Ferill 639. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1214  —  639. mál.

2. umræða.


Nefnd­arálit með breytingartil­lögu


um frumvarp til laga um breytingu á raforku­lögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum (tenging minni virkjana við dreifikerfi raforku).


Frá atvinnuvega­nefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Pétur Eini Þórðarson og Tryggva Þór Haraldsson frá RARIK ohf.
    Í frumvarpinu er lögð til breyting á raforku­lögum í því skyni að auka möguleika smávirkjana á að tengjast dreifikerfi raforku.
    Til nánari útfærslu leggur nefndin til tvenns konar breytingar á 2. gr. frumvarpsins. Annars vegar er lagt til að notkunarstaður skuli tengjast virkjuninni á lágspennu og hins vegar að afsláttur taki mið af þeirri notkun sem samsvari vinnslu virkjunar á hverjum tíma.
    Kristján L. Möller og Þorsteinn Sæmundsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álit þetta skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fasta­nefndir Alþingis.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Við 2. gr.
     a.      Við 1. efnis­málsl. bætist: ef notkunarstaður tengist virkjun um lágspennu.
     b.      Við 2. efnis­málsl. bætist: vegna þeirrar notkunar sem samsvarar vinnslu virkjunar á hverjum tíma.

Alþingi, 25. apríl 2016.

Jón Gunnarsson,
form.
Haraldur Benediktsson,
frsm.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Ásmundur Friðriksson. Björt Ólafsdóttir. Kristján L. Möller.
Páll Jóhann Pálsson. Þorsteinn Sæmundsson. Þórunn Egilsdóttir.