Ferill 639. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1232  —  639. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á raforku­lögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum
(tenging minni virkjana við dreifikerfi raforku).

(Eftir 2. umræðu, 3. maí.)


1. gr.

    Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Vegna raforkuvera með uppsettu afli 100 kW eða minna þarf þó ekki virkjunarleyfi.

2. gr.

    Við 17. gr. a laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Afhendi virkjun með uppsett afl 100 kW eða minna raforku á lágspennu inn á dreifikerfi skal dreifiveita veita afslátt af úttektargjaldi til eigenda hennar ef notkunarstaður tengist virkjun um lágspennu. Afsláttur skal að lágmarki nema 50% en allt að 100% af gjaldinu og skal hann nánar útfærður í gjaldskrá vegna þeirrar notkunar sem samsvarar vinnslu virkjunar á hverjum tíma. Afsláttur af úttektargjaldi á ein­göngu við þegar eignarhlutur hvers eiganda er að lágmarki 33% í viðkomandi virkjun og/eða hinni virkjuðu auðlind.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.