaðla um inntak og form reglubundinna skýrslna með matsgögnum sem lánshæfismatsfyrirtækjum ber að leggja fram til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki þar sem mælt er fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla við mat á því hvort aðferð við lánshæfismat uppfylli skilyrði, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um framsetningu upplýsinganna sem lánshæfismatsfyrirtæki skulu gera aðgengilegar í miðlægu gagnasafni sem komið er á fót af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 449/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skráningarupplýsingar og vottun lánshæfismatsfyrirtækja, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 946/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar starfsreglur um sektir sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin leggur á lánshæfismatsfyrirtæki, þ.m.t. reglur um rétt til varnar og tímabundin ákvæði, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/245/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Brasilíu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/246/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Argentínu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/247/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Mexíkó jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/248/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Singapúr jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/249/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Hong Kong jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR

frá

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn



SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     (1)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum ( 1 ).

     (2)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 446/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um tæknilega eftirlitsstaðla um inntak og form reglubundinna skýrslna með matsgögnum sem lánshæfismatsfyrirtækjum ber að leggja fram til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar ( 2 ).

     (3)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki þar sem mælt er fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla við mat á því hvort aðferð við lánshæfismat uppfylli skilyrði ( 3 ).

     (4)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um framsetningu upplýsinganna sem lánshæfismatsfyrirtæki skulu gera aðgengilegar í miðlægu gagnasafni sem komið er á fót af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni ( 4 ).

     (5)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 449/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skráningarupplýsingar og vottun lánshæfismatsfyrirtækja ( 5 ).

     (6)      Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 946/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar starfsreglur um sektir sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin leggur á lánshæfismatsfyrirtæki, þ.m.t. reglur um rétt til varnar og tímabundin ákvæði ( 6 ).

     (7)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/245/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Brasilíu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki ( 7 ).

     (8)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/246/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Argentínu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki ( 8 ).

     (9)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/247/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Mexíkó jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki ( 9 ).

     (10)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/248/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Singapúr jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki ( 10 ).

     (11)      Fella ber inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/249/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Hong Kong jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki ( 11 ).

     (12)      IX. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:


1. gr.


Eftirfarandi bætist við á eftir lið 31ebd (framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/630/ESB) í IX. viðauka við EES-samninginn:

„31ebe.     32014 D 0245: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/245/ESB frá 28. apríl 2014 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Brasilíu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (Stjtíð. ESB L 132, 3.5.2014, bls. 65).

31ebf.     32014 D 0246: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/246/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Argentínu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (Stjtíð. ESB L 132, 3.5.2014, bls. 68).

31ebg.     32014 D 0247: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/247/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Mexíkó jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (Stjtíð. ESB L 132, 3.5.2014, bls. 71).

31ebh.     32014 D 0248: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/248/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Singapúr jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (Stjtíð. ESB L 132, 3.5.2014, bls. 73).

31ebi.     32014 D 0249: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/249/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Hong Kong jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (Stjtíð. ESB L 132, 3.5.2014, bls. 76).

31ebj.     32012 R 0272: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum (Stjtíð. ESB L 90, 28.3.2012, bls. 6).

    Ákvæði framseldu reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     b)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 2. gr.

     c)      Í 3. mgr. 5. gr.:

       i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í fjórðu undirgrein,

       ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við:

    „Þegar Eftirlitsstofnun EFTA skal senda reikninga vegna afborgana-nna, að því er varðar lánshæfismatsfyrirtæki, sem hafa staðfestu í EFTA-ríkjunum, skal Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin upplýsa Eftirlitsstofnun EFTA um nauðsynlega útreikninga að því er varðar hvert lánshæfismatsfyrirtæki nægilega löngu fyrir greiðsludag.“.

     d)      Í 7. mgr. 6. gr.:

       i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ að því er varðar EFTA-ríkin,

       ii)      bætist eftirfarandi undirgrein við:

    „Þegar Eftirlitsstofnun EFTA skal endurgreiða hluta skráningargjaldsins, að því er varðar lánshæfismatsfyrirtæki, sem hafa staðfestu í EFTA-ríkjunum, skal Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin í því skyni afhenda Eftirlitsstofnun EFTA án tafar þær fjárhæðir sem lánshæfismatsfyrirtæki fær endurgreiddar.“

     e)      Í 9. gr.:

       i)      komi orðin „Einungis Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin eða Eftirlitsstofnun EFTA, að því er varðar lánshæfismatsfyrirtæki, sem hafa staðfestu í EFTA-ríkjunum“ í stað orðanna „Einungis Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. mgr.,

       ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“.

    
31ebk.     32012 R 0446: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 446/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um tæknilega eftirlitsstaðla um inntak og form reglubundinna skýrslna með matsgögnum sem lánshæfismatsfyrirtækjum ber að leggja fram til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (Stjtíð. ESB L 140, 30.5.2012, bls. 2).

31ebl.     32012 R 0447: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki þar sem mælt er fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla við mat á því hvort aðferð við lánshæfismat uppfylli skilyrði (Stjtíð. ESB L 140, 30.5.2012, bls. 14).

31ebm.     32012 R 0448: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um framsetningu upplýsinganna sem lánshæfismatsfyrirtæki skulu gera aðgengilegar í miðlægu gagnasafni sem komið er á fót af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni (Stjtíð. ESB L 140, 30.5.2012, bls. 17).

31ebn.     32012 R 0449: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 449/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skráningarupplýsingar og vottun lánshæfismatsfyrirtækja (Stjtíð. ESB L 140, 30.5.2012, bls. 32).

    Ákvæði framseldu reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á,“ bætist við á eftir orðunum „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni“ í 1. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     b)      Orðin „Eftirlitsstofnun EFTA" komi í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin" í 2. kafla og í IV. og V. viðauka, að því er varðar EFTA-ríkin.
    
31ebo.     32012 R 0946: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 946/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar starfsreglur um sektir sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin leggur á lánshæfismatsfyrirtæki, þ.m.t. reglur um rétt til varnar og tímabundin ákvæði (Stjtíð. ESB L 282, 16.10.2012, bls. 23).

    Ákvæði framseldu reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

     a)      Orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ komi í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     b)      Orðin „og Eftirlitsstofnun EFTA“ bætist við á eftir orðunum „eftirlitsstjórnar Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 2. gr., að því er varðar EFTA-ríkin.

     c)      Í 3. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

       i)      bætist orðin „og Eftirlitsstofnunar EFTA“ við á eftir orðunum „eftirlitsstjórnar Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 1. mgr.,

       ii)      bætist orðin „tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA þar um. Eftirlitsstofnun EFTA skal, án ástæðulausrar tafar,“ bætist við á eftir orðunum „skal hún“ í 2., 4. og 5. mgr. og á undan orðunum „taka ákvörðun“ í 3. mgr.,

       iii)      bætist orðin „, áður en drög eru samin fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, eða Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í annarri undirgrein 4. mgr. og í fyrstu undirgrein 5. mgr.,

       iv)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á“ við á eftir orðunum „eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlits-stofnunarinnar“ í þriðju undirgrein 4. mgr. og í annarri undirgrein 5. mgr.,

       v)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“ í 6. mgr.

     d)      Í 4. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

       i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „eftirlitsstjórnin“ og „Eftirlitsstjórninni“ í fyrstu undirgrein,

       ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á“ við á eftir orðunum „eftirlitsstjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlits-stofnunarinnar“ í þriðju undirgrein.

     e)      Í 5. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

       i)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA, eftir því sem við á“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“,

       ii)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðsins „eftirlitsstjórnin“.

     f)      Í 6. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

       i)      komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðanna „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 1. og 4. mgr.,

       ii)      bætist orðin „eða Eftirlitsstofnun EFTA“ við á eftir orðunum „Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin“ í 3. og 5. mgr.,

       iii)      komi orðin „EFTA-dómstólnum, í samræmi við 35. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „kærunefndinni, í samræmi við 58. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 (1), og hjá Evrópudómstólnum, í samræmi við 36. gr. e reglugerðar (EB) nr. 1060/2009“ í 5. mgr.

     g)      Í 7. gr., að því er varðar EFTA-ríkin:

       i)      komi orðin „Eftirlitsstofnunar EFTA“ í stað orðanna „Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar“,

       ii)      komi orðin „EFTA-dómstólsins [...], í samræmi við 35. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls“ í stað orðanna „kærunefndar [...], í samræmi við 58. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, og Evrópudómstólsins, í samræmi við 36. gr. e reglugerðar (EB) nr. 1060/2009“ í b-lið 5. mgr.“


2. gr.


Íslenskur og norskur texti framseldra reglugerða (ESB) nr. 272/2012, (ESB) nr. 446/2012, (ESB) nr. 447/2012, (ESB) nr. 448/2012, (ESB) nr. 449/2012 og (ESB) nr. 946/2012 og framkvæmdarákvarðana 2014/245/ESB, 2014/246/ESB, 2014/247/ESB, 2014/248/ESB og 2014/249/ESB, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.


3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi [...], að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins hafi borist ( * ), eða gildistökudag ákvörðunar sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. [...] ( 12 ), sem fellir reglugerð (ESB) nr. 513/2011 inn í EES-samninginn, hvort sem ber upp síðar.


4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel ...
    
    Fyrir hönd sam­eigin­legu EES-nefndarinnar
    
    formaður.
    
    
Fylgiskjal X.


SAMNINGUR UM BREYTINGU Á SAMNINGI MILLI EFTA-RÍKJANNA UM STOFNUN EFTIRLITSSTOFNUNAR OG DÓMSTÓLS MEÐ ÞVÍ AÐ BÆTA NÝRRI 25. GR. a OG NÝRRI BÓKUN 8 VIÐ SAMNINGINN



ÍSLAND
FURSTADÆMIÐ LIECHTENSTEIN
KONUNGSRÍKIÐ NOREGUR


með hliðsjón af samningnum milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, hér á eftir nefndur „samningurinn um eftirlitsstofnun og dómstól“, einkum 49. gr.,

að höfðu samráði við Eftirlitsstofnun EFTA,

með hliðsjón af ákvörðunum sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. ... frá ... um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn,

með hliðsjón af verkefnum sem Eftirlitsstofnun EFTA eru falin á sviði fjármálaþjónustu eins og sett er fram í IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, einkum að því er varðar ákvarðanir sem beint er til markaðsaðila í EFTA-ríkjum innan EES og kröfur um málsmeðferð sem í þeim felast,

í ljósi þessa ætti að mæla fyrir um málsmeðferðarreglur sem Eftirlitsstofnun EFTA skal fylgja er hún sinnir verkefnum sem henni eru falin með gerðum sem felldar eru inn í IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn,

í ljósi þessa ber að breyta samningnum um eftirlitsstofnun og dómstól,

í ljósi þessa ætti að bæta við samninginn nýrri 25. gr. a og nýrri bókun 8 um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits,


HAFA ORÐIÐ ÁSÁTTIR UM EFTIRFARANDI:


1. gr.


Eftirfarandi ný grein bætist við á eftir 25. gr. samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól:

‘25. gr. a


Eftirlitsstofnun EFTA skal, í samræmi við gerðirnar sem um getur í IX. viðauka við EES-samninginn er kveða á um valdheimildir evrópskrar eftirlitsstofnunar innan Evrópusambandsins og sem Eftirlitsstofnun EFTA skal beita að því er varðar EFTA-ríkin og samkvæmt aðlögununum í þeim viðauka, og jafnframt með fyrirvara um ákvæðin sem er að finna í bókun 8 við samning þennan, koma viðeigandi ákvæðum EES-samningsins í framkvæmd og tryggja að þessum ákvæðum verði beitt.’


2. gr.


Í stað orðanna „bókunum 1–4 og 6–7“ í 49. gr. samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól koma orðin „bókunum 1–4 og 6–8“.


3. gr.


Nýrri bókun 8, við samninginn um eftirlitsstofnun og dómstól, um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits skal bætt við á eftir bókun 7 við samninginn um eftirlitsstofnun og dómstól. Texti hinnar nýju bókunar 8 sem bæta skal við fylgir með þessum samningi.


4. gr.


1.     EFTA-ríkin skulu samþykkja samning þennan, sem er gerður í einu löggiltu eintaki á ensku, í samræmi við stjórnskipuleg skilyrði hvers þeirra um sig.

Samningur þessi skal gerður og löggiltur á þýsku, íslensku og norsku áður en sex mánuðir eru liðnir frá gildistöku hans.

2.     Samningi þessum skal komið í vörslu hjá ríkisstjórn Noregs sem skal tilkynna hinum EFTA-ríkjunum um það.

3.     Samningur þessi öðlast gildi þann dag sem öll EFTA-ríkin hafa afhent til vörslu skjöl sín um staðfestingu.

ÞESSU TIL STAÐFESTU hafa undirritaðir fulltrúar, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað samning þennan.

Gjört í Brussel, ...


    ............................................…………
    FYRIR HÖND ÍSLANDS
    
    
    .............................................................
    FYRIR HÖND FURSTADÆMISINS
    LIECHTENSTEIN
    
    
    .............................................................
    FYRIR HÖND KONUNGSRÍKISINS NOREGS


Viðauki
við


SAMNING UM BREYTINGU Á SAMNINGI MILLI EFTA-RÍKJANNA UM STOFNUN EFTIRLITSSTOFNUNAR OG DÓMSTÓLS MEÐ ÞVÍ AÐ BÆTA NÝRRI 25. gr. a OG NÝRRI BÓKUN 8 VIÐ SAMNINGINN



BÓKUN 8

UM HLUTVERK OG VALDHEIMILDIR EFTIRLITSSTOFNUNAR EFTA Á SVIÐI FJÁRMÁLAEFTIRLITS



1. gr. (gildissvið)


Í bókun þessari eru skilgreind hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaþjónustu þar sem Eftirlitsstofnun EFTA, í samræmi við 25. gr. a samnings þessa, starfar samkvæmt þeim tilteknu eftirlitsheimildum sem henni eru faldar með gerðum í IX. viðauka EES-samningsins.

Bókun þessi er með fyrirvara um valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA, einkum skv. 31. gr. samnings þessa, til að tryggja að farið sé eftir EES-samningnum og þessum samningi.


2. gr. (samstarf og þátttaka)


Eftirlitsstofnun EFTA skal í verkefnum sínum, sem um getur í 1. gr., hafa samráð og vera í samstarfi við viðeigandi evrópska eftirlitsstofnun og aðrar viðkomandi stofnanir ESB.

Þegar Eftirlitsstofnun EFTA innir af hendi verkefni sín sem um getur í 1. gr. skal viðeigandi evrópsk eftirlitsstofnun hafa heimild til að taka þátt í starfi Eftirlitsstofnunar EFTA og undirbúningsaðila hennar, að undanskildum réttinum til að greiða atkvæði.

Eftirlitsstofnun EFTA skal veita fulltrúum viðeigandi evrópskrar eftirlitsstofnunar heimild til að taka þátt í vettvangsskoðunum í samræmi við viðeigandi gerðir sem felldar hafa verið inn í IX. viðauka við EES-samninginn.

Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að gera samkomulag um verklag við Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina (EBA), Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunina (EIOPA) og Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina (ESMA) þar sem nánari atriði slíks samstarfs og þátttöku koma fram.


3. gr. (ákvarðanir)


Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA innan gildissviðs þessarar bókunar skulu samþykktar af stjórn hennar á grundvelli draga sem viðeigandi evrópsk eftirlitsstofnun hefur undirbúið. Við þess háttar ákvarðanatöku skal Eftirlitsstofnun EFTA aðhafast án ástæðulausrar tafar er hún fær slík drög í hendur. Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að fara fram á að viðeigandi evrópsk eftirlitsstofnun undirbúi drög.

Eftirlitstofnun EFTA skal að öllu leyti vera óháð í störfum sínum. Fulltrúi frá viðeigandi evrópskri eftirlitsstofnun skal hafa heimild til að vera viðstaddur, án réttar til að greiða atkvæði, á stjórnarfundum þar sem ákvarðanir innan gildissviðs þessarar bókunar eru teknar.

Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að samþykkja sérstakar málsmeðferðarreglur vegna ákvarðana innan gildissviðs þessarar bókunar, þ.m.t. ákvæði sem kveða á um fyrirsvar af hálfu viðeigandi evrópskrar eftirlitsstofnunar.


4. gr. (gagnsæi)


Áður en Eftirlitsstofnun EFTA tekur ákvörðun innan gildissviðs þessarar bókunar skal hún óska eftir að lögbær yfirvöld EFTA-ríkjanna láti í té tæknilega sérþekkingu innan tímamarka sem Eftirlitsstofnun EFTA setur.

Þegar Eftirlitsstofnun EFTA setur tímamörkin skal hún taka fullt tillit til þess hve brýnt og flókið málið er og til hugsanlegra afleiðinga þess.

Veiti eitt eða fleiri viðkomandi yfirvald slíka tæknilega sérþekkingu skal Eftirlitsstofnun EFTA upplýsa hin yfirvöldin um það á viðeigandi hátt, til að tryggja gagnsæi.


5. gr. (andmælaréttur)


Áður en Eftirlitsstofnun EFTA tekur ákvarðanir innan gildissviðs þessarar bókunar skal hún, með fyrirvara um ákvæði viðkomandi gerða, sem um getur í 1. gr., tilkynna tilgreindum viðtakendum um fyrirætlun sína um að samþykkja ákvörðunina og setja tímamörk fyrir viðtakandann til að gefa álit sitt á málinu, að teknu tilliti til þess hversu málið er brýnt, flókið og hvaða afleiðingar það kann að hafa og að hvaða marki andmælaréttar hefur verið neytt.


6. gr. (endurskoðunarvald dómstóla)


EFTA-ríkjunum, einstaklingum eða lögaðilum er heimilt að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum, í samræmi við 36. gr. samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól, þar sem ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA er vefengd.

Ef Eftirlitsstofnun EFTA er skuldbundin að grípa til aðgerða en lætur hjá líða að taka ákvörðun er heimilt að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum vegna vanrækslu í samræmi við 37. gr. samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól.

Ef gerðirnar sem um getur í 1. gr. þessarar bókunar gera ráð fyrir að beita megi sektum og/eða févítum með ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA samþykkir skal EFTA-dómstóllinn, í samræmi við 35. gr. samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól, hafa ótakmarkað dómsvald til að endurskoða slíka ákvörðun. EFTA-dómstólnum er heimilt að ógilda, lækka eða hækka álagða sekt eða févíti.


AGREEMENT AMENDING THE AGREEMENT BETWEEN THE EFTA STATES ON THE ESTABLISHMENT OF A SURVEILLANCE AUTHORITY AND A COURT OF JUSTICE BY ADDING A NEW ARTICLE 25a AND A NEW PROTOCOL 8 TO THE AGREEMENT



THE REPUBLIC OF ICELAND
THE PRINCIPALITY OF LIECHTENSTEIN
THE KINGDOM OF NORWAY


Having regard to the Agreement between the EFTA States on the Establishment of a Surveillance Authority and a Court of Justice, hereinafter referred to as the ‘Surveillance and Court Agreement’, and in particular Article 49 thereof,

Having consulted the EFTA Surveillance Authority,

Having regard to Decisions No […] of the EEA Joint Committee of […] amending Annex IX (Financial Services) to the EEA Agreement,

Having regard to the tasks conferred to the EFTA Surveillance Authority in the field of financial services as set out in Annex IX (Financial Services) to the EEA Agreement, in particular as regards decisions addressed to market operators in the EEA EFTA States and the procedural requirements inherent therein,

Whereas, therefore, procedures should be laid down to be followed by the EFTA Surveillance Authority when exercising the tasks conferred to it by acts incorporated into Annex IX (Financial Services) to the EEA Agreement,

Whereas, therefore, the Surveillance and Court Agreement should be amended,

Whereas, therefore, a new Article 25a, and a new Protocol 8 on the functions and powers of the EFTA Surveillance Authority in the field of financial supervision, should be added to the Agreement,


HAVE AGREED AS FOLLOWS:


Article 1


The following new Article shall be inserted after Article 25 of the Surveillance and Court Agreement:

‘Article 25a


The EFTA Surveillance Authority shall, in accordance with the acts referred to in Annex IX of the EEA Agreement providing within the European Union for powers of a European Supervisory Authority which, as regards the EFTA States and according to the adaptations contained in that Annex are to be exercised by the EFTA Surveillance Authority, as well as subject to the provisions contained in Protocol 8 to the present Agreement, give effect to the relevant provisions of the EEA Agreement and ensure that those provisions are applied.’


Article 2


The words „Protocols 1 to 4 and 6 and 7“ in Article 49 of the Surveillance and Court Agreement shall be replaced by the words „Protocols 1 to 4 and 6 to 8“.


Article 3


The new Protocol 8 to the Surveillance and Court Agreement on the functions and powers of the EFTA Surveillance Authority in the field of financial supervision shall be added after Protocol 7 to the Surveillance and Court Agreement. The text of the new Protocol 8 to be added is annexed to this Agreement.


Article 4


1.     This Agreement, drawn up in a single copy and authentic in the English language, shall be approved by the EFTA States in accordance with their respective constitutional requirements.

Before the end of a period of six months from its entry into force, this Agreement shall be drawn up and authenticated in German, Icelandic and Norwegian.

2.     This Agreement shall be deposited with the Government of Norway, which shall notify the other EFTA States.

3.     This Agreement shall enter into force on the day all instruments of acceptance have been deposited by the EFTA States.

IN WITNESS WHEREOF the undersigned plenipotentiaries, being duly authorised thereto, have signed this Agreement.

Done at Brussels, […]


    ............................................…………
    FOR THE REPUBLIC OF ICELAND
    
    
    .............................................................
    FOR THE PRINCIPALITY OF
    LIECHTENSTEIN
    
    
    .............................................................
    FOR THE KINGDOM OF NORWAY


Annex
to


AGREEMENT AMENDING THE AGREEMENT BETWEEN THE EFTA STATES ON THE ESTABLISHMENT OF A SURVEILLANCE AUTHORITY AND A COURT OF JUSTICE BY ADDING A NEW ARTICLE 25a AND A NEW PROTOCOL 8 TO THE AGREEMENT



PROTOCOL 8
ON THE FUNCTIONS AND POWERS OF THE EFTA SURVEILLANCE AUTHORITY IN THE FIELD OF FINANCIAL SUPERVISION



Article 1 (scope)


This Protocol sets out the functions and powers of the EFTA Surveillance Authority within the field of financial services where the EFTA Surveillance Authority in accordance with Article 25a in this Agreement acts pursuant to the specific supervisory powers conferred to it by acts in Annex IX of the EEA Agreement.

This Protocol is without prejudice to the powers of the EFTA Surveillance Authority, in particular under Article 31 of this Agreement, to ensure compliance with the EEA Agreement and this Agreement.


Article 2 (cooperation and participation)


When carrying out its tasks referred to in Article 1, the EFTA Surveillance Authority shall consult and cooperate with the relevant European Supervisory Authority and the other relevant EU institutions.

When the EFTA Surveillance Authority is carrying out its tasks referred to in Article 1, the relevant European Supervisory Authority shall, but for the right to vote, have the right to participate in the work of the EFTA Surveillance Authority and its preparatory bodies.

The EFTA Surveillance Authority shall provide authorisation to the representatives of the relevant European Supervisory Authority who shall take part in on-site inspections in accordance with the relevant acts incorporated in Annex IX to the EEA Agreement.

The EFTA Surveillance Authority may enter into administrative arrangements with the European Banking Authority (EBA), the European Insurance and Occupational Pensions Authority (EIOPA) and the European Securities and Markets Authority (ESMA) providing details for such cooperation and participation.


Article 3 (decisions)


The EFTA Surveillance Authority's decisions within the scope of this Protocol shall be adopted by its College on the basis of drafts prepared by the relevant European Supervisory Authority. When taking such decisions, the EFTA Surveillance Authority shall act without undue delay upon receipt of such drafts. The EFTA Surveillance Authority may request the relevant European Supervisory Authority to prepare a draft.

The EFTA Surveillance Authority shall act in full independence. A representative from the relevant European Supervisory Authority shall have the right to be present, without the right to vote, at the College meetings where decisions within the scope of this Protocol are taken.

The EFTA Surveillance Authority may adopt specific rules of procedure for decisions within the scope of this Protocol, including provisions providing for representation from the relevant European Supervisory Authority.


Article 4 (transparency)


Before taking a decision within the scope of this Protocol, the EFTA Surveillance Authority shall invite the competent authorities of the EFTA States to provide technical expertise within a time limit set by the EFTA Surveillance Authority.

The EFTA Surveillance Authority shall, when setting the time limit, take full account of the urgency, complexity and potential consequences of the matter.

If such technical expertise is provided by one or more of the authorities concerned, the EFTA Surveillance Authority shall, in order to ensure transparency, keep the other authorities duly informed.


Article 5 (right to be heard)


Before taking decisions within the scope of this Protocol, the EFTA Surveillance Authority shall, subject to the provisions of the relevant acts referred to in Article 1, inform any named addressee of its intention to adopt the decision, and set a time limit within which the addressee may express its views on the matter, taking full account of the urgency, complexity and potential consequences of the matter and to what extent the right to be heard has been exercised at an earlier stage.


Article 6 (judicial review)


Proceedings may be brought before the EFTA Court by the EFTA States or any natural or legal person, in accordance with Article 36 of the Surveillance and Court Agreement, contesting a decision taken by the EFTA Surveillance Authority.

In the event that the EFTA Surveillance Authority has an obligation to act and fails to take a decision, proceedings for failure to act may be brought before the EFTA Court in accordance with Article 37 of the Surveillance and Court Agreement.

Where the Acts referred to in Article 1 in this Protocol foresee that fines and/or periodic penalty payments may be imposed by a decision adopted by the EFTA Surveillance Authority, the EFTA Court shall, in accordance with Article 35 of the Surveillance and Court Agreement, have unlimited jurisdiction to review such decisions. The EFTA Court may annul, reduce or increase the fine or periodic penalty payment imposed.


Fylgiskjal XI.


Skúli Magnússon,
dósent við lagadeild Háskóla Íslands:



Álitsgerð
um stjórnskipulegar heimildir til innleiðingar tiltekinna nýrra EES-gerða
um fjármálaeftirlit.





EFNISYFIRLIT

Inngangur

     1.      Forsaga
     2.      Álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánsson frá árinu 2012
     3.      Stefnumörkun um aðlögun gerða að EES-samningnum
     4.      Drög að bókun um hlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits
     5.      Einstakar valdheimildir eftirlitsstofnana Evrópusambandsins á fjármálamarkaði og fyrirhuguð aðlögun þeirra vegna innleiðingar í íslenskan rétt
                  5.1      ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðirnar
                  5.2      Reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu og skuldatryggingar
                  5.3      Reglugerð um viðskipti með fjármálagerninga
                  5.4      Reglur Evrópusambandsins um rekstraraðila sérhæfðra sjóða
                  5.5      Reglur Evrópusambandsins um lykilupplýsingar varðandi pakkatryggingar og fjármálagerninga tengda vátryggingum
                  5.6      Reglur um lánshæfismatsfyrirtæki, með síðari breytingum
                  5.7      Reglur um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skráningar-stöðvar
     6.      Fyrirhuguð aðlögun og tveggja stoða kerfi EES-samningsins
     7.      Nánar um framsal valdheimilda í þágu EES-samningsins – Fyrri álitsgerðir o.fl.
     8.      Afmörkun á framsali valdheimilda samkvæmt fyrirhugaðri innleiðingu ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðanna
     9.      Afmörkun á framsali valdheimilda samkvæmt fyrirhugaðri innleiðingu reglugerða um lánshæfismatsfyrirtæki og afleiðuviðskipti
     10.      Mat á fyrirhuguðum reglum EES-samningsins um fjármálaeftirlit með hliðsjón af íslenskum stjórnlögum
     11.      Niðurstaða


Inngangur


Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur farið þess á leit við undirritaðan að hann leggi mat á hvort innleiðing tiltekinna reglugerða Evrópusambandsins um eftirlit með fjármálamörkuðum, sem fyrirhugað er að taka upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákveðinni aðlögun, samrýmist reglum íslenskrar stjórnskipunar með tilliti til framsals valdheimilda. Í viðræðum við ráðuneytið hefur verið vakin athygli á því að þegar liggi fyrir álitsgerð Bjargar Thorarensen prófessors og Stefáns Márs Stefánssonar prófessors frá 25. apríl 2012, þar sem að verulegu leyti er fjallað um sömu reglugerðir ESB. Hins vegar hefur verið bent á að þeim gerðum, sem téð álitsgerð tók mið af, kunni að hafa verið breytt í ákveðnum atriðum, svo og tilteknum gerðum aukið við regluverkið. Þá hefur verið á það bent að ekki hafi legið fyrir með hvaða hætti gerðir Evrópusambandsins yrðu lagaðar að EES-samningnum þegar álitsgerðin var rituð. Hefur verið lögð á það áhersla að álitsgerð undirritaðs tæki mið af fyrirhugaðri aðlögun gerðanna að samningum um Evrópska efnahagssvæðið samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að ákvörðunum sam­eigin­legu EES-nefndarinnar. 1

Álitsgerðin skiptist í 10 kafla auk samantektar og niðurstöðu. Í 1. kafla er vikið að almennt að reglum Evrópusambandsins um fjármálaeftirlit og aðdragandanum að setningu þeirra. Samhengisins vegna þykir í upphafi rétt að gera nokkuð ítarlega grein fyrir álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar frá 2012 og er það gert í 2. kafla. Í 3. og 4. kafla er fjallað meginatriði þeirrar aðlögunar að EES-samningnum sem núverandi tillögur gera ráð fyrir. Í 5. kafla er fjallað ítarlega um þau ákvæði hinna nýju reglna sem fela evrópskum eftirlitsstofnunum sérstakar valdheimildir og þarfnast skoðunar með tilliti til stjórnskipunar Íslands. Í kafla­num er einnig rakið hvernig til stendur að aðlaga þau ákvæði, sem gefa tilefni til álitaefna, að EES-samningnum. Í 6. kafla er sú aðlögun að EES-samningnum, sem núverandi tillögur gera ráð fyrir, borin saman við tveggja stoða kerfi samningsins með almennum hætti. Í 7. kafla eru reifuð helstu sjónarmið við mat á því hvort framsal valdheimilda sé innan leyfilegra marka stjórnarskrárinnar. Í 8. og 9. kafla eru þær valdheimildir afmarkaðar nánar sem yrðu framseldar af hálfu íslenska ríkisins samkvæmt núverandi tillögum. Í 10. kafla er svo er tekin afstaða til þess hvort fyrirhuguð innleiðing nýrra reglna Evrópusambandsins um fjármálaeftirlit samræmist íslensku stjórnaskránni.

Þess ber að geta að undirritaður, ásamt Arnaldi Hjartarsyni sérfræðingi við Lagastofnun Háskóla Íslands, veitti Stjórnarráðinu ráðgjöf meðan á viðræðum stóð um aðlögun umræddra ESB-gerða að EES-samningnum, þ.e. frá og með haustinu 2013. Tók Arnaldur þátt í því að greina valdheimildir hinna evrópsku eftirlitsstofnana með hliðsjón af kröfum íslenskrar stjórnskipunar og fara yfir tillögur og hugmyndir um aðlögun gerðanna að EES-samningnum á þeim grundvellli. Að þessu leyti byggist álitsgerðin að verulegu leyti á vinnu Arnalds þótt undirritaður taki einn alla ábyrgð á efni hennar og niðurstöðum. Þátttöku Arnalds að þessari vinnu lauk þegar hann tók við stöðu hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg snemma hausts 2015.


1. Forsaga


Árið 2010 kom Evrópusambandið á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði ásamt sérstöku kerfisáhætturáði. Hér var um að ræða Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina (e. European Banking Authority, EBA), sem starfar á grundvelli reglugerðar (ESB) nr. 1093/2010 (hér eftir nefnd EBA-reglugerðin), 2 Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina (e. European Securities and Markets Authority, ESMA), sem starfar á grundvelli reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010 (hér eftir nefnd ESMA-reglugerðin), 3 og Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunina (e. European Insurance and Occupational Pensions Authority, EIOPA), sem starfar á grundvelli reglugerðar (ESB) nr. 1094/2010 (hér eftir nefnd EIOPA-reglugerðin). 4 Til viðbótar stofnunum þremur var komið á fót Evrópska kerfisáhætturáðinu (e. European Systemic Risk Board, ESRB) með reglugerð (ESB) nr. 1092/2010. 5 Framangreindar stofnanir mynda ásamt kerfisáhætturáðinu og eftirlitsstofnunum aðildarríkja Evrópusambandsins sam­eigin­legt samræmt evrópskt eftirlitskerfi með fjármálastarfsemi (e. European System of Financial Supervisors). 6

Tilefni þessa regluverks var sú kreppa á fjármálamörkuðum sem tók að gæta haustið 2007. Eins og kunnugt er riðaði Northern Rock bankinn í Bretlandi þá til falls eftir bankaáhlaup, en í byrjun árs 2008 var hann tekinn yfir af breska ríkinu. Í mars 2008 þurftu bandarísk stjórnvöld að veita fjárfestingarbankanum Bear Stearns neyðarlán. Í september sama ár skall fjármálakreppan á af fullum þunga við fall bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Rúmri viku síðar féllu þrír stærstu við­skipta­bankarnir á Íslandi. Í kjölfarið þurftu mörg ríki, þar á meðal í Evrópu, að grípa til umfangsmikilla og kostnaðarsamra aðgerða til þess að styðja við fjármálakerfi sín.

Evrópusambandið brást við fjármálakreppunni með því að skipa í nóvember 2008 hóp sérfræðinga undir stjórn Jacques de Larosière, fyrrum seðlabankastjóra Frakklands, en hópnum var falið að leggja mat á hvernig styrkja mætti fjármálaeftirlit í Evrópu. Niðurstöðum sínum skilaði hópurinn í febrúar 2009 í formi skýrslu. 7 Þar voru ýmsar leiðir lagðar til svo renna mætti styrkari stoðum undir fjármálaeftirlit í Evrópu, meðal annars að komið yrði á fót þremur evrópskum eftirlitsstofnunum. Ætlunin var að ein þeirra færi með eftirlit með bankastarfsemi, önnur með eftirlit á verðbréfamörkuðum og sú þriðja með eftirlit tengt starfsemi vátryggingafélaga og lífeyrissjóða.

Reglugerðirnar þrjár um EBA, ESMA og EIOPA, sem áður greinir, voru settar í fram­haldi af þessu starfi og nokkuð erfiðum samningaviðræðum milli aðildarríkja ESB, einkum vegna afstöðu Breta sem lögðu áherslu á að hinar nýju eftirlitsstofnanir ættu ekki að geta haft áhrif á ríkisfjármál aðildarríkjanna. 8 Í aðfararorðum reglugerðanna er vísað til þess sem meginástæðu að fjármálakreppan hafi falið í sér ógn við fjármálastöðugleika í Evrópu. Samráðsferli með svonefndum Lamfalussy-nefndum, sem áður hefði verið stuðst við til samræmingar fjármálaeftirliti innan Evrópu, nægði ekki til að ná markmiðinu um trúverðugt fjármálakerfi. Grípa þyrfti til stofnunar evrópskra eftirlitsstofnana. Daglegt eftirlit með fjármálastarfsemi yrði eftir sem áður í höndum stjórnarvalda hvers og eins aðildarríkis. Aftur á móti myndu hinar nýju evrópsku eftirlitsstofnanir tryggja betra samræmi við beitingu reglna Evrópuréttar á þessu sviði.

Síðar átti Evrópusambandið eftir að setja nánari reglur um skilyrði beitingar valdheimilda evrópsku eftirlitsstofnananna þriggja, meðal annars í tengslum við eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum, eftirlit með rekstraraðilum sérhæfðra sjóða og reglur um skortsölu. Reglur þessar voru fyrst og fremst settar í formi reglugerða Framkvæmdastjórnarinnar, en einnig eru dæmi um tilskipanir á þessu sviði, eins og nánar er rakið hér síðar. Rifja má upp að andstætt tilskipunum gilda reglugerðir sjálfkrafa í aðildarríkjunum (sbr. 2. mgr. 288. gr. samningsins um framkvæmd Evrópusambandsins) og veita ríkjunum þannig ekkert svigrúm til mats.

Eftirlitsstofnanirnar þrjár fara hver um sig með eftirlit á tilteknu sviði fjármálastarfsemi líkt og áður greinir. Meginmarkmið eftirlitskerfisins er að tryggja stöðugleika fjármálakerfa aðildarríkjanna og efla yfirsýn yfir fjármálastarfsemi milli ríkja.

Framangreindar stofnanir eiga, ásamt kerfisáhætturáðinu og eftirlitsstofnunum aðildarríkjanna, að mynda eitt sam­eigin­legt og samræmt evrópskt eftirlitskerfi á þessu sviði. Rétt er að geta þess þegar í upphafi að ólíkt eftirlitsstofnunum þremur fer kerfisáhætturáðið hvorki með beint vald gagnvart fyrirtækjum né opinberum eftirlitsaðilum í aðildarríkjunum. Kemur ráðið því ekki fram sem eiginlegur eftirlitsaðili gagnvart fyrirtækjum.

Meginhlutverk eftirlitsstofnana Evrópusambandsins er að samræma eftirlit og tryggja samræmda beitingu regluverks um fjármálastarfsemi á innri markaði Evrópusambandsins. Þeim er jafnframt ætlað að meta hættur sem steðja að fjármálakerfi ESB og grípa til aðgerða af því tilefni. Stofnununum er ætlað að vinna í nánu samstarfi við eftirlitsstofnanir aðildarríkjanna en eftir sem áður á daglegt eftirlit með fjármálastarfsemi að vera nánast að öllu leyti í höndum þeirra síðarnefndu. Má með einföldun segja að beinum valdheimildum hinna nýju eftirlitsstofnana ESB sé fremur ætlað að styrkja stöðu þeirra við samræmingu og samráð stjórnvalda aðildarríkjanna á grundvelli tilmæla og ráðlegginga fremur en að hugmyndin sé að þessum heimildum sé beitt með reglulegum hætti. 9

Þegar umræddum stofnunum var komið á fót var ekki við það miðað af hálfu Evrópusambandsins að þær gerðir, sem þær grundvölluðust á, hefðu beina þýðingu fyrir EES-samninginn („EEA relevance“), sbr. 99. gr. EES-samningsins. Engu að síður var frá upphafi ljóst að starfsemi stofnananna laut að framkvæmd efnisreglna sem þegar höfðu verið teknar upp í samninginn eða stefnt var á að teknar yrðu upp í hann. Sú veigamikla breyting á stofnanaverki ESB sem hér var um að ræða hlaut því fyrr eða síðar að koma til skoðunar með hliðsjón af skilvirkri framkvæmd EES-samningsins og meginmarkmiði hans um einsleitni.


2. Álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar frá árinu 2012


Svo sem greint er frá í inngangi unnu lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Stefán Már Stefánsson álitsgerð á árinu 2012 þar sem fjallað var um þrjár af þeim reglugerðum sem hér eru teknar til skoðunar, þ.e. EBA-, ESMA- og EIOPA-reglugerðirnar auk þess sem vikið var að reglugerð nr. 1092/2010 um Evrópska kerfisáhætturáðið. Þegar álitsgerðin var unnin var vinna við aðlögun gerðanna á byrjunarstigi og hafði því ekki verið tekin afstaða til þess hvernig skyldi hátta aðlögun gerðanna að EES-samningnum. Hins vegar var í álitsgerðinni ítarlega fjallað um þær stjórnskipulegu kröfur sem gera þyrfti til aðlögunar umræddra gerða að EES-samningnum, ef unnt ætti að vera að innleiða þær í íslenskan rétt með stjórnskipulega gildum hætti. Samhengisins vegna er rétt að greina frá helstu niðurstöðum Bjargar og Stefáns áður en lengra er haldið.

Í álitsgerðinni er gengið út frá því að fyrrnefndar þrjár reglugerðir geri ráð fyrir framsali framkvæmdarvalds og dómsvalds til stofnana ESB. Þótt reglugerðirnar geri einnig ráð fyrir framsali löggjafarvalds, að því marki sem Framkvæmdastjórn ESB sé falið vald til þess að setja nánari reglur til framkvæmdar reglugerðunum, verði að gera ráð fyrir því að slíkar nánari reglur yrðu teknar upp í EES-samninginn samkvæmt því ferli sem þar er mælt fyrir um. Því vöknuðu ekki sérstök álitaefni um framsal löggjafarvalds vegna innleiðingar gerðanna að mati höfunda. 10 Hvað Evrópska kerfisáhætturáðið varðaði þá er í álitsgerðinni vakin athygli á heimild ráðsins til að afla gagna frá eftirlisstofnunum aðildarríkjannna, en fram kemur að ráðið hafi ekki beinar valdheimildir að öðru leyti. 11

Orðrétt voru helstu niðurstöður álitsgerðarinnar eftirfarandi:

    „Það er niðurstaða okkar að þegar skoðuð er heildarmynd þeirra þátta sem lýst er hér að framan sé innleiðing umræddra gerða háð annmörkum með tilliti til stjórnarskrárinnar. Innleiðing reglugerðanna í óbreyttri mynd myndi fela í sér fráhvarf frá tveggja stoða kerfi EES-samningsins sökum þess að þátttökuréttur Íslands í ákvörðunum er ekki tryggður og ekki er um gagnkvæmni að ræða að því er varðar réttindi og skyldur aðildarríkjanna eða aðila innan þeirra.“ 12

Því næst segir í álitsgerðinni:

    „Með innleiðingu gerðanna yrði stigið skrefi lengra að því er varðar framsal framkvæmdarvalds og dómsvalds en áður hefur verið fallist á að rúmist innan 2. gr. stjórnarskrárinnar. Slíkt framsal samrýmist ekki fyrri viðmiðum um afmarkað framsal á ríkisvaldi á takmörkuðu sviði gagnvart einkaaðilum. Jafnframt yrði framsalið íþyngjandi fyrir fjármálafyrirtæki á Íslandi. Í ljósi þessa teljum við að framsalið rúmist ekki innan venjuhelgaðrar reglu um að almenna löggjafanum sé heimilt að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli og á tilteknum forsendum til alþjóðastofnana.“ 13

Þá var talið að vald hinna evrópsku eftirlitsstofnana væri hvorki vel afmarkað né á þröngu sviði, enda tæki það í raun til hvers kyns starfsemi fjármálafyrirtækja. 14

Í samantekt álitsgerðarinnar segir eftirfarandi:

    „Innleiðing ákvæða reglugerða ESB nr. 1093, 1094 og 1095/2010, um heimildir evrópskra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart íslenskum eftirlitsstofnunum og bindandi ákvarðanir sem hafa bein og íþyngjandi réttaráhrif gagnvart íslenskum fjármálafyrirtækjum, er háð annmörkum með tilliti til íslensku stjórnarskrárinnar. Í þeim felst yfirþjóðlegt vald eftirlitsstofnana þar sem þátttökuréttur Íslands er ekki tryggður og ekki um gagnkvæmni að ræða varðandi réttindi og skyldur aðildarríkjanna eða aðila innan þeirra. Með innleiðingu gerðanna yrði stigið skrefi lengra í framsali framkvæmdarvalds og dómsvalds en áður hefur verið fallist á að rúmist innan 2. gr. stjórnarskrárinnar, enda samrýmist hugsanleg innleiðing reglugerðanna ekki fyrri viðmiðum um afmarkað framsal á ríkisvaldi á takmörkuðu sviði. Í ljósi þessa teljum við að framsalið rúmist ekki innan venjuhelgaðrar reglu um að almenna löggjafanum sé heimilt að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli til alþjóðastofnana.“ 15

Því næst segir í álitsgerðinni:

    „Jafnvel þótt aðlögunartexta umræddra gerða yrði breytt þannig að ákvarðanir eftirlitsráðsins byndu aðeins íslenska ríkið og stofnanir þess yrði engu að síður verulegur vafi á því hvort hið nýja eftirlitskerfið á fjármálamarkaði, sem er eðlisólíkt tveggja stoða kerfi EES-samningsins og felur í sér aukið yfirþjóðlegt vald alþjóðastofnana, væri samrýmanlegt ákvæðum stjórnarskrárinnar.“

Eigi að síður kom fram í álitsgerðinni að unnt væri að vinna að lausn málsins að því tilskildu að tveggja stoða kerfi EES-samningsins yrði notað gagnvart Íslandi.“ 16 Var í því sambandi tekið fram að höfundar teldu að íslenska ríkið hefði ákveðið svigrúm til að túlka stjórnarskrárákvæði þannig að ekki þrengi um of að möguleikum Íslands í alþjóðlegu samstarfi. 17


3. Stefnumörkun um aðlögun gerða að EES-samningnum


Þegar fyrrgreind álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar var lögð fram í apríl 2012 lá ekki fyrir með hvaða nánari hætti umræddar gerðir yrðu lagaðar að EES-samningnum, svo sem áður greinir. Kom þannig allt eins til greina á þessum tíma að Evrópusambandið gerði þá kröfu að EES/EFTA-ríkin samþykktu, að meira eða minna leyti, valdheimildir hinna nýju eftirlitsstofnana gegn því að EFTA-ríkin fengju að taka þátt í starfsemi þeirra að einhverju marki. Var einnig óljóst hver afstaða annarra EES/EFTA-ríkja, einkum Noregs, væri til slíkrar aðlögunar. 18

Á fundi fjármála- og efnahagsráðherra ríkja Evrópusambandsins og EFTA/EES-ríkjanna (ECOFIN) 14. október 2014 náðist loks samkomulag milli EES/EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins um meginatriði við aðlögun umræddra reglugerða að EES-samningnum. 19 Samkvæmt samkomulaginu viðurkenndu aðilar mikilvægi hinna nýju eftirlitsstofna ESB fyrir viðhald og þróun eins samræmds markaðs fyrir fjármálaþjónustu og þar með að um-ræddar reglugerðir þyrfti að taka upp í EES-samninginn. Þá var vísað til þess að fundin hefði verið lausn sem tæki tillit til hagsmuna beggja aðila, uppbyggingar og markmiða bæði umræddra ESB-gerða og EES-samningsins, svo og lagalegra og stjórnmálalegra takmarkana Evrópusambandsins og EES/EFTA-ríkjanna. Í hnotskurn má því segja að með þessu hafi EES/EFTA ríkin fyrir sitt leyti viðurkennt mikilvægi hins nýja eftirlitskerfis ESB fyrir innri markaðinn og þar með einsleitnismarkmiðs EES-samningsins. Hins vegar hafi Evrópusambandið viðurkennt að við aðlögun þessa kerfis að EES-samningnum yrði að taka tillit til grunnreglna samningsins.

Í samræmi við þetta var í téðu samkomulagi lögð á það áhersla að aðlögun regluverksins yrði byggð á tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Fæli þetta það í sér að bindandi ákvarðanir gagnvart stjórnvöldum EES/EFTA-ríkjanna og fyrirtækjum sem þar störfuðu og yrðu teknar af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Myndi Eftirlitsstofnun EFTA njóta aðstoðar ráðgjafanefndar við þessar ákvarðanir. Hins vegar yrðu eftirlitsstofnanir ESB bærar til yfirlýsinga sem ekki væru bindandi, t.d. tilmæla og sáttastarfa, gagnvart stjórnvöldum og fyrirtækjum í EES/EFTA-ríkjunum. Í öllum tilvikum ætti þó að vera samráð á milli eftirlitsstofnana ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA.

Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir því að ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA byggðust á tillögu eða „uppkasti“ (e. draft) sem hlutaðeigandi eftirlitsstofnun ESB myndi útbúa. Með þessu væri samræmi í framkvæmd eftirlitsstofnana tryggt og stuðlað að því að kostir eins samræmds eftirlits innan Evrópusambandsins nýttust. Var því svo nánar lýst í hvaða tilvikum þetta fyrirkomulag myndi gilda. 20

Í samkomulaginu kom fram að ef um væri að ræða ágreining milli eftirlitsstofnana ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA myndu ákvæði EES-samninginn um málsmeðferð fyrir sam­eigin­legu EES-nefndinni gilda, eftir atvikum með afbrigðum sem tækju tillit til bráðatilvika. Þá kom fram að í þágu einsleits eftirlits og framkvæmdar væri gert ráð fyrir því að fulltrúar Eftirlitsstofnunar EFTA og stjórnvalda EES/EFTA-ríkjanna tækju þátt í starfsemi stjórna eftirlitsstofnana ESB og undirbúningsnefnda þeirra, þó án atkvæðisréttar. Sama ætti við, að breyttum breytanda, um þátttöku eftirlitsstofnana ESB í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA.

Í umræddu samkomulagi ráðherranna var að lokum lögð á það áhersla að þær óvenjulegur aðstæður sem hefðu skapast á þessu sviði gerðu það sérlega mikilvægt að fundin væri lausn sem tryggði stöðugleika og eðlilega starfsemi og heilindi fjármálamarkaða. Var hvatt til þess að vinnu við aðlögun regluverksins að EES-samningsins yrði hraðað.

Ef marka má framangreinda niðurstöðu fjármála- og efnahagsráðherranna virðist í fljótu bragði að komið hafi verið til móts við þá meginkröfu, sem fram kom í fyrrgreindri álitsgerð Bjargar og Stefáns Más, um að aðlögun gerðanna að EES-samningnum byggðist á tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Jafnframt verður sú ályktun dregin af samkomulaginu að á pólitískum vettvangi hafi verið hafnað þeirri hugmynd, sem áður var uppi á borðum, að EFTA/EES-ríkin gengju með einhverjum hætti beint undir valdsvið Evrópusambandsstofnananna. Samkvæmt þessu felur samkomulagið í sér að unnið sé út frá þeirri hugmynd að tryggja beri sjálfstæði EFTA-stoðarinnar, svo og jafnræði og gagnkvæmni EES/EFTA-ríkjanna í samskiptum við stofnanir Evrópusambandsins, með svipuðum hætti og tíðkast almennt í EES-samstarfinu. Af þessu leiðir þá einnig að EFTA-dómstóllinn, sem starfar á grundvelli samnings sem Ísland er aðili að, hlýtur að fara með úrskurðarvald í ágreinings-málum sem upp kunna að koma. Svo sem ítarlega er vikið að síðar þarfnast það hins vegar nánari skoðunar hvort sú útfærsla sem nú liggur fyrir samræmist að öllu leyti þessum meginreglum.

Þess ber að geta að gert er ráð fyrir því að vísað verði í téð samkomulag frá 14. október 2014 í aðfararorðum þeirra ákvarðana sam­eigin­legu EES-nefndarinnar sem fela í sér aðlögum umræddra reglugerða að EES-samningnum.

Vert er að halda því til haga að frá því að téð álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar var lögð fram í apríl 2012 hafa á vettvangi Evrópusambandsins verið settar nýjar gerðir sem afmarka nánar í hverju valdheimildir umræddra eftirlitsstofnana ESB felast og auka í sumum tilvikum við þær. Má því segja að valdheimildirnar eftirlitsstofnana ESB hafi nú tekið á sig skýrari mynd, en endurskoðun reglna ESB á þessu sviði stóð enn yfir þegar fyrri álitsgerðin var rituð. Að þessu er einnig vikið nánar síðar.


4. Drög að bókun um hlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits


Fyrir liggja drög að nýrri grein við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls auk nýrrar bókunar þar sem nánar er fjallað um hlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits. Eru drögin hluti af áðurtilvitnuðum tillögum um aðlögun umræddra gerða að EES-samningnum og verður því að miða við að þau hafi verið mótuð í samráði við fulltrúa Evrópusambandsins og njóti (eða muni njóta) samþykkis þess.

Samkvæmt bókuninni skal Eftirlitsstofnun EFTA hafa samráð og samstarf við eftirlitsstofnanir ESB þegar stofnunin beitir heimildum sínum samkvæmt þeim gerðum sem hér um ræðir og teknar hafa verið upp í EES-samninginn. Þegar Eftirlitsstofnun EFTA fer með þetta hlutverk sitt skal viðeigandi eftirlitsstofnun ESB eiga rétt á því að „taka þátt í vinnu Eftirlitsstofnunar EFTA og undirnefnda hennar“. Eftirlitsstofnun EFTA skal sjá til þess að fulltrúar eftirlitsstofnunar ESB hafi viðeigandi leyfi til þess að taka þátt í vettvangsrannsóknum.

Samkvæmt 3. gr. bókunarinnar skulu ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA teknar af stjórn stofnunarinnar á grundvelli tillögu eða „uppkasts“ (e. draft) sem útbúið hefur verið af hlutaðeigandi eftirlitsstofnun ESB. Eftirlitsstofnun EFTA skal taka ákvörðun án tafar á grundvelli slíkrar tillögu. Eftirlitsstofnun EFTA getur einnig óskað eftir því að hlutaðeigandi eftirlitsstofnun útbúi tillögu. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því að stofnunin sjálf geti tekið ákvörðun án atbeina hlutaðeigandi eftirlitsstofnunar ESB.

Í 3. gr. bókunarinnar segir að Eftirlitsstofnun EFTA skuli taka ákvarðanir sínar sjálfstætt. Fulltrúi hlutaðeigandi eftirlitsstofnunar ESB á rétt á því að vera viðstaddur þegar ákvörðun er tekin en hefur ekki atkvæðisrétt.

Í 4. gr. bókunarinnar er fjallað um skyldu Eftirlitsstofnunar EFTA til þess að afla álits sérfræðinga eftirlitsstjórnvalda EES/EFTA-ríkjanna og í 5. gr. um rétt aðila til andmæla.

Í 6. gr. bókunarinnar segir að EES/EFTA-ríki eða hvaða einstaklingur eða lögaðili geti höfðað mál gegn Eftirlitsstofnun EFTA fyrir EFTA-dómstólnum samkvæmt 36. og 37. gr. samnings EES/EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Með sama hætti eigi EFTA-dómstóllinn að hafa óhefta lögsögu yfir hvers kyns ákvörðunum um sektir eða dagsektir. Þetta er efnislega sambærileg regla og þegar kemur fram í 35. gr. áðurnefnds samnings EFTA-ríkjanna. Samkvæmt þessu er ljóst að EFTA-dómstólnum er ætlað að hafa sama hlutverk vegna þeirra valdheimilda sem hér er um að ræða og þegar um er að ræða aðrar valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA.


5. Einstakar valdheimildir eftirlitsstofnana Evrópusambandsins á fjármálamarkaði og fyrirhuguð aðlögun þeirra að EES-samningnum


EBA-, ESMA- og EIOPA reglugerðirnar eru allar uppbyggðar á sama hátt og hafa að meginstefnu að geyma orðrétt sömu ákvæðin. Formlegar valdheimildir EBA, ESMA og EIOPA samkvæmt reglugerðunum eru því sambærilegar. Þær reglur sem stofnunum er ætlað að framfylgja eru hins vegar mismunandi en þessar reglur setja stofnunum efnisleg skilyrði við meðferð heimilda sinna (starfsemi ESMA snýr að eftirliti með reglum á verðbréfamarkaði, starfsemi EBA snýr reglum um starfsemi lánastofnana, einkum banka og sparisjóða, og eftirlit EIOPA að reglum um vátryggingafélög og lífeyrissjóði).

Í þessum kafla er farin sú leið að gera grein fyrir þeim ákvæðum ESMA-reglugerðarinnar sem gefa tilefni til álitamála um framsal valdheimilda, en víkja einungis að efni sambærilegra ákvæða EBA-reglugerðarinnar og EIOPA-reglugerðarinnar að því marki sem ástæða er til. Á eftir umfjöllun um hverja heimild er því næst rakið hvers kyns aðlögun að EES-samnningnum er fyrirhuguð samkvæmt fyrirliggjandi drögum að ákvörðunum sam­eigin­legu EES-nefndarinnar.

Með síðari gerðum hafa ESMA verið faldar valdheimildir sem varða fleiri svið fjármálaþjónustu, einkum hvað varðar skortsölu og lánshæfismatsfyrirtæki, en þessar reglur gera það að verkum að ESMA sker sig nokkuð úr hópnum. Verður fjallað sérstaklega um þessar heimildir í köflum 5.2 til 5.7 hér á eftir. Þar verður að sama skapi vikið að tilteknum valdheimildum EBA og EIOPA sem ekki er getið um í þeim reglugerðum sem liggja stofnunum til grundvallar.

5.1 ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðirnar
ESMA er sjálfstæð stofnun með eigin fjárhag. Hlutverk hennar er m.a. að stuðla að vandaðri reglusetningu og starfsvenjum á innri markaðnum, stuðla að samræmdri beitingu lagalega bindandi gerða, meta markaðsþróun á verðbréfamarkaði, stuðla að vernd fjárfesta sem og samræmi og samfellu í starfsemi eftirlitsaðila. Þá skal stofnunin hafa að leiðarljósi heilindi og gagnsæi auk stöðugleika fjármálakerfisins. Í 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar segir að stofnunin starfi innan þeirra heimilda sem henni séu veittar samkvæmt reglugerðinni og innan gildissviðs tiltekinna gerða sem þar eru taldar upp. 21 Eins og áður greinir setja þessar gerðir stofnuninni efnisleg skilyrði fyrir beitingu þeirra valdheimilda sem henni eru veittar með ESMA-reglugerðinni. Um hverja og eina heimild verður nú fjallað sérstaklega.

a) Almenna tilgreiningu á valdheimildunum er að finna í 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar, en vert er að vekja sérstaka athygli á stafliðum e og f:

     2. To achieve the tasks set out in paragraph 1, the Authority shall have the powers set out in this Regulation, in particular to:
    (a) develop draft regulatory technical standards in the specific cases referred to in Article 10;
    (b) develop draft implementing technical standards in the specific cases referred to in Article 15;
    (c) issue guidelines and recommendations, as laid down in Article 16;
    (d) issue recommendations in specific cases, as referred to in Article 17(3);
    (e) take individual decisions addressed to competent authorities in the specific cases referred to in Articles 18(3) and 19(3);
    (f) in cases concerning directly applicable Union law, take individual decisions addressed to financial market participants, in the specific cases referred to in Article 17(6), in Article 18(4) and in Article 19(4);
    (g) issue opinions to the European Parliament, the Council, or the Commission as provided for in Article 34;
    (h) collect the necessary information concerning financial market participants as provided for in Article 35;
    (i) develop common methodologies for assessing the effect of product characteristics and distribution processes on the financial position of financial market participants and on consumer protection;
    (j) provide a centrally accessible database of registered financial market participants in the area of its competence where specified in the acts referred to in Article 1(2). [undirstrikun höfundar]

b) Í 5. mgr. 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar segir:

     The Authority may temporarily prohibit or restrict certain financial activities that threaten the orderly functioning and integrity of financial markets or the stability of the whole or part of the financial system in the Union in the cases specified and under the conditions laid down in the legislative acts referred to in Article 1(2) or if so required in the case of an emergency situation in accordance with and under the conditions laid down in Article 18.

    The Authority shall review the decision referred to in the first subparagraph at appropriate intervals and at least every 3 months. If the decision is not renewed after a three-month period, it shall automatically expire.
    
    A Member State may request the Authority to reconsider its decision. In that case, the Authority shall decide in accordance with the procedure set out in the second subparagraph of Article 44(1), whether it maintains its decision.
    
    The Authority may also assess the need to prohibit or restrict certain types of financial activity and, where there is such a need, inform the Commission in order to facilitate the adoption of any such prohibition or restriction.

Í þessu felst að stofnunin getur tekið ákvörðun sem felur í sér tímabundið bann eða tímabundna takmörkun á fjármálastarfsemi sem ógnar reglulegri starfsemi fjármálamarkaða, heilindum þeirra eða stöðugleika fjármálakerfis sambandsins í heild eða að hluta við tvenns konar aðstæður. Annars vegar í þeim tilvikum sem nánar eru tilgreind í tilteknum lagagerðum sambandsins, sbr. 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar, og að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru fram í þeim. Hins vegar, ef með þarf, í neyðartilvikum að uppfylltum skilyrðum 18. gr. reglugerðarinnar, sbr. hér síðar.

Samkvæmt þessu felur greinin í sér formlega tvenns konar heimildir. Sú fyrri byggir á því að önnur löggjöf sambandssréttar heimili ákvörðun með ákveðnum skilyrðum og vísi til 5. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar í þeim efnum. Hér er almennt ekki um að ræða gerðir sem vísað var til í 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar, þegar hún var sett, heldur fyrst og fremst efnisgerðir sem settar hafa verið eftir þetta tímamark og ESMA-reglugerðin er nú látin vísa til. Að þessum gerðum er vikið nánar í 5. kafla. Tilvísun þessara gerða til 5. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar þýðir að vikið er frá þeirri „almennu málsmeðferð“ sem kveðið er á um í 17. gr. og nánar greinir síðar. Í þessu felst einkum að ekki þarf að koma til formlegt álit Framkvæmdastjórnar ESB svo að ESMA geti beint ákvörðunum beint að fyrirtækjum á fjármálamarkaði. Má því segja að aukin beiting þessarar heimildar feli í sér viðleitni til að auka heimildir ESMA gagnvart aðildarríkjunum á þeim sviðum sem hér um ræðir. Hins vegar leiðir af þeim gerðum sem vísa til 5. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar að aðgerðir ESMA koma ekki til greina nema þegar eftirlitsstjórnvöld aðildarríkis eru talin brotleg eða viðbrögð þeirra ófullnægjandi. Meginreglan um að daglegt eftirlit sé í höndum stjórnvalda aðildarríkjanna á því allt að einu við.

Síðari heimild greinarinnar er í raun tilvísun til ákvörðunar sem tekin yrði við neyðarástand samkvæmt 18. gr. reglugerðarinnar og felur þannig ekki í sér efnislega viðbót við þá grein.

Ákvæði 5. mgr. 9. gr. EBA-reglugerðarinnar og 5. mgr. 9. gr. EIOPA-reglugerðarinnar eru fyllilega samhljóða 5. mgr. 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn við aðlögun 5. mgr. 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar að EES-samningnum. Samkvæmt þessu mun ESMA útbúa uppkast að ákvörðun fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, ýmist að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnun EFTA. Miðað er við að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun byggða á drögunum án óhóflegra tafa.

Eftirlitsstofnun EFTA getur samkvæmt þessu ekki tekið ákvörðun að eigin frumkvæði. Hins vegar er gert er ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA geti beint tilmælum til ESMA um að undirbúa ákvörðun. 22 Einnig ber að hafa í huga að að fulltrúar Eftirlitsstofnunar EFTA og eftirlitsstofnana EES/EFTA-ríjanna myndu taka þátt í umfjöllun og undirbúningi uppkasts vegna slíkra tilmæla, þó án þess að njóta atkvæðisréttar.

Gert er ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA tilkynni ESMA um ákvörðun sína og gildistíma hennar. Getur ESMA þá lagt fram við Eftirlitsstofnun EFTA uppkast að nýrri ákvörðun innan hæfilegs tíma (þ.e. ákvörðun sem felur með einhverjum hætti í sér framlengingu fyrri ákvörðunar). Ef EES/EFTA-ríki óskar eftir því að ákvörðun sé endurskoðuð skal Eftirlitsstofnun EFTA framsenda beiðnina til ESMA sem getur þá lagt fram uppkast að nýrri ákvörðun til Eftirlitsstofnunar EFTA.

c) Í 10. til 15. gr. reglugerðarinnar er fjallað um setningu tæknilegra staðla (e. regulatory technical standards) af hálfu Framkvæmdarstjórnar ESB að frumkvæði ESMA. Gert er ráð fyrir því að þessar reglur yrðu teknar upp í EES-samninginn samkvæmt þeirri málsmeðferð sem gildir um upptöku og aðlögun nýrra gerða að EES-samningnum samkvæmt 102. gr. samningsins. Téðar heimildir Framkvæmdastjórnarinnar til reglusetningar gefa því ekki tilefni til stjórnskipulegra álitaefna um framsal valdheimilda (sjá nánar 8. kafla).

d) Í 17. gr. reglugerðarinnar er fjallað um þá stöðu þegar eftirlitsstjórnvald aðildarríkis hefur ekki framfylgt þeim gerðum sem vísað er til í 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar eða framfylgt þeim með einhverjum þeim hætti að talið er brjóta gegn sambandsrétti, þ.á m. tæknilegum stöðlum sem settir hafa verið samkvæmt 10. og 15. gr. (undirstrikanir mínar):

    1. Where a competent authority has not applied the acts referred to in Article 1(2), or has applied them in a way which appears to be a breach of Union law, including the regulatory technical standards and implementing technical standards established in accordance with Articles 10 to 15, in particular by failing to ensure that a financial market participant satisfies the requirements laid down in those acts, the Authority shall act in accordance with the powers set out in paragraphs 2, 3 and 6 of this Article.
    
    2. Upon a request from one or more competent authorities, the European Parliament, the Council, the Commission or the Securities and Markets Stakeholder Group, or on its own initiative, and after having informed the competent authority concerned, the Authority may investigate the alleged breach or non-application of Union law.
    
    Without prejudice to the powers laid down in Article 35, the competent authority shall, without delay, provide the Authority with all information which the Authority considers necessary for its investigation.
    
    3. The Authority may, not later than 2 months from initiating its investigation, address a recommendation to the competent authority concerned setting out the action necessary to comply with Union law.

    The competent authority shall, within ten working days of receipt of the recommendation, inform the Authority of the steps it has taken or intends to take to ensure compliance with Union law.
    
    4. Where the competent authority has not complied with Union law within 1 month from receipt of the Authority's recommendation, the Commission may, after having been informed by the Authority or on its own initiative, issue a formal opinion requiring the competent authority to take the action necessary to comply with Union law. The Commission's formal opinion shall take into account the Authority's recommendation.
    
    The Commission shall issue such a formal opinion no later than 3 months after the adoption of the recommendation. The Commission may extend this period by 1 month.
    
    The Authority and the competent authorities shall provide the Commission with all necessary information.
    
    5. The competent authority shall, within ten working days of receipt of the formal opinion referred to in paragraph 4, inform the Commission and the Authority of the steps it has taken or intends to take to comply with that formal opinion.
    
    6. Without prejudice to the powers of the Commission under Article 258 TFEU, where a competent authority does not comply with the formal opinion referred to in paragraph 4 within the period of time specified therein, and where it is necessary to remedy in a timely manner such non compliance in order to maintain or restore neutral conditions of competition in the market or ensure the orderly functioning and integrity of the financial system, the Authority may, where the relevant requirements of the acts referred to in Article 1(2) are directly applicable to financial market participants, adopt an individual decision addressed to a financial market participant requiring the necessary action to comply with its obligations under Union law including the cessation of any practice.
    
    The decision of the Authority shall be in conformity with the formal opinion issued by the Commission pursuant to paragraph 4.
    
    7. Decisions adopted under paragraph 6 shall prevail over any previous decision adopted by the competent authorities on the same matter.
    
    When taking action in relation to issues which are subject to a formal opinion pursuant to paragraph 4 or a decision pursuant to paragraph 6, competent authorities shall comply with the formal opinion or the decision, as the case may be.
    
    8. In the report referred to in Article 43(5), the Authority shall set out which competent authorities and financial market participants have not complied with the formal opinions or decisions referred to in paragraphs 4 and 6 of this Article.“

Greinin kveður á um þá almennu málsmeðferð á að gilda þegar ESMA telur að eftirlitsstjórnvald aðildarríkis hafi brotið gegn þeim reglum sem stofnunin á að framfylgja eða ekki beitt þeim með fullnægjandi hætti. Skipa má málsmeðferðinni upp í fjögur skref: 1) Athugun/rannsókn; 2) Tilmæli ESMA; 3) Formlegt álit Framkvæmdarstjórnar ESB og 4) Ákvörðun ESMA gagnvart markaðsaðilum.

Nánar tiltekið kemur efnislega fram í 1. mgr. að ESMA skuli beita valdi sínu samkvæmt 2., 3. og 6. mgr. greinarinnar þegar eftirlitsstjórnvöld aðildarríkis hafa ekki beitt þeim lagagerðum sambandsins sem nefndar eru í 2. mgr. 1. gr. eða ef stjórnvöld beita reglunum á þann hátt sem virðist brjóta gegn sambandsrétti, þar á meðal tæknilegum stöðlum (e. regulatory technical standards) og tæknilegum stöðlum til innleiðingar (e. implementing technical standards) á grundvelli 10. og 15. gr., einkum ef ekki næst að tryggja að þátttakendur á fjármálamarkaði fullnægi þeim skilyrðum sem gerðin geri kröfu um.

Samkvæmt 2. mgr. getur ESMA rannsakað meint brot á sambandsrétti eða vanrækslu stjórnvalda aðildarríkjanna við að framfylgja reglunum. Stjórnvöld aðildarríkis skulu tafarlaust veita ESMA þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna rannsóknarinnar.

Samkvæmt 3. mgr. getur ESMA beint tilmælum til stjórnvalds aðildarríkisins í fram­haldi af rannsókn sinni þar sem rakið er til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að fullnægt sé skilyrðum sambandsréttar.

Ef stjórnvald í aðildarríki bregst ekki við slíkum tilmælum getur Framkvæmdastjórn ESB, eftir ábendingu ESMA eða af eigin frumkvæði, á grundvelli 4. mgr. brugðist við með því að veita formlegt álit (e. formal opinion) í málinu. Slíkt álit skal taka mið af fyrri tilmælum ESMA. Ákvæðið felur það í sér í reynd að ESMA getur ekki eitt og óstutt haldið málinu áfram heldur verður að leita atbeina Framkvæmdastjórnarinnar.

Verði stjórnvald aðildarríkisins ekki við formlegu áliti Framkvæmdastjórnarinnar innan tilskilins frests getur ESMA á grundvelli 6. mgr. beint bindandi ákvörðun að þátttakanda á fjármálamarkaði (þ.e. fyrirtæki) til að tryggja að það fullnægi skyldum sínum samkvæmt umræddri sambandslöggjöf, þar á meðal að það láti af tiltekinni háttsemi. Þetta er þó háð því skilyrði að viðkomandi lagagerð í 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar hafi bein lagaáhrif (e. directly applicable) gagnvart markaðsaðila. Þar af leiðandi verður hlutaðeigandi regla að vera nægilega skýr og óskilyrt til að skapa viðkomandi markaðsaðila skyldu án þess að til þurfi að koma nánar setning reglna. Skilyrði fyrir töku slíkrar ákvörðunar er jafnramt að hún sé nauðsynleg til að bæta úr vanrækslu til að viðhalda eða endurheimta hlutlaus samkeppnisskilyrði á markaði eða tryggja reglulega starfsemi og heilindi í fjármálakerfinu.

Í 7. mgr. er áréttað að ákvarðanir sem teknar séu af ESMA á grundvelli 6. mgr. gangi framar hvers kyns ákvörðunum sem stjórnvald í aðildarríkinu hafi tekið um sama málefni.

Ákvæði 17. gr. EBA-reglugerðarinnar og 17. gr. EIOPA-reglugerðarinnar eru efnislega samhljóða áðurnefndu ákvæði ESMA-reglugerðarinnar, að því undanskildu að þær snúa ekki að „þátttakendum á fjármálamarkaði“ heldur fjármálastofnunum, en með því hugtaki er átt við þá aðila sem falla undir þær lagagerðir sem nefndar eru í 2. mgr. 1. gr. reglugerðanna, sbr. skilgreiningu í 4. gr. þeirra.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn við aðlögun 17. gr. ESMA-reglugerðarinnar að EES-samningnum að því er snertir allar bindandi ákvarðanir. Þannig er ráðgert að ESMA taki til skoðunar ætluð brot stjórnvalda EES/EFTA-ríkjanna og gefi út (óbindandi) tilmæli til þeirra, en haldi Eftirlitsstofnun EFTA upplýstri um eðli og markmið athugunar þannig að síðarnefnda stofnunin geti sinnt skyldum sínum samkvæmt 4. og 6. mgr. ef til þess kemur, þ.e. tekið bindandi ákvarðanir. Minna má að fulltrúar Eftirlitsstofnunar EFTA (svo og fulltrúar eftirlitsstjórnvalda EES/EFTA-ríkjanna tækju þátt í málsmeðferð ESMA, án atkvæðisréttar). Er þannig gert ráð fyrir því að stjórnvald EES/EFTA-ríkis upplýsi bæði ESMA og Eftirlitsstofnun EFTA innan 10 daga frá því að tilmæli voru gefin út um aðgerðir eða fyrirhugaðar aðgerðir í því skyni að tryggja framkvæmd hlutaðeigandi reglna.

Ef stjórnvald EES/EFTA-ríkis fer ekki að tilmælum ESMA innan eins mánaðar er gert ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA geti gefið út formlegt álit, sbr. 4. mgr. Við slíkt álit skal stofnunin taka tillit til tilmæla ESMA með svipuðum hætti og á við um Framkvæmdastjórn ESB þegar um er að ræða stjórnvöld ESB-ríkis. Í aðlögunartextanum segir að Eftirlitsstofnun EFTA skuli gefa út formlegt álit innan þriggja mánaða en unnt sé að framlengja þennan frest um einn mánuð. Hér er um að ræða sambærilegt orðalag og fram kemur í áðurnefndri 4. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar um Framkvæmdastjórn ESB. Hér er því ekki lögð skylda á Eftirlitsstofnun EFTA að láta uppi formlegt álit heldur er um að ræða hámarksfrest ef á annað borð ákveðið er að gera það. Samkvæmt þessu er sá munur á fyrirhugaðri málsmeðferð innan EFTA samanborið við ESB að tilmæli og formlegt álit er á hendi sömu stofnunarinnar, þ.e. Eftirlitsstofnunar EFTA.

Í fyrirliggjandi drögum er gert ráð fyrir því að formlegt álit Eftirlitsstofnunar EFTA byggist á uppkasti frá ESMA sem stofnunin leggi fram annað hvort að eigin frumkvæði eða að beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA. Minna má að fulltrúar Eftirlitsstofnunar EFTA myndu taka þátt í umfjöllun ESMA um beiðni stofnunarinnar um að lagt yrði fram uppkast, þó án atkvæðisréttar. Miðað er við að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun byggða á drögunum án óhóflegra tafa. Eftir að formlegt álit liggur fyrir fara samskiptin við stjórnvald EES/EFTA-ríkisins fram við Eftirlitsstofnun EFTA. Ekki er gert ráð fyrir neinni aðkomu Framkvæmdarstjórnar ESB að formlegu áliti, líkt og ætti við um aðildarríki ESB.

Með svipuðum hætti og á við um formlegt álit er gert ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun gagnvart einkaaðilum samkvæmt 6. mgr. á grundvelli uppkasts frá ESMA og í samræmi við fyrra álit sitt. Svo sem áður greinir er í reglugerðinni vísað til þess að heimildin eigi við þegar þær gerðir, sem vísað er til í 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar, hafi bein lagaáhrif (e. directly applicable). 23 Í aðlögunartexta er rætt um að heimildin eigi við þegar umræddar gerðir séu „bindandi“. Væntanlega yrði þetta orðalag skýrt til samræmis við frumtexta reglugerðarinnar á þá leið að þær reglur, sem brotið hefur verið gegn, séu nægilega skýrar og óskilyrtar til að hafa beina réttarverkan að ESB-rétti.


e) Í 18. gr. reglugerðarinnar er fjallað um viðbrögð við neyðaraðstæðum (e. emergency situations) sem hér segir (mínar undirstrikanir):

     „1. In the case of adverse developments which may seriously jeopardise the orderly functioning and integrity of financial markets or the stability of the whole or part of the financial system in the Union, the Authority shall actively facilitate and, where deemed necessary, coordinate any actions undertaken by the relevant national competent supervisory authorities.
    
    In order to be able to perform that facilitating and coordinating role, the Authority shall be fully informed of any relevant developments, and shall be invited to participate as an observer in any relevant gathering by the relevant national competent supervisory authorities.
    
    2. The Council, in consultation with the Commission and the ESRB and, where appropriate, the ESAs, may adopt a decision addressed to the Authority, determining the existence of an emergency situation for the purposes of this Regulation, following a request by the Authority, the Commission or the ESRB. The Council shall review that decision at appropriate intervals and at least once a month. If the decision is not renewed at the end of a one-month period, it shall automatically expire. The Council may declare the discontinuation of the emergency situation at any time.
    
    Where the ESRB or the Authority considers that an emergency situation may arise, it shall issue a confidential recommendation addressed to the Council and provide it with an assessment of the situation. The Council shall then assess the need for a meeting. In that process, due care of confidentiality shall be guaranteed.
    
    If the Council determines the existence of an emergency situation, it shall duly inform the European Parliament and the Commission without delay.
    
    3. Where the Council has adopted a decision pursuant to paragraph 2, and in exceptional circumstances where coordinated action by national authorities is necessary to respond to adverse developments which may seriously jeopardise the orderly functioning and integrity of financial markets or the stability of the whole or part of the financial system in the Union, the Authority may adopt individual decisions requiring competent authorities to take the necessary action in accordance with the legislation referred to in Article 1(2) to address any such developments by ensuring that financial market participants and competent authorities satisfy the requirements laid down in that legislation.
    
    4. Without prejudice to the powers of the Commission under Article 258 TFEU, where a competent authority does not comply with the decision of the Authority referred to in paragraph 3 within the period laid down in that decision, the Authority may, where the relevant requirements laid down in the legislative acts referred to in Article 1(2) including in regulatory technical standards and implementing technical standards adopted in accordance with those acts are directly applicable to financial market participants, adopt an individual decision addressed to a financial market participant requiring the necessary action to comply with its obligations under that legislation, including the cessation of any practice. This shall apply only in situations in which a competent authority does not apply the legislative acts referred to in Article 1(2), including regulatory technical standards and implementing technical standards adopted in accordance with those acts, or applies them in a way which appears to be a manifest breach of those acts, and where urgent remedying is necessary to restore the orderly functioning and integrity of financial markets or the stability of the whole or part of the financial system in the Union.
        
    5. Decisions adopted under paragraph 4 shall prevail over any previous decision adopted by the competent authorities on the same matter.
    
    Any action by the competent authorities in relation to issues which are subject to a decision pursuant to paragraph 3 or 4 shall be compatible with those decisions.“

Efnislega kemur fram í 1. mgr. að þegar skaðleg þróun eigi sér stað sem geti ógnað á alvarlegan hátt reglulegri starfsemi eða heilindum á fjármálamörkuðum eða stöðugleika fjármálakerfis sambandsins, í heild eða hluta, þá skuli ESMA beita sér fyrir því að stjórnvöld í aðildarríkjunum grípi til aðgerða. Er ESMA þá einkum ætlað samræmingarhlutverk í þeim efnum. Til að ESMA geti gegnt þessu hlutverki sínu þurfa stjórnvöld aðildarríkjanna að veita ESMA nauðsynlegar upplýsingar um stöðu mála.

Samkvæmt 2. mgr. 18. gr. getur Ráðherraráð ESB (Ráðið), eftir að hafa ráðfært sig við Framkvæmdastjórnina, kerfisáhætturáðið og, eftir atvikum, hinar evrópsku eftirlitsstofnanir, tekið ákvörðun sem beint er að ESMA. Í slíkri ákvörðun er kveðið á um að neyðarástand ríki í skilningi reglugerðarinnar. Ákvörðun um að lýsa yfir neyðarástandi skal endurskoðuð með mánaðarlegu millibili. Þess má geta að í upphaflegu frumvarpi Framkvæmdastjórnarinnar var gert ráð fyrir því að hún myndi hafa þetta vald. Hvað sem því líður gildir hér, líkt og um 17. gr. reglugerðarinnar, að aðkoma annarrar stofnunar ESB (í þessu tilviki Ráðherraráðsins) er nauðsynleg svo að heimildir stofnunarinnar séu virkjaðar til fulls.

Eftir að Ráðið hefur tekið ákvörðun á grundvelli 2. mgr. 18. gr. og einnig við sérstakar aðstæður þar sem þörf er á samræmdum aðgerðum stjórnvalda aðildarríkjanna til að bregðast við óhagfelldri þróun sem getur alvarlega ógnað reglulegri starfsemi eða heilindum á fjármálamörkuðum eða stöðugleika fjármálakerfis sambandsins í heild eða hluta, getur ESMA á grundvelli 3. mgr. tekið ákvarðanir sem beint er að stjórnvöldum aðildarríkjanna þar sem þeim er falið að grípa til nauðsynlegra ráðstafana í tengslum við lagagerðir sambandsins sem raktar eru í 2. mgr. 1. gr. Er stjórnvöldum aðildarríkjanna þá ætlað að tryggja að þátttakendur á fjármálamarkaði og stjórnvöld fullnægi skilyrðum umræddra lagagerða.

Ef valdbær stjórnvöld í aðildarríki sambandsins framfylgja ekki ákvörðun ESMA samkvæmt 3. mgr. innan tilskilins frests getur stofnunin á grundvelli 4 mgr., í þeim tilvikum þar sem viðkomandi lagagerð samkvæmt 2. mgr. 1. gr. hefur bein lagaáhrif (þetta á einnig við um tæknilega staðla eða tæknilega innleiðingarstaðla sem settir eru á grundvelli slíkra reglna) beint bindandi ákvörðun að þátttakanda á fjármálamarkaði (þ.e. einkaréttarlegum aðilum á borð við fyrirtæki) til að tryggja að hann fullnægi skyldum sínum samkvæmt umræddri sambandslöggjöf, þar á meðal að hann láti af tiltekinni háttsemi. Skilyrði fyrir töku slíkrar ákvörðunar er að stjórnvöld í aðildarríki hafi ekki beitt lagagerð sem vísa er til í 2. mgr. 1. gr., þar á meðal tæknilegum stöðlum eða tæknilegum innleiðingarstöðlum settum á grundvelli umræddra reglna, eða beitt þeim á hátt sem virðist augljóst brot á reglunum. Einnig er það skilyrði að brýna nauðsyn beri til að bæta úr vanrækslunni til að endurskapa reglulega starfsemi og heilindi fjármálakerfisins eða tryggja stöðugleika fjármálakerfis sambandsins að hluta eða í heild. Hér er í reynd um að ræða sambærilega heimild og áður ræðir um 6. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar.

Ákvarðanir ESMA teknar samkvæmt 4. mgr. ganga framar hvers kyns ákvörðunum stjórnvalda aðildarríkis sambandsins um tengd málefni. Þá er stjórnvöldum aðildarríkjanna skylt samkvæmt 5. mgr. 18. gr. að sjá til þess að ákvarðanir sínar um tengd málefni samræmist áðurnefndum ákvörðunum ESMA.

Ákvæði 18. gr. EBA-reglugerðarinnar og 18. gr. EIOPA-reglugerðarinnar eru efnislega samhljóða áðurnefndu ákvæði ESMA-reglugerðarinnar, að því undanskildu að í stað þátttakenda á fjármálamarkaði snúa EBA-reglugerðin og EIOPA-reglugerðin að fjármálastofnunum, en með því hugtaki er átt við þá aðila sem falla undir þær lagagerðir sem nefndar eru í 2. mgr. 1. gr. reglugerðanna, sbr. skilgreiningu í 4. gr. þeirra.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn með svipuðum hætti og áður er lýst vegna 17. gr. reglugerðarinnar að því er snertir bindandi ákvarðanir. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðlögun að því er varðar ákvörðun Ráðherraráðs ESB um neyðarástand. Yrði það því ein­göngu í höndum Ráðsins að skilgreina neyðarástand í skilningi greinarinnar, einnig gagnvart EES/EFTA-ríkjunum, án þess að gert sé ráð fyrir þátttöku eða samráði þessara ríkja. Hér ber þó að hafa í huga að slík ákvörðun hefur engin sjálfvirk réttaráhrif heldur er einungis forsenda fyrir ákvörðunum sem eftir sem áður væri í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA. Ef Eftirlitsstofnun EFTA væri ósammála mati Ráðsins á neyðarástandi gæti hún þar af leiðandi hafnað því að taka ákvörðun. Slíkum ágreiningi yrði væntanlega vísað til Sameiginlegu EES-nefndarinnar samkvæmt 111. gr. EES-samningsins, líkt og almennt er gert ráð fyrir um ágreininginn milli Eftirlitsstofnunar EFTA og eftirlitsstofnana ESB.

Varðandi heimildir til töku ákvarðana í 3. og 4. mgr. er ráðgert, hvað EES/EFTA-ríkin varðar, að ESMA útbúi drög að ákvörðun fyrir Eftirlitsstofnun EFTA sem síðan taki eiginlega ákvörðun í málinu. Miðað er við að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun byggða á drögunum án óhóflegra tafa. Er því hér um að ræða sambærilegt ferli og áður greinir vegna 17. gr. reglugerðarinnar.


f) Í 19. gr. reglugerðarinnar er fjallað um úrlausn ágreiningsmála milli eftirlitsstjórnvalda í aðildarríkjum sambandsins:

     „1. Without prejudice to the powers laid down in Article 17, where a competent authority disagrees about the procedure or content of an action or inaction of a competent authority of another Member State in cases specified in the acts referred to in Article 1(2), the Authority, at the request of one or more of the competent authorities concerned may assist the authorities in reaching an agreement in accordance with the procedure set out in paragraphs 2 to 4 of this Article.

    In cases specified in the legislation referred to in Article 1(2), and where on the basis of objective criteria, disagreement between competent authorities from different Member States can be determined, the Authority may, on its own initiative, assist the authorities in reaching an agreement in accordance with the procedure set out in paragraphs 2 to 4.
    
    2. The Authority shall set a time limit for conciliation between the competent authorities taking into account any relevant time periods specified in the acts referred to in Article 1(2) and the complexity and urgency of the matter. At that stage the Authority shall act as a mediator.
    
    3. If the competent authorities concerned fail to reach an agreement within the conciliation phase referred to in paragraph 2, the Authority may, in accordance with the procedure set out in the third and fourth subparagraph of Article 44(1) take a decision requiring them to take specific action or to refrain from action in order to settle the matter, with binding effects for the competent authorities concerned, in order to ensure compliance with Union law.
    
    4. Without prejudice to the powers of the Commission under Article 258 TFEU, where a competent authority does not comply with the decision of the Authority, and thereby fails to ensure that a financial market participant complies with requirements directly applicable to it by virtue of the acts referred to in Article 1(2), the Authority may adopt an individual decision addressed to a financial market participant requiring the necessary action to comply with its obligations under Union law, including the cessation of any practice.
    
    5. Decisions adopted under paragraph 4 shall prevail over any previous decision adopted by the competent authorities on the same matter. Any action by the competent authorities in relation to facts which are subject to a decision pursuant to paragraph 3 or 4 shall be compatible with those decisions.
    
    6. In the report referred to in Article 50(2), the Chairperson of the Authority shall set out the nature and type of disagreements between competent authorities, the agreements reached and the decisions taken to settle such disagreements.“

Í 1. mgr. kemur efnislega fram að óháð valdheimildum ESMA samkvæmt 17. gr. geti stofnunin reynt að miðla málum þegar ágreiningur rís milli eftirlitsstjórnvalda í mismunandi aðildarríkjum í tengslum við beitingu þeirra lagagerða sem raktar eru í 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar.

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. skal ESMA ákveða tímamörk til sáttaumleitana. Ef ágreiningur er enn uppi að þeim tíma liðnum getur ESMA samkvæmt 3. mgr. tekið ákvörðun þar sem mælt er fyrir um skyldu stjórnvalda aðildarríkis til að grípa til tiltekinna aðgerða eða jafnvel að láta hjá líða að grípa til aðgerða. Þar með sker ESMA úr ágreiningsmálinu með bindandi hætti gagnvart umræddum stjórnvöldum í því skyni að tryggja framkvæmd sambandsréttar.

Ef það eftirlitsstjórnvald, sem ákvörðun beinist að, framfylgir ekki ákvörðun ESMA, og vanrækir þar með að tryggja að aðili á fjármálamarkaði fullnægi skyldum samkvæmt gerð í 2. mgr. 1. gr. sem hefur bein lagaáhrif, getur ESMA á grundvelli 4. mgr. 19. gr. beint ákvörðun að viðkomandi þátttakanda á fjármálamarkaði og krafist þess að hann grípi til nauðsynlegra ráðstafana til að fullnægja skyldum sínum samkvæmt umræddri sambandslöggjöf, þar á meðal um að láta af tiltekinni háttsemi.

Ákvarðanir ESMA teknar samkvæmt 4. mgr. ganga framar hvers kyns ákvörðunum stjórnvalda aðildarríkis sambandsins um tengd málefni. Þá er stjórnvöldum aðildarríkjanna skylt samkvæmt 5. mgr. 19. gr. að sjá til þess að ákvarðanir sínar um tengd málefni samræmist áðurnefndum ákvörðunum ESMA.

Ákvæði 19. gr. EBA-reglugerðarinnar og 19. gr. EIOPA-reglugerðarinnar eru efnislega samhljóða áðurnefndu ákvæði ESMA-reglugerðarinnar, að því undanskildu að í stað þátttakenda á fjármálamarkaði snúa EBA-reglugerðin og EIOPA-reglugerðin að fjármálastofnunum, en með því hugtaki er átt við þá aðila sem falla undir þær gerðir sem nefndar eru í 2. mgr. 1. gr., sbr. 4. gr. reglugerðarinnar.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn við aðlögun 19. gr. ESMA-reglugerðarinnar að EES-samningnum að því er snertir allar bindandi ákvarðanir. Þannig er ekki gert ráð fyrir sérstakri aðlögun vegna sáttahlutverks ESMA samkvæmt 1. og 2. mgr. Myndi ESMA því einnig gegna þessu hlutverki þegar í hlut ættu stjórnvöld EES/EFTA-ríkjanna. Hins vegar er gert ráð fyrir því að 3. mgr. verði löguð að EES-samningnum þannig að Eftirlitsstofnun EFTA fari með ákvörðunarvald gagnvart greininni þegar í hlut eiga tvö eða fleiri stjórnvöld EES/EFTA-ríkjanna (þ.e. ágreiningur er alfarið innan EFTA-stoðarinnar). Þá er með svipuðum hætti gert ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA geti tekið ákvarðanir gagnvart einstökum aðilum á fjármálamarkaði samkvæmt 4. mgr. ef stjórnvald ríkis fer ekki að ákvörðun stofnunarinnar. Um töku þessara ákvarðana gilda sömu reglur og áður greinir um 17. gr. reglugerðarinnar, þ.e. að ESMA útbúi uppkast að ákvörðun fyrir Eftirlitsstofnun EFTA sem síðan taki ákvörðun í málinu án óhóflegra tafa.

Þegar um er að ræða ágreining milli stjórnvalda í EES/EFTA ríkjum og ESB-ríkjum er gert ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA og ESMA taki sam­eigin­lega ákvörðun. Ef Eftirlitsstofnun EFTA og ESMA ná ekki samkomulagi um þessa ákvörðun myndi málið koma til kasta Sameiginlegu EES-nefndarinnar samkvæmt 111. gr. EES-samningsins, sbr. drög að nýrri bókun við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls sem fjallað er um í 4. kafla hér að framan.


g) Í 20. gr. er fjallað um úrlausn ágreiningsmála milli stjórnvalda í mismunandi aðildarríkjum sambandsins, þar sem stjórnvöldin fara með eftirlit gagnvart fleiri sviðum fjármálaþjónustu:

     „The Joint Committee shall, in accordance with the procedure laid down in Article 19 and Article 56, settle cross-sectoral disagreements that may arise between competent authorities as defined in Article 4(2) of this Regulation, of Regulation (EU) No 1093/2010 and of Regulation (EU) No 1094/2010 respectively.“

Í ákvæðinu segir efnislega að samráðsnefnd skuli fylgja því ferli sem kveðið er á um í 19. og 56. gr. reglugerðarinnar til að leysa úr slíkum ágreiningsefnum.

Þess skal getið að 20. gr. EBA-reglugerðarinnar og 20. gr. EIOPA-reglugerðarinnar eru efnislega samhljóða áðurnefndu ákvæði ESMA-reglugerðarinnar.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn við aðlögun þessarar greinar að EES-samningnum að því er varðar bindandi ákvarðanir með sambærilegum hætti og gildir um 19. gr. reglugerðarinnar. Þá gilda sömu viðmið um ágreining milli ESMA og Eftirlitsstofnunar EFTA.

g) Í 4. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar er gert ráð fyrir bindandi sáttamiðlunarhlutverki ESMA með svipuðum hætti og í 19. gr. hennar. Í 4. mgr. 22. gr. reglugerðarinnar er fjallað um ­rannsóknir ESMA á tiltekinni fjármálastarfsemi og tilmæli til stjórnvalda í fram­haldinu á grundvelli óska frá Evrópuþinginu, Ráðinu eða Framkvæmdastjórninni eða að eigin frumkvæði. Í 1. mgr. 34. gr. reglugerðarinnar er ESMA veitt heimild til að veita Evrópuþinginu, Ráðinu eða Framkvæmdastjórninni álit á málefnum tengdum starfssviði sínu.

EBA-reglugerðin og EIOPA-reglugerðin hafa að geyma efnislega samhljóða ákvæði.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn við aðlögun þessara ákvæða þannig að Eftirlitsstofnun EFTA fái sambærilegar heimildir og ESMA gagnvart EES/EFTA-ríkjunum og fastanefnd EFTA fái sambærilega heimild og Evrópuþingið, Ráðið og Framkvæmdastjórnin. Ekki er gert ráð fyrir því að þingmannanefnd EFTA geti óskað eftir rannsókn.

h) Í 38. gr. reglugerðarinnar er að finna mikilvægan fyrirvara við beitingu valdheimilda í 18. og 19. gr. reglugerðarinnar.

     1. The Authority shall ensure that no decision adopted under Articles 18 or 19 impinges in any way on the fiscal responsibilities of Member States.
    
    2. Where a Member State considers that a decision taken under Article 19(3) impinges on its fiscal responsibilities, it may notify the Authority and the Commission within 2 weeks after notification of the Authority's decision to the competent authority that the decision will not be implemented by the competent authority.
    
    In its notification, the Member State shall clearly and specifically explain why and how the decision impinges on its fiscal responsibilities.
    
    In the case of such notification, the decision of the Authority shall be suspended.
    
    Within a period of 1 month from the notification by the Member State, the Authority shall inform the Member State as to whether it maintains its decision or whether it amends or revokes it. If the decision is maintained or amended, the Authority shall state that fiscal responsibilities are not affected.
    
    Where the Authority maintains its decision, the Council shall take a decision, by a majority of the votes cast, at one of its meetings not later than 2 months after the Authority has informed the Member State as set out in the fourth subparagraph, as to whether the Authority's decision is maintained.
    
    Where the Council, after having considered the matter, does not take a decision to maintain the Authority's decision in accordance with the fifth subparagraph, the Authority's decision shall be terminated.

    3. Where a Member State considers that a decision taken under Article 18(3) impinges on its fiscal responsibilities, it may notify the Authority, the Commission and the Council within three working days after notification of the Authority's decision to the competent authority that the decision will not be implemented by the competent authority.
    
    In its notification, the Member State shall clearly and specifically explain why and how the decision impinges on its fiscal responsibilities.
    
    In the event of such notification, the decision of the Authority shall be suspended.
    
    The Council shall, within ten working days, convene a meeting and take a decision, by a simple majority of its members, as to whether the Authority's decision is revoked.
    
    Where the Council, after having considered the matter, does not take a decision to revoke the Authority's decision in accordance with the fourth subparagraph, the suspension of the Authority's decision shall be terminated.
    
    4. Where the Council has taken a decision in accordance with paragraph 3 not to revoke a decision of the Authority relating to Article 18(3), and the Member State concerned still considers that the decision of the Authority impinges upon its fiscal responsibilities, that Member State may notify the Commission and the Authority and request the Council to re-examine the matter. The Member State concerned shall clearly set out the reasons for its disagreement with the decision of the Council.
    
    Within a period of 4 weeks after the notification referred to in the first subparagraph, the Council shall confirm its original decision or take a new decision in accordance with paragraph 3.
    
    The period of 4 weeks may be extended by four additional weeks by the Council, if the particular circumstances of the case so require.
    
    5. Any abuse of this Article, in particular in relation to a decision by the Authority which does not have a significant or material fiscal impact, shall be prohibited as incompatible with the internal market.
    
Samkvæmt greininni skal ESMA gæta þess að engar ákvarðanir á grundvelli 18. eða 19. gr. hafi neikvæð áhrif á skyldur aðildarríkjanna varðandi ríkisfjármál (e. fiscal responsabilities). Ákvæðið gerir ráð fyrir því að með tilkynningu aðildarríkis samkvæmt sé framkvæmd ákvörðunar ESMA frestað og tekur þá ákveðin málsmeðferð við sem getur lokið með því að Ráðherráðið (sem skipað er fulltrúum aðildarríkjanna) getur fellt ákvörðun ESMA úr gildi.
    
Þess skal getið að 38. gr. EBA-reglugerðarinnar og 38. gr. EIOPA-reglugerðarinnar eru efnislega samhljóða áðurnefndu ákvæði ESMA-reglugerðarinnar.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn við aðlögun að EES-samningnum. Segir þannig að tilvísanir til ESMA eða Framkvæmdastjórnarinnar skuli lesast sem tilvísanir til Eftirlitsstofnunar EFTA. Tilvísanir til Ráðsins skulu lesast sem tilvísanir til fastanefndar EFTA-ríkjanna (sem skipað er fulltrúum EFTA-ríkjanna). Verður væntanlega að gera ráð fyrir því að fastanefndin taki ákvörðun með einróma meirihluta en þó er þetta ekki skýrt. Gert er ráð fyrir því að ákvörðun um afturköllun fyrri ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA verði tekin af stofnuninni í fram­haldi af uppkasti frá ESMA.

i) Í 39. gr. reglugerðarinnar er fjallað um ýmis stjórnsýsluréttarleg atriði sem lúta að ákvörðunum ESMA, meðal annars fresti aðila til andmæla og skyldu stofnana til að endurskoða ákvarðanir sínar með reglulegu millibili.

Ákvæði 39. gr. EBA-reglugerðarinnar og 39. gr. EIOPA-reglugerðarinnar eru efnislega samhljóða áðurnefndu ákvæði ESMA-reglugerðarinnar.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir því að þegar ESMA semji uppkast að ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA upplýsi ESMA um þann tímafrests til andmæla sem málsaðilar skuli njóta í málsmeðferð Eftirlitsstofnunar EFTA. Þá er gert ráð fyrir því að allar ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA á þá leið að breyta eða fella úr gildi ákvarðanir sínar eigi að grundvallast á uppkasti ESMA. Vísast um þessa málsmeðferð til þess sem áður greinir um samskipti Eftirlitsstofnunar EFTA við ESMA og aðrar eftirlitsstofnanir ESB.

j) Í 40. til 44. gr. reglugerðarinnar er fjallað um ráð eftirlitsaðila (e. Board of Supervisors) sem er meginákvörðunaraðilinn fyrir hönd ESMA. Það er skipað fyrirsvarsmönnum eftirlitsstofnana aðildarríkja ESB auk fulltrúum hlutaðeigandi stofnana ESB (án atkvæðisréttar), sbr. nánari 40. gr. reglugerðarinnar. Samsetning ráðsins endurspeglar þannig þá meginhugsun að ESMA sé fremur ætlað að stuðla að samráði og samhæfingu eftirlitsstofnana aðildarríkjanna fremur en að beita sér beint innan lögsögu þeirra. Í 44. gr. er fjallað nánar um ákvarðanatöku innan ráðsins sem myndi m.a. taka til samþykktar uppkasts vegna fyrirhugaðrar ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Gildir sú meginregla að ákvarðanir eru teknar á grundvelli einfalds meirihluta.

EBA- og EIOPA-reglugerðin hafa að geyma samhljóða ákvæði og ESMA-reglugerðin að þessu leyti.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir því að fulltrúar stjórnvalda EES/EFTA-ríkjanna sitji í eftirlitsráðinu án atkvæðisréttar svo og fulltrúi Eftirlitsstofnunar EFTA. Einnig er gert ráð fyrir því að þessir aðilar geti verið viðstaddir umræður um ákvarðanir sem beinast gegn einstökum fyrirtækju, sbr. 4. mgr. 44. gr.

k) Samkvæmt 60. gr. reglugerðarinnar er ráðgert að einstaklingar og lögaðilar sem hagsmuna eigi að gæta geti, auk eftirlitsstjórnvalda í aðildarríki, skotið ákvörðun ESMA til sérstakrar áfrýjunarnefndar (e. Board of Appeal). Í 61. gr. er fjallað um málskot ákvarðana áfrýjunarnefndarinnar til Evrópudómstólsins eða málshöfðun fyrir dómstólnum, þar sem ekki væri heimilt að skjóta máli til áfrýjunarnefndarinnar. Er þar áréttað að aðildarríki, svo og einstaklingar og lögaðilar, geti höfðað mál fyrir dómstólnum samkvæmt 263. gr. sáttmálans um framkvæmd Evrópusambandsins.

Þess skal getið að 60. og 61. gr. EBA-reglugerðarinnar og 60. og 61. gr. EIOPA-reglugerðarinnar eru efnislega samhljóða áðurnefndum ákvæðum ESMA-reglugerðarinnar.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir því að stjórnvöldum EES/EFTA-ríkjanna sé veittur réttur til andmæla þegar deilt er um ákvörðun ESMA samkvæmt 19. eða 20. gr. sem á sér efnislega samsvörun í ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (þ.e. um hefur verið að ræða sam­eigin­lega ákvörðun eftirlitsstofnananna). Hins vegar er ekki gert ráð fyrir annarri aðlögun.

Samkvæmt þessu er ekki um að ræða sérstaka áfrýjunarnefnd innan EFTA-stoðarinnar. Hins vegar er gert ráð fyrir því að EFTA-ríkin, svo og einstaklingar og lögaðilar, geti skotið ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA til EFTA-dómstólsins samkvæmt 36. og 37. gr. EFTA-samnings um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, sbr. umfjöllun í 4. kafla hér að framan um drög að nýrri bókun við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls).


l) Af öðrum ákvæðum má geta aðlögunar 62. gr. reglugerðarinnar þar sem gert er ráð fyrir að EES/EFTA-ríkin mni einnig taka þátt í kostnaði vegna starfsemi eftirlitsstofnana ESB. Að því er varðar 68. gr. er gert ráð fyrir að að heimilt verði að ráða ríkisborgara EES/EFTA ríkjanna til starfa fyrir eftirlitsstofnanir ESB. Þá er réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt 72. gr. rýmkaður til eftirlitsstjórnvalda EFTA-ríkjanna.

m) Eins og nánar er rakið í 4. kafla hér að framan er er gert ráð fyrir því að 111. gr. EES-samningsins gildi ef upp kemur ágreiningur á milli ESMA og Eftirlitsstofnunar EFTA um töku ákvarðana samkvæmt þeim heimildum sem nú hafa verið raktar. Með nokkurri einföldun má segja að í þessu felist að í engu tilviki sé um það að ræða að ESMA, eða aðrar ESB-stofnanir, geti tekið bindandi ákvörðun gagnvart EES/EFTA-ríki eða lögaðilum sem starfa á yfirráðasvæði þeirra á grundvelli ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðanna.

5.2 Reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu og skuldatryggingar
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga var hluti af heildarendurskoðun Evrópusambandsins á sviði verðbréfamarkaðsréttar, en markmið reglugerðarinnar var að samræma reglur um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga á EES-svæðinu. 24 Reglugerðin er ólík ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðinni að því leyti að hún hefur fyrst og fremst að geyma efnisreglur um ákveðið svið fjármálastarfsemi andstætt málsmeðferðarreglum reglugerðanna þriggja. Hins vegar vísar reglugerðin til ESMA-reglugerðinnar um heimildir eftirlitsstofnana ESB, þ.e. heimildir ESMA.

Til grundvallar reglugerðinni liggja þau rök að skortsala (e. short selling) geti hafi margvíslegar hættur í för með sér, leitt til óstöðugleika og aukinnar kerfisáhættu. Til skýringar má geta þess að með skortsölu er vísað til þess þegar eign (t.d. hlutabréf) er fengin að láni og seld með það fyrir augum að unnt verði að kaupa eignina til baka á lægra verði þegar skila á henni til baka. Markmið þess sem skortselur er að markaðsverð eignarinnar (t.d. hlutabréfs) hafi lækkað í millitíðinni þannig að hann hagnist á mismun söluverðs og kaupverðs. Með öðrum orðum verður með skortsölu til hagnaður vegna verðlækkunar (t.d. verðbréfa og gjaldeyris) ekki verðhækkunar.

Valdheimildir ESMA samkvæmt reglugerðinni eru einkum tvenns konar og birtast í 28. gr. hennar. Annars vegar er hér um að ræða heimild til skylda markaðsaðila til að upplýsa um skortstöðu sína í ákveðnum fjármálagerningum. Hins vegar er um að ræða heimild til að banna eða skilyrða fyrirhuguð skortsöluviðskipti. Er ljóst að síðargreinda heimildin getur orðið grundvöllur að íþyngjandi ákvörðun gagnvart einstaklingum og lögaðilum. Málsmeðferð við ákvörðunartökuna fer eftir 5. mgr. 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar sem áður er lýst hér að framan. Þess má geta að Bretland höfðaði mál gegn Evrópuþinginu og Ráðinu árið 2012 og byggði á því að með 28. gr. reglugerðarinnar hefði ESMA verið fengið of rúmar og matskenndar valdheimildir. Evrópudómstóllinn féllst ekki á sjónarmið Bretlands í dómi 22. janúar 2014 (mál nr. C-270/12).

Efnisleg skilyrði fyrir ákvörðun ESMA eru nokkuð ströng. Nánar tiltekið eru þau tvö og þurfa bæði að vera uppfyllt. Fyrra skilyrðið er að ákvörðun ESMA þarf að beinast að því að bægja frá ógn við reglulega starfsemi eða heilindi fjármálamarkaða eða stöðugleika í fjármálakerfi Evrópusambandsins að hluta eða í heild og ætíð að því tilskildu að áhrifa gæti milli ríkja (e. cross border implications). Síðara skilyrðið er að ekkert stjórnvald í aðildarríkjunum hafi gripið til aðgerða eða að þær aðgerðir sem slík stjórnvöld hafi gripið til dugi ekki til að bregðast við vandanum.

Til viðbótar þarf ESMA að hafa hliðsjón af þrenns konar sjónarmiðum við töku ákvörðunarinnar, en þar er meðal annars ætlast til þess að ákvörðunin megi ekki hafa skaðleg áhrif á reglulega starfsemi fjármálamarkaða eða skapa óvissu fyrir markaðsaðila sem ekki er í neinu hlutfalli við þann vanda sem reynt er að bregðast við.

Hér má einnig minna á að fram kemur í 5. mgr. 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar að ákvarðanir sem byggjast á ákvæðinu skuli vera tímabundnar.

Taki ESMA framangreinda ákvörðun gengur hún framar fyrri ákvörðunum sem stjórnvöld í viðkomandi ríki kunna að hafa tekið.

Það sem einkum greinir þessar valdheimildir frá því fyrirkomulagi sem áður er rakið samkvæmt ESMA-reglugerðinni er að hér er ekki lengur gert ráð fyrir þeirri málsmeðferð sem leiðir af 17. gr. ESMA-reglugerðarinnar og áður greinir. Samkvæmt þeirri grein koma ákvarðanir ESMA gagnvart einstaklingum og lögaðilum ekki til greina nema að eftirlitsstjórnvald ríkis hafi ákveðið að fylgja ekki tilmælum og síðar formlegu áliti Framkvæmdarstjórnar ESB. Hér er þannig gert ráð fyrir töku ákvörðunar samkvæmt 5. mgr. 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar sem felur í sér nokkuð einfaldari og skjótari málsmeðferð. Aðdragandi slíkrar ákvörðunar getur þó verið sá að eftirlitsstjórnvald aðildarríkis hafi ákveðið að fara ekki að tilmælum ESMA, sbr. 3. mgr. 27. gr. skortsölureglugerðarinnar. Þá er það eitt af efnislegum skilyrðum að fyrir liggi að ekkert eftirlitsstjórnvald aðildarríkis hafi gripið til viðhlítandi ráðstafana eða að slíkar ráðstafanir séu ófullnægjandi. Engu að síður verður að líta svo á að markmiðið hér sé að fela ESMA nokkuð rýmri heimild en leiðir af almennum reglum ESMA-reglugerðarinnar, sbr. 17. gr. hennar.

Þá má hér nefna að í 29. gr. reglugerðarinnar er að finna tilvísun til þess að 18. gr. og 38. gr. ESMA-reglugerðarinnar, sem fjalla um ákvarðanir þegar neyðarástand ríki, geti átt við í neyðaraðstæðum tengdum skuldastöðu ríkja eða skuldatryggingar (e. credit default swaps) tengdar opinberum fjármálum. Má því segja að þetta ákvæði skýri nánar inntak 18. gr. ESMA-reglugerðarinnar í samhengi við skortsölureglugerðina.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn með sama hætti og áður greinir um 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar.

5.3 Reglugerð um viðskipti með fjármálagerninga
Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 (MiFIR) er kveðið á um nýjar reglur um viðskipti með fjármálagerninga. 25

Þær valdheimildir sem þarfnast skoðunar í þessu samhengi er að finna í 40., 41. og 45. gr. reglugerðarinnar. Málsmeðferð við ákvörðunartökuna fer í öllum tilvikum eftir samhljóða ákvæðum 5. mgr. 9. gr. ESMA- og EBA-reglugerðanna.

Valdheimildir ESMA sem er að finna í 41. gr. eru tvenns konar og í báðum tilvikum tímabundnar. Annars vegar er um að ræða heimild til að banna eða takmarka markaðsetningu, dreifingu og sölu/framsal tiltekinna fjármálagerninga. Þetta getur því verið íþyngjandi takmörkun á viðskiptum einkaaðila á fjármálamörkuðum. Hins vegar er um að ræða heimild til að banna eða takmarka tiltekna fjármálastarfsemi (e. a type of financial activity or practice) sem getur falið í sér íþyngjandi ákvörðun gagnvart einstaklingum og lögaðilum.

Málsmeðferð við ákvörðunartökuna fer eftir 5. mgr. 9. gr. ESMA- og EBA-reglugerðarinnar sem áður greinir.

Skilyrði fyrir valdbeitingunni eru nokkuð ströng. Nánar tiltekið eru þau þrjú og þurfa öll að vera uppfyllt. Aðgerðin þarf í fyrsta lagi að beinast að verulegri fjárfestavernd eða ógn við fjármálamarkaði (eða hrávörumarkaði) eða ógn við fjármálastöðugleika á EES-svæðinu. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir að önnur sértæk ákvæði um valdheimildir samkvæmt reglum EES-samningsins dugi ekki til að bregðast við vandanum. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir að ekkert stjórnvald í aðildarríkjunum hafi gripið til aðgerða eða að þær aðgerðir sem þau hafi gripið til dugi ekki til að bregðast við vandanum.

Til viðbótar þarf ESMA OG EBA að hafa hliðsjón af þrenns konar sjónarmiðum við töku ákvörðunarinnar, en þar er meðal annars ætlast til þess að ákvörðunin megi ekki hafa skaðleg áhrif á reglulega starfsemi fjármálamarkaða eða skapa óvissu fyrir markaðsaðila sem er ekki í neinu samhengi við þann vanda sem reynt er að bregðast við.

Taki Eftirlitsstofnun EFTA framangreinda ákvörðun gengur hún framar fyrri ákvörðunum sem stjórnvöld í viðkomandi ríki kunna að hafa tekið.

Reglugerðin veitir EBA einnig valdheimildir í 41. gr. reglugerðarinnar. Þær eru tvenns konar og í báðum tilvikum tímabundnar. Annars vegar er um að ræða heimild til að banna eða takmarka markaðsetningu, dreifingu og sölu/framsal tiltekinna innstæðuteg­unda (e. certain structured deposits or structured deposits with certain features). Hins vegar er um að ræða heimild til að banna eða takmarka tiltekna fjármálastarfsemi (e. a type of financial activity or practice).

Skilyrði fyrir valdbeitingunni eru nokkuð ströng. Nánar tiltekið eru þau þrjú og þurfa öll að vera uppfyllt. Aðgerðin þarf í fyrsta lagi að beinast að verulegri fjárfestavernd eða ógn við fjármálamarkaði eða fjármálastöðugleika á EES-svæðinu í heild eða að hluta. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir að önnur sértæk ákvæði um valdheimildir samkvæmt reglum EES-samningsins dugi ekki til að bregðast við vandanum. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir að ekkert stjórnvald í aðildarríkjunum hafi gripið til aðgerða eða að þær aðgerðir sem þau hafi gripið til dugi ekki til að bregðast við vandanum.

Til viðbótar þarf EBA að hafa hliðsjón af tvenns konar sjónarmiðum við töku ákvörðunarinnar, en þar er meðal annars ætlast til þess að ákvörðunin megi ekki hafa skaðleg áhrif á reglulega starfsemi fjármálamarkaða eða skapa óvissu fyrir markaðsaðila sem er ekki í neinu samhengi við þann vanda sem reynt er að bregðast við.

Taki EBA framangreinda ákvörðun gengur hún framar fyrri ákvörðunum sem stjórnvöld í viðkomandi ríki kunna að hafa tekið.

Í 45. gr. reglugerðarinnar er ESMA OG EBA einnig veitt heimild til að takmarka stöðutökur markaðsaðila. Í fyrsta lagi er hér um að ræða heimild til að afla gagna frá sérhverjum manni/lögaðila um stöðutökur viðkomandi eða undirliggjandi áhættu samkvæmt afleiðusamningi. Í öðru lagi er um að ræða heimild til að fara fram á að tilteknir einstaklingar eða lögaðilar dragi úr stöðutöku að hluta eða öllu leyti. Í þriðja lagi er loks um að ræða heimild til þrautavara til að takmarka heimildir manns eða lögaðila til að gera afleiðusamninga um hrávörur (t.d. olíu, málma eða landbúnaðarvörur).

Skilyrði fyrir valdbeitingunni eru nokkuð ströng. Nánar tiltekið eru þau tvö og þurfa bæði að vera uppfyllt. Í fyrsta lagi þurfa viðskiptin sem ákvörðunin beinist gegn að ógna framkvæmd eða reglulegri starfsemi fjármálamarkaða, þar á meðal afleiðumarkaða um hrávörur í samræmi við nánar tilgreind markmið, eða ógna stöðugleika á hluta eða öllu EES-svæðinu. Í öðru lagi er það skilyrði að ekkert stjórnvald í aðildarríkjunum hafi gripið til aðgerða eða að þær aðgerðir sem þau hafi gripið til dugi ekki til að bregðast við vandanum.

Til viðbótar þarf ESMA OG EBA að hafa hliðsjón af þrenns konar sjónarmiðum við töku ákvörðunarinnar, en þar er meðal annars ætlast til þess að ákvörðunin megi ekki hafa skaðleg áhrif á reglulega starfsemi fjármálamarkaða, þar á meðal afleiðumarkaða um hrávöru, sbr. eftirfarandi skilyrði í þremur stafliðum 3. mgr. 45. gr.:

     „(a) significantly addresses the threat to the orderly functioning and integrity of financial markets, including commodity derivative markets in accordance with the objectives listed in Article 57(1) of Directive 2014/65/EU and including in relation to delivery arrangements for physical commodities, or to the stability of the whole or part of the financial system in the Union or significantly improve the ability of competent authorities to monitor the threat as measured in accordance with the criteria and factors provided for in the delegated act referred to in paragraph 10(a) of this Article;
    (b) does not create a risk of regulatory arbitrage as measured in accordance with paragraph 10(c) of this Article;
    (c) does not have any of the following detrimental effects on the efficiency of financial markets that is disproportionate to the benefits of the measure: reducing liquidity in those markets, restraining the conditions for reducing risks directly related to the commercial activity of a non-financial counterparty, or creating uncertainty for market participants.“

Hér má einnig minna á að fram kemur í 5. mgr. 9. gr. ESMA OG EBA-reglugerðarinnar að ákvarðanir sem byggjast á ákvæðinu skuli vera tímabundnar.

Taki Eftirlitsstofnun EFTA framangreinda ákvörðun gengur hún framar fyrri ákvörðunum sem stjórnvöld í viðkomandi ríki kunna að hafa tekið.

Það sem einkum greinir þessar valdheimildir frá því fyrirkomulagi sem áður er rakið samkvæmt ESMA- og EBA-reglugerðinni er að hér er ekki lengur gert ráð fyrir þeirri málsmeðferð sem leiðir af 17. gr. þeirra. Samkvæmt ákvæðinu koma ákvarðanir EBA eða ESMA gagnvart einstaklingum og lögaðilum koma ekki til greina nema að eftirlitsstjórnvald ríkis hafi ákveðið að fylgja ekki tilmælum og síðar formlegri ákvörðun stofnunarinnar. Hér er þannig gert ráð fyrir töku ákvörðunar samkvæmt 5. mgr. 9. gr. EBA- eða ESMA-reglugerðanna sem felur í sér nokkuð einfaldari og skjótari málsmeðferð. Aðdragandi slíkrar ákvörðunar getur þó verið sá að eftirlitsstjórnvald aðildarríkis hafi ákveðið að fara ekki að tilmælum viðkomandi stofnunar, líkt og áður greinir. Þá er það eitt af efnislegum skilyrðum að fyrir liggi að ekkert eftirlitsstjórnvald aðildarríkis hafi gripið til viðhlítandi ráðstafana eða að slíkar ráðstafanir séu ófullnægjandi. Engu að síður verður að líta svo á að markmiðið hér sé að fela ESMA nokkuð rýmri heimild en leiðir af almennum reglum ESMA-reglugerðarinnar, sbr. 17. gr. hennar.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn við aðlögun framangreindra ákvæða að EES-samningum með sama hætti og áður greinir um 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar.

5.4 Reglur Evrópusambandsins um rekstraraðila sérhæfðra sjóða
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2011/61 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (AIFMD) var hluti af heildarendurskoðun Evrópusambandsins á sviði verðbréfaviðskipta og -sjóða. 26 Tilgangur AIFMD-tilskipunarinnar er að koma á samræmdu regluverki fyrir starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða á innri markaði EES-svæðisins og tekur hún bæði til evrópskra rekstraraðila og rekstraraðila utan EES sem markaðssetja sjóði innan svæðisins. Engin heildstæð sambabndslöggjöf hafði áður tekið til starfsemi slíkra rekstraraðila og var löggjöf EES-ríkja ekki samræmd að þessu leyti.

Í 47. gr. tilskipunarinnar eru ESMA veittar þrenns konar valdheimildir. Athygli vekur að þessar valdheimildir eru ólíkar til dæmis reglunum um skortsölu og viðskipti með fjármálagerninga, sem fjallað er um hér að framan, að því leyti að heimildir ESMA beinast hér að stjórnvöldum í aðildarríkjunum en ekki milliliðalaust að aðilum á fjármálamarkaði. Í fyrsta lagi er hér um að ræða heimild til að fara fram á að stjórnvald aðildarríkis banni sölu á hlutum í sérhæfðum sjóðum sem uppfylla ekki tiltekin skilyrði. Í öðru lagi er um að ræða heimild til að fara fram á að stjórnvald aðildarríkis setji skorður við stýringu sérhæfðra sjóða, þ.e. varðandi óhóflega samþjöppun áhættu. Í þriðja lagi er loks um að ræða heimild til að fara fram á að stjórnvald aðildarríkis setji skorður við stýringu sérhæfra sjóða, þ.e. varðandi mótaðilaáhættu gagnvart lánastofnunum eða öðrum kerfislega mikilvægum stofnunum.

Málsmeðferð við ákvörðunartökuna fer eftir 5. mgr. 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar.

Skilyrði fyrir valdbeitingunni eru nokkuð ströng. Nánar tiltekið eru þau tvö og þurfa bæði að vera uppfyllt. Í fyrsta lagi þarf starfsemi viðkomandi sérhæfðra sjóða að fela í sér verulega (e. substantial) ógn við framkvæmd eða reglulega starfsemi fjármálamarkaða eða ógna stöðugleika í fjármálakerfi Evrópusambandsins í heild eða að hluta, þó þannig að áhrifa gæti milli ríkja (e. cross border implications). Í öðru lagi er það skilyrði að ekkert stjórnvald í aðildarríkjunum hafi gripið til aðgerða eða að þær aðgerðir sem þau hafi gripið til dugi ekki til að bregðast við vandanum.

Til viðbótar þarf stjórnvald aðildarríkis að hafa hliðsjón af þrenns konar sjónarmiðum við töku ákvörðunar eftir fyrirmælum ESMA, en þar er meðal annars ætlast til þess að ákvörðunin megi ekki hafa skaðleg áhrif á reglulega starfsemi fjármálamarkaða, sbr. eftirfarandi þrjá stafliði 6. mgr. 47. gr.:

     „(a) effectively address the threat to the orderly functioning and the integrity of the financial market or to the stability of the whole or a part of the financial system in the Union or significantly improve the ability of competent authorities to monitor the threat;
    (b) not create a risk of regulatory arbitrage;
    (c) not have a detrimental effect on the efficiency of the financial markets, including reducing liquidity in those markets or creating uncertainty for market participants, in a way that is disproportionate to the benefits of the measures.“

Hér má einnig minna á að fram kemur í 5. mgr. 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar að ákvarðanir sem byggjast á ákvæðinu skuli vera tímabundnar.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn við aðlögun framangreindra ákvæða að EES-samningnum. Þannig verði ákvörðunarvald ESMA í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA. Framsetningin er hér er sú að valdheimild stofnunarinnar felst í því að hún mun geta óskað eftir því að stjórnvöld viðkomandi EES-ríkis grípi til viðeigandi aðgerða (e. „request the competent authority or competent authorities to take any of the following measures, as appropriate“). ESMA mun hins vegar útbúa uppkast að ákvörðun fyrir Eftirlitsstofnun EFTA samkvæmt sambærilegri málsmeðferð og áður hefur verið lýst vegna 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar.

5.5 Reglur Evrópusambandsins um lykilupplýsingar varðandi pakkatryggingar og fjármálagerninga tengda vátryggingum
Reglugerð 1286/2014 fjallar um lykilupplýsingar varðandi pakkatryggingar og fjármálagerninga tengda vátryggingum (PRIIPs). 27

Þessi reglugerð lýtur að vátryggingamarkaðnum og þar með einungis að starfsemi EIOPA. Í 16. gr. reglugerðarinnar er að finna tvenns konar valdheimildir, en þær miðast í báðum tilvikum við tímabundnar ráðstafanir samkvæmt 5. mgr. 9. gr. EIOPA-reglugerðarinnar.

Annars vegar er um að ræða heimild til að banna eða takmarka markaðsetningu, dreifingu og sölu/framsal tiltekinna vátrygginga (e. certain insurance-based investment products or insurance-based investment products). Hins vegar er um að ræða heimild til að banna eða takmarka ákveðna vátryggingastarfsemi (e. a type of an insurance or reinsurance undertaking). Hér er því um að ræða heimildir til ákvarðana sem geta verið íþyngjandi gagnvart fyrirtækjum sem starfa á viðkomandi markaði.

Efnisleg skilyrði fyrir ráðstöfunum eru nokkuð ströng. Nánar tiltekið eru þau þrjú og þurfa öll að vera uppfyllt. Aðgerðin þarf í fyrsta lagi að beinast að verulegri fjárfestavernd eða ógn við fjármálamarkaði eða fjármálastöðugleika á EES-svæðinu í heild eða að hluta. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir að önnur sértæk ákvæði um valdheimildir samkvæmt reglum EES-samningsins dugi ekki til að bregðast við vandanum. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir að ekkert stjórnvald í aðildarríkjunum hafi gripið til aðgerða eða að þær aðgerðir sem þau hafi gripið til dugi ekki til að bregðast við vandanum.

Til viðbótar þarf EIOPA að hafa hliðsjón af tvenns konar sjónarmiðum við töku ákvörðunarinnar, en þar er meðal annars ætlast til þess að ákvörðunin megi ekki hafa skaðleg áhrif á reglulega starfsemi fjármálamarkaða eða skapa óvissu fyrir markaðsaðila sem er ekki í neinu samhengi við þann vanda sem reynt er að bregðast við, sbr. eftirfarandi stafliði 3. mgr. 16. gr:

     „(a) have a detrimental effect on the efficiency of financial markets or on investors that is disproportionate to the benefits of the action; or
    (b) create a risk of regulatory arbitrage.“

Taki EIOPA framangreinda ákvörðun gengur hún framar fyrri ákvörðunum sem stjórnvöld í viðkomandi ríki kunna að hafa tekið.

Um eðli þessara heimilda má vísa til þess sem áður greinir um í kafla 5.2 um reglugerð um skortsölu og skuldatryggingar.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er er gert ráð fyrir tveggja stoða lausn við aðlögun framangreindra ákvæða PRIIPs-reglugerðarinnar að EES-samningnum. Þannig verði ákvörðunarvald EIOPA í höndum Eftirlitsstofnun EFTA með sama hætti og áður greinir um 5. mgr. 9. gr. ESMA- og EIOPA-reglugerðanna.

5.6 Reglur um lánshæfismatsfyrirtæki, með síðari breytingum
Lánsmatshæfisfyrirtæki bjóða þjónustu við að meta fjárhagsstöðu fyrirtækja og ríkja og áhættu við fjárfestingar í ýmsum teg­undum fjármálagerninga. Kjarninn í starfi lánshæfismatsfyrirtækja felst í því að veita hlutlaust mat á lánshæfi lántakenda til að aðstoða fjárfesta í vali á fjárfestingum sínum. Við framkvæmd lánshæfismats beita þau ákveðinni aðferðafræði og veita fyrirtækjum eða ríkjum svokallaðar lánshæfiseinkunnir.

Um þetta efni hefur Evrópusambandið sett reglugerð nr. 1060/2009, sem síðar var breytt með reglugerðum nr. 513/2011 og 462/2013. 28

Í aðfararorðum reglugerðar nr. 1060/2009 kemur fram að á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gegni álit lánshæfismatsfyrirtækja veigamiklu hlutverki þar sem mat þeirra á lánshæfi sé nýtt af fjárfestum, lánþegum, útgefendum fjármálagerninga og stjórnvöldum. Sérstaklega skipti máli í þeim efnum að mat lánshæfismatsfyrirtækja sé nýtt af fjármálafyrirtækjum við útreikning eiginfjár þeirra. Af þessu leiði að lánshæfismatsfyrirtæki hafi mikil áhrif á fjármálastarfsemi og það traust sem fjárfestar og neytendur beri til slíkrar starfsemi. Þar með sé mikilvægt að starfsemi lánshæfismatsfyrirtækja samræmist sjónarmiðum um heilindi, gagnsæi, ábyrgð og góða stjórnarhætti þannig að vinna slíkra félaga einkennist af sjálfstæðum og hlutlausum vinnubrögðum.

Þegar reglugerð nr. 1060/2009 gekk í gildi innan Evrópusambandsins í desember árið 2009 höfðu þegar verið lagðar fram breytingar á ákvæðum hennar í tengslum við eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum.

Sérkenni eftirlits með lánshæfismatsfyrirtækjum innan Evrópusambandsins í dag er að með tilkomu reglugerða nr. 513/2011 (CRA II) og 462/2013 (CRA III) fer ESMA ekki með aðeins með viðbótareftirlit og samræmingarhlutverk á þessu sviði heldur flyst eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum að meginstefnu til ESMA, þó þannig að gert er ráð fyrir því að eftirlitsstjórnvöld aðildarríkjanna sinni ýmsum verkefnum fyrir hönd ESMA. 29 Ólíkt því sem á við um aðrar þær gerðir sem hér hafa verið raktar er því ekki um það að ræða að eftirlit sé að meginstefnu í höndum eftirlitsstjórnvalds aðildarríkis og aðkoma eftirlitsstofnana ESB eigi að vera til samræmingar og tryggingar.

Samkvæmt fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er lagt upp með að við innleiðingu þriggja reglugerða Evrópusambandsins um lánshæfismatsfyrirtæki verði eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum byggt á tveggja stoða lausn þannig að Eftirlitsstofnun EFTA fari með þær heimildir innan EFTA-stoðarinnar sem fólgnar eru ESMA. Farin er sú leið að setja inn eitt ákvæði í ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar sem tekur til allra þeirra ákvarðana sem Eftirlitsstonun EFTA tekur með þessum hætti, sbr. d-lið 1. gr. aðlögunartextans. Það ákvæði gerir ráð fyrir svipaðri málsmeðferð og áður ræðir í tengslum við 5. mgr. 9. gr. ESMA-Reglugerðarinnar:

     „Decisions, interim decisions, notifications, simple requests, revocations of decisions and other measures of the EFTA Surveillance Authority under Articles 6(3), 15(4), 16(2), 16(3), 17(2), 17(3), 20, 23b(1), 23c(3), 23d(4), 23e(5), 24(1), 24(4), 25(1), 36a(1) and 36b(1), shall, without undue delay, be adopted on the basis of drafts prepared by ESMA at its own initiative or at the request of the EFTA Surveillance Authority.“

xxx


Þær heimildir sem d-liður 1. gr. vísar til eru sem hér segir:

          3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar heimilar ESMA að veita ívilnandi undanþágu frá gildissviði reglnanna.
          4. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar felur ESMA að leggja mat á hvort umsókn aðila um starfsleyfi sem lánshæfismatsfyrirtæki sé fullnægjandi.
          2. mgr. 16. gr. og 2. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar heimilar ESMA að lengja frestinn sem stofnunin tekur sér til að yfirfara umsókn um starfsleyfi sem lánshæfismatsfyrirtæki eða umsókn um starfsleyfi sem samstæða lánshæfismatsfyrirtækja.
          3. mgr. 16. gr. og 3. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar veita ESMA ákvörðunarvald um skráningu eða synjun á skráningu sem lánshæfismatsfyrirtæki eða samstæða lánshæfismatsfyrirtækja.
          20. gr. reglugerðarinnar heimilar ESMA að svipta lánshæfismatsfyrirtæki starfsleyfi sínu.
          1. mgr. 23. gr. b. reglugerðarinnar veitir ESMA vald til kalla milliliðalaust eftir upplýsingum frá matsfyrirtækjum.
          3. mgr. 23. gr. c. reglugerðarinnar fjallar um tilvik þar sem matsfyrirtæki og tengdir aðilar sæta „almenri rannsókn“, en undir slíka rannsókn fellur meðal annars taka og afritun hvers kyns gagna fyrirtækja, kvaðning starfsmanna fyrirtækja til skýrslutöku og afritun síma- og rafrænna gagna. ESMA ber að gera viðkomandi eftirlitsstjórnvaldi aðvart með góðum fyrirvara ef til stendur að hefja rannsókn á fyrirtæki í viðkomandi landi. Ef þörf er á úrskurði dómara til þess að leggja hald á síma- og tölvugögn skal óska slíks úrskurðar hjá viðeigandi dómstól ríkisins, sbr. 5. mgr. Samkvæmt 6. mgr. hefur dómstóll ríkisins tiltölulega rúmar heimildir til að endurskoða ákvörðun ESMA þegar tekin er afstaða til slíkrar heimildar.
          4. mgr. 23. gr. d. reglugerðarinnar fjallar um vettvangskannanir sem geta falist í því að fara inn í byggingar eða á landsvæði fyrirtækis og innsigla húsnæði eða gögn tímabundið í þágu rannsóknar. Í 7. mgr. er tekið fram að ef fulltrúar ESMA mæti mótspyrnu við aðgerðir sínar skuli stjórnvöld viðkomandi ríkis veita þeim alla viðeigandi aðstoð, en einnig er gert ráð fyrir því að vettvangsrannsókn geti alfarið verið höndum innlendra stjórnvalda að beiðni ESMA. Kveðið er á um að afla skuli heimildar hjá innlendum dómstól eftir því sem þörf krefur og hefur dómstóllinn rúmar heimildir til endurskoðunar ákvörðunar ESMA við úrlausn sína, sbr. nánar 8. og 9. mgr.
          5. mgr. 23. gr. e. reglugerðarinnar fjallar um rannsókn einstakra mála þar sem til greina getur t.d. komið að stjórnvaldssektir verði niðurstaðan.
          1. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar fjallar um íþyngjandi úrræði sem ESMA getur gripið til vegna nánar tiltekinna brota, en þar á meðal er svipting starfsleyfis.
          4. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar varðar ívilnandi frest, en þar er kveðið um hversu lengi megi nota mat lánshæfismatsfyrirtækis sem sætir viðurlögum samkvæmt 24. gr.
          1. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar varðar andmælarétt.
          1. mgr. 36. gr. a. reglugerðarinnar fjallar um ákvörðun stjórnvaldssekta af hálfu ESMA.
          1. mgr. 36. gr. b. reglugerðarinnar fjallar um ákvörðun dagsekta af hálfu ESMA.

Það athugast að í fyrirliggjandi aðlögunartexta er gert ráð fyrir því að fulltrúar ESMA „geti aðstoðað“ Eftirlitsstofnunar EFTA við almenna rannsókn og vettvangsrannsókn, sbr. 23. gr. c og d. Að því er varðar fyrra ákvæðið er gert ráð fyrir því að ESMA geti jafnframt „tekið þátt rannsókn“ Eftirlitsstofnunar EFTA, en vegna síðara ákvæðisins er gert ráð fyrir því að ESMA geti verið „viðstatt“ vettvangsrannsókn. 30 Þennan texta ber að skoða í ljósi fyrirhugaðrar nýrrar bókunar við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls þar sem segir í 2. gr. að þegar fulltrúar evrópskra eftirlitsstofnana taki þátt í vettvangskönnunum með Eftirlitsstofnun EFTA skuli þeir hafa sérstaka heimild Eftirlitsstofnunar EFTA, sbr. nánari umfjöllun í 4. kafla hér að framan.

Hafa ber í huga að þær rannsóknaraðgerðir sem hér er mælt fyrir um myndu í öllum tilvikum fara fram með vitund og aðstoð íslensks stjórnvalds. Þá verða ákvæði reglu-gerðarinnar ekki túlkuð á aðra leið en að skylt yrði að afla heimildar íslenskra dómstóla til rannsóknaraðgerða eftir því sem íslensk lög mæla fyrir um. Þegar tekin væri afstaða til þess hvort veita bæri heimild til rannsóknaraðgerðar myndi íslenskur dómstóll hafa rúmt mat við endurskoðun á lögmæti ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA, meðal annars hvort fyrirhuguð rannsóknaraðgerð, t.d. leit, samræmdist reglum um meðalhóf. Hvað sem þessu líður myndi EFTA-dómstóllinn einnig hafa fullt endurskoðunarvald gagnvart téðum ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA. Ekki er útilokað að afstaða yrði tekin til slíkrar ákvörðunar í ráðgefandi áliti sem aflað yrði að beiðni íslensks dómstóls.


xxx


Til viðbótar má nefna að samkvæmt 19. gr. reglugerðarinnar er ESMA heimilt að innheimta þjónustugjöld vegna starfa sinna varðandi lánshæfismatsfyrirtæki. Í 29. gr. aðfararorða reglugerðar 513/2011 er gert ráð fyrir því að Framkvæmdastjórnin geti sett reglugerð um gjaldtöku, þ.e. nokkur konar þjónustugjöld. Reglugerð 462/2013 tekur af skarið um þetta. Þar segir að gjaldtakan skuli nægja til að standa straum af kostnaði ESMA við eftirlit sitt með lánshæfismatsfyrirtækjum.

Í aðlögunartextanum er gert ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA skuli innheimta umrætt gjald samkvæmt reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar.

xxx


Eins og áður greinir er í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar gert ráð fyrir tveggja stoða lausn við aðlögun framangreindra ákvæða að EES-samningnum. Þannig verði ákvörðunarvald ESMA í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA. Aðilar sem hyggjast reka lánshæfismatsfyrirtæki á Íslandi munu því framvegis þurfa að sækja um starfsleyfi til Eftirlitsstofnunar EFTA og lúta í fram­haldinu formlegu eftirliti stofnunarinnar. Þess má geta að aðlögunartextinn vegna 15. gr. gerir ráð fyrir að þegar umsókn um starfsleyfi berst Eftirlitsstofnunar EFTA skuli stofnunin áframsenda umsóknina hið fyrsta til ESMA. ESMA mun útbúa drög að ákvörðunum fyrir Eftirlitsstofnunar EFTA. Miðað er við að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun sína byggða á drögunum án óhóflegra tafa. Hér er m.ö.o. um að ræða sambærilegt ferli og áður er lýst um 5. mgr. 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar.

Við framkvæmd rannsóknar er gert ráð fyrir þátttöku ESMA án þess að fulltrúar stofnunarinnar fái formlegt ákvörðunarvald. Einnig er gert ráð fyrir því að stjórnvöld viðkomandi ríkis aðstoði við rannsókn og aflað sé heimilda frá dómstólum eftir því sem lög ríkisins mæla fyrir um. Þá er ljóst að allar ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt reglugerðinni væri hægt að bera undir EFTA-dómstólinn.

Komi til ágreinings milli ESMA og Eftirlitsstofnunar EFTA um töku ákvörðunar, t.d. ef Eftirlitsstofnun EFTA neitar að taka ákvörðun byggða á tillögu eða „drögum“ ESMA, yrði hægt að vísa slíkum ágreiningi til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í samræmi við þá málsmeðferð sem mælt er fyrir um í 111. gr EES-samningsins, sbr. umfjöllun í kafla 4 hér að framan. Þannig yrði aldrei um það að ræða að ESMA geti tekið ákvörðun gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða fyrirtækjum á íslensku yfirráðasvæði heldur þyrfti ætíð að koma til ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA.


5.7 Reglur um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skráningarstöðvar
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 648/2012 fjallar um um OTC-afleiður (e. Over-the-counter derivatives), miðlæga mótaðila (e. Central Counterparty, CCP) og afleiðuvið­skipta­skrár. 31 Reglugerðin, sem gjarnan er nefnd EMIR-reglugerðin, var hluti af heildarendurskoðun Evrópusambandsins á sviði verðbréfaviðskipta og verðbréfasjóða, en markmið hennar er að draga úr áhættu sem tengist afleiðusamningum og auka gagnsæi afleiðuviðskipta.

Til þess að bregðast við áhættum tengdum afleiðuviðskiptum þá felur EMIR-reglugerðin í sér fjögur eftirfarandi meginatriði:

     1. Krafa um greiðslujöfnun (e. clearing) allra staðlaðra OTC-afleiðusamninga í gegnum miðlægan mótaðila.
    2. Tilkynna skal öll afleiðuviðskipti til afleiðuvið­skipta­skráningar.
    3. Víðtækar kröfu um áhættustýringu vegna afleiðna sem ekki eru greiðslujafnaðar í gegnum miðlægan mótaðila.
    4. Umgjörð um starfsemi miðlægra mótaðila og afleiðuvið­skipta­skráningarstöðva (e. Trade repository, TR).

Framangreind atriði eiga að leiða til þess að unnt verði að greina aukna áhættu í fjármálakerfinu fyrr en áður og með skilvirkari hætti, draga úr mótaðila- og rekstraráhættu vegna OTC-afleiðusamninga auk þess sem virkni OTC-afleiðumarkaða á að aukast með tilkomu skilvirkari ferla. Með þessu móti er ætlunin að draga úr alvarleika hugsanlegra áfalla sem fjármálakerfið kann að verða fyrir og draga úr áhrifum slíkra áfalla á raunhagkerfið

Samkvæmt 17. gr. sjá aðildarríkin um að meta umsóknir um starfsleyfi sem miðlægur mótaðili. ESMA hefur þó að ákveðnum skilyrðum uppfylltum neitunarvald í þessum efnum.

ESMA mun sjá um skráningu og veitingu starfsleyfis auk almenns eftirlits með starfsháttum við­skipta­skráningarstöðva. ESMA hefur jafnframt heimildir til þess að beita slík fyrirtæki ýmsum viðurlögum, s.s. í formi sekta og hefur að auki heimild til að afturkalla starfsleyfi þeirra í alvarlegri tilvikum.

Samkvæmt 2. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar tekur ESMA til skoðunar umsókn um starfsleyfi sem við­skipta­skráningarstöð. ESMA er falið að meta hvort að umsækjandi uppfylli skilyrði skráningar, en skilyrðin eru talin upp í 78–81. gr. reglugerðarinnar.

Í 61. gr. er að finna heimildir til þess að krefjast allra upplýsinga frá við­skipta­skráningarstöð og þriðja aðila sem slíkur aðili hefur útvistað verkefnum til, sem nauðsynlegar eru fyrir Eftirlitsstofnun EFTA til að sinna eftirlitshlutverki sínu.

Í 62. gr. reglugerðarinnar er fjallað um rannsóknarheimildir ESMA. Hér getur t.d. verið um að ræða afrit af símtölum, upplýsingar um gagnaflutning eða krafa um skýringar frá starfsfólki. Í þeim aðildarríkjum þar sem dómsúrskurðar er almennt krafist áður en stjórnvald getur krafist upplýsinga um símtöl eða gagnaflutning skal ESMA þó fara fram á slíkan úrskurð dómstóls í aðildarríkinu, sbr. 5. mgr. 62. gr.
    
Í 4. mgr. 63. gr. reglugerðarinnar er fjallað um vettvangskannanir ESMA. Slíkri könnun fylgja allar valdheimildir 1. mgr. 61. gr. auk heimilda til þess að innsigla starfsstöð o.fl. Jafnframt er heimilt að framkvæma slíka skoðun án undangenginnar tilkynningar.

Í 65. gr. og 73. gr. reglugerðarinnar er að finna heimildir til þess að taka ákvörðun um viðurlög vegna brota gegn reglugerðinni. ESMA tekur þannig ákvörðun um hvort brotið hafi verið gegn einhverju þeirra atriða sem nefnd eru í viðauka I við reglugerðina. Í 65. gr. eru heimildir til þess að sekta við­skipta­skráningarstöðvar. Um fjárhæð sekta er nánar fjallað í öðrum málsgreinum sömu greinar. Þá getur ESMA afturkallað starfsleyfi við­skipta­skráningarstöðvar samkvæmt 73. gr. vegna brota á ákvæðum reglugerðarinnar. Í 2. mgr. 73. gr. koma fram þau sjónarmið sem ESMA skal líta til við töku ákvarðana um viðurlög.

Þá má geta þess að í 66. gr. reglugerðarinnar er heimild til að leggja dagsektir á skráningarstöðvar.

Þá má geta þess að í 71. gr. reglugerðarinnar er að finna heimild ESMA til þess að afturkalla starfsleyfi við­skipta­skráningarstöðvar. Þetta á við þegar slík skráningarstöð hefur verið óvirk í 6 mánuði, veittar hafa verið rangar upplýsingar fyrir veitingu starfsleyfis eða þegar skráningarstöð uppfyllir ekki lengur upphafleg skilyrði skráningar.

Í 72. gr. reglugerðarinnar er að finna heimild fyrir ESMA til að innheimta þjónustugjöld vegna starfa sinna.

Í 3. mgr. 81. gr. reglugerðarinnar er mælt fyrir um skyldu skráningarstöðva til þess að veita tilteknum eftirlitsaðilum upplýsingar sem varða starfssvið þeirra.

Í fyrirliggjandi drögum að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar er gert ráð fyrir að innleiðing reglugerðarinnar byggist á tveggja stoða lausn í öllum atriðum sem máli skipta og svarar til þess sem rakið er í kafla­num hér á undan um reglugerðir um lánshæfismatsfyrirtæki.


6. Fyrirhuguð aðlögun og tveggja stoða kerfi EES-samningsins


Svo sem kunnugt er gerir EES-samningurinn ráð fyrir því að framkvæmd EES-reglna gagnvart EES/EFTA-ríkjunum sé í höndum sjálfstæðra stofnana sem þessi ríki koma sjálf á fót. Eftirlit með framkvæmd EES-reglna og endanleg úrlausn um efni þessara reglna er þannig ekki í höndum stofnana ESB, heldur sérstakra EFTA-stofnana: Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins. Skapa þessar sjálfstæðu stofnanir EFTA EES-samningnum sérstöðu samanborið við tvíhliða við­skipta­samninga sem ESB hefur gert við ýmis ríki, t.d. Sviss.

Þetta fyrirkomulag, sem almennt er vísað til sem tveggja stoða kerfis EES-samningsins, stuðlar að jafnræði og gagnkvæmni aðila EES-samningsins með því að hvor ríkjahópur (aðilar EFTA annars vegar og ESB hins vegar) takast sjálfir á hendur að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins með stofnunum sem þeir standa að. Ríki eða stofnanir ESB hafa þannig ekkert boðvald yfir stofnunum EFTA-stoðarinnar. Ef upp kemur ágreiningur á milli stoðanna tveggja (t.d. þannig að Framkvæmdastjórn ESB telur EFTA-stoðina, annað hvort Eftirlitsstofnun EFTA eða EFTA-dómstólinn, ekki framfylgja tilteknum reglum með réttum hætti) þarf í reynd að taka hann upp á milliríkjalegum grundvelli, sbr. einkum 111. gr. EES-samningsins.

Með EES-samningnum er stefnt að einsleitu efnahagssvæði er grundvallist á sam­eigin­legum reglum og sömu samkeppnisskilyrðum. Hvað sem líður hinu formlega jafnræði og sjálfstæði stofnana EFTA-stoðarinnar er engu að síður ljóst að EES-samningurinn hvílir á þeirri forsendu að samræmi sé á milli framkvæmdar stofnana EFTA-stoðarinnar og ESB-stoðarinnar. Þegar hugað er að því hvernig ná eigi þessu samræmi fer ekki á milli mála að í þessu efni stofnunum ESB almennt ætlað forystuhlutverk. Þannig er gert ráð fyrir því að nýjar gerðir sem settar hafa verið á vegum ESB séu teknar upp í EES-samninginn með það fyrir augum að sömu reglur gildi á öllu efnahagssvæðinu, sbr. 102. gr. EES-samningsins. Einnig er gert ráð fyrir því að litið sé til dómsúrlausna Evrópudómstólsins við túlkun hlutaðeigandi EES-reglna, sbr. 6. gr. EES-samningsins og 3. gr. samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Þá hefur EES-samningurinn að geyma margvísleg fyrirmæli um samráð stofnana EFTA við stofnanir ESB, bæði almennt og á einstökum sviðum, 32 svo og úrræði ef upp kemur misræmi í framkvæmd þessara stofnana.

Þótt stofnanir EFTA-stoðarinnar séu sjálfstæðar og formlega jafn réttháar stofnunum ESB leiðir markmiðið um einsleitni samkvæmt þessu til þess að þær verða í reynd að fylgja þeim síðarnefndu í ákvörðunum sínum. Þegar litið er um öxl og framkvæmd samningsins síðastliðin 20 ár virt, verður og ekki annað sagt en að þessum stofnunum hafi tekist nokkuð vel til í þessu efni. Er þá litið til þess að þess eru engin dæmi að ætlað misræmi í framkvæmd EFTA-stoðarinnar og ESB-stoðarinnar hafi verið talið gefa tilefni til þeirrar málsmeðferðar sem getið er um í 111. gr. EES-samningsins. Bendir því allt til þess að ESB hafi talið framkvæmd EES-reglna af hálfu stofnana EFTA fullnægjandi.

Þótt stofnunum EFTA sé þar með ætlað að starfa í samræmi við markmið EES-samningsins um einsleitni og líta þannig til ákvarðana stofnana ESB og, eftir atvikum, hafa við þær samráð, fer ekki á milli mála að þessar stofnanir hafa notið ákveðins svigrúms í störfum sínum. Er hér bæði á það að líta að hvert tilvik sem tekið er til meðferðar er sérstakt og gefur eðli málsins samkvæmt tilefni til sjálfstæðra álitamála sem EFTA-stofnunin tekur þá afstöðu til. Þá geta stofnanir EFTA stundum staðið frammi fyrir stefnumarkandi álitaefnum sem ekki hefur verið svarað með neinum hætti á vettvangi ESB. Ítarlega hefur verið fjallað um þessa aðstöðu í lögfræðilegum heimildum sem hér verður látið nægja að vísa til. 33 Óhætt er að fullyrða að þegar þessi staða kemur upp sé stofnunum EFTA í engu tilviki ætlað að taka við einhvers konar fyrirmælum frá stofnunum ESB. Hvað Eftirlitsstofnun EFTA varðar má bæta því við að þar takmarkast samráð almennt við gagnkvæma upplýsingagjöf.

Í þessu ljósi myndi það tveggja stoða fyrirkomulag sem gengið er út frá í tillögum um aðlögun framangreindra gerða hafa ákveðna sérstöðu í hópi þeirra gerða sem lágur fyrir við gerð samningsins eða hafa verið lagaðar að honum undanfarin rúm 20 ár. Í tillögunum er þannig í öllum tilvikum gert ráð fyrir því að tillaga eða „uppkast“ að ákvörðun komi frá stofnunum ESB. Hér verður þó að halda því til haga að fordæmi eru fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun beinlínis að tillögu eftirlitsstofnunar ESB þótt slík tilhögun heyri til undantekninga. 34

Fyrirliggjandi tillögurnar gera m.ö.o. ráð fyrir því að ESB-stofnunin verði beinn þátttakandi í málsmeðferð EFTA-stofnunarinnar með því að hafa frumkvæði að ákvarðanatöku og sé þannig í aðstöðu til að hafa áhrif á efni ákvörðunar. Ekki er því um það að ræða að EFTA-stofnuninni sé treyst fyrir því sjálfri að taka tillit til einsleitni með því að líta til lagaframkvæmdar stofnana ESB og fordæmisréttar. Við þetta bætist að ekki er gert ráð fyrir formlegum frumkvæðisrétti Eftirlitsstofnunar EFTA heldur er stofnunin bundin við að fram komi tillaga frá ESB-stofnuninni. Hér ber þó að hafa í huga að Eftirlitsstofnun EFTA getur óskað eftir því að fram komi tillaga frá hlutaðeigandi ESB stofnun. Að lokum vekur athygli að starfsmönnum ESB er ætlað að taka þátt í vettvangsrannsóknum í EES/EFTA-ríkjunum þótt þeir fari þar ekki með neinar formlegar heimildir. Þetta síðastgreinda atriði á sér þó vissa hliðstæðu úr samkeppnismálum. 35

Ekki fer á milli mála að framangreind atriði draga úr áhrifum Eftirlitsstofnunar EFTA og styrkja að sama skapi hlutaðeigandi ESB-stofnun. Tilgangur þessa fyrirkomulags er auðvitað sá að tryggja í ríkari mæli einsleitni við framkvæmd fjármálaeftirlits og stuðla að því að sérþekking og styrkur hlutaaðeigandi ESB-stofnunar nýtist í þágu EFTA-stoðarinnar. Má hér vísa til áherslu ESB eins og hún kom fram í yfirlýsingu fjármálaráðherra EES-ríkjanna (ECOFIN) sem rakin er í 3. kafla. Á móti kemur að Eftirlitsstofnun EFTA og EES/EFTA-ríkjunum er veittur aðgangur að hlutaðeigandi stofnunum ESB og ákvarðanatöku þeirra. Þessi þátttökuréttur styrkir vitaskuld stöðu Eftirlitsstofnunarinnar og EES/EFTA-ríkjanna og er að því leyti í anda jafnræðis og gagnkvæmni. Aftur á móti samræmist þessi aðferðafræði, þ.e. að veita fulltrúum EFTA-stoðarinnar aðgang að stofnunum ESB, ekki sérlega vel grunnreglum tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hér má þó að rifja upp að fulltrúar EFTA-ríkjanna taka þátt í ýmsum undirnefndum ESB, sbr. einkum 100. og 101. gr. EES-samningsins.

Samkvæmt öllu framangreindu verður að álykta að áherslan á einsleitni (samræmi í tilteknum mikilvægum þáttum fjármálaeftirlits á öllu Evrópska efnahagssvæðinu) hafi leitt til þess afbrigðis af tveggja stoða lausn sem áður hefur verið lýst. Í stórum dráttum má lýsa því fyrirkomulagi sem hér er gert ráð fyrir þannig að hlutaðeigandi stofnun ESB sé ætlað viðameira hlutverk við töku einstakra ákvarðana en almennt tíðkast, t.d. í samkeppnismálum. Hins vegar er leitast við að tryggja jafnræði og gagnkvæmni með því að tryggja EFTA-stoðinni þátttöku í starfsemi ESB-stofnunarinnar í meira mæli en gildir á öðrum sviðum. Fulltrúar EFTA-stoðarinnar myndu t.d. þannig hafa mun meiri aðgang að ákvarðanatöku á því sviði sem hér um ræðir en gildir um samkeppnismál.

Með hliðsjón af þátttöku EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnunar EFTA í starfsemi eftirlitsstofnana ESB er vart hægt að halda því fram að EFTA-stoðin verði áhrifalaus um þær ákvarðanir sem verða teknar. Formlegt ákvörðunarvald er þannig í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA og verður því engin ákvörðun tekin nema með atbeina þeirrar stofnunar. Að þessu leyti samrýmast fyrirliggjandi tillögur tveggja stoða kerfi samningsins. Þá verður einnig að telja að hið formlega neitunarvald Eftirlitsstofnunar EFTA muni styrkja stofnunina í hvers kyns samskiptum við hlutaðeigandi eftirlitsstofnun ESB og þátttöku í starfsemi hennar. Samkvæmt þessu verður að mínu mati ekkert fullyrt um að það afbrigði af tveggja stoða lausn sem hér um ræðir geri stöðu EFTA-ríkjanna í heild sinni veikari en leiða myndi af hefðbundnari tveggja stoða lausn. Það er spurning um pólitíska stefnumótun hversu virk Eftirlitsstofnun EFTA, svo og EES-ríkin, kjósa að vera gagnvart eftirlitsstofnunum ESB. Hitt er ljóst að EFTA-stoðin hefur bæði formlega og raunhæfa möguleika til áhrifa, bæði almennt og við töku ákvarðana um einstök mál.


7. Nánar um framsal valdheimilda í þágu EES-samningsins – Fyrri álitsgerðir o.fl.


Í framsali ríkisvalds felst að einhverjar af stjórnskipulegum heimildum handhafa ríkisvalds, þ.e. löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvald, eru fengnar utanaðkomandi aðila, t.d. alþjóðlegri stofnun. Þessi aðili fær þá með einhverjum hætti vald til þess að setja reglur sem eiga að gilda (sjálfkrafa) innan lögsögu ríkis, framfylgja þessum reglum og/eða dæma um réttindi og skyldur manna (eða skera úr um sekt og ákveða refsingu) samkvæmt efni þeirra þannig að hafi milliliðaluast réttaráhrif að landsrétti. Ríkið getur hins vegar tekist á herðar margvíslegar skyldur að þjóðarétti án þess að um framsal valds sé að ræða í þessum skilningi.

Þannig getur ríkið t.d. skuldbundið sig til þess að leiða ákveðnar reglur í lög sín eða til þess að framfylgja ákvörðunum alþjóðlegrar stofnunar, jafnvel hlíta dómum alþjóðlegs dómstóls. Með þessu er ekkert ríkisvald framselt hinni alþjóðlegu stofnun enda er ríkið hér einungis skuldbundið að þjóðarétti til ákveðinna aðgerða sem það eitt getur framkvæmt. Það fer þá eftir stjórnskipun viðkomandi ríkis og/eða nánari ákvörðunum þess hvort og að hvaða marki alþjóðlegar reglur, ákvarðanir og dómar öðlast gildi innan lögsögu ríkisins. Sú meginregla gildir að íslenskum rétti að reglur þjóðaréttar verður að innleiða sérstaklega í íslenska réttarskipun, einkum með lögfestingu.

Þegar löggjafarvald hefur verið framselt alþjóðlegri stofnun hafa reglur, sem stofnunin setur, sjálfkrafa gildi innan ríkisins. Ef reglurnar eru nægilega skýrar og óskilyrtar, geta einstaklingar og lögaðilar því þegar í stað byggt rétt og skyldu á reglunum fyrir dómstólum ríkisins. Er þá almennt rætt um að reglurnar hafi beina réttarverkan. Með sama hætti felst í framsali framkvæmdarvalds að alþjóðleg stofnun fer með einhverjar þær heimildir sem heyra undir framkvæmdarvaldið, en þessar heimildir eru æði fjölbreyttar (t.d. útgáfa eða svipting leyfa, ýmsar rannsóknaraðgerðir, álagning stjórnsýsluviðurlaga). Þegar um er að ræða ákvarðanir, sem alþjóðleg stofnun hefur tekið, er hugtakið bein réttarverkan iðulega einnig notað. Er þá vísað til þess að með ákvörðuninni hafi réttindum og skyldum einstaklinga og lögaðila verið skipað milliliðalaust, án atbeina viðkomandi ríkisins, þannig að réttaráhrif hafi að landsrétti. Sama kann að eiga við, að breyttum breytanda, um dóma alþjóðlegs dómstóls sem er þá hægt að fullnustu samkvæmt almennum reglum landsréttar án staðfestingar eða annars atbeina innlendra dómstóla. Þegar alþjóðlegum reglum eða ákvörðunum og dómum alþjóðlegrar stofnunar er ætlað að hafa beina réttarverkan fer það eftir stjórnlögum viðkomandi ríkis hvernig slík réttaráhrif eru tryggð að landsrétti. 36

7.1 Íslensk stjórnlög
Samfara hugmyndum um stóraukna samvinnu þjóða í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar breyttu ýmis ríki stjórnlögum sínum á þá leið að heimilt væri að framselja alþjóðlegum stofnunum valdheimildir á afmörkuðum sviðum, en samkvæmt stjórnlögum sumra ríkja var slíkt framsal þegar talið heimilt að ákveðnu marki. 37 Var litið svo á að til þess að tryggja frið og, eftir atvikum, önnur markmið alþjóðlegrar samvinnu kynni framsal valdheimilda til alþjóðlegrar stofnunar að vera nauðsynlegt. Stjórnskipulegum heimildum til framsals var þannig ætlað að gera viðkomandi ríki kleift að taka þátt í alþjóðlegri samvinnu til fulls og standa þannig jafnfætis öðrum ríkjum í alþjóðasamvinnu.

Það leiðir af fullveldishugtakinu að framsal tiltekinna valdheimilda haggar því ekki að viðkomandi ríki er áfram fullvalda. 38 Því er e.t.v. óheppilegt að ræða um „framsal ríkisvalds“ eins og þó er tíðkanlegt hér á landi, sem getur skapað þá röngu hugmynd að fullveldi ríkisins sé með einhverjum hætti minna eftir framsal. Raunar má snúa blaðinu við og halda því fram að það leiði beinlínis af fullveldi ríkis að það geti ákveðið að fela alþjóðastofnunum afmarkaðar heimildir á yfirrráðasvæði sínu.

Af sömu ástæðum er framsal valdheimilda í eðli sínu ætíð afturkræft. Hvað sem líður þjóðréttarlegum skuldbindingum sem fullvalda ríki tekst á hendur á það ætíð síðasta orðið um hvaða lög gilda á yfirráðasvæði þess, hvernig þeim er framfylgt o.s.frv. Hitt er svo annað mál að með því að nýta sér fullveldisrétt sinn til hins ýtrasta getur ríkið talist brotlegt við þjóðréttarreglur og kallað yfir sig þjóðréttarleg viðbrögð og viðurlög, líkt og vel er þekkt.

Samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar gerir forseti lýðveldisins samninga við önnur ríki, en af 11., 13. og 14. gr. stjórnarskrárinnar leiðir að slíkir samningar verða ekki gerðir nema með atbeina ráðherra sem situr í ríkisstjórn. Gerð milliríkjasamninga heyrir þannig í reynd undir ríkisstjórn. Samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar getur ríkisstjórnin, með atbeina forseta, hins vegar enga samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. 39 Ef svo stendur á að samþykki Alþingis er nauðsynlegt er því tíðkanlegt að samningur sé undirritaður fyrir hönd Íslands með fyrirvara um samþykki (fullgildingu) Alþingis, stundum nefnt „stjórnskipulegur fyrirvari“.


Hvorki í 21. gr. stjórnarskrárinnar né öðrum ákvæðum hennar er gert ráð fyrir því að með milliríkjasamningi sé alþjóðlegri stofnun fengnar heimildir sem taldar yrðu til meðferðar ríkisvalds samkvæmt íslenskum stjórnlögum. Ákvæði 2. gr. stjórnarskrárinnar mæla fyrir um að löggjafarvaldið sé sam­eigin­lega hjá Alþingi og forseta, framkvæmdarvaldið sé hjá forseta og öðrum stjórnvöldum og dómsvaldið sé hjá dómendum. Við þetta bætast önnur ákvæði stjórnarskrárinnar sem skýra nokkuð nánar inntak ríkisvaldsins, þ.á m. 60. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um úrskurðarvald dómenda og setur takmörk við því í hvaða mæli réttur manna til að bera stjórnvaldsathafnir undir íslenska dómstóla verður skertur. Fer ekki á milli mála að í öllum tilvikum er vísað til innlendra stjórnvalda, þ.e. stofnana íslenska ríkisins. 40

Ef einungis er litið til texta stjórnarskrárinnar mætti e.t.v. draga þá ályktun að hvers kyns framsal ríkisvalds væri óheimilt. Um langt skeið hafa þó verið viðurkennd ýmis frávik frá þeirri meginreglu að hvers kyns heimildir ríkisvald væru hjá formlegum handhöfum ríkisvalds. 41 Á tíma lýðveldissstjórnarskrárinnar fengu álitamál um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana þó lengst af takmarkaða athygli í íslenskri lögfræði. Er það e.t.v. skiljanlegt í ljósi þess að það alþjóðlega samstarf sem Ísland var aðili að krafðist ekki framsals valdheimilda og olli því ekki sérstökum vandkvæðum. Þá er ekki að finna dóma Hæstaréttar þar sem beinlínis hefur reynt á stjórnskipuleg mörk vegna framsals ríkisvalds. 42 Má þannig segja að við aðild Íslands að EES-samningnum árið 1992 hafi í fyrsta sinn, fyrir alvöru, reynt á mörk íslenskra stjórnlaga gagnvart framsali valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Frá 1992 hefur hins vegar ítrekað verið fjallað um álitaefni tengd framsali ríkisvalds í íslenskri lögfræði, ekki síst í tengslum við EES-samninginn, bæði í álitsgerðum og fræðilegri umfjöllun.

7.2 Meginsjónarmið um gildissvið stjórnarskrárinnar og heimildir til framsals
Ítarlegustu greinargerð um þau sjónarmið sem gilda um framsal valdheimilda til alþjóðastofnana samkvæmt íslenskri stjórnskipun er að finna í riti Davíðs Þórs Björgvinssonar, EES-réttur og landsréttur, frá 2006. Einnig er ítarlega umfjöllun um sama efni að finna í nýútkomnu riti Bjargar Thorarensen , Stjórnskipunarréttur – undirstöður og handhafar ríkisvalds, þar sem hún vísar til og ræðir framsetningu Davíðs Þórs.

Í fyrrgreindu riti dregur Davíð Þór Björgvinsson saman þau sjónarmið, sem gilda um framsal valdheimilda samkvæmt íslenskri stjórnskipun, með eftirfarandi hætti:

     Ef lýsa á réttarstöðunni á Íslandi í stuttu máli má segja í lagaframkvæmd og fræðilegum viðhorfum hafi verið mótuð óskráð regla sem heimilar hinum almenna löggjafa framsal ríkisvalds í takmörkuðu mæli Erfitt er að afmarka með skýrum hætti inntak og umfang þessarar reglu en sé tekið mið af lagaframkvæmd og fræðikenningum gæti hún hljóðað svo:
    
    Framsal valdheimilda ríkisins til alþjóðlegra stofnana er heimilt að ákveðnu marki að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:
        
              (i)      Að framsalið sé byggt á almennum lögum,
              (ii)      að framsalið sé afmarkað og vel skilgreint,
              (iii)      að framsalið sé ekki verulega íþyngjandi, hvorki fyrir íslenska ríkið né þegna þess,
              (iv)      að framsalið sé byggt á samningi sem kveður á um gagnkvæm réttindi og skyldur og mælir fyrir um samsvarandi framsal ríkisvalds annarra samningaríkja,
              (v)      að hinar alþjóðlegu stofnanir sem vald er framselt til byggist á lýðræðislegum grundvelli og að þær viðurkenni almennar meginreglur um réttláta málsmeðferð og réttláta stjórnsýslu,
              (vi)      að framsalið leiði af þjóðréttarsamningi sem stefnir að lögmætum markmiðum í þágu friðar og menningarlegra, félagslegra eða efnahagslegra framfara,
              (vii)      að framsalið sé afturkallanlegt.
        
    Þessi regla er ekki takmörkuð við það að samningur feli aðeins í sér hefðbundnar þjóðréttarlegar skuldbindingar eins og það er orðað, þ.e. þegar þær skuldbinda aðeins ríki, heldur hefur einnig verið talin eiga við þegar alþjóðastofnun fær vald til að taka ákvarðanir sem geta haft bein áhrif á réttarstöðu einstaklinga og lögaðila innan íslenskrar lögsögu. Þá hefur í framkvæmd ekki verið talið ráða úrslitum hvort Ísland er aðili að viðkomandi stofnun eða ekki.
    
Í bók sinni tekur Björg Thorarensen að mestu undir þessa framsetningu Davíðs Þórs. Hins vegar kemur fram nokkur áherslumunur gagnvart því hvernig líta beri á þessa heimild íslensks réttar til framsals. Björg Thorarensen hafnar því þannig að „unnt sé að líta svo á að stjórnskipunarvenja með sjálfstætt efnislegt gildi hafi skapast um framsal ríkisvalds hliðsett skráðri reglu stjórnarskrárinnar“. Hins vegar fellst Björg á að skapast hafi „venjuhelguð regla um skýringu á stjórnarskrá þar sem reynir á samspil margra þátta“ og „Alþingi hafi á grundvelli pólitísks hlutverks síns ákveðið svigrúm til að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar þannig að ekki þrengi um of að möguleikum Íslands sem fullvalda þjóðréttaraðila í samstarfi og samningum við aðrar þjóðir“. 43 Björg nefnir sérstaklega í þessu sambandi, til viðbótar fyrrgreindum viðmiðum í umfjöllun Davíðs Þórs, að framsal löggjafar- og dómsvalds teljist almennt viðurhlutameira en framsal framkvæmdarvalds; strangari kröfur þurfi að gera til þess að fela alþjóðastofnunum heimildir til að taka ákvarðanir beint gagnvart einstaklingum og lögaðilum heldur en ef ákvarðanir binda aðeins íslensk stjórnvöld; og gera verði kröfu um þátttökurétt íslenska ríkisins í ákvörðunum sem alþjóðastofnun tekur þannig að gagnkvæmni sé gætt.

7.3 Fyrri álitsgerðir
Í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar, sem reifuð var í 2. kafla, svo og þeim fræðiritum, sem vísað hefur verið til hér að framan, eru raktar fyrri álitsgerðir sem unnar hafa verið hér á landi vegna álitamála um framsal ríkisvalds. Af þessum álitsgerðum hefur ótvírætt mesta þýðingu álitsgerð nefndar utanríkisráðherra um EES-samninginn frá árinu 1992, en með þessari álitsgerð voru í fyrsta sinn mótuð nánari viðmið um mörk heimils framsals valdheimilda til alþjóðlegra stofnana. Verður og að líta svo á að þessum viðmiðum hafi að meginstefnu verið fylgt við vinnslu síðari álitsgerða, þ.á m. í téðri álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar.

Áðurgreind álitsgerð nefndar utanríkisráðherra um EES-samninginn var umdeild á sínum tíma og er það raunar enn, a.m.k. frá fræðilegu sjónarhorni. 44 Mætti hafa nokkuð langt mál um hvort á þá hvernig álitsgerðin fól í sér breytilega eða framsækna skýringu á íslenskum stjórnlögum samanborið við þau viðhorf sem áður hafði verið gengið út frá. 45 Á hitt er að líta að íslenska ríkið hefur nú verið virkur aðili að EES-samningnum í rúmlega 20 ár án þess að upp hafi komið ágreiningur eða álitamál um heimildir þeirra stofnana sem fara með yfirþjóðlegt vald gagnvart íslenska ríkinu, þ.e. Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins. Er þá einnig til þess litið að Hæstiréttur Íslands hefur margsinnis fjallað um málefni sem tengjast EES-samningnum án þess að draga stjórnskipulegan grundvöll hans í efa, meðal annars hefur rétturinn ákveðið að leita álits EFTA-dómstólsins í fleiri skipti. 46

Í annan stað hefur verið byggt á sambærilegum viðmiðum og fram koma í álitsgerðinni frá 1992 í síðari álitsgerðum, þ.á m. álitsgerðum um Schengen samstarfið frá 1997 og 1999, álitsgerð um breytingu á samkeppnislögum frá 2004 og álitsgerð vegna Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) frá 2011. Hvað sem líður fræðilegum ágreiningi um niðurstöður álitsgerðarinnar frá 1992, svo og síðari álitsgerða, verður því að miða við að þau viðmið, sem þarna var slegið föstum, séu orðin hluti af venjuhelgaðri skýringu íslenskra stjórnlaga. Er sú niðurstaða í samræmi við umfjöllun Davíðs Þórs Björgvinssonar og Bjargar Thorarensen í þeim fræðiritum sem áður greinir, svo og þá meginafstöðu sem birtist í framangreindri álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar. Verður því að leggja þessi viðmið til grundvallar niðurstöðum í þessari álitsgerð.

Eins og áður greinir kemur fram nokkur áherslumunur hjá Davíð Þór Björgvinssyni og Björg Thorarensen um hvernig afmarka beri nánar þau viðmið sem gilda um framsal valdheimilda. Í því sambandi telur undirritaður óhætt að taka undir þau viðbótaratriði sem Björg Thorarensen telur upp, þ.e. að löggjafar- og dómsvalds teljist almennt viðurhlutameira en framsal framkvæmdarvalds; strangari kröfur þurfi að gera til þess að fela alþjóðastofnunum heimildir til að taka ákvarðanir beint gagnvart einstaklingum og lögaðilum heldur en ef ákvarðanir binda aðeins íslensk stjórnvöld; og gera verði kröfu um þátttökurétt íslenska ríkisins í ákvörðunum sem alþjóðastofnun tekur þannig að gagnkvæmni, svo og jafnræðis, sé gætt. Verður og ekki séð að þessi atriði séu í sérstöku ósamræmi við fyrrgreinda umfjöllun Davíðs Þórs eða þau viðmið sem lögð hafa verið til grundvallar í fyrri álitsgerðum.


8. Afmörkun á framsali valdheimilda samkvæmt fyrirhugaðri innleiðingu ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðanna


Að framan hefur verið veitt yfirlit yfir þau ákvæði umræddra reglugerða sem gefa tilefni til álitamála um framsal valdheimilda samkvæmt stjórnarskránni og því jafnframt lýst hvernig til stendur að laga þau að EES-samningnum. Í ljósi þessarar umfjöllunar verður nú tekin afstaða til þess hvort í þessum ákvæðum felist framsal valdheimilda til handa alþjóðlegum stofnunum og þá í hverju það framsal felist nánar.

Samkvæmt 10. gr. ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðanna er Framkvæmdastjórninni í samvinnu við eftirlitsstofnanirnar veitt heimild til að setja tæknilega staðla. Hins vegar er ekki um það að ræða að þær reglur sem settar eru á þessum grundvelli verði sjálfkrafa hluti EES-samningsins eða öðlist sjálfkrafa gildi á Íslandi. Þessar reglur mun, með öðrum orðum, þurfa að taka upp í EES-samninginn með venjulegum hætti og innleiða á Íslandi. Samkvæmt þessu gefur umrætt regluverk ekki tilefni til álitamála um framsal löggjafarvalds. 47

Ekki verður litið svo á að heimild eftirlitsstofnana ESB til að láta uppi óbindandi tilmæli gagnvart íslenskum stjórnvöldum, eða miðla málum, feli í sér framsal valds af hálfu íslenska ríkisins. Eins og áður greinir eru allar bindandi ákvarðanir á hendi Eftirlitsstofnunar EFTA. Þótt ljóst sé að eftirlitsstofnunum ESB sé ætlað mikilvægt hlutverk í aðdraganda og undirbúningi ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA, sbr. umfjöllun í 6. kafla hér að framan, er ljóst að þær hafa ekki ninar heimildir til að taka sjálfar bindandi ákvarðanir gagnvart EES/EFTA-ríkjunum.

Sama á við um það hlutverk Ráðherraráðs ESB að slá föstu neyðarástandi. Slík ákvörðun hefur þýðingu fyrir undirbúning og töku ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA, en hefur hins vegar engin sjálfvirk réttaráhrif innan íslenskrar lögsögu. Sömu sjónarmið eiga við um hlutverk kerfisáhætturáðsins. Samkvæmt þessu er ekki um það að ræða ESMA, EBA og EIOPA, eða aðrar stofnanir ESB, fari með vald gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða fyrirtækjum innan íslensks yfirráðasvæðis á grundvelli framangreindra gerða. Hér er því um að ræða verulega breyttar aðstæður frá því sem gert var ráð fyrir við samningu fyrrgreindrar álitsgerðar Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánsson árið 2012.

Áður eru raktar þær heimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar samkvæmt 9., 17., 18. og 19. gr. ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðanna. 48 Hér er í fyrsta lagi um að ræða heimildir til að gefa út formlegt álit eða taka bindandi ákvarðanir gagnvart íslenskum stjórnvöldum, sem að öllum líkindum yrðu fyrst og fremst Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum Seðlabanki Íslands. Að því er varðar formleg álit eða ákvarðanir gagnvart íslenskum stjórnvöldum mætti færa að því rök að hér sé ekki um framsal ríkisvalds að ræða enda mun ákvörðun hinnar alþjóðlegu stofnunar mun einungis binda tiltekna þætti eða stofnanir íslenska ríkisins. Á hitt ber að líta að ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA myndi tæplega beinast að íslenska ríkinu (sem þjóðréttaraðila) heldur er staðan fremur sú að hinni alþjóðlegu stofnun er ætlað að koma fram sem æðri stjórnsýslustofnun gagnvart tilteknum innlendum stjórnvöldum. Mælir þetta með því að líta svo á að um sé að ræða framsal framkvæmdarvalds við þessar aðstæður. Þetta álitaefni hefur þó í reynd takmarkaða þýðingu með hliðsjón af því að í fram­haldi af ákvörðun eða formlegu áliti gagnvart íslensku eftirlitsstjórnvaldi myndi Eftirlitsstofnun EFTA geta tekið ákvörðun beint gagnvart fyrirtækjum innan íslenskrar lögsögu. Við þær aðstæður er enginn vafi um að Eftirlitsstofnun EFTA hefur verið framselt vald í skilningi 2. gr. stjórnarskrárinnar.

Eftirlitsstofnun EFTA yrðu í annan stað veittar heimildir samkvæmt 5. mgr. 9. gr., 17. gr. og 18., og 19. gr. ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðanna til að taka ákvarðanir beint gagnvart fyrirtækjum innan íslenskrar lögsögu, svo sem áður greinir. Er hér í meginatriðum um ræða heimildir til að banna eða takmarka starfsemi sem fellur undir þessar gerðir og taka bindandi ákvarðanir um skyldu þessara fyrirtækja. Enginn vafi leikur á því að hér er um að ræða framsal heimilda til að taka ákvörðun um rétt og skyldu einkaðila innan íslenskrar lögsögu og þar með framsal framkvæmdarvalds í skilningi 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þessar ákvarðanir lúta að broti á efnisreglum sem almennt verður að telja ítarlegar. Þá mæla ákvæðin fyrir um frekari efnisskilyrði þess að ESMA sé heimilt að taka ákvörðun, meðal annars það að brot verður að lúta að reglu sem hefur bein lagaáhrif, þ.e. telst bindandi fyrir einstaklinga og lögaðila innan ríkisins. Hafa þessi skilyrði verulega þýðingu við mat á því hvort framsal valdheimilda telst nægilega vel skilgreint og afmarkað svo sem síðar er vikið að. Þá verður að horfa til þess að umræddar valdheimildir verða einungis virkar þegar íslenskt stjórnvald hefur ekki farið að ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA. Eftirlit er því eftir sem áður að meginstefnu á forræði og á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Þessi atriði hagga því ekki að um framsal valds er að ræða en milda hins vegar það inngrip sem hinni alþjóðlegu stofnun er ætlað.

Að því er varðar 18. og 19. gr. reglugerðanna ber einnig að hafa í huga að íslenska ríkið gæti fengið ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA frestað með tilkynningu til fastanefndar EFTA-ríkjanna samkvæmt 38. gr. reglugerðanna, ef talið væri að ákvörðunin hefði áhrif á fjármál ríkisins. Fastanefndin, þar sem íslenska ríkið á einn þriggja fulltrúa, gæti, að fenginni slíkri tilkynningu, fellt ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar úr gildi.

Þessu til viðbótar ber að hafa í huga að umræddar ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA yrðu ekki fullnustaðar nema með atbeina íslenskra stjórnvalda. 49 Í reynd er því efnislega ekki um ótakmarkað framsal valds til að taka þær ákvarðanir sem hér um ræðir – atbeina íslenskra stjórnvalda myndi eftir sem áður þurfa til fullnustu þeirra.

Að því er varðar 18. gr. sérstaklega er ljóst að vikið er frá tveggja stoða fyrirkomulagi EES-samningsins að því er varðar skilgreiningu á neyðarástandi samkvæmt 2. mgr. greinarinnar sem felur Ráðherraráðinu ákvörðunarvald um þetta efni. Hér er hins vegar ekki um að ræða ákvörðun sem hefur sjálfkrafa áhrif innan íslenskrar lögsögu, hvorki á skyldur íslenskrar stjórnvalda né fyrirtækja. Líkt og áður greinir er því ekki um að ræða framsal valds í þessu tilviki.

Með fyrirhugaðri aðlögun 19. og 20. gr. ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðanna að EES-samningnum yrði Eftirlitsstofnun EFTA veitt heimild til að skera úr ágreiningi íslenskra eftirlitsstjórnvalda við önnur eftirlitsstjórnvöld EES/EFTA-ríkjanna. Þegar um væri að ræða ágreining við stjórnvöld í ESB-ríki færu eftirlitsstofnanir ESB með sáttahlutverk en úrskurðarvald væri sam­eigin­lega í höndum þeirra og Eftirlitsstofnunar EFTA. Ekki væri því um það að ræða að eftirlitsstofnanir ESB gætu einhliða bundið íslensk stjórnvöld með ákvörðunum sínum.

Í samræmi við það sem áður greinir má deila um hvort líta beri svo á að hér sé Eftirlitsstofnun EFTA framselt vald í skilningi 2. gr. stjórnarskrárinnar. Virðist e.t.v. nærtækara hér (samanborið við 17. og 18. gr. ) að líta svo á að Eftirlitsstofnun EFTA sé falið að skera með bindandi hætti úr ágreiningi íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld annars ríkis sem er í eðli sínu milliríkjalegur. Með því að fela Eftirlitsstofnun EFTA slíkt vald væri stofnuninni ekki falið framkvæmdarvald á íslensku yfirráðasvæði. Líkt og á við um 17. og 18. gr. getur málsmeðferð samkvæmt 19. gr. þó lokið með töku ákvörðunar gagnvart markaðsaðila innan íslenskrar lögsögu. Eiga því sambærileg sjónarmið við um stöðu mála samkvæmt greininni og áður hafa verið rakin um 17. og 18. gr.

Ekki er um að ræða heimildir Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðunum til rannsóknaraðgerða á íslensku yfirráðasvæði. Eftirlitsstofnun EFTA getur að vísu skyldað fyrirtæki til að afhenda upplýsingar en verður að fá atbeina innlends stjórnvalds til þess að fullnusta slíka ákvörðun, sbr. 35. gr. reglugerðanna. Samkvæmt þessu er hér um framsal framkvæmdarvalds að ræða en það framsal verður að telja minniháttar.

Ljóst er að EFTA-dómstóllinn mun hafa fullt endurskoðunarvald gagnvart öllum ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA á grundvelli fyrrgreindra reglugerða samkvæmt 36. gr. samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Ef þessar ákvarðanir beindust að íslenskum eftirlitsstjórnvöldum eða fyrirækjum á íslensku yfirráðasvæði gætu þessir aðilar höfðað mál beint fyrir EFTA-dómstólnum. Að því marki sem dómur EFTA-dómstólsins fæli í sér úrlausn um ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA sem hefði beina réttarverkan innan íslenskrar lögsögu yrði væntanlega að líta svo á að EFTA-dómstólnum hefði verið framselt dómsvald samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar enda hefði dómurinn milliliðalaus áhrif á réttindi og skyldur fjármálafyrirtækja innan íslenskrar lögsögu. Er þá gengið út frá því að kveðið verði á um aðfararhæfi ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA svo og dóma EFTA-dómstólsins þar að lútandi í þeim lögum sem ætlað er að innleiða umræddar EES-reglur.

Það athugast að ekki er útilokað að lögmæti ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt EES-rétti kæmi til skoðunar fyrir íslenskum dómstólum. Við slíkar aðstæður gætu íslenskir dómstólar aflað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins samkvæmt lögum nr. 2/1994 um það efni. Þetta gæti t.d. átt við í þeim tilvikum þar sem ákvarðanir íslenskra eftirlitsstjórnvalda byggðust á ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA. Í þessu tilvikum verður væntanlega ekki litið svo á að um sé að ræða framsal dómsvalds, enda er endanlegt vald um niðurstöðu málsins, þ.á m. hvort farið er að ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins, í höndum íslensks dómstóls.

Að því er varðar endurskoðun EFTA-dómstólsins á at­höfnum Eftirlitsstofnunar EFTA er óhætt að miða við að meginreglur stjórnsýsluréttar séu lagðar til grundvallar svo og að dómstóllinn verndi mannréttindi, meðal annars eins og þau er tryggð í Mannréttindasáttmála Evrópu. 50 Að því marki sem úrskurðarvald um réttindi og skyldur væri tekið úr höndum íslenskra dómstóla má því miða við að einstaklingar og lögaðilar hefðu aðgang að dómstól sem gætti að sambærilegum grundvallarreglum og íslenskir dómstólar.

Um reglugerð nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar, reglugerð nr. 600/2014 um viðskipti með fjármálagerninga (MiFIR) og reglugerð nr. 1286/2014 um lykilupplýsingar varðandi pakkatryggingar og fjármálagerninga tengda vátryggingum (PRIIIPs) vísast til þess sem áður greinir um 5. mgr. 9. gr. ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðanna.


9. Afmörkun á framsali valdheimilda samkvæmt fyrirhugaðri innleiðingu reglugerða um lánshæfismatsfyrirtæki og afleiðuviðskipti


Eins og áður greinir er gengið út frá því að með aðlögun reglugerða um lánshæfismatsfyrirtæki (sjá kafla 5.6) að EES-samningnum verði Eftirlitsstofnun EFTA falið vald til þess að veita þeim fyrirtækjum sem hér um ræðir starfsleyfi milliliðalaust og einnig hafa eftirlit og umsjón með þessum leyfum og þeirri starfsemi sem fara mun fram á grundvelli þeirra. Hins vegar yrði innlendum stjórnvöldum falin ýmis verkefni af hálfu stofnunarinnar. Jafnframt er gert ráð fyrir sektarvaldi Eftirlitsstofnunar EFTA.

Andstætt því sem á við um ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðirnar er þannig gert ráð fyrir því að stjórnsýsla vegna téðrar starfsemi sé á forræði Eftirlitsstofnunar EFTA að því er varðar EFTA-stoðina. Vikið var að rökum þessa fyrirkomulags í 1. kafla hér að framan en í stuttu máli helgast það af þeim rökum að á þessum afmörkuðu sviðgum geti eftirlit og framkvæmd, sökum eðli starfseminnar, ekki verið í höndum einstakra eftirlitsstjórnvalda.

Ekki leikur vafi á því að hér er um að ræða framsal framkvæmdarvalds samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar. Er jafnframt ljóst að þetta framsal felur í sér meira inngrip í íslenska lögsögu en leiðir af ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðinni þar sem eftirliti og framkvæmd er að meginreglu ætlað að vera í höndum stjórnvalda aðildarríkjanna. Einnig gengur sektarvald ESMA er einnig umfram það sem á við um reglugerðirnar þrjár.

Beiting heimilda Eftirlitstofnunar EFTA er háð ítarlegum reglum, enda gildir sú meginregla að ESB-rétti að það vald sem falið er sjálfstæðum eftirlitsstofnunum verður að vera skýrt og afmarkað (svonefnd „Meroni-regla“). Kom það sjónarmið til sérstakrar skoðunar við setningu umræddra reglna (þ.e CRA II-reglugerðarinnar). 51

Til viðbótar framangreindu er gert ráð fyrir því að fulltrúar Eftirlitsstofnunar EFTA geti sinnt rannsóknum gagnvart fyrirtækjum, bæði með svonefndri „almennri rannsókn“ og einnig rannsókn á vettvangi. Enginn vafi er á því að í báðum tilvikum eru Eftirlitsstofnun EFTA fengnar heimildir sem ótvírætt teljast til framkvæmdarvalds samkvæmt íslenskum stjórnlögum. Nánar tiltekið er hér um að ræða heimildir sem myndu flokkast undir lögregluvald eða teljast eðlislíkar slíkum heimildum (yfirheyrslur, leitir, haldlagning gagna o.s.frv.). Hér er þó ekki um að ræða ríkari heimildir til rannsóknar en þegar hafa verið fólgnar Eftirlitsstofnun EFTA á sviði samkeppnismála.

Hér verður einnig að halda því til haga að starfsmenn ESMA geta tekið þátt í rannsóknaraðgerðum Eftirlitsstofnunar EFTA þótt ljóst sé að þeir fari ekki með neins konar ákvörðunarvald. Engu að síður er hér gert ráð fyrir því að starfsmenn stofnunar Evrópusambandsins geti „tekið þátt“ í rannsóknargerðum. Þetta fyrirkomulag á sér fordæmi í samkeppnisreglum EES, sbr. síðari málslið 2. mgr. 22. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Má raunar segja að hér sé gengið skemur en á sviði samkeppnismála þar sem þátttaka starfsmanna stofnunar Evrópusambandsins er alfarið bundin við „þátttöku“ í rannsókn Eftirlitsstofnunar EFTA hér á landi en ekki getur verið um að ræða sjálfstæða rannsókn eftirlitsstofnunar ESB.

Að því er varðar umræddar rannsóknir verður þó að gæta þess að í mörgum tilvikum væri rannsóknaraðgerð háð heimild frá íslenskum dómstóli sem hefði rúmt endurskoðunarvald um lögmæti þeirrar ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA sem lægi rannsókn til grundvallar. Þá verður einnig að ganga út frá því að til þess að um beina þvingun gagnvart fyrirtæki yrði að ræða (t.d. leit og haldlagning) þyrfti að koma til atbeini íslenskra stjórnvalda (í víðasta skilningi), eftir atvikum dómsúrskurður. Fyrirhugaðar reglur EES-samningsins um fjármálaeftirlit hagga ekki innlendum reglum um þetta efni.

Að síðustu er gert ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA geti beitt fyriræki refsikenndum viðurlögum. Ljóst er að hér er um að ræða framsals valds til töku íþyngjandi ákvarðana gagnvart einkaaðilum á íslensku yfirráðasvæði. Um sambærilegt vald Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppnismála var ítarlega fjallað í fyrrgreindu áliti um EES-samninginn frá 1992.

Að því marki sem EFTA-dómstóllinn færi með úrskurðarvald um ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA sem hefði beina réttarverkan innan íslenskrar lögsögu yrði að líta svo á að EFTA-dómstólnum hefði verið framselt dómsvald samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar. Vísast um þetta til umfjöllunar um ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðirnar hér að framan. Líkt og þar greinir er þá gengið út frá því að kveðið verði á um aðfararhæfi ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA svo og dóma EFTA-dómstólsins þar að lútandi í þeim lögum sem ætlað er að innleiða umræddar EES-reglur, sbr. til hliðsjónar 4. mgr. samkeppnislaga nr. 44/2005.

Sömu sjónarmið og nú hafa verið rakin eiga við um reglugerð nr. 648/2012 um afleiðu-viðskipti.


10. Mat á fyrirhuguðum reglum EES-samningsins um fjármálaeftirlit með hliðsjón af íslenskum stjórnlögum


Samkvæmt framangreindu er ljóst að aðlögun framangreindra gerða að EES-samningnum gerir ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA sé framselt vald með ýmsum hætti. Þá verður einnig að líta svo á að EFTA-dómstólnum yrði að vissu marki framselt dómsvald. Verður nú fjallað um gerðirnar með hliðsjón af einstökum viðmiðum sem þýðingu hafa við mat á því hvort téð framsal geti samrýmst stjórnarskránni, sbr. 7. kafla.

Markmið þeirra reglna sem hér um ræðir
Áður hafa verið rakin tildrög þeirra reglna sem hér um ræðir og tengsl þeirra við EES-samninginn. Þykir mega slá því föstu að markmið þeirra reglna sem hér um ræðir samrýmist eða falli saman við almenn markmið EES-samstarfsins. Nánar tiltekið þjóna þær reglur sem hér er um að ræða þeim tilgangi að tryggja fulla þátttöku íslenskra fyrirtækja í innri markaði Evrópusambandsins á sviði fjármála. Um markmið EES-samstarfsins hefur ítrekað verið fjallað í fyrri álitsgerðum, ekki síst álitsgerð nefndar utanríkisráðherra frá 1992. Samkvæmt þessu getur vart farið á milli mála að um er að ræða alþjóðlega samvinnu sem samrýmist hagsmunum íslenska ríkisins eins og þeir hafa verið skilgreindir af löggjafanum. Er þetta efnislega í samræmi við niðurstöðu Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar í álitsgerð þeirra frá 2012.

Jafnræði og gagnkvæmni í milliríkjalegum samskiptum
Andstætt því sem gengið var út frá í áðurlýstri álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar er í fyrirliggjandi drögum ekki lengur gert ráð fyrir því að stofnanir ESB taki ákvarðanir sem bindandi eru fyrir íslensk stjórnvöld eða fyrirtækjum á markaði innan íslenskrar lögsögu. Fyrirliggjandi tillögur um aðlögun gera þannig ráð fyrir því að stuðst verði við tveggja stoða fyrirkomulag þar sem ákvörðunarvald gagnvart EES/EFTA-ríkjunum verði höndum stofnana á þeirra vegum, einkum Eftirlitsstofnun EFTA. Niðurstaða Bjargar og Stefáns á þá leið að um einhliða valdframsal Íslands yrði að ræða á þar af leiðandi ekki við um fyrirliggjandi tillögur.

Í 6. kafla var nánar rætt um inntak þeirrar tveggja stoða lausnar sem fyrirhuguð aðlögun gerir ráð fyrir og bent á með hvaða hætti hún fæli í sér afbrigði miðað annað tveggja stoða fyrirkomulag á sviði EES-samningsins, t.d. í samkeppnismálum. Rifja má upp að í þessari umfjöllun var það talið fela í sér frávik frá hefðbundinni tveggja stoða lausn (ef svo má að orði komast) að eftirlitsstofnunum ESB yrði heimilað að óska eftir upplýsingum frá fyrirtækjum á Íslandi, gefa út tilmæli til þeirra svo og sinna sáttamiðlun. Í annan stað er gert ráð fyrir því að það yrði í höndum Ráðherraráðs ESB að lýsa yfir neyðarástandi þannig að heimilt væri að grípa til ákveðinna ráðstafana. Þessi tvö atriði leiða þó ekki til þess að stofnanir ESB fari með valdheimildir í skilningi 2. gr. stjórnarskrárinnar á íslensku yfirráðasvæði. Þykja þau því ekki gefa tilefni til sérstakra álitamála. Er sú niðurstaða út af fyrir sig í samræmi við fyrrgreinda álitsgerð Bjargar og Stefáns frá 2012.

Að því er varðar heimildir Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins er til þess að líta að íslenska ríkið er fullgildur aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og stendur að Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólnum með aðild að sérstökum milliríkjasamningi. Með því að Eftirlitsstofnun EFTA færi með allar formlegar valdheimildir gagnvart íslenska ríkinu er ljóst að um væri að ræða framsal valds til stofnunar sem íslenska ríkið er fullgildur aðili að og rekur ásamt öðrum EES/EFTA-ríkjum á jafnræðisgrundvelli. Að þessu leyti samræmist valdframsal sem hér er gert ráð fyrir sjónarmiðum um jafnræði og gagnkvæmni í samskiptum ríkja með sama hætti og EES-samningurinn var talinn gera á sínum tíma. Þá er ákvörðunarvald um að fresta ákvörðun Eftirlitsstofnun EFTA (sbr. 38. gr. reglugerðanna þriggja) hjá fastanefnd EFTA-ríkjanna þar sem íslenska ríkið á einn af þremur fulltrúum.

Að því er varðar stöðu EFTA-stoðarinnar í EES-samstarfinu eru óhjákvæmilegt að minna á að ætlunin með EES-samningnum var aldrei sú að fullt jafnræði yrði með stoðunum tveimur að því er varðaði efni þeirra gerða sem teknar væru upp í samninginn eða inntak ákvarðana sem teknar væru á ákveðnum sviðum, t.d. á sviði samkepnismála. Þvert á móti gerði samningurinn afdráttarlaust ráð fyrir því, í þágu meginmarkmiðs hans um einsleitni, að gerðir sambandsins væru að meginstefnu teknar óbreyttar upp í samninginn og einnig að stofnanir EFTA (Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóllinn) litu til úrlausna stofnana ESB í störfum sínum. Þetta breytir því hins vegar ekki að samkvæmt hinni „hefðbundnu tveggja stoða lausn“ er endanlegt ákvörðunarvald í höndum EFTA-stoðarinnar og skapar þetta EFTA-stofnununum ákveðið svigrúm og þar með sjálfstæði. Er þá bæði litið til frumkvæðisréttar, málsmeðferðar og efnislegrar úrlausnar.

Eins og áður greinir er gert ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun á grundvelli tillögu eða „uppkasts“ sem útbúið yrði af eftirlitsstofnunum ESB og ber Eftirlitsstofnun EFTA í fram­haldinu að taka ákvörðun án óhóflegrar tafa. Þótt Eftirlitsstofnun EFTA sé ekki skylt að fylgja tillögunni myndi markmiðið um einsleitni vafalaust almennt mæla með því að tillögunni væri fylgt.

Með þessu er sambandsstoðinni bæði fenginn frumkvæðisréttur og möguleikar til að hafa veruleg áhrif á efni ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta fyrirkomulag verður að skoða með hliðsjón af yfirlýsingu fjármála- og efnahagsráðherra ríkja Evrópusambandsins og EFTA/EES-ríkjanna 14. október 2014 (sjá 3. kafla) þar sem fram kemur rík áhersla á að tryggja að um eitt samræmt fjármálaeftirlit verði að ræða á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fyrirliggjandi tillögum um aðlögun gerðanna er því búið svo um hnútana að ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA á þessu sviði munu, sem frekast er unnt, samræmast afstöðu eftirlitsstofnana ESB sem þær setja fram í tillögum sínum. Því verður þó enn að halda til haga að Eftirlitsstofnun EFTA á þann kost að hafna því að taka ákvörðun eða víkja frá tillögu stofnunar ESB. Eftir sem áður stendur sú spurning hvort þau auknu áhrif sem ESB-stoðinni eru hér fengin þýði að um of sé gengið gegn jafnræði og gagnkvæmni í samskiptum ríkja.

Með hliðsjón af meginmarkmiði EES-samningsins um einsleitni er í sjálfu sér ekki ómálefnalegt að lögð sé sérstök áhersla á þetta atriði í tengslum við eftirlit með fjármálamörkuðum. Má í þessu sambandi rifja upp að við upptöku nýrra gerða í EES-samninginn er í reynd beitt sömu aðferðafræði, þ.e. Evrópusambandið vísar gerð til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar í því skyni að hún verði tekin upp í samninginn. Er jafnframt ljóst að gert er ráð fyrir því að ESB-gerð sé tekin efnislega óbreytt upp í EES-samninginn þannig að réttaröryggi og einsleitni sé tryggð, sbr. upphafsorð 102. gr. EES-samningsins. Við þessa málsmeðferð hafa EFTA-ríkin vissulega neitunarvald þótt beiting þess sé ósennileg vegna hagsmuna hvers og eins ríkis af áfram­haldandi framkvæmd EES-samningsins. Eðlislíkt fyrirkomulag gildir um staðfestingu lyfja þar sem gert er ráð fyrir því að EES/EFTA-ríkin taki sambærilega ákvörðun um staðfestingu lyfs og tekin hefur verið innan ESB innan 30 daga. 52 Með sama hætti fer ekki á milli mála að fyrirhuguð aðlögun reglugerða um fjármálaeftirlit gerir ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA hafi í öllum tilvikum neitunarvald gagnvart tillögu eftirlitsstofnana ESB. Þótt líkur séu á því, með hliðsjón af markmiðinu um einsleitni, að mikið þurfi að koma til svo að Eftirlitsstofnun EFTA víki frá tillögu ESB haggar það ekki þeirri niðurstöðu að endanlegt vald liggur hjá stofnun EFTA-stoðarinnar.

Hér verður einnig að líta til þess að bæði fulltrúar Eftirlitsstofnunar EFTA og EES/EFTA-ríkjanna munu njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku eftirlitsstofnana ESB. Þótt fulltrúar EFTA-stoðarinnar njóti ekki atkvæðisréttar er á það að líta að Eftirlits-stofnun EFTA hefur, sem fyrr segir, neitunarvald gagnvart hvers kyns tillögum sem stafa frá ESB-stoðinni. Ef upp kemur slíkur ágreiningur milli stofnananna myndi honum verða vísað til sam­eigin­legu EES-nefndarinnar samkvæmt 111. gr. EES-samningsins sem verður jafnað til milliríkjalegs farvegs (þ.e. hvert EES/EFTA-ríki hefur í reynd neitunarvald). Er þetta því til þess fallið að styrkja EFTA-stoðina í þeirri málsmeðferð hlutaðeigandi eftirlitsstofnunar ESB sem leiðir til ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Þau áhrif sem fulltrúar EFTA-stoðarinnar geta haft á tillögugerð hlutaðeigandi ESB-stofnunar vega einnig upp á móti þeirri staðreynd að Eftirlitsstofnun EFTA er ekki ætlað að grípa til athafna nema að fenginni tillögu frá eftirlitsstofnun ESB.

Rifja má upp að fordæmi eru fyrir sambærilegu fyrirkomulagi, þ.e. að Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun á grundvelli tillögu frá eftirlitsstofnun ESB. Má hér sérstaklega vísa til umfjöllunar um Flugöryggisstofnun Evrópu í álitsgerð frá 2011 sem áður hefur verið rakin. Einnig má minna á að samkeppnisreglur EES-samningsins gera ráð fyrir því að Framkvæmdastjórn ESB geti, í undantekningartilvikum, farið með lögsögu vegna ætlaðra samkeppnisbrota fyrirtækja á íslensku yfirráðasvæði (sbr. 2. mgr. 24. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005).

Að því er varðar þátttöku fulltrúa eftirlitsstofnana ESB í rannsóknum og vettvangsrannsóknum samkvæmt reglugerðum um lánshæfismatsfyrirtæki og afleiðuviðskipti verður í fyrsta lagi að hafa í huga að hér er fulltrúum ESB ekki ætlað formlegt ákvörðunarvald. Þá myndu heimildir Eftirlitsstofnunar EFTA í reynd að verulegu leyti vera háðar því að til kæmi atbeini íslenskra stjórnvalda og dómstóla. Það hefur áður verið talið samrýmast íslenskum stjórnlögum að Framkvæmdastjórn ESB geti í undantekningartilvikum tekið þátt í vettvangsrannsókn hér á landi, sbr. 22. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Sú þátttaka fulltrúa ESB í rannsóknaraðgerðum sem hér er gert ráð fyrir er minniháttar og þykir því ekki gefa tilefni til sérstakra álitamála. Fjallað er nánar um það framsal sem felst í umræddum rannsóknarheimildum hér að neðan.

Samkvæmt framangreindu felur það fyrirkomulag, sem gert er ráð fyrir við aðlögum umræddra gerða, í sér ákveðið tilbrigði við tveggja stoða kerfi EES-samninginn, eins og það var mótað í upphafi, einkum með því að stofnunum ESB er falið að hafa frumkvæði að og undirbúa ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA. Þrátt fyrir þetta er ljóst að hið formlega ákvörðunarvald er í öllum tilvikum hjá Eftirlitsstofnun EFTA sem er stofnun sem íslenska ríkið rekur á grundvelli milliríkjasamnings ásamt tveimur öðrum EFTA-ríkjum. Einnig er fyrirkomulagið ekki án fordæma ef litið er til aðlögunar gerða eftir gildistöku samningsins. Þá horfir það til aukins jafnræðis og gagnkvæmni að íslenska ríkið, svo og Eftirlitsstofnun EFTA, taka þátt í málsmeðferð hlutaðeigandi stofnunar ESB áður en tillaga er lögð fram.

Að þessu athuguðu verður ekki litið aðkomu EFTA-stoðarinnar sem formsatriði eða til málamynda. Öllu heldur verður að telja að EFTA-stoðin (fulltrúar EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnunar EFTA) hafi raunhæfa möguleika á áhrifum á tillögu hlutaðeigandi stofnunar ESB. Að öllu þessu virtu verður því að telja umrædda aðlögun samræmast jafnræði og gagnkvæmni í samskiptum þjóða með svipuðum hætti og EES-samningurinn gerir í heild sinni.

Umfang og eðli framsals
Um fyrirhugaða aðlögun ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðanna má segja að sú meginregla muni gilda að ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA verði að meginstefnu beint að íslenskum stjórnvöldum og einungis komi til þess í undantekningartilvikum að ákvörðunum sé beint milliliðalaust að fyrirtækjum á íslensku yfirráðasvæði, þ.e. þegar innlendar eftirlits-stofnanir hafa ekki farið að tilmælum og síðar ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart þeim. Eins og áður greinir er álitamál hvort í öllum tilvikum beri að líta á fyrirhugaðar heimildir Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart íslenskum stjórnvöldum þannig að stofnunin fari með framkvæmdarvald innan íslenskrar lögsögu. Jafnvel þótt svo sé gert er ljóst að slíkt framsal valds er mun minna íþyngjandi en framsal valds til að taka ákvarðanir beint gegn íslenskum þegnum. Á slíkt fyrirkomulag sér og ýmis fordæmi úr EES-samstarfinu, t.d. á sviði opinberra innkaupa.

Ljóst er að þau úrræði Eftirlitsstofnunar EFTA sem geta komið til greina gagnvart fyrirtækjum geta haft alvarlegar og víðtækar afleiðingar í för með sér, t.d. bann við ákveðinni starfsemi eða ráðstöfunum. Hér verður þó einnig að líta til þess að þessar heimildir verða ekki virkar án þess að málið hafi fyrst komið til umfjöllunar íslensks stjórnvalds, svo sem fyrr segir. Að þessu leyti er um viðurhlutaminna framsal að ræða en á t.d. við um heimildir Eftirlitsstofnunar EFTA og Framkvæmdarstjórnar ESB á sviði samkeppnismála.

Í þessu samhengi er vert að nefna að ekki er gert ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA hafi heimild til að ákveða sektir samkvæmt ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðunum. Að þessu leyti fela reglugerðirnar í sér viðurhlutaminni heimildir samanborið við heimildir Eftirlitsstofnunar EFTA og Framkvæmdastjórnar ESB á sviði samkeppnismála. Eins og áður greinir verður einnig að gera ráð fyrir því að ákvarðanir stofnunarinnar gegn einstökum fyrirtækjum yrðu ekki fullnustaðar nema með atbeina íslenskra stjórnvalda eða dómstóla. Hér er því uppi svipuð staða og gildir t.d. um samkeppnismál.

Við þetta bætist að samkvæmt 38. gr. reglugerðanna gæti íslenska ríkið fengið ákvörðunum Eftirlitsstofnunum EFTA samkvæmt 18. og 19. gr. þeirra frestað með tilkynningu þar að lútandi, ef talið væri að ákvörðunin hefði í för með sér fjárhagslegar byrðar fyrir íslenska ríkið. Endanleg úrlausn um afdrif ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA yrði höndum fastanefndar EFTA-ríkjanna þar sem Ísland á einn fulltrúa af þremur. Horfir þetta til þess að milda þær heimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA eru fengnar samkvæmt umræddum greinum.

Samkvæmt framangreindu verður ekki talið að eðli þeirra framsalsheimilda sem um ræðir í ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðunum sé verulega íþyngjandi eða umfram það sem áður hefur verið talið heimilt vegna EES-samningsins. Má reyndar færa að því rök að umræddar heimildir Eftirlitsstofnunar EFTA feli í sér minna inngrip í íslenska réttarskipun en ýmsar aðrar heimildir stofnunarinnar, einkum á sviði samkeppnismála.

Um reglugerð um skortsölu og skuldatryggingar, reglugerð um viðskipti með fjármálagerninga, reglur Evrópusambandsins um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og reglugerð um lykilupplýsingar varðandi pakkatryggingar og fjármálagerninga tengda vátryggingum (sjá 5. kafla) gildir að gert er ráð fyrir því Eftirlitsstofnun EFTA geti tekið ákvörðun án þess að sérstaklega liggi fyrir að innlent stjórnvald hafi neitað að fara að tilmælum og ákvörðun stofnunarinnar, sbr. einkum 5. mgr. 9. gr. ESMA-reglugerðarinnar. Allt að einu er þó skilyrði samkvæmt þessum reglum að aðgerðir innlendra stjórnvalda hafi áður reynst ófullnægjandi. Með þessu má segja að heimild Eftirlitsstofnunar EFTA gangi nokkuð nær hinni innlendu réttarskipun en leiðir af almennum reglum ESMA-, EBA- og EIOPA-reglugerðanna. Hér þó ekki um að ræða verulega ólíka stöðu frá því sem gildir um reglugerðirnar þrjár og heldur ekki víðtækari heimildir en áður hafa verið taldar samrýmast íslenskri stjórnskipun.

Að því er varðar reglugerðir um lánshæfismatsfyrirtæki og afleiðuvið­skipta­skráningarstöðvar er gert ráð fyrir því að Eftirlitsstofnun EFTA verði falið að gefa út starfsleyfi og fara með alla stjórnsýslu slíkra leyfa. Slíkar ákvarðanir fela í reynd í sér heimild til fyrirtækis til þess að reka ákveðna atvinnustarfsemi og afturköllun slíks leyfis felur með sama hætti í sér bann við starfsemi. Hér er því ótvírætt um að ræða heimild til þess að taka ákvörðun um mikilvæga hagsmuni fyrirtækis. Hins vegar er á það að líta að áður hefur verið talið heimilt að fela Eftirlitsstofnun EFTA ákvörðunarvald um það hvort fyrirtæki séu veitt slík leyfi og þá á grundvelli tillögu frá hlutaðeigandi eftirlitsstofnun ESB. 53

Síðastgreindu reglugerðirnar tvær mæla fyrir um rannsóknaraðgerðir og refsikennd viðurlög, þ.e. stjórnvaldssektir. Má því segja að Eftirlitsstofnun EFTA sé í orði kveðnu falið vald sem jafnað verður til lögregluvalds auk valds til þess að leggja á sektir. Hvort tveggja á sér samsvörun í reglum um samkeppnismál og er því framsal þeirra valdheimilda sem hér um ræðir ekki án fordæma. Þá verður einnig að líta til þess að þær rannsóknaraðgerðir sem hér um ræðir yrðu að meginstefnu ekki framkvæmdar með beinni þvingun nema til kæmi atbeini íslenskra stjórnvalda eða jafnvel dómstóla.

Engu að síður er ljóst að umræddrar tvær reglugerðir skera sig úr hvað varðar þær heimildir sem framseldar eru til Eftirlitsstofnunar EFTA, svo sem áður greinir. Hér má líta til þess að umræddrar gerðir taka til mjög sérhæfðrar starfsemi og hafa þannig afar þröngt gildissvið. Samkvæmt upplýsingum fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur þannig eitt fyrirtæki á Íslandi mögulega til greina sem aðili sem falla myndi undir umræddar reglur. Má til hliðsjónar vísa til þess að í álitsgerð frá 2011 vegna Flugöryggisstofnunar Evrópu var vísað til þess að þær reglur sem þar var um að ræða „myndu taka til mjög fárra aðila hér á landi og gildi auk þess á mjög þröngu sviði“. 54 Verður að telja sömu rök eiga við um þá stjórnsýslu sem ESMA er ætlað að fara með samkvæmt umræddum tveimur reglugerðum.

Við mat á eðli framsals verður einnig að horfa til þess að bæði íslensk stjórnvöld og fyrirtæki hér á landi gætu fengið skorið úr um lögmæti ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir EFTA-dómstólnum. Verður þá að líta til þeirra krafna sem dómstóllinn hefur gert í dómaframkvæmd sinni til málsmeðferðar Eftirlitsstofnunar EFTA svo og um vernd grundvallarréttinda, þ.á m. samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Verður því að líta svo á að vernd grundvallarréttinda sé tryggð þrátt fyrir umrætt framsal svo og að málsmeðferð Eftirlitsstofnunar EFTA muni fullnægja meginreglum stjórnsýsluréttar.

Er framsalið á takmörkuðu sviði og vel afmarkað?
Hið ólögfesta skilyrði íslensks stjórnskipunarréttar um að framsal sé á takmörkuðu sviði og vel afmarkað svarar til áskilnaðar í stjórnarskrám þar sem framsal valdheimilda er heimilað berum orðum, þ.á m. stjórnarskrám annarra Norðurlanda. Samkvæmt 20. grein dönsku stjórnarskrárinnar verða valdheimildir þannig aðeins framseldar „i nærmere bestemt omfang“; í 115. gr. norsku stjórnarskráinnar er í þessu sambandi rætt um „saklig begrenset område“ og í þeirri sænsku (Regeringsformen) er í 2. mgr. 5. gr. vísað til framsals í „begränsad omfattning“. 55

Í grundvallaratriðum liggja þau rök til grundvallar umræddri takmörkun að alþjóðlegri stofnun sé ekki framselt vald sem hún geti skilgreint sjálf og farið með að geðþótta. Skilyrðið er þannig því til fyrirstöðu að alþjóðleg stofnun eigi lokaorðið um hverjar valdheimildir hennar séu gagnvart aðildarríkjunum (sbr. þýska hugtakið „kompetenz-kompetenz“). Er og ljóst að slíkt framsal er í reynd ósamþýðanlegt fullveldi ríkisins. Kjarninn í umræddu skilyrði er því sá að þær heimildir sem veittar eru alþjóðlegri stofnun séu skilgreindar með efnis- og formreglum sem gildi um umfang og beitingu þessara heimilda. 56

Áður hefur verið gerð grein fyrir gildissviði hverrar og einnar gerðar sem fyrirhugað er að innleiða vegna nýrra eftirlitsstofnana ESB um fjármálaeftirlit. Er þannig ljóst að hver og ein gerð hefur afmarkað gildissvið, en sam­eigin­lega má, með einföldun, segja að þær taki til eftirlits með fjármálastarfsemi sem aftur fari í megindráttum saman við það eftirlit sem Fjármálaeftirlitið sinnir hér á landi. Svo sem áður er rakið var á sínum tíma talið að framsal valds til Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppnismála fæli í sér nægilega afmarkað svið þótt þær heimildir tækju að meginstefnu til hvers kyns fyrirtækja á öllum mörkuðum. Að mati höfundar er ljóst að þær reglur sem hér um ræðir beinast að tiltölulega fáum fyrirtækjum og er gildissvið þeirra að því leyti mun þrengra og afmarkaðra en á við um samkeppnisreglur. Á hitt er að líta að reglurnar eru mun ítarlegri en t.d. samkeppnisreglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlit lýtur því að mun fleiri þáttum starfsemi þeirra. Þetta atriði getur þó ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að framsal valdheimilda á grundvelli reglnanna sé ekki á afmörkuðu sviði.

Eins og áður greinir hafa gerðirnar að geyma ítarleg efnisleg skilyrði fyrir því að heimilt sé að beita þeim heimildum sem gert er ráð fyrir að verði framseldar Eftirlitsstofnun EFTA. Þótt ýmis þessara skilyrða séu óhjákvæmilega að einhverju leyti matskennd eru þau að meginstefnu ströng og fela það almennt í sér að valdbeiting af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA á einungis að koma til við óvenjulegar og brýnar aðstæður, nær ætíð þannig að stjórnvöld aðildarríkjanna hafa neitað að bregðast við eða að aðgerðir þeirra hafa reynst ófullnægjandi. Verður því ekki talið að Eftirlitsstofnun EFTA sé með einhverjum hætti falið óheft mat eða geðþóttvald með umræddum reglum. 57 Þvert á móti ætti að vera skýrt hvaða heimildir Eftirlitsstofnun EFTA fer með og hvaða efnis- og formreglum stofnunin þarf að fylgja við beitingu þeirra. 58 Þá verður hér einnig að horfa til þess að í þessu efni myndi Eftirlitsstofnun EFTA sæta eftirliti EFTA-dómstólsins hefur í dómaframkvæmd sinni endurskoðað ákvarðanir og málsmeðferð Eftirlitsstofnunar EFTA með vísan til meginreglna stjórnsýsluréttar og grundvallarréttinda.

Önnur atriði
Áður er rakið að hvers kyns ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA mætti bera undir EFTA-dómstólinn með beinni málshöfðun, en einnig kæmi til greina málshöfðun markaðsaðila fyrir innlendum dómstólum þar sem aflað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins (t.d. þar sem íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að fylgja formlegu áliti eða ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA). Verður að telja að þessi aðgangur að EFTA-dómstólnum, svo og íslenskum dómstólum, veiti fullnægjandi dómstólavernd samkvæmt 2. og 70. gr. stjórnarskrárinnar. Með hliðsjón af dómaframkvæmd EFTA-dómstólsins þykir einnig óhætt að slá því föstu að nægilega sé tryggt að reglur um grundvallarréttindi, réttláta málsmeðferð og meginreglur stjórnsýslu yrðu virtar, svo sem áður greinir. 59

Ganga verður út frá því að þær heimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA yrðu fengnar yrðu afmarkaðar með almennum lögum þar sem einnig yrði kveðið á um réttaráhrif ákvarðana stofnunarinnar (svo og EFTA-dómstólsins) hér á landi. Af þessu myndi einnig leiða að hinn almenni löggjafi gæti hvenær sem er ákveðið að afnema téðar heimildir Eftirlitsstofnunarinnar. Slík ákvörðun gæti vissulega þýtt brot gegn skuldbindingu ríkisins samkvæmt EES-samningnum en það myndi hins vegar ekki hagga gildi og réttaráhrifum slíkrar lagasetningar. Umrætt framsal valds yrði því í þessum skilningi afturkallanlegt. Hvað sem líður þjóðréttarlegum skuldbindingum á fullvalda ríki ætíð síðasta orðið um hvaða lög gilda á yfirráðasvæði þess, hvernig þeim er framfylgt o.s.frv. Hitt er svo annað mál að með því að nýta sér fullveldisrétt sinn til hins ýtrasta með þessum hætti getur ríkið talist brotlegt við þjóðréttarreglur og kallað yfir sig þjóðréttarleg viðbrögð og viðurlög. Þetta breytir því þó ekki að framsal valdheimilda, svo sem það sem hér um ræðir, er í eðli sínu afturkræft.

Í fyrrnefndri álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar er vikið að því að staða og eðli alþjóðlegs samstarfs hafi breyst frá gildistöku „fullveldisstjórnarskrárinnar“ árið 1920, en þessa þróun sé eðlilegt að hafa í huga við túlkun stjórnarskrárinnar. Árétta þau að ákveðið svigrúm sé til túlkunar þannig „að ekki þrengi um of af möguleikum Íslands sem fullvalda þjóðréttaraðila til að tryggja hagsmuni sína sem best í samstarfi og samningum við aðrar þjóðir jafnvel þótt stofn stjórnarskrárinnar sé gamall“. 60

Án þess að gert sé of mikið úr þessu sjónarmiði er óhjákvæmilegt að halda því til haga að yfir 20 ár eru síðan EES-samningurinn tók gildi með þátttöku Íslands. Á þessum tíma hafa allar greinar ríkisvaldsins, þ.á m. dómstólar, komið að framkvæmd samningsins, með einum eða öðrum hætti, án þess að athugasemdir eða fyrirvarar væru gerðar við stjórnskipulegt gildi hans. Ljóst er að hagsmunir íslenska ríkisins, samfara þeim gerðum sem hér hefur verið fjallað um, liggja ekki aðeins í því málefnasviði sem hér er um að ræða heldur getur synjun Íslands við upptöku gerðanna í EES-samninginn teflt þátttöku ríkisins í EES-samstarfinu í heild sinni í tvísýnu. Slík niðurstaða myndi þýða að íslenska ríkið gæti ekki tekið áfram fullan þátt í því alþjóðlega samstarfi sem hér um ræðir og væri sú staða því ekki í góðu samræmi við fullveldi ríkisins almennt séð.


11. Niðurstaða


Við mat á því hvort valdheimildir samkvæmt áðurlýstum gerðum ESB um fjármálaeftirlit, eins til stendur að laga þær að EES-samningnum, samrýmast íslenskum stjórnlögum hafa verið lögð til grundvallar þau viðmið sem mótuð hafa verið í fræðilegri umfjöllun og fyrri álitsgerðum og svara að meginstefnu til þeirrar afstöðu sem fram kom í álitsgerð nefndar utanríkisráðherra um EES-samninginn frá 1992 og byggt hefur verið á í síðari álitsgerðum viðvíkjandi EES-samningnum. Er þá litið til þess að EES-samningurinn hefur verið í gildi í meira en 20 ár og hefur framkvæmd hans verið án athugasemda um stjórnskipulegt gildi af hálfu allra greina ríkisvaldsins.

Með hliðsjón af framangreindum viðmiðum er það niðurstaða mín að það framsal valdheimilda sem gert er ráð fyrir í áðurlýstum tillögum myndi fullnægja því skilyrði að teljast nauðsynlegt vegna alþjóðasamvinnu sem Ísland tekur þátt og helgast af mikilvægum hagmunum ríkisins. Ég tel einnig alveg ljóst að skilyrðum um að framsalið sé skýrt og á afmörkuðu sviði sé fullnægt. Þá er eðli og umfang þeirra heimilda ekki umfram það sem áður hefur verið talið samrýmast stjórnarskránni að því er varðar ESMA-, EIOPA- og EBA-reglugerðirnar. Er þá einnig horft til þess að íslenska ríkið mun geta fengið tilteknum ákvörðunum frestað einhliða ef talið er að þær feli í sér fjárhagslegar byrðar fyrir ríkið og mun fastanefnd EFTA þá eiga lokaorðið um gildi ákvörðunarinnar.

Að mínum dómi lúta stjórnskipuleg álitaefni einkum að því hvort jafnræði og gagnkvæmni sé nægilega tryggð með þeirri málsmeðferð sem ráðgert er að koma á fót með umræddri aðlögun og felur í sér ákveðin samleik eftirlitsstofnana ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA. Í þessu efni liggur fyrir að gert er ráð fyrir því að allar formlegar valdheimildir verði á hendi Eftirlitsstofnunar EFTA sem starfar á grundvelli milliríkjasamnings sem Ísland er aðili að. Ekki yrði um það að ræða í neinu tilviki að eftirlitsstofnanir ESB færu með ákvörðunarvald gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða einstaklingum og lögaðilum á íslensku yfirráðasvæði.

Sérstaða þess fyrirkomulags sem hér er gert ráð fyrir, samanborið við það tveggja stoða kerfi sem komið var á við gildistöku EES-samningsins, t.d. við samkeppniseftirlit, felst í því að stofnunum ESB er ætlað að hafa frumkvæði að og undirbúa einstakar ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA með því að setja fram tillögu eða „uppkast“. Með þessu tel ég að ESB-stoðinni séu veitt meiri áhrif en almennt hefur tíðkast, t.d. á sviði samkeppnismála, þótt þetta fyrirkomulag sé ekki án fordæma.

Á móti þessum auknu áhrifum sambandsstoðarinnar kemur að fulltrúum EFTA-stoðarinnar eru fengnir möguleikar til að hafa áhrif á málsmeðferð og ákvarðanatöku hlutaðeigandi ESB-stofnunar áður en tillaga er afgreidd. Þar sem endanlegt ákvörðunarvald er einnig í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA verður að telja að Eftirlitstofnun EFTA (auk fulltrúa stjórnvalda EES/EFTA-ríkjanna) hafi raunhæfa möguleika á því að hafa áhrif á efni ákvörðunar að ógleymdu neitunarvaldi um hvort endanleg ákvörðun er tekin, ef í harðbakkann slær. Við slíkar aðstæður færi ágreiningur milli hinna tveggja stoða í reynd í milliríkjalegan farveg samkvæmt 111. gr. EES-samningsins. Það fyrirkomulag sem hér er gert ráð fyrir á sér nokkra samsvörun við upptöku nýrra gerða í EES-samninginn auk þess sem það hefur einnig verið tekið upp við eftirlit á tilteknum þröngum sviðum. Þegar litið er til alls þessa er það álit mitt að það kerfi, sem hér er lagt til, samræmist jafnræði og gagnkvæmni í samskiptum ríkja með sambærilegum hætti og EES-samningurinn í heild sinni. Verður þar af leiðandi talið að skilyrðum íslenskra stjórnlaga sé fullnægt um upptöku umræddra gerða með svipuðum hætti og áður hefur verið talið gilda um EES-samninginn í heild sinni, svo og nánar einstakar gerðir hans sem komið hafa til sérstakrar skoðunar.

Framsal dómsvalds, að því marki sem um það er að ræða, yrði til EFTA-dómstólsins sem Ísland á aðild að og fullnægir kröfum um aðgang og réttláta málsmeðferð. Verður því að telja að réttarvernd vegna meðferðar þeirra heimilda sem hér um ræðir muni samrýmast íslensku réttarskipulagi.

Reglugerðir um lánshæfismat og afleiðuvið­skipta­skráningarstöðvar fela í sér mun ríkara framsal valdheimilda til Eftirlitsstofnunar EFTA en EBA-, ESMA- og EIOPA-reglugerðirnar. Er þá einkum litið til þess að í fyrstnefndu reglugerðunum er í reynd gert ráð fyrir því að stjórnsýsla sé að meginstefnu á hendi stofnana Evrópusambandsins eða Eftirlitsstofnunar EFTA án þess að stjórnvöld aðildarríkjanna komi þar við sögu nema í umboði hinna evrópsku stofnana. Þær heimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA yrðu fólgnar gagnvart íslenskri lögsögu væru, hver um sig, í eðli sínu ekki meira íþyngjandi en þekkist af öðrum sviðum EES-samningsins, sbr. einkum reglur hans um samkeppnismál. Einnig verður að líta til þess að hér er um að ræða afar sérhæfða starfsemi á afmörkuðu sviði fjármálamarkaðarins þar sem talinn er vera knýjandi þörf fyrir einu samræmdu eftirliti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Að þessu virtu er það niðurstaða höfundar að það framsal valds sem leiða myndi af innleiðingu þessara gerða samrýmist einnig þeim kröfum til framsals valdheimilda sem leiða af íslenskum stjórnlögum.

Að frátöldum reglugerðum um lánshæfismat og afleiðuvið­skipta­skráningarstöðvar er framsal valdheimilda, samkvæmt fyrirliggjandi tillögum, í reynd ekki umfram þær skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum sem gengið hefur verið út frá að samrýmist stjórmarskránni í yfir 20 ára framkvæmd samningsins. Er það því niðurstaða mín að framsal valdheimilda samkvæmt fyrirliggjandi tillögum um aðlögun reglugerða Evrópusambandsins um fjármálaeftirlit að EES-samningnum myndi í heild sinni samræmast íslenskum stjórnlögum.

    Reykjavík, 3. mars 2016
    
    
    
    Skúli Magnússon


Fylgiskjal XII.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XII.pdf



Fylgiskjal XIII.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) að því er varðar sérstök verkefni sem Seðlabanka Evrópu eru falin samkvæmt reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1024/2013.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XIII.pdf



Fylgiskjal XIV.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XIV.pdf



Fylgiskjal XV.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópsku eftirlitsyfirvaldi (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XV.pdf



Fylgiskjal XVI.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1092/2010 frá 24. nóvember 2010 um þjóðhagsvarúðareftirlit með fjármálakerfinu á sviði Evrópusambandsins og um stofnun Evrópska kerfisáhætturáðsins.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XVI.pdf



Fylgiskjal XVII.


Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XVII.pdf



Fylgiskjal XVIII.


Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, skuldsetningu, gagnsæi og eftirlit.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XVIII.pdf



Fylgiskjal XIX.


Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 514/2015 frá 18. desember 2014 um upplýsingar sem lögbærum yfirvöldum ber að veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni skv. 3. mgr. 67. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XIX.pdf



Fylgiskjal XX.


Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á fót málsmeðferð til að ákvarða tilvísunaraðildarríki fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða utan ESB samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XX.pdf



Fylgiskjal XXI.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXI.pdf



Fylgiskjal XXII.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXII.pdf



Fylgiskjal XXIII.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXIII.pdf



Fylgiskjal XXIV.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXIV.pdf



Fylgiskjal XXV.


Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXV.pdf



Fylgiskjal XXVI.


Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 446/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um tæknilega eftirlitsstaðla um inntak og form reglubundinna skýrslna með matsgögnum sem lánshæfismatsfyrirtækjum ber að leggja fram til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXVI.pdf



Fylgiskjal XXVII.


Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki þar sem mælt er fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla við mat á því hvort aðferð við lánshæfismat uppfylli skilyrði.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXVII.pdf



Fylgiskjal XXVIII.


Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um framsetningu upplýsinganna sem lánshæfismatsfyrirtæki skulu gera aðgengilegar í miðlægu gagnasafni sem komið er á fót af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXVIII.pdf



Fylgiskjal XXIX.


Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 449/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skráningarupplýsingar og vottun lánshæfismatsfyrirtækja.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXIX.pdf



Fylgiskjal XXX.


Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 946/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar starfsreglur um sektir sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin leggur á lánshæfismatsfyrirtæki, þ.m.t. reglur um rétt til varnar og tímabundin ákvæði.


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXX.pdf



Fylgiskjal XXXI.


Álitsgerð um stjórnskipulegar heimildir landsréttar og möguleika á innleiðingu reglugerða ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum í EES-samninginn, eftir Björgu Thorarensen og Stefán Má Stefánsson (dags. 25. apríl 2012).


www.althingi.is/altext/pdf/145/fylgiskjol/s1109-f_XXXI.pdf


Neðanmálsgrein: 1
1     Stjtíð. ESB L 331, 15.12.2010, bls. 12.
Neðanmálsgrein: 2
2     Stjtíð. ESB L 287, 29.10.2013, bls. 5.
Neðanmálsgrein: 3
3     Niðurstöður ráðsins um fund fjármála- og efnahagsráðherra ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, 14178/1/14 endursk. 1.
Neðanmálsgrein: 4
*     Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 5
1     Stjtíð. ESB L 331, 15.12.2010, bls. 48.
Neðanmálsgrein: 6
2     Niðurstöður ráðsins um fund fjármála- og efnahagsráðherra ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, 14178/1/14 endursk. 1.
Neðanmálsgrein: 7
*      [Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.]
Neðanmálsgrein: 8
1     Stjtíð. ESB L 331, 15.12.2010, bls. 84.
Neðanmálsgrein: 9
2     Niðurstöður ráðsins um fund fjármála- og efnahagsráðherra ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, 14178/1/14 endursk. 1.
Neðanmálsgrein: 10
*     [Engin stjórnsýsluleg skilyrði gefin til kynna.] [Stjórnsýsluleg skilyrði gefin til kynna.].
Neðanmálsgrein: 11
1     Stjtíð. ESB L 331, 15.12.2010, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 12
*     Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 13
1     Stjtíð. ESB L 174, 1.7.2011, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 14
2     Stjtíð. ESB L 83, 22.3.2013, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 15
3     Stjtíð. ESB L 183, 24.6.2014, bls. 18.
Neðanmálsgrein: 16
4     Stjtíð. ESB L 82, 27.3.2015, bls. 5.
Neðanmálsgrein: 17
5     Stjtíð. ESB L 132, 16.5.2013, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 18
6     Stjtíð. ESB L 132, 16.5.2013, bls. 3.
Neðanmálsgrein: 19
7     Niðurstöður ráðsins um fund fjármála- og efnahagsráðherra ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, 14178/1/14 endursk. 1.
Neðanmálsgrein: 20
8     Stjtíð. ESB L 331, 15.12.2010, bls. 84.
Neðanmálsgrein: 21
*     [Engin stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.] [Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.]
Neðanmálsgrein: 22
9     Bíður birtingar.
Neðanmálsgrein: 23
1     Stjtíð. ESB L 86, 24.3.2012, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 24
2     Stjtíð. ESB L 251, 18.9.2012, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 25
3     Stjtíð. ESB L 251, 18.9.2012, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 26
4     Stjtíð. ESB L 274, 9.10.2012, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 27
5     Stjtíð. ESB L 274, 9.10.2012, bls. 16.
Neðanmálsgrein: 28
6     Stjtíð. ESB L 16, 23.1.2015, bls. 22.
Neðanmálsgrein: 29
7     Niðurstöður ráðsins um fund fjármála- og efnahagsráðherra ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, 14178/1/14 endursk. 1.
Neðanmálsgrein: 30
8     Stjtíð. ESB L 331, 15.12.2010, bls. 84.
Neðanmálsgrein: 31
*     [Engin stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.] [Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.]
Neðanmálsgrein: 32
9     Bíður birtingar.
Neðanmálsgrein: 33
1     Stjtíð. ESB L 201, 27.7.2012, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 34
2     Niðurstöður ráðsins um fund fjármála- og efnahagsráðherra ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, 14178/1/14 endursk. 1.
Neðanmálsgrein: 35
*     [Engin stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.] [Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.]
Neðanmálsgrein: 36
3     Bíður birtingar.
Neðanmálsgrein: 37
1     Stjtíð. ESB L 145, 31.5.2011, bls. 30.
Neðanmálsgrein: 38
2     Stjtíð. ESB L 146, 31.5.2013, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 39
3     Niðurstöður ráðsins um fund fjármála- og efnahagsráðherra ESB og EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES, 14178/1/14 endursk. 1.
Neðanmálsgrein: 40
*     [Engin stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.] [Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.]
Neðanmálsgrein: 41
4     Bíður birtingar.
Neðanmálsgrein: 42
1     Stjtíð. ESB L 90, 28.3.2012, bls. 6.
Neðanmálsgrein: 43
2     Stjtíð. ESB L 140, 30.5.2012, bls. 2.
Neðanmálsgrein: 44
3     Stjtíð. ESB L 140, 30.5.2012, bls. 14.
Neðanmálsgrein: 45
4     Stjtíð. ESB L 140, 30.5.2012, bls. 17.
Neðanmálsgrein: 46
5     Stjtíð. ESB L 140, 30.5.2012, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 47
6     Stjtíð. ESB L 282, 16.10.2012, bls. 23.
Neðanmálsgrein: 48
7     Stjtíð. ESB L 132, 3.5.2014, bls. 65.
Neðanmálsgrein: 49
8     Stjtíð. ESB L 132, 3.5.2014, bls. 68.
Neðanmálsgrein: 50
9     Stjtíð. ESB L 132, 3.5.2014, bls. 71.
Neðanmálsgrein: 51
10     Stjtíð. ESB L 132, 3.5.2014, bls. 73.
Neðanmálsgrein: 52
11     Stjtíð. ESB L 132, 3.5.2014, bls. 76.
Neðanmálsgrein: 53
*     Engin stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.] [Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.]
Neðanmálsgrein: 54
12     Bíður birtingar.
Neðanmálsgrein: 55
1     Þau gögn sem hér er um að ræða eru eftirfarandi: 1) Drög að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn um að fella inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um kerfisáhætturáð dags. 20. janúar 2016; 2) Drög að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn um að fella inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) að því er varðar sérstök verkefni sem Seðlabanka Evrópu eru falin samkvæmt reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1024/2013 dags. 20. janúar 2016; 3) Drög að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn um að fella inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB dags. 20. janúar 2016; 4) Drög að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn um að fella inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópsku eftirlitsyfirvaldi (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB dags. 20. janúar 2016; 5) Drög að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn um að fella inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki dags. 20. janúar 2016; 6) Drög að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn um að fella inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 446/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um tæknilega eftirlitsstaðla um inntak og form reglubundinna skýrslna með matsgögnum sem lánshæfismatsfyrirtækjum ber að leggja fram til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki þar sem mælt er fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla við mat á því hvort aðferð við lánshæfismat uppfylli skilyrði, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um framsetningu upplýsinganna sem lánshæfismatsfyrirtæki skulu gera aðgengilegar í miðlægu gagnasafni sem komið er á fót af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 449/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skráningarupplýsingar og vottun lánshæfismatsfyrirtækja, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 946/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar starfsreglur um sektir sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin leggur á lánshæfismatsfyrirtæki, þ.m.t. reglur um rétt til varnar og tímabundin ákvæði, framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/245/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Brasilíu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/246/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Argentínu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki,framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/247/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Mexíkó jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/248/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Singapúr jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/249/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Hong Kong jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki dags. 20. janúar. desember 2016; 7) Drög að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn um að fella inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga dags. 20. janúar 2016; 8) Drög að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn um að fella inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár (EMIR) dags. 20. janúar 2016; 9) Drög að ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn um að fella inn í EES-samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum nr. 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (ESB) nr. 1060/2009 og nr. 1095/2010, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, vogun, gagnsæi og eftirlit, framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á málsmeðferð við að ákvarða tilvísunaraðildarríki fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóðs sem er utan evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB og framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/514 frá 18. desember 2014 um upplýsingar sem lögbærum yfirvöldum ber að veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni skv. 3. mgr. 67. gr tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB dags. 20. janúar 2016.
Neðanmálsgrein: 56
2     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB (EBA). Á ensku nefnist reglugerðin: Regulation (EU) No 1093/2010 of the European Parliament and of the Council of 24 November 2010 establishing a European Supervisory Authority (European Banking Authority), amending Decision No 716/2009/EC and repealing Commission Decision 2009/78/EC.
Neðanmálsgrein: 57
3     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópsku eftirlitsyfirvaldi (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB (ESMA). Á ensku nefnist reglugerðin: Regulation (EU) No 1095/2010 of the European Parliament and of the Council of 24 November 2010 establishing a European Supervisory Authority (European Securities and Markets Authority), amending Decision No 716/2009/EC and repealing Commission Decision 2009/77/EC.
Neðanmálsgrein: 58
4     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska trygginga- og lífeyrissjóðastofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB (EIOPA). Á ensku nefnist reglugerðin: Regulation (EU) No 1094/2010 of the European Parliament and of the Council of 24 November 2010 establishing a European Supervisory Authority (European Insurance and Occupational Pensions Authority), amending Decision No 716/2009/EC and repealing Commission Decision 2009/79/EC.
Neðanmálsgrein: 59
5     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót kerfisáhætturáði (ESRB). Á ensku nefnist reglugerðin: Regulation (EU) No 1092/2010 of the European Parliament and of the Council of 24 November 2010 on European Union macro-prudential oversight of the financial system and establishing a European Systemic Risk Board.
Neðanmálsgrein: 60
6     Almenna umfjöllun um þetta regluverk má t.d. finna hjá Niamh Moloney, EU Securities and Financial Markets Regulation, Oxford 2014 (3. útgáfa).
Neðanmálsgrein: 61
7     The High-Level Group on Financial Supervision in the EU, Report, Brussel 25. febrúar 2009.
Neðanmálsgrein: 62
8     Niamh Moloney, EU Securities and Financial Markets Regulation, áður tilv., bls. 960 o.áfr.
Neðanmálsgrein: 63
9     Sama tilv., bls. 980 og 983.
Neðanmálsgrein: 64
10     Sjá bls. 31–32 í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar.
Neðanmálsgrein: 65
11     Sjá bls. 6, 12–13 og 16–17 í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar.
Neðanmálsgrein: 66
12     Sjá bls. 35 í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar.
Neðanmálsgrein: 67
13     Sjá bls. 35 í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar.
Neðanmálsgrein: 68
14     Sjá bls. 34 í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar.
Neðanmálsgrein: 69
15     Sjá bls. 38 í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar.
Neðanmálsgrein: 70
16     Sjá bls. 37 og 38 í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar.
Neðanmálsgrein: 71
17     Sjá bls. 39 í álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar.
Neðanmálsgrein: 72
18     Um þessar hugmyndir er fjallað í fyrrgreindri álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar, kafla 7.2.1.
Neðanmálsgrein: 73
19     Sjá fréttatilkynningu á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins:
     www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/18558.
Neðanmálsgrein: 74
20     Orðrétt segir í samkomulaginu: „These principles will apply in particular to direct supervision by ESMA of Credit Rating Agencies and Trade Repositories: the EFTA Surveillance Authority will adopt decisions on the basis of drafts prepared by ESMA. A similar regime will apply to the intervention powers of the EU ESAs under Article 28 of the Short Selling Regulation and Articles 40, 41 and 45 of the Markets in Financial Instruments Regulation. The EFTA Surveillance Authority will adopt decisions on the basis of drafts prepared by the relevant EU ESA.“
Neðanmálsgrein: 75
21     Orðrétt er málsgreinin svohljóðandi: The Authority shall act within the powers conferred by this Regulation and within the scope of Directive 97/9/EC, Directive 98/26/EC, Directive 2001/34/EC, Directive 2002/47/EC, Directive 2003/6/EC, Directive 2003/71/EC, Directive 2004/39/EC, Directive 2004/109/EC, Directive 2009/65/EC and to Directive 2006/49/EC, without prejudice to the competence of the European Supervisory Authority (European Banking Authority) in terms of prudential supervision, any future legislation in the area of Alternative Investment Fund Managers (AIFM), and Regulation (EC) No 1060/2009, and, to the extent that these acts apply to firms providing investment services or to collective investment undertakings marketing their units or shares and the competent authorities that supervise them, within the relevant parts of, Directive 2002/87/EC, Directive 2005/60/EC, Directive 2002/65/EC, including all directives, regulations, and decisions based on those acts, and of any further legally binding Union act which confers tasks on the Authority.
Neðanmálsgrein: 76
22     Sjá umfjöllun um nýja bókun við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls í 3. kafla hér að framan.
Neðanmálsgrein: 77
23     Í reglugerðinni er rætt um að gerð sé „directly applicable“. Skilja verður þetta orðalag til samræmis við 2. mgr. 288 gr. sáttmálans um framkvæmd Evrópusambandsins (e. „A regulation shall have general application. It shall be binding in its entirety and directly applicable in all Member States“). Með þessu ákvæði eru tekin af tvímæli um að ekki þurfi að innleiða reglugerð til þess að hún hafi réttaráhrif í aðildarríkjum ESB, hún hefur m.ö.o. bein lagaáhrif en til þess að hún hafi beina réttarverkan (þ.e. til þess að einstaklingar og lögaðilar geti byggt rétt á henni fyrir dómstólum) þar hún að hafa að geyma nægilega skýr og óskilyrt ákvæði.
Neðanmálsgrein: 78
24     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga. Á ensku nefnist reglugerðin: Regulation (EU) No 236/2012 of the European Parliament and of the Council of 14 March 2012 on short selling and certain aspects of credit default swaps.
Neðanmálsgrein: 79
25     Á ensku nefnist reglugerðin: Regulation (EU) No 600/2014 of the European Parliament and of the Council of 15 May 2014 on markets in financial instruments and amending Regulation (EU) No 648/2012.
Neðanmálsgrein: 80
26     Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2011/61 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/RB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010 (AIFMD). Á ensku nefnist tilskipunin: Directive 2011/61/EU of the European Parliament and of the Council of 8 June 2011 on Alternative Investment Fund Managers and amending Directives 2003/41/EC and 2009/65/EC and Regulations (EC) No 1060/2009 and (EU) No 1095/2010.
Neðanmálsgrein: 81
27     Reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) 1286/2014 um lykilupplýsingar varðandi pakkatryggingar og fjármálagerninga tengda vátryggingum. Á ensku nefnist reglugerðin: Regulation (EU) No 1286/2014 of the European Parliament and of the Council of 26 November 2014 on key information documents for packaged retail and insurance-based investment products (PRIIPs).
Neðanmálsgrein: 82
28     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1060/2009 frá 16. september 2009 um lánshæfismatsfyrirtæki. Á ensku heitir reglugerðin: Regulation (EC) No 1060/2009 of the European Parliament and of the Council of 16 September 2009 on credit rating agencies. Sjá einnig reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (CRAs II) og Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (CRAs III).
Neðanmálsgrein: 83
29     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (CRAs I). Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (CRAs II). Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki (CRAs III).
Neðanmálsgrein: 84
30     „Officials of and other persons authorised by ESMA shall be entitled to assist the EFTA Surveillance Authority in the carrying out of its duties under this Article and have the right to participate in on-site inspections upon ESMA's request.“
Neðanmálsgrein: 85
31     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuvið­skipta­skrár (EMIR). Á ensku nefnist reglugerðin: Regulation (EU) No 648/2012 of the European Parliament and of the Council of 4 July 2012 on OTC derivatives, central counterparties and trade repositories.
Neðanmálsgrein: 86
32     Sjá einkum bókanir 23, 24, 27, 30, 31við EES-samninginn.
Neðanmálsgrein: 87
33     Að því er varðar EFTA-dómstólinn má um þetta efni t.d. vísa til greinar undirritaðs: „Judicial Homogeneity in the European Economic Area and the Authority of the EFTA Court“, Nordic Journal of International Law 80 (2011) bls. 507–534.
Neðanmálsgrein: 88
34     Sbr. það fyrirkomulag sem ráðið verður af 136. gr. a loftferðarlaga nr. 60/1998 og hlutverk Flugöryggisstofnunar ESB í því sambandi.
Neðanmálsgrein: 89
35     Sbr. 2. mgr. 22. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.
Neðanmálsgrein: 90
36     Undirritaður hefur fjallað um þetta efni í greininni „Stjórnskipuleg staða þjóðaréttar að íslenskum lögum – Er þörf á sérstöku stjórnarskrárákvæði?“, Lögfræðingur, 2012, 1. tbl., bls. 49 o.áfr.
Neðanmálsgrein: 91
37     Að því er varðar síðari flokkinn eru höfð í huga ríki eins og Bandaríki Norður Ameríku og Stóra-Bretland.
Neðanmálsgrein: 92
38     Björg Thorarensen, Stjórnskipunarréttur, undirstöður og handhafar ríkisvalds, Reykjavík 2015, bls. 140.
Neðanmálsgrein: 93
39     Hér má einkum vísa til greinar Bjargar Thorarensen, „Stjórnarskráin og meðferð utanríkismála“, 60 ára Afmælisrit Úl­fljóts, Reykjavík 2007, bls. 2.
Neðanmálsgrein: 94
40     Sbr. t.d. Björgu Thorarensen, Stjórnskipunarréttur, undirstöður og handhafar ríkisvalds, bls. 143.
Neðanmálsgrein: 95
41     Sama heimild, bls. 143-144. Hér má einnig vísa til Ólafs Jóhannessonar, „Stjórnarskráin og þátttaka Íslands í alþjóðastofnunum“, Tímarit Lögfræðinga 1962 (1), bls. 1–27. Í greininni telur Ólafur að valdaafsal til alþjóðlegrar „yfirríkjastofnunar“ myndi krefjast sérstakrar stjórnlagaheimildar. Hins vegar verður sú ályktun dregin af umfjöllun hans að framsal heimilda geti staðist, án sérstakrar stjórnlagaheimildar, við aðrar aðstæður, einkum þær að um sé að afmarkað framsal til stofnunar sem Ísland taki þátt í á jafnræðisgrundvelli við önnur ríki.
Neðanmálsgrein: 96
42     Íslenskir dómstólar hafa margsinnis viðurkennt dóma erlendra dómstóla, bæði á grundvelli ólögfestra reglna og milliríkjasamninga sem lögfestir hafa verið hér á landi (Lúganósamningurinn, sbr. lög nr. 7/2011 og áður lög nr. 68/1995). Einnig kunna lög að mæla fyrir um viðurkenningu ákvarðana erlendra stjórnvalda (t.d. um gjaldþrot manna á Norðurlöndum – sjá lög nr. 21/1934 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um gjaldþrotaskipti) eða slíkt leiðir ólögfestum reglur (t.d. um viðurkenningu erlendra stjórnvaldsákvarðana um sifjaréttarlega stöðu). Í þessari dómaframkvæmd hefur þó aldrei verið tekið til skoðunar hvort um sé að ræða framsal valds í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár.
Neðanmálsgrein: 97
43     Stjórnskipunarréttur, undirstöður og handhafar ríkisvalds, áður tilv., bls. 146.
Neðanmálsgrein: 98
44     Minna má á álitsgerð Björns Þ. Guðmundssonar prófessors og sjónarmið sem Guðmundur Alfreðsson setti fram um sama efni. Um þetta er ítarlega fjallað í riti Davíðs Þórs Björgvinssonar, EES-réttur og landsréttur, Reykjavík 2006, bls. 379 o.áfr.
Neðanmálsgrein: 99
45     Sjá til samanburðar viðhorf Ólafs Jóhannessonar sem minnst er á í neðanmálsgrein nr. 39.
Neðanmálsgrein: 100
46     Stefán Már Stefánsson dregur þá ályktun af dóm Hæstaréttar 1999, á bls. 4429 í dómasafni réttarins, þar sem ákveðið var að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, að Hæstiréttur leggi til grundvallar að EES-samningurinn og fylgisamningar fái samrýmst ákvæðum stjórnarskrár. Megi því væntanlega líta svo á að öll æðstu stjórnvöld landsins, forseti Íslands, Alþingi og Hæstiréttur, hafi komist að þeirri niðurstöðu að EES-samningurinn og fylgisamningar fari ekki í bága við stjórnarskrána. Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið, Reykjavík 2000, bls. 65.
Neðanmálsgrein: 101
47     Sjá sömu niðurstöðu í fyrrnefndri álitsgerð Bjargar og Stefáns Más, bls. 31.
Neðanmálsgrein: 102
48     Sbr. einnig 38. gr. reglugerðanna.
Neðanmálsgrein: 103
49     Sjá sambærilega niðurstöðu í áður tilvitnaðri álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar, bls. 31.
Neðanmálsgrein: 104
50     Hér má t.d. vísa í ítarlega umfjöllun EFTA-dómstólsins um þessi atriði í máli nr. C-15/10, Posten Norge, frá 18. apríl 2012.
Neðanmálsgrein: 105
51     Sjá ítarlega umfjöllun hjá Niamh Moloney, EU Securities and Financial Markets Regulation, áður tilv., bls. 994–1003. Hér má einnig vísa til dóms Evrópudómstólsins 22. janúar 2014 í máli nr. C-270/12 þar fjallað var um heimildir ESMA á grundvelli skortsölureglugerðarinnar.
Neðanmálsgrein: 106
52     Sjá 2. viðauka EES-samningsins, XIII. kafla.
Neðanmálsgrein: 107
53     Um slíkt fyrirkomulag er rætt í áður tilvitnaðri álitsgerð sem fjallaði um innleiðingu reglugerðar 216/2008 um Flugöryggisstofnun Evrópu.
Neðanmálsgrein: 108
54     Þskj. 1079 – 621. mál, bls. 75.
Neðanmálsgrein: 109
55     Sjá nánar yfirlit í grein Írisar Sæmundsdóttur, „Stjórnarskrárákvæði um framsal ríkisvalds“, Úl­fljótur 2008, 4. tbl.
Neðanmálsgrein: 110
56     Sjá nánar um danskan rétt, Henrik Zahle, Grundloven, Kaupmanna­höfn 2006, bls. 206.
Neðanmálsgrein: 111
57     Hér má til hliðsjónar vísa enn á ný til dóms Evrópudómstólsins 22. janúar 2014 í máli nr. C-270/2012 þar sem fjallað er um hvort framsal valds til ESMA á grundvelli 28. gr. svonefndrar skortsölureglugerðar hafi falið í sér of rúmar og matskenndar heimildir.
Neðanmálsgrein: 112
58     Við mat á því hvort fyrirhugað framsal er nægilega afmarkað má hafa nokkra hliðsjón ákvæðum í stjórnarskrám nágrannalandanna sem heimila framsal valds berum orðum, en í þessum stjórnarskrám, t.d. þeirri norsku og þeirri dönsku, er þetta gert að skilyrði fyrir heimild til framsals. Fyrir liggur t.d. að þessari kröfu dönsku og norsku stjórnarskrárinnar hefiur verið talið fullnægt um þær gerðir sem hér um ræðir.
Neðanmálsgrein: 113
59     Sjá t.d. dóm EFTA-dómstólsins í Posten Norge, áður tilv. [E-23/14 (Kimek)]
Neðanmálsgrein: 114
60     Sjá áður tilvitnaða álitsgerð, bls. 34.