Ferill 498. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1456  —  498. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir.


     1.      Hvaða nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir hefur ráðherra skipað frá upphafi kjörtímabilsins, hvert var tilefni skipunar og hver eru meginviðfangsefni þeirra? Óskað er eftir að aðgreindar verði þær skipanir sem gerðar eru samkvæmt lögum og þær sem gerðar eru að frumkvæði ráðherra.
     2.      Hversu fjölmenn er hver nefnd, starfshópur og verkefnisstjórn?
    Eftirfarandi er tafla með samantekt ráðuneytisins á þeim nefndum, starfshópum og verkefnisstjórnum sem skipaðar hafa verið af ráðherra frá upphafi kjörtimabilsins, þ.e. frá 23. maí 2013 til og með 29. febrúar 2016. Að kostnaðarupplýsingunum frátöldum er samantektin unnin úr svokölluðum Nefndarbrunni ráðuneytisins.
    Í töflunni eru ellefu dálkar. Heiti nefndar, starfshóps og verkefnisstjórnar er að finna í fremsta dálknum, í öðrum dálki kemur fram frá hvað tíma hópurinn er skipaður, í þriðja dálki hvort hópurinn hafi lokið störfum, í fjórða og fimmta dálki er að finna eftir atvikum tilefni og meginviðfangsefni starfsins gefi heiti hópsins það ekki næganlega skýrt til kynna, í sjötta og sjöunda dálki má sjá hvort skipunin er lögbundin eða að frumkvæði ráðherra, í dálkum átta og níu er að finna fjölda karla og kvenna í viðkomandi hópi, í tíunda dálki er að finna kostnað við viðkomandi hóp og í þeim ellefta athugasemdir ef einhverjar eru.
    Ráðherra hefur skipað samtals 46 nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir á framangreindu tímabili, þar af eru 32 að frumkvæði ráðherra og 14 lögbundnar.

     3.      Hversu marga einstaklinga hefur ráðherra skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins og hvert er hlutfall kvenna og karla í þeim?
    Ráðherra hefur skipað samtals 283 einstaklinga í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir, þar af eru 149 konur eða 52,7% og 134 karlar eða 47,3%. Varamenn nefnda eru ekki meðtaldir.

     4.      Hversu margar þessara nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna hafa lokið störfum og hversu hátt er hlutfall þeirra af heildarfjölda nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna skipuðum af ráðherra?
    Í töflunni má sjá að samtals hafa 13 af 46 hópum lokið störfum eða 28,3% í lok febrúar 2016.

     5.      Hversu hátt hlutfall einstaklinga, sem ráðherra hefur skipað í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins, er búsett á höfuðborgarsvæðinu?
    Í fyrrnefndum Nefndarbrunni er því miður ekki haldið utan um upplýsingar um búsetu skipaðra einstaklinga í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir.

     6.      Hver hefur verið kostnaður við störf hverrar nefndar, starfshóps eða verkefnisstjórnar, hvernig sundurliðast hann og hver er heildarkostnaður vegna nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna sem ráðherra hefur skipað frá upphafi kjörtímabils?
    Reynt var eftir fremsta megni að draga fram tilfallandi kostnað við vinnuhópa og nefndir heilbrigðisráðherra, en hann er samanlagður 105,7 millj. kr. frá upphafi kjörtímabilsins til lok febrúar á þessu ári, þar af eru 61.238.413 kr. vegna Vísindasiðanefndar sem starfar samkvæmt lögum nr. 44/2014. Í töflunni sést hvernig kostnaður fellur til vegna 14 vinnuhópa af þeim samtals 46 sem ráðherra skipaði á tímabilinu.
Heiti nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna Skipun Lokið störfum? Tilefni Meginviðfangsefni Skipun samkvæmt lögum Skipun að frumkvæði ráðherra kk kvk Kostnaður nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna
(dags) (1=já) (1=já) (1=já) Samtals Ath.
Starfshópur vegna reksturs sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut 16.12.2015 Starfshópnum er falið að skoða rekstrarform og leiðir til framtíðar til að efla enn frekar þjónustu fyrir þá aðila sem dvelja á sjúkrahótelinu til lengri eða skemmri tíma. Jafnframt að kanna þá þætti er snúa að gjaldtöku, aðkomu sjúkratrygginga, þjónustuþáttum, samlegðaráhrifum og.bera saman ávinning af mismunandi rekstrarformum 1 4 3 97.360
Starfshópur um þjónustu við langveik börn 12.1.2016 Starfshópnum er ætlað að skoða hvernig staðið er að þjónustu við þennan hóp í dag og koma með tillögur að því hvernig skipan hennar væri best komið 1 3 6
Hæfnisnefnd samkvæmt lögum nr. 115/2011 til að meta umsóknir um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu hagmála og fjárlaga 4.11.2015 1 Samkvæmt lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, skal ráðherra skipa skrifstofustjóra að fengnu mati þriggja manna hæfnisnefndar 1 2 1 293.077
Samninganefnd um innleiðingu DRG fjármögnunar á Landspítala 24.11.2015 Samninganefndinni er falið að fylgja eftir þeim hugmyndum sem fram koma í skýrslu stýrihóps um innleiðingu DRG fjármögnunar frá september 2015 1 3 3
Starfshópur til að endurskoða lög um sjúkratryggingar 19.11.2015 Starfshópnum er falið að meta reynslu af framkvæmd laga um sjúkratryggingar einkum ákvæða um gerð samninga sjúkratryggingastofnunar um rekstur heilbrigðisþjónustu og eftirlit með þeim. Einnig verði litið til ákvæða annarra laga sem varða kunna samninga um heilbrigðisþjónustu, rekstur hennar og eftirlit með framkvæmd samninga 1 2 2
Starfshópur um aðgerðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu 19.11.2015 Starfshópur.er falið.að móta stefnu og aðgerðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu svo bjóða megi landsmönnum, hvar sem þeir eru í sveit settir, fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu 1 3 2 3.000.000
Hæfnisnefnd samkvæmt lögum nr. 115/2011 til að meta umsóknir um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu gæða og forvarna 4.11.2015 1 Samkvæmt lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, skal ráðherra skipa skrifstofustjóra að fengnu mati þriggja manna hæfnisnefndar 1 2 1 449.536
Verkefnisstjórn um úttekt á öldrunarþjónustu 18.9.2015 Að greina núverandi stöðu á heilbrigðishluta þjónustunnar við aldraða, móta tillögur að stefnu og einnig tillögur að aðgerðaáætlun um nauðsynlegar breytingar. Þá skal horft til þróunar síðustu ára, spá fyrir um þróun næstu ára og setja fram tillögur að breytingum á þjónustunni eftir því sem við á 1 3 2 3.988.860
Faglegir tengiliðir við Evrópuskrifstofu WHO 1.9.2015 Hlutverkið fer eftir eðli hvers málasviðs en að jafnaði er gert ráð fyrir að faglegur tengiliður sé málsvari aðildarríkis við Evrópuskrifstofu WHO varðandi viðkomandi málasvið 1 5 11
Vinnuhópur um framkvæmd nýs greiðsluþátttökukerfis 21.8.2015 Er falið að setja á fót nýtt greiðsluþátttökukerfi samkvæmt tillögum nefndar um eitt greiðsluþátttökukerfi undir stjórn Péturs H. Blöndals í mars 2015. Kerfið skal komið í framkvæmd 1. júní 2016 Helstu verkefni hópsins eru að vinna að nauðsynlegum breytingum á lögum og reglugerðum sem fjalla um greiðslur sjúkratryggðra einstaklinga fyrir heilbrigðisþjónustu og að undirbúa tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands undir kerfisbreytingu 1 2 5
Nefnd til að gera tillögu að vísindastefnu í heilbrigðisrannsóknum til ársins 2020 10.6.2015 1 5 6
Verkefnisstjórn um betri heilbrigðisþjónustu 13.4.2015 Vinnur á grundvelli yfirlýsingar forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands, frá 8. janúar 2015 Verkefnisstjórnin mun einnig taka við stjórn verkefnisins Betri heilbrigðisþjónusta 2013 – 2017 sem heilbrigðisráðherra setti af stað í upphafi síðasta árs. Undir það verkefni féllu sjö verkhlutar og eru fjórir þeirra komnir í framkvæmd en þremur er ekki lokið og munu verða hluti af ofangreindu verkefni. Það eru þjónustustýring, samtengd rafræn sjúkraskrá og fjármögnun eftir forskrift. Sérstakur greiningarhópur hefur starfað til stuðnings verkefninu og mun hann starfa áfram 1 3 2 18.817.000
Nefnd til að vinna að umbótum í lyfjamálum 30.1.2015 1 Semja drög að nýrri lyfjastefnu til 2020 á grundvelli Lyfjastefnu til 2012 fyrir nóvember 2015 og 2. semja drög að frumvarpi til lyfjalaga sem verði tilbúið til framlagningar á vorþingi 2016 og 3. endurskoða stjórnsýslu lyfjamála og gera tillögur að úrbótum 1 2 1
Starfshópur til að undirbúa reglugerð um tilkynningar til þátttakenda í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði 18.12.2014 16. maí 2014 voru samþykkt á Alþingi ný lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014 Samkvæmt 34. gr. laganna er ráðherra heimilt að setja reglugerðir um nánari framkvæmd laganna, meðal annars um í hvaða tilfellum og með hvaða hætti tilkynna eigi þátttakanda í vísindarannsókn um mikilvæga þætti sem koma fram við gerð rannsóknar og varða heilsu hans 1 2 3
Vinnuhópur um uppbyggingu legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri 20.11.2014 Í febrúar 2003 skilaði nefnd Forathugun, áfangaskýrslu um skipulag og uppbyggingu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og í febrúar 2004 skilaði nefndin Frumathugun, áfangaskýrslu um skipulag og uppbyggingu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Verkefni vinnuhópsins er að endurskoða og uppfæra tillögur þær sem lagðar voru fram árið 2003 og 2004 um skipulag og uppbyggingu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og koma með eigin tillögur að verkefninu 1 4 3
Starfshópur sem metur aukna fjárþörf heilbrigðiskerfisins vegna ebólusmits 19.11.2014 Starfshópnum er falið að meta þörf fyrir aukin framlög til einstakra verkefna sem unnin eru af sóttvarnarlækni og Landspítala og tengjast hugsanlegu ebólusmiti 1 2 1
Lýðheilsunefnd 15.9.2014 Samhliða samþykkt ríkisstjórnar 4. mars 2014 að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsumál, sbr. 9. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/ 2011, var ákveðið að setja á fót ráðgefandi nefnd – lýðheilsunefnd – undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra Meginhlutverk lýðheilsunefndar er að vinna drög að heildstæðri stefnumótun og aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að efla og bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 1 10 13
Nefnd um samstarfssamning milli Grænlands og Íslands 20.8.2014 Þann 8. júní 2010 undirrituðu heilbrigðisráðherrar Grænlands og Íslands nýjan samstarfssamning á sviði heilbrigðisþjónustu..Samkvæmt samningnum skal sett á laggirnar íslensk-grænlensk samstarfsnefnd, skipuð þremur fulltrúum frá hvoru landi 1 2 1
Samráðshópur velferðarráðuneytisins og Akureyrarbæjar til þess að vinna að tilfærslu reksturs Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri til ríkisins með það að meginmarkmiði að tryggja undirstöður heilsugæslunnar á svæðinu 20.8.2014 Samráðshópnum er meðal annars ætlað að greina þær aðgerðir sem grípa þarf til og tímasetja þær þannig að til verði aðgerðaáætlun sem byggi á því að þjónusta við sjúklinga og réttindi starfsmanna heilsugæslustöðvarinnar verði tryggð. Uppgjör lífeyrisskuldbindinga gagnvart Akureyrarbæ eru í öðrum farvegi og utan verksviðs samráðshópsins 1 3 2
Stýrihópur um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar 22.7.2014 15. janúar 2014 samþykkti Alþingi þingsályktun um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar. Þar er heilbrigðisráðherra, í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðherra, falið að móta geðheilbrigðisstefnu og gera aðgerðaáætlun til fjögurra ára Verkefni stýrihópsins felst í að hafa umsjón með mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar til fjögurra ára. Í stefnunni á meðal annars að koma fram greining á núverandi geðheilbrigðisþjónustu, hvar þörfin sé mest fyrir þjónustuna og hvernig megi mæta henni, ásamt stefnumótun til framtíðar í geðheilbrigðismálum fyrir alla landsmenn. Jafnframt skal gera áætlun um fjárframlög til að standa straum af kostnaði vegna aðgerðaáætlunarinnar. 1 3 4
Starfshópur um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu 11.7.2014 Verkefni starfshópsins eru að gera úttekt á gildandi lagaumhverfi svo afmarka megi viðfangsefnið nákvæmlega og undirbúa lagabreytingar og/eða nýja löggjöf, og að líta til löggjafar annarra ríkja þar sem horfið hefur verið frá refsistefnu tengdri neyslu ólöglegra vímuefna og tillagna alþjóðlegra nefnda og stofnana á sviði rannsókna í forvörnum gegn vímuefnaneyslu, og að skapa heildstæða stefnu, sem leggur höfuðáherslu á mannúðlega nálgun og vernd mannréttinda, sem dregur úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu og með því stuðla að auknu trausti jaðarhópa til samfélagsins og þeirra stofnana sem eiga að veita þeim þjónustu og skjól 1 4 5 477.313
Starfshópur um gerð reglugerðar um lyfjaávísanir 30.6.2014 Hlutverk starfshópsins er að fara yfir umsagnir og athugasemdir sem borist hafa við drög að reglugerð um lyfjaávísanir, sem mun fella úr gildi reglugerðir nr. 91/2001 og nr. 111/2001, og útbúa lokadrög að reglugerð 1 5 6
Vinnuhópur um innleiðingu á tillögum um þjónustustýringu á landsbyggðinni 13.5.2014 Helsta verkefni vinnuhópsins er að móta verkferla innan heilsugæslunnar á landsbyggðinni með það að markmiði að koma tillögum verkefnahóps um þjónustustýringu frá 2012 í framkvæmd 1 4 5 4.125.000
Starfshópur um samþættingu öldrunarþjónustu Stykkishólmsbæjar 5.5.2014 Starfshópnum er falið það verkefni að gera tillögur um samstarf Stykkishólmsbæjar, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og velferðarráðuneytisins um samþættingu stofnanaþáttar öldrunarþjónustu 1 2 1
Stýrihópur um innleiðingu á notkun hreyfiseðla á landsvísu. 18.12.2013 Hlutverk stýrihópsins er að hafa yfirumsjón með innleiðingu hreyfiseðla í heilbrigðiskerfinu fyrir hönd velferðarráðuneytisins. Stýrihópurinn skal gera áætlun um innleiðingu verkefnisins og tilhögun þess til framtíðar 1 1 2
Fagráð sjúkraflutninga 3.2.2016 Hlutverk þess er að vera ráðherra til ráðgjafar um öll fagleg málefni er varða sjúkraflutninga á, við og yfir Íslandi og skylda starfsemi 1 4 3
Mats- og hæfisnefnd um starfsnám til að öðlast almennt lækningaleyfi og um sérnám í læknisfræði 17.8.2015 Nefndin skal meta og staðfesta marklýsingar fyrir starfsnám til starfsleyfis skv. 4. gr. og samþykkja marklýsingu einstaka sérnámsbrauta fyrir formlegt sérnám skv. 7. og 8. gr., sbr. 10. gr. Þá skal nefndin jafnframt meta hæfi heilbrigðisstofnunar eða deildar heilbrigðisstofnunar til að öðlast viðurkenningu sem kennslustofnun fyrir starfsnám til lækningaleyfis skv. 4. gr. og til að annast sérnám skv. 7. og 8. gr. 1 2 1
Nefnd sem skipuleggur námsblokkir fyrir læknakandídata í starfsnámi 13.7.2015 Samkvæmt nýrri reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi skipar ráðherra nefnd til fjögurra ára í senn sem skipuleggur námsblokkir, fjölda þeirra og ráðningarferli fyrir læknakandídata í starfsnámi í samvinnu við þær heilbrigðisstofnanir sem viðurkenndar eru til slíks náms 1 2 4
Vísindasiðanefnd samkvæmt nýjum lögum nr. 44/2014 1.1.2015 Fjallar um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. 1 3 4 61.238.413 Nefndinni fylgir mikill rekstrarkostna ður þar með talið húsaleiga og launakostnaðu r fyrir u.þ.b. 3 starfsmenn (sérfræðingar) nefndarinnar.
Stjórn Sjúkratrygginga Íslands 15.8.2014 Stjórnin skal staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma. Formaður stjórnarinnar skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi hennar og gera honum viðvart ef starfsemi og þjónusta er ekki í samræmi við ákvæði laga og ef rekstur er ekki í samræmi við fjárlög. 1 2 3 Greitt af Sjúkratryggin gum Íslands
Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra 16.4.2014 Með lögum nr. 135/2013 var gerð sú breyting á lögum um málefni aldraðra að málefni Framkvæmdasjóðs aldraðra voru tekin undan samstarfsnefnd um málefni aldraðra og falin sérstakri stjórn, sem skipuð skal af heilbrigðisráðherra 1 2 2 541.695
Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir 19.12.2013 1 1 2 6.621.676
Stöðunefnd lækna 13.11.2013 1 2 1 3.897.746
Stöðunefnd framkvæmdastjóra hjúkrunar 23.10.2013 1 1 2
Sóttvarnaráð 4.6.2013 Ráðið mótar stefnu í sóttvörnum og skal vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma 1 4 3
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana 1.4.2013 1 2 1 1.372.438
Vinnuhópur um greiðsluþátttöku í S-merktum og leyfisskyldum lyfjum 18.9.2014 1 Hlutverk vinnuhópsins er að útfæra nákvæmlega framangreindar breytingar til að valda sem minnstu óhagræði notenda vegna þeirra. Þá er vinnuhópnum ætlað að gera tillögu að breytingum á reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði nr. 313/2013 og innleiðingu þess að fella S-merkt lyf og leyfisskyld lyf sem ávísað er til notkunar utan sjúkrahúsa undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið 1 4 4
Nefnd um stöðu og framtíð geðhjúkrunarrýma að Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili 7.7.2014 1 Hlutverk nefndarinnar er að koma málum þess fólks sem nú dvelur í geðhjúkrunarrýmum að Ási í réttan búning hvað varðar lagaleg réttindi samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 og lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 1 1 4
Starfshópur um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu 26.1.2015 1 Hlutverk starfshópsins er að gera tillögur að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings sbr. lög um dánarvottorð og krufningar nr. 61/1998 og lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 1 3 4
Nefnd til að kanna hvort hægt sé að fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðisskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag 28.8.2013 1 Hlutverk nefndarinnar er að kanna hvort og þá með hvaða hætti hægt er að fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag þannig að þátttaka borgarans í heilbrigðiskostnaði verði takmörkuð hvort sem kostnaðurinn fellur til utan eða innan heilbrigðisstofnana og hver sem þörf hans fyrir heilbrigðisþjónustu er 1 4 6
Vinnuhópur um verkaskiptingu velferðarráðuneytisins og SÍ vegna yfirfærslu á samningum um öldrunarþjónustu til SÍ 19.3.2015 1 Ráðherra fer með stefnumörkun og yfirstjórn sjúkratrygginga og samningagerða um heilbrigðisþjónustu í samræmi lög nr. 112/2008, um sjúkratryggingar. Sjúkratryggingar Íslands skulu undirbúa og gera samninga á grundvelli stefnu heilbrigðisráðherra eða í samræmi við fyrirmæli hans, sbr. reglugerð 510/2010 um samninga um heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan heilbrigisstofnana sem ríkið rekur 1 4 1
Verkefnisstjórn um lýðheilsu 11.6.2014 1 Meginhlutverk verkefnisstjórnar er að vinna drög að heildstæðri stefnu og aðgerðaáætlun, í samstarfi við lýðheilsunefndina, sem hefur það að markmiði að efla og bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 1 1 2
Vinnuhópur um innleiðingu á tillögum um þjónustustýringu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er hluti verkefnisins Þjónustustýring – innleiðing á landsvísu 15.1.2014 1 Helsta verkefni vinnuhópsins er að móta verkferla innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem rúma tillögur verkefnahóps um þjónustustýringu frá 2012 1 4 5
Starfshópur um fjölgun líffæragjafa 24.10.2014 1 Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem fjalla á um leiðir til að fjölga líffæragjöfum frá látnum einstaklingum Á 143. löggjafarþingi var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um brottnám líffæra, nr. 16/1991, þar sem gert er ráð fyrir ætluðu samþykki einstaklinga fyrir líffæragjöf. 1 3 3
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar og landlæknis 21.10.2014 1 1 2 1 785.055
Starfshópur til að undirbúa reglugerð um samskipti Vísindasiðanefndar og Persónuverndar 15.9.2014 1 Í 3. mgr. 13. gr. laga nr. 44/2014 er að finna reglugerðarheimild um samskipti Vísindasiðanefndar og Persónuverndar, en þar segir: „Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um samskipti við Persónuvernd samkvæmt ákvæði þessu, að höfðu samráði við Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.“ 1 2 2
13 14 32 134 149 105.705.169