Ferill 435. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1404  —  435. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um almennar félagsíbúðir og breytingartillögu á þingskjali 1391.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Á eftir 1. mgr. 5. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Geta skal veðsetningarbanns skv. 7. mgr. 16. gr. í samþykktum.
     2.      J-liður 8. tölul. brtt. á þskj. 1391 orðist svo: 7. mgr. orðist svo:
                 Óheimilt er að veðsetja almenna íbúð til tryggingar öðrum skuldbindingum en lánum sem upphaflega voru tekin til kaupa eða byggingar á henni og skuldabréfi til endurgreiðslu stofnframlaga. Þó er heimilt að veðsetja íbúðina til tryggingar á lánum sem tekin eru til endurfjármögnunar á upphaflegum lánum, enda haldist veðhlutfall óbreytt eða lækki. Við veitingu stofnframlags skal þinglýsa kvöð á íbúðina um veðsetningarbannið og um að einungis sé heimilt að nota hana í samræmi við ákvæði laga og reglna sem um stofnframlög gilda að öðru leyti.